föstudagur, september 29, 2006

Big Train og Preacher...

Nýlega þá uppgötvaði ég bresku sketzaþættina Big Train gegnum vin minn sem keypti þá á DVD um daginn. Í þessum þáttum eru þeir Simon Pegg, Mark Heap og Kevin Eldon sem reynast einstaklega góðir saman. Brandararnir eru mistækir, en þeir sem eru fyndnir, eru virkilega fyndnir, þetta eru líklega bestu sketzaþættir sem ég hef séð. Enda ákvað ég að brjóta lögin og rippa þættina til þess að eiga í tölvunni...

Svo er það Preacher, ég keypti allar Preacher bækurnar og hef eytt miklum tíma í að endurlesa alla seríuna. Ég quota Herr. Starr til þess að lýsa fyrir ykkur Preacher reynslunni...

"I have an erection" - Herr. Starr

Og um Preacher þarf ekki að segja meir.


En nú hinsvegar ætla ég mér að drukkna í sjálfsvorkun og viskí.


Assalaamu fokking ding-dong Chem-Challa!


Sindri Gretarsson.

laugardagur, september 23, 2006

"The Great Morpheus, we meet at last..."

Þetta eru línur Agent Smith í fyrstu Matrix myndinni eftir að Morpheus kastar sjálfum sér gegnum vegg í baðherbergi beint á Smith til þess að bjarga Neo.

Og þetta er einmitt atriðið sem ég og vinur minn Þór unnum saman við að endurgera í skólanum seinasta fimmtudag, þetta og bardagann sem átti sér stað eftirá.

Eftir u.þ.b tíu daga bara í því að byggja sviðið fyrir atriðið, þá þurfti að hanna sér vegg til þess að hoppa í gegnum, múrsteina til þess að eyðileggja, vask og klósett sem brotna við snertingu, og ekki gleyma, aðferðir til þess að beygja þyngdaraflið. Það eina sem við höfðum voru tvö reipi, eitt sem fest er við mjaðmirnar og annað sem hægt er að halda í, en tökurnar virkuðu bara helvíti vel og þá sérstaklega miðað við það sem við höfðum.

Ég sjálfur þurfti að leika Agent Smith, þar sem ég hef gjört svo áður í hinum mistæku Fylkis-kvikmyndum.

Þetta var án efa erfiðasti tökudagur sem ég hef lent í, byrjað var klukkan 10:00 um morguninn, hvorki ég né Þór sváfum neitt af viti fyrir daginn og við kláruðum ekki tökurnar fyrr en 01:30 um nóttina, og eftir það fylgdi frágangurinn sem voru aðrir tveir klukkutímar af stanslausri vinnu.

Ég og Nökkvi vinur minn sem þurftum að lemja hvorn annan erum báðir nokkuð eyðilagðir eftir daginn, fyrir utan að ég óvart lamdi hann nokkrum sinnum til blóðs þá komumst við lífs af að mestu leiti. Við eigum nógu mörg sár á okkur til þess að gleyma þessum degi aldrei.

Skotið þar sem hann Nökkvi stekkur gegnum vegg og beint á mig var gert alveg nákvæmlega eins og í myndinni, og ég hef sjaldan verið jafn stressaður, ekkert til þess að mýkja lendingu, enginn sem kann á stunts að hjálpa til nema við sjálfir.

Í heild sinni gæti þetta hafa verið besti tökudagur hingað til, reynslan hækkaði upp um mörg stig eftir þennan eina dag, við komumst endanlega að því að það er ekkert sem ekki er hægt að gera. Sumt virkaði betur en annað, en í heildinni þá kom þetta vel út og allt þetta basl varð vel þess virði.

Hvað sem mun gerast, skal ég reyna segja ykkur frá seinna...


Assalaamu Alikum.


Sindri Gretarsson.

sunnudagur, september 17, 2006

Nacho Libre

Sindri Gretarsson 17. september 2006 **/****

Ég er ekki viss hvað á að kalla þessa mynd, fáranleikamynd mögulega. Nacho Libre er venjuleg ´overcoming obstacles´ hetjumynd aðeins nú er það hinn skemmtilega feiti Jack Black að leika hálf Skandinavískan og hálf Mexíkóskan munk í Kaþólsku klaustri, hann hefur þráð að verða glímukappi síðan á ungum aldri, og loks fær það tækifæri og ætlast til þess að nota peninginn til þess að hjálpa munaðarleysingjunum í klaustrinu. Með hjálp hjá heimilislausum fáranlingi sem hefur hrossatennur, og traust hjá mjög aðlaðandi nunnu þá verður hann einn aðalkeppinauturinn í átt að sigri. Myndin er skondin á pörtum, jafnvel fyndin stundum, en innihaldið virkar mjög veikt fyrir lengdina á myndinni, og húmorinn var ekki alveg að halda myndinni uppi. Einn aðaltilgangur myndarinnar er þetta tilgangsleysi sem ræður ríkjum fyrir húmorinn, án þess hefði myndin líklegast verið frekar leiðinleg. Ég gekk út eftir myndina og fann ekki fyrir neinu, Nacho Libre er tilgangslaust rugl, en miðað við það, þá var hún allt í lagi sem einfalt áhorf.


Assalaamu Alikum.


Sindri Gretarsson.

þriðjudagur, september 05, 2006

Uppáhalds...

KVIKMYNDIR

The Shawshank Redemption, Fight Club, Citizen Kane, Goodfellas, Godfather, Chinatown, Seven Samurai, Schindler's List, Lord of the Rings, Pulp Fiction, Reservoir Dogs...

...allt myndir sem eiga það sameiginlegt að vera stanslaust settar á topp 10 lista yfir bestu kvikmyndir allra tíma.

Þegar ég spyr aðra kvikmyndasénía hvaða myndir þeir halda uppá og nefna þrjár eða fleiri af þessum myndum þá á ég oft bágt með að trúa þeim eða taka þeim alvarlega.

Tíu uppáhaldsmyndirnar mínar, ekki þær bestu, aðeins þær sem ég dýrka mest af öllu... (Listi sem mun án efa breytast töluvert gegnum árin)


1)

Hef haft "soft-spot" fyrir Gladiator síðan ég sá hana í bíó.


2)

Eitt best gerða meistaraverk allra tíma, óendalega vel gerð, efnið er dýrlegt, myndin er af Guði.


3)

Elska þessa meira eftir hvert einasta áhorf, besta "buddy" mynd sem til er, engin kemur nálægt.


4)

Myndin er námsefni fyrir góða persónusköpun, myndatöku, og almennri kvikmyndagerð yfirleitt.


5)

Þarf að segja af hverju? Besta sýra sem ég hef tekið...

6)

Mynd sem er dæmigerð á topplistum, sá hana fyrst átta ára gamall og hef elskað hana síðan þá.


7)

Svipað og Gladiator, mynd sem ég sá ungur og síðan þá hefur hún aldrei breyst í áliti hjá mér.


8)

Önnur Darabont mynd sem er frábær, líkt og Shawshank þá hefur hún fullkomna sögusetningu.


9)

Ein af þessum gömlu klassísku sem ég hef alltaf haldið mikið uppá.


10)

Af þeim þrjátíu myndum sem berjast um seinasta sætið þá gef ég Chaplin það, mynd sem ég nýt þess að horfa á.

Ýmsar aðrar: The Matrix, Goodfellas, Platoon, Lord of the Rings, Kingdom of Heaven Director's cut, Kiss Kiss Bang Bang, The Last Samurai og margar fleiri...


___



KVIKMYNDATÓNLIST

Nýlega hef ég rekist á þó nokkra vefi og umræður sem fjalla um tíu bestu kvikmyndalög/tónlist allra tíma. Hjá gagnrýnendum er listinn yfirleitt, Citizen Kane, Robin Hood, Schindler's List og Lawrence of Arabia.

Af öllum kvikmyndum þá er þessi í uppáhaldi gagnvart kvikmyndatónlist...



Hver sem hefur séð þessa mynd mun segja svipað og ég, ég myndi deyja ánægður ef ég vissi að þessi tónlist yrði spiluð á jarðaför minni.


Ýmsar Aðrar: Chaplin, Gladiator, Unbreakable, Ninth Gate, Braveheart...


___



KVIKMYNDATAKA

Þegar ég horfi á kvikmyndir þá pæli ég næstum því mest um kvikmyndatökuna, og af öllum myndum sem ég hef séð þá eru það þrjár myndir sem hafa mína uppáhaldsmyndatöku...


1)

Alglæsilegasta kvikmyndataka sem ég hef séð, stórkostleg að öllu leiti, John Mathieson er snillingur.


2)

Robert Richardson, annars snillingur í myndatökuheiminum, myndatakan hér er fullkomnun.


3)

Myndataka til þess að slefa yfir, enn annar snillingur, Conrad Hall sem lést eftir þessa mynd, Road to Perdition var hátindurinn hans, ég efa að hann sjálfur hefði nokkurn tíman getað toppað hana.


Ýmsar aðrar: Last of the Mohicans, Citizen Kane, Lawrence of Arabia, United 93 og aðrar sem ég er að gleyma í augnablikinu...


Nóg í bili...


Assalaamu Alaikum.


Sindri Gretarsson.

mánudagur, september 04, 2006

Beowulf & Grendel

Sindri Gretarsson 4. september 2006 *1/2 af ****

Það er skömm að Beowulf & Grendel fái ekki betri dóm en þetta, það er sjaldséð að sjá Íslensk tengda kvikmynd og þá núna dýrustu kvikmyndaframleiðslu sem tengist Íslandi. Hér er á ferð alveg ferlega illa skrifað handrit, ekki á þann hátt að fólk talaði skringilega eða málvillur voru til staðar, heldur það leit út fyrir að þrettán ára krakki hafi skrifað myndina. Það eru atriði sem koma sögunni ekkert við, eða skiptu svo litlu máli í samhengi við heildina að það kom ekkert úr því, þetta gerðist ekki stundum heldur nokkuð oft. Myndin byrjar með ágæt lof, það kom fram skemmtilegur húmor og persóna Beowulfs (sem var nánast eina verulega persónan til staðar) byrjaði að kveikja áhugann. En atburðarrásin, nánast allar persónunar, öll orðasamskipti, falla niður steindauð fljótlega, það gekk svo langt að á tímum spurði ég sjálfan mig af hverju sumir hlutir voru í myndinni og það er alls ekki góður hlutur. Einn af öðrum vandamálum myndarinnar var ´aðdráttarafl´ sögunnar, ég horfði á skjá í 100 mín og var fullkomnlega var við það, þ.e.a.s sagan skapaði engan áhuga, enga spennu, ekkert sem dró athyglina mína gegnum myndina. Gerard Butler gerir sitt besta sem Beowulf, en slæmt handrit leyfir honum ekki sitt besta, sama má segja um Stellan Skaarsgard og Ingvar E. Hinsvegar fannst mér Sarah Polly frekar misheppnuð í hlutverki sínu, mögulega útaf handritinu en mér fannst þetta ekki vera hlutverk sem hentaði henni. Framleiðslugæðin eru ágæt, sérstaklega miðað við rándýrar Hollywood myndir, myndatakan var fín (þó ekki eins og ég hafði vonast eftir), landslag Íslands auðvitað bætti margt fyrir umheiminn í myndinni. Handritið drepur Beowulf & Grendel, með betra handriti hefði myndin getað verið mun betri, þessi ókostur er einfaldlega svo slæmur að allt annað fellur í sömu gröf. Ég hinsvegar kýs að skoða kostina og dæma samkvæmt þeim líka, en meira en þessa stjörnugjöf get ég ekki gefið.


Assalaamu Alaikum.


Sindri Gretarsson.

sunnudagur, september 03, 2006

Nú geta allir "commentað"...

Nýlega var mér bent á galla á síðu minni sem ég hugsaði aldrei fyrir mér. Það er víst stilling sem hindrar það að allir geta "commentað" á síðunni minni, sem útskýrir fáu "commentin".

Ég hef afstillt þetta og hérmeð geta allir skrifað ruglið sitt á síðuna mína...


Assalaamu Alaikum.


Sindri Gretarsson.