fimmtudagur, mars 30, 2006

MH, The Realm of Satan...

Ég hef stanslaust blaðrað um satanísku einkenni MH, nú þar sem ég er þar eins og er að skrifa þessi orð þá vil ég halda því áfram.

Af einhverjum ferlegum ástæðum þá dofna augnlokin við inngöngu í MH, samstundis þá lamast hluti af þér þegar þú andar inn að þér MH-loftinu. Hugsanir hörfa og allt umhverfið breytist í svamp, veggirnir innilokast að manni og fólkið í kring bjagast í allar áttir.

Ef það er ekki satanískt þá vil ég vita hvað er það.

Ég er svangur, mig langar til þess að borða eitthvað. Vandamálið eins og Neo sagði er val, ég get valið að borða ekki og að afleiðingu dáið eða fylgt eftir lógík Merovingians og borðað þar sem sú löngun er afleiðing efnaskipta í líkamanum. Eitt val útilokar ekki hitt, ég fer eftir Neo og vel það að borða... og hananú.

Ég las Watchmen um daginn eftir Alan Moore, eftir lesturinn þá stóð ég upp og sagði: "Hvað í andskotanum var ég að lesa!?". Ekki á slæman hátt, ég er ennþá að reyna melta þessar sögur, kannski er Watchmen of gáfað fyrir mitt óæðra heilahvel?

Ég kláraði bókina "The Age of Charles Martel", og ég veit að engum er drullusama um það. Áhugaverð bók á sinn eigin sögulega hátt, hjálpaði mér töluvert með vonandi handritskrift.

Mér er heitt, það er of heitt í MH, annar hlutur sem sannar ennfremur að MH sé úthverfi helvítis.

Áður en ég kom sjálfsviljugur til helvítis var ég að horfa á Kingdom of Heaven, ég er enn fúll yfir að Orlando Bloom sé með aðalhlutverkið heldur en Kevin McKidd, sá gaur sem er töluvert betri leikari en Bloom, meðal þess hefur hann "charisma" og "screen presence" annað en Bloom. McKidd kom fram við fyrsta hálftíman á Kingdom of Heaven sem einn af mönnum Liam Neeson's, svo hvarf hann skyndilega og sást aldrei aftur. McKidd kom fram í Trainspotting, Dog Soldiers og er aðalgaurinn í Rome þáttunum. Vanmetinn leikari, gæti trompað Bloom í hverju sem er...

Gesundheit.

Sindri Gretarsson (talsettur af Morgan Freeman)

föstudagur, mars 17, 2006

V for Vendetta

Sindri Gretarsson 17. mars 2006 ****/****

Það má alveg gleyma því að gefa Sin City titilinn fyrir að vera besta myndasögukvikmyndin því V for Vendetta, kaffærir henni í sand og kveikir í henni og gerir það mjög auðveldlega. Ég veit að það hljómar gífurlega harkalega en það er sannleikurinn, þessi kvikmynd var svo ótrúlega stórkostleg að það var varla hægt að tala um það eftir sýningu, þessari mynd skortir nánast öll lýsingarorð sem duga réttilega til Þess að lýsa henni. Fyrir utan það að vera stórkostleg sjónræn mynd með glansandi innihald, þá grípur hún nútímastjórnmál og krossfestir þau, ég hef aldrei áður séð neina kvikmynd virkilega negla niður þetta hugtak um fasisma nema í V for Vendetta. Ég hef ekki lesið bókina eftir Alan Moore (eða réttara sagt, myndasöguna), en mig dauðlangar til þess, en ég trúi því vel að kvikmyndin nái gersamlega öllu úr myndasögunni sem skipti máli fyrir söguna, sama hverju hafi verið sleppt. Svo verður að hafa það á hreinu að V for Vendetta var leikstýrð af James McTeigue sem var aðstoðarleikstjóri Wachowski bræðranna við Matrix þríleikinn, en handritið var þó skrifað af Wachowski bræðrunum og framleidd, þessi McTeigue er greinilega alveg rosalegur leikstjóri. Ólíkt Matrix myndunum þá er V for Vendetta með töluvert færri hasaratriði, en þau sem koma fram eru svo fallegar að maður fær löngunina til þess að giftast myndinni, þetta eru þannig hasaratriði sem ég hef beðið eftir að fá að sjá í kvikmynd lengi, glæsileg atriði. Í fararbroddi er þó söguþráðurinn og mikilvægast af öllu, karakterinn V, sem er snilldarlega leikinn af honum Hugo Weaving sem er líklega einhver besti karakter leikari í leiklistarheiminum þessa dagana svo auðvitað hún Natalie Portman sem leikur hana Evey helvíti vel, ferillinn hennar hefur verið á góðri uppleið alveg síðan Closer kom út. Það er ekki verið að halda einhverskonar hraða á klippingu fyrir venjulega kvikmyndaáhorfandann, leyft er sögunni að móta sinn eiginn veg gegnum tímann, öll atriði eru í myndinni fyrir ákveðna ástæðu og í lokin þá falla þau öll saman og mynda heildarplanið. Myndatakan, geðveik, glæsileg, guðleg, hún er öll jákvæð lýsingarorð sem byrja á bókstafinum ´g´ og líklega þau jákvæðu lýsingarorð sem byrja á öllum hinum bókstöfunum líka. Eitt það merkilegasta við alla myndina voru hve mörg ´fuckyeah´ atriði voru til staðar, það eru þau atriði sem hvetja þig til þess að hoppa uppúr sætinu brosandi og öskra ´fuckyeah´ meðan þú klappar af kæti, af þessum ástæðum hef ég komist að því að V er einhver svalasti karakter allra tíma þar sem það var hann sem orsakaði öll þessi augnablik við áhorf. V for Vendetta er besta mynd sem ég hef séð á þessu ári og jafnvel betri en allar myndir sem voru frá árinu 2005, og það hefði V for Vendetta verið hefði henni ekki verið seinkað þar til nú. Svo ég segi bara ´fuckyeah´!


Gesundheit.

Sindri Gretarsson.

mánudagur, mars 13, 2006

The Rules of Attraction

Sindri Gretarsson 13. mars 2006 ***/****

Sama hve viðurstyggileg þessi mynd er þá hefur hún skemmtilega geðbiluð einkenni frá bókinni hans Bret Easton Ellis sem gerir Rules of Attraction svo áhugaverða. Bret Easton Ellis er sá sami sem skrifaði bókina American Psycho, sem samnefnda mynd er byggð á. Allt frá fjölbreyttum kynhneigðum til sjálfsmorða þá snýst myndin um persónur sem ganga gegnum helvíti í háskóla og allar tengjast að einhverju leiti saman. Það er engin niðurstaða í myndinni, í raun var engin spurning sett fram, enginn boðskapur eða neitt sem segir eða kennir manni, en það er mjög viljandi gert og að mínu mati er betra heldur en að reyna kremja einhverjum boðskapi í söguna, ég held að það hefði skemmt alla tilfinninguna bakvið myndina sem var mjög sett fram frá byrjun alveg til enda. Stílafbirgðin einnig hjálpuðu mikið með söguna, lét mig líða eins og eitthvað væri að í öllum senum, kannski er það ein ástæðan að fólk fær í magan að horfa á þessa mynd. Ég get ekki flokkað Rules of Attraction eftir sértökum gæðastimplum, hún er mjög sérstök, og alls ekki fyrir alla.


Gesundheit.

Sindri Gretarsson.

sunnudagur, mars 12, 2006

Match Point

Sindri Gretarsson 12. mars 2006 ***1/2 af ****

Woody Allen, er snilldar handritshöfundur, þetta þarf að undirstrika betur. Woody Allen, er snargeðbilaðslega snilldar handritshöfundur, handritið hefur einstaka persónusköpun hjá aðalpersónunum og Allen nær að plata mann gersamlega í atburðarrásinni. Handritið getur farið í eina stefnu og svo farið 180 gráður í hina áttina á einu augnabliki án þess að falla saman í skrípaleik. Engin furða að leikararnir voru svona góðir í myndinni, þau þurftu varla að leika, handritið gat alveg eins þulið sig sjálft upp á skjáinn. En það er ósanngjarnt, satt að segja voru þau Jonathan Rhys-Meyers og Scarlett Johanson fullkomin fyrir þessi hlutverk sín. Án þess að skrifa upp alla söguna þá er einfaldara að segja að Match Point sé um mann, sem hefur þurft að klifra upp allt sitt líf og lenti skyndilega í lukkupottinn, hann verður vanur lífstíli sem yfirtekur hann allan og svik og lygar verða ráðandi öfl þegar hann fer að halda framhjá konu sinni. Ég viðurkenni það að ég hafi vanmetið Woody Allen gífurlega, en aldrei aftur, nú þarf ég virkilega að taka mig til og fara að horfa á myndirnar hans, ég hef því miður ekki séð nóg af þeim. Match Point er ein af bestu myndum 2005, það er langt síðan að mynd hefur komið mér svona vel á óvart.


Gesundheit.

Sindri Gretarsson.

föstudagur, mars 10, 2006

The New World (revised)

Tja... ég sá The New World aftur, þetta skiptið í bíó og með ömurlegum áhorfendahópi. Þá meina ég fólkið sem ég þekktir ekki í salnum. Ég ákvað að breyta umfjölluninni aðeins...

Sindri Gretarsson 10. mars 2006 ***1/2 af ****

The New World er sannkallað sjónrænt meistaraverk og ein af mjög fáum myndum frá 2005 sem ég gæti gefið fullt hús. Rómantísk hugsjón Terrence Malick á Ameríku, í þetta skipti notar hann sögu John Smith og Pocahontas sem grunnin, Smith sem er á leið með breskum innflytjendum til Ameríku árið 1607 eða núverandi Virginíu fylkis frekar sagt hittir Pocahontas, unga frumbúa og þau tvö eins og allir vita, verða ástfangin. Smith sem er mjög mikill andspyrnumaður og óhlýðinn lendir sífellt í vandræðum með yfirmenn sína og Pocahontas er elskuleg og leikmikil stelpa og þeirra ástarsamband er ekki ásættanlegt af hvorri hlið. Eins og Malick hefur gert áður þá einbeitir hann sér sjaldan að einni manneskju heldur nánast öllum hópnum, og grafið er djúpt í náttúrulíf Ameríku og vonir innflytjendanna í nýja heiminum. The New World er fullkomin kvikmynda-mynd, drifin af tónlist (notuð var mikið af Wagner tónlist) og kvikmyndatöku frekar en orðum og handriti, það kæmi mér varla á óvart ef Malick hefði hent handritinu í burtu meðan tökum stóð, hann hefur gert það áður, t.d við tökum á Days of Heaven. Myndin fer þó nokkuð vel eftir sögulegum heimildum, ég efa að flestir vita það að saga Pocahontas og John Smith sé sannsöguleg og New World er langbesta dæmi sem fylgir þeirri sögu annað en Disney teiknimyndirnar gerðar fyrir krakkana. Því miður þá dafnar krafturinn í sögunni töluvert við seinni hluta myndarinnar, ég hefði viljað gefa henni fullt hús en við lokin á myndinni þá var allur áhuginn að hverfa. Flestum mun líklega hundleiðast í bíó á þessari mynd, hvort það sé ekki nóg af hasar eða spennandi tónlist þá er New World bara alls ekki nógu grípandi fyrir flesta áhorfendur. Ég ráðlegg öllum til þess að forðast að blasta New World í einhverju partíi, það mun örugglega skemma það íllilega. En ef þú fílar myndir Malicks þá skaltu sjá New World, eitt besta dæmi um stórkostlega kvikmyndagerð og þá aðallega guðlega kvikmyndatöku sem átti réttilega að grípa óskarinn þetta ár fyrir kvikmyndatöku. The New World, að mínu mati er ein af betri myndum frá árinu 2005, mjög óeðlileg og frábrugðin eins og flestar Malick myndir en hefur mjög heillandi ástarsögu og ímynd aldarskeiðinu sem sagan gerist.


Gesundheit.

Sindri Gretarsson.

fimmtudagur, mars 09, 2006

ToppTíu 2005...

Hér er minn persónulegi listi um topp 10 myndir 2005.

1. V for Vendetta (James McTeigue)
2. A History of Violence (David Cronenberg)
3. Munich (Steven Spielberg)
4. Kingdom of Heaven Director's Cut (Ridley Scott)
5. Match Point (Woody Allen)
6. The New World (Terrence Malick)
7. Brokeback Mountain (Ang Lee)
8. The Constant Gardener (Fernando Meirelles)
9. Kiss Kiss, Bang Bang (Shane Black)
10. Lord of War (Andrew Niccol)

Þeir sem eru að pæla af hverju Sin City sé ekki þarna þá er það einfaldlega því að hún er á 11-20 listanum...

Gesundheit.

Sindri Gretarsson.

Persónusköpun Jóa P...

Nú sit ég í Mh við tölvu eftir þýskupróf, gekk ágætlega, en nú hef ég ákveðið að skapa smá dýpri karakter fyrir hann Jóa P.


INT/NIGHT - SVEFNHERBERGI

Jói og Lofthæna liggja hlið við hlið upp í rúmi, Jói reykir og horfir á loftið.

LOFTHÆNA
Jói? Jói? Jói!?

JÓI P.
Hvað?

LOFTHÆNA
Ætlaru að koma með í afmæli litla bróður míns?

JÓI P.
Litla bróðurinum sem er spasstískur barnaníðingur eða litla bróðurinum sem er einfaldlega spasstískur?

LOFTHÆNA
Þú ert... grimmur!

JÓI P.
Nei dúlla, ég er harðyrðinn.

Lofthæna fer að klæða sig í fötin.

LOFTHÆNA
Þú ert geðvondur skíthæll!

JÓI P.
Er það slæmur hlutur?

LOFTHÆNA
Þú ert viðurstyggilegur.

JÓI P.
Allavega heiti ég ekki Lofthani.

LOFTHÆNA
Ég er farin!

JÓI P.
Að borða ost, er af slæmum kost.

LOFTHÆNA
Hvað á það að þýða!?

JÓI P.
Ekkert, ég er að æfa málfarið mitt.

LOFTHÆNA
Æfa málf... Ertu eitthvað galinn!? Viltu að þessu sambandi verði lokið hér og nú!?

JÓI P.
Þú ert að hegða þér eins og íslensk kelling í bíómynd, sestu niður og haltu kjafti eða ég skal ná í haglarann minn og sýna þér virkilega hve djúpt hægt sé að komast niður hálsinn þinn.

Lofthæna fer að grenja.

JÓI P.
Að grenja hátt, er eins og að eiga bágt...


EXT/DAY - AFMÆLIÐ


Jói kemur og leitar Lofthænu.

JÓI P.
Ég er að leita af konu.

STÚLKA
Hvað heitir hún?

Smá pása.

JÓI P.
Lofthæna.

STÚLKA
Lofthæna!?

JÓI P.
Já.

Smá pása.

STÚLKA
Það er ógéðslegt nafn.

JÓI P.
Og hvað heitir þú?

STÚLKA
Vigdís.

Smá pása.

JÓI P.
Snædís er flottara nafn en það.

Lofthæna kemur.

LOFTHÆNA
Jói!

STÚLKA
Er þetta Lofthænan?

LOFTHÆNA
Nei, ég heiti Lofthæna.

STÚLKA
Er eitthvað að foreldrum þínum? Ef ég myndi heita Lofthæna þá myndi ég breyta nafninu mínu því það er ógéðslegasta nafn sem ég hef nokkurn tíman heyrt og ég bjó í Tælandi í tvö ár.

Jói P. tekur upp plastborð úr veislunni og fer að lemja stelpuna með því.

LOFTHÆNA
Jói ekki!

Jói grípur stelpuna.

JÓI P.
Ef ég mun nokkurn tíman sjá þig aftur þá... mun ég vera rosalega fúll.

LOFTHÆNA
Af hverju Jói!? Af hverju!?

JÓI P.
Heiður minn er mér meira virði en afmælisboð spassabróður þíns...

LOFTHÆNA
En hún var að vanvirða mig!

JÓI P.
Þú ert kona, engin kona hefur virðingu, og þar sem þú ert mín eign, þá er allt sem þú færð mitt, þar á meðal vanvirðing.

STÚLKA
Þú lamdir mig í hálsinn og sprengdir slagæð.

JÓI P.
Förum hæna, vörpum eggjum annarstaðar því þetta hreiður er illa byggt.


END SCENE


Gesundheit.

Sindri Gretarsson.

The Constant Gardener

Sindri Gretarsson 9. mars 2006 ***1/2 af ****

Justin Quayle (Ralph Fiennes) er lásettur diplómati í Afríku þegar kona hans Tessa (Rachel Weisz) og ófædda barn þeirra eru myrt, Justin vill komast að sannleikanum um hver myrti Tessu og af hverju, þessi leit endar hjá spilltum fyrirtækjum lyfjasala sem nota Afríkubúa til þess að prufa lyfin sín. Pósterinn við fyrstu sín lét Constant Gardener líta út meira út eins og forboðna ástarsögu frekar en pólitíska spennumynd, heill klukktími fer nánast eingöngu í að sýna persónur hjónanna í Bretlandi og Afríku þar til að sagan breytist í pólitískan eltingaleik. Það sem hefði getað orðið að lélegri og illa úthugsaðari myndatöku er í staðinn stílhrein og raunveruleg og hjálpaði aðeins við að trúa þessum heim sem Justin var að ferðast gegnum. Rachel Weisz að mestu leiti eignaðist sér myndina, hún varð að mun eftirminnanlegri persónu en Ralph Fiennes þrátt fyrir að hafa verið rosalega góður sjálfur. Hún fékk líka óskarinn fyrir hlutverkið, átti það líklega vel skilið. Flókið handrit sem var á mörkunum að vera ónauðsynlega svo, en sem betur fer þá var það samhengið sem bjargaði því alveg, margar persónur sem hafa hitt og þetta að gera með þetta þarna sem á sér þennan tilgang, aðeins þessar persónur voru vel kynntar og alltaf eftirminnanlegar sem lét manni líða eins og þetta væru raunverulegt fólk. Constant Gardener er ein af þeim betri myndum 2005, á vel skilið hrósið sem hún hefur fengið.

Gesundheit.

Sindri Gretarsson.

miðvikudagur, mars 08, 2006

Jói P!

Jón P. er karakter sem ég fann upp á með Þór fyrir um það bil einni klukkustundu síðan, hann er fyrsta íslenska hasarmyndahetjan. Fyrir neðan eru hans fyrstu atriði í hans fyrstu kvikmynd, "Jói P. fer út með ruslið".

FADE IN:

INT/NIGHT - HERBERGI

Sjö ára strákur gengur inn í herbergið.

STRÁKUR
Pabbi, ég er með hausverk!

Jói P. lítur á drenginn og innan við sekúndu dregur hann upp byssu og skýtur kúlu gegnum höfuð drengsins, heilar og þannig fljúga um háaloftin...

JÓI P. (með djúpri og karlmannslegri rödd)
Sá sem hefur hausverk, má búast við dauðverk.


INTRO - Lame 80's synth tónlist byrjar með skotum af Jóa P. keyrandi bíl.


EXT/DAY - GARÐUR


Jói P. er á bílnum að krúsa.

GÖMUL KONA
Jói P! Ég krefst hjálparhönd!

Jói stoppar krúserinn og gengur að henni.

JÓI P.
Hvað er málið?

GÖMUL KONA
Ég kemst ekki í skóinn minn, áttu nokkuð skóvönd eða þannig vinur?

Jói rífur af bakinu sínu stóra haglabyssu og sprengir fótinn af gömlu konunni sem dettur niður og öskrar ógurlega meðan blóðið fossar úr henni.

JÓI P.
Nú hefuru engan fót til þess að setja skóinn á... haglarinn leysir öll mál.


EXT/NIGHT - GATA


Jói er að leggja krúsernum sínum utan húsið sitt.

HÚSMÓÐIR
Afsakið Jói!

JÓI P.
Fröken?

HÚSMÓÐIR
Hann Villi (köttur) vill ekki koma af tréinu, gætiru hjálpað mér?

JÓI P.
Humm...

CUT TO:

Jói kastar frá sér eldsneytishylki og kveikir í tréinu.

JÓI P.
Eldur brennir, og eldur hreinsar.

HÚSMÓÐIR
Mun ekki eldurinn kveikja í kettinum mínum?

JÓI P.
Treystu mér fröken, ég er með stúdent í félagsfræði.

END SCENE



Jæja þá er það allt með Jóa P.

Meira seinna :)


Gesundheit.

Sindri Gretarsson.

þriðjudagur, mars 07, 2006

Rippað frá Þorsteini...

Á bloggsíðu Þossa vinar míns fann ég afar skemmtilegan spurningalista, ég ákvað að nýta mér hann...


4 Störf sem ég hef unnið við um ævina:
- Vinnustofu Reykjavíkur (sumar 2001), það er ekkert verra til en sú vinna. Tímaeyðsla fyrir litla krakka sem hafa ekkert betra að gera, og líka aðferð fyrir foreldrana að halda krökkunum í burtu öll sumör.
- Hrafnista (sumar 2002 og 2003), fínn staður.
- BS Ráðgjöf (mars 2004, eitt kvöld), símasala, eftir þrjá klukkutíma fór mér að líða illa. Seljandi rusl fyrir fólk sem nennir ekki að tala við mig... Aðeins meiri tími og ég hefði getað eyðilagt sjálfan mig.
- Orkuveita Reykjavíkur (sumar 2004 og 2005), hápunktur vinnanna minna, fer þangað aftur líklegast þetta sumar.


4 Bíómyndir sem ég get horft endalaust oft á:
- GLADIATOR - Hún er alltaf jafngóð, sama hve oft ég sé hana, alveg síðan ég sá hana fyrst 13 ára gamall árið 2000 hef ég verið ástfanginn af þessari mynd. Besta hefndarmynd sem ég veit um...
- THE GREAT ESCAPE - Af öllum gömlum myndum þá er Great Escape mín uppáhalds, þótt hún sé 43 ára gömul þá hefur hún elst óvenju vel.
- MASTER & COMMANDER - Önnur Russell Crowe mynd, glæsileg mynd, get alltaf horft á hana.
- THE LAST OF THE MOHICANS - Nostalgía dauðans, ein fyrsta mynd sem ég man eftir að hafa séð (grein um hana fyrir neðan).

Vitaskuld eru það ótalfleiri sem ég get nefnt, aðeins nefni ég hér myndir án framhalda, ég get alltaf horft á Star Wars, LOTR og svo framvegis en þessar fjórar eru mögulega þær helstu...


Sjónvarpsþættir sem falla mér vel í geð:
Ég horfi aldrei á það, síðan nóvember 2003 hef ég ekki horft á neina sjónvarpsrás heima hjá mér, hef þó rekist á það stundum annars staðar.

- BAND OF BROTHERS - Geðbilaðir þættir, sjónvarpsefni sem getur auðveldