miðvikudagur, janúar 23, 2008

Heath Ledger er dáinn! Það er virkilega fökked.


Heath Ledger (4.apríl 1979 - 22. janúar 2008)

Það virkilega sökkar að Heath Ledger er látinn, hann var of ungur og of góður leikari til þess að mega deyja svona ungur. Ég efa að nokkur maður hafi búist við þessu, fyrst var það Brad Renfro um daginn og núna Heath Ledger. Næsta myndin hans Heath verður sem Jókerinn The Dark Knight, sem mun vonandi verða hans besta hlutverk. Hann dó í miðjum tökum af nýju Terry Gilliam myndinni svo ég er ekki viss hvað mun gerast með hans hlutverk í þeirri mynd. Þetta er alger bömmer, ég var búinn að fylgjast með honum síðan 10 Things I hate About You árið 1999 og ég bjóst aldrei við því að þessu myndi enda svona og hvað þá svona snöggt.

Minnir mann á það að enginn er of ungur til þess að deyja.

Bömmer.

þriðjudagur, janúar 22, 2008

The Band

Nú er kominn tími til þess að tala um hljómsveitina The Band, sem var án efa mest "quintessential" gullaldarhljómsveit sem uppi hefur verið.


Frá vinstri til hægri:


Garth Hudson (2.ágúst 1937) - Organisti, spilaði einnig á keyboards, saxófón og ýmis önnur hljóðfæri.

Robbie Robertson (5.júlí 1943) - Lagahöfundur, gítaristi og söngvari.

Levon Helm (26.maí 1940) - Trommari, söngvari, lagahöfundur, einnig leikari og framleiðandi.

Richard Manuel (3.apríl 1943 - 4.mars 1986) - Lagahöfndur, söngvari, trommari og spilaði á mörg önnur hljóðfæri.

Rick Danko (29.desember 1942 - 10.desember 1999) - Bassaleikari, söngvari, spilaði einnig á fiðlu og mörg önnur hljóðfæri.


Það sem gerir þessa hljómsveit sérstaka, fyrir utan tónlistina sem hún spilar eru einmitt meðlimir hljómsveitarinnar. Allir fimm meðlimirnir voru fökking góðir í öllu sem þeir gerðu, nema Robertson var slappur söngvari enda söng hann sjaldan. Hinsvegar, þegar hann söng á tónleikum þá var látið slökkva á hljóðstandinum hans, enda sést það einnig í heimildarmyndinni The Last Waltz eftir Martin Scorsese. The Band er 'landmerki' fyrir tíðarandann sem var á tíma hljómsveitarinnar, þá aðallega á árunum 1967-1976 sem er einmitt ekki aðeins gullöld tónlistar (að mati skrifanda) heldur einnig hippatímabilið og Lyndon B. Johnson - Nixon tímabilið, líklega merkilegasta tímabilið í bandarískari sögu. Eina sem ég get sagt er að ég mæli sterklega með The Band fyrir hverjum sem hefur ekki heyrt um hana, hún er þess virði.

Uppáhaldslög:

The Night They Drove Old Dixie Down - The Last Waltz (live)
King Harvest (Has Surely Come) - The Band
4% Pantomime with Van Morrison - Cahoots
Up on Cripple Creek - The Last Waltz (live)
Stage Fright - The Last Waltz (live)
The Shape I'm In - The Last Waltz (live)
I Shall Be Released - The Last Waltz (live)
The Weight - The Last Waltz (studio)
Acadian Driftwood - Northern Lights/Southern Cross
Don't Do It - Rock of Ages (live)
Caledonia Mission - Rock of Ages (live)
Across The Great Divide - Rock of Ages (live)

Nánast öll bestu lögin þeirra eru betri þegar þau eru live á tónleikum, The Band er einnig eitt besta 'live performance' hljómsveit allra tíma.


____


Singles

"Uh-Uh-Uh"/"Leave Me Alone" (1965 single, as The Canadian Squires)
"The Stones I Throw"/"He Don't Love You" (1965 single, as Levon and the Hawks)
"Go Go Liza Jane"/"He Don't Love You" (1968 single, as Levon and the Hawks)
"Twilight"/"Acadian Driftwood"


Albums

Music from Big Pink (1968)
The Band (1969)
Stage Fright (1970)
Cahoots (1971)
Rock of Ages (live, 1972)
Moondog Matinee (1973)
Northern Lights - Southern Cross (1975)
Islands (1977)
The Last Waltz (live/studio, 1978)
Jericho (1993)
High on the Hog (1996)
Jubilation (1998)


Compilations

The Best of The Band (1976)
Anthology (1978)
To Kingdom Come (anthology, 1989)
Across the Great Divide (box set, 1994)
Live at Watkins Glen (1995)
The Best of The Band, Vol. II (1999)
Greatest Hits (2000)
The Last Waltz (box set edition, 2002)
A Musical History (box set, 2005)
From Bacon Fat to Judgement Day (box set, 2006) (as Levon and the Hawks, et al.)


With Bob Dylan

Planet Waves (1974)
Before the Flood (1974)
The Basement Tapes (1975)
The Bootleg Series Vol. 4: Bob Dylan Live 1966, The "Royal Albert Hall" Concert (1998)

____


http://en.wikipedia.org/wiki/The_Band


Sindri Gretarsson - Mæli með Fire Eater eftir Three Dog Night.

föstudagur, janúar 11, 2008

The Adventures of Tommi & Sindri...

Það er nú þannig þessa dagana að ég og Tómas Aquinas Rizzo (a.k.a Tómas Valgeirsson) höfum verið að gera stutta gagnrýnendaþætti á kvikmyndir.is. Við báðir erum stjórnendur á síðunni og höfum verið að gagnrýna þar kvikmyndir árum saman eins og vitleysingar þar til okkur datt í hug að gera þessa þætti. Þættirnir eru í raun stutt summary frá okkur um nýju myndirnar sem koma hverja helgi, nýlegast var það um National Treasure Book of Secrets og I'm Not There. Framtíð þáttanna er óákveðin en við reynum okkar besta að gera þetta skemmtilegt og athyglisvert á sama tíma, t.d þá tökum við okkur nánast ekkert alvarlega og flippum eiginlega stanslaust við tökur. Nýjasti þáttur er nr. 4 og hann er á forsíðunni þessa stundina, það er einnig linkur á kvikmyndir.is hérna hægra megin á bloggsíðunni...


Búast má við að það mun koma út einn þáttur á viku og við fjöllum um yfirleitt tvær myndir á einum þætti, en það fer einnig eftir hve margar myndir eru frumsýndar þá viku sem við gerum þáttinn. Við ætlum að fikta okkur áfram í þessu aðeins, þetta er að fara breytast í gagnrýnendahjónaband hjá okkur Tomma. Meiraðsegja nafnið Tommi & Sindri hljómar mjög hýrt en ég meina, við erum varla að taka okkur neitt alvarlega :Þ

"Kvikmyndagagnrýnendur eru Satanískir" - Þorsteinn Vilhjálmsson (óbein tilvitnun)

fimmtudagur, janúar 10, 2008

Ég er býsna smug...

Þetta fellst líklega undir egó-bloggi en ég var að skoða ljósmyndir frá jólatímabilinu 2007 og ég gat ekki gert annað nema hugsa hve svakalega smug ég lít út fyrir að vera á ljósmyndunum. Smug myndi í mínu tilfelli þýða, maður sem þykist vera betri en aðrir og sýnir það með félagslegu atferli (afsakið slappa íslensku). Kannski er það bara ég en mér finnst ég býsna smuglegur á flestum þessum myndum þar sem ég er viðstaddur...



Ég að vera smug...


Systir mín er frábær, en hún er samt gribba :)


Sveinbjörn frændi að spila blues á píanó, hann kann sitt fag.


Smuuuuug :)


Þessi köttur er einfaldlega bestur...


Það er hægt að skrifa bækur um þennan kött...


Hann Tjúlli er stundum tjúllaður þrátt fyrir gríðarlega stærð og háan aldur...


Smug.


Smug.


Gutti frændi, það þarf virkilega að ráða hann í víkingamynd einhvern tímann...


Smug.


Ok, ekkert það smug núna...


Spila bíóbrot, Sveinbjörn frændi að leika...


Ég smug að spila bíóbrot...


Við systkynin erum reyndar bæði frekar smug...


Þessi ljósmynd segir sig sjálf...


Mjög fín jól annars, ég var svosem frekar sáttur.


"My penis suddenly became larger and stood up!" - Sindri Gretarsson (age 10)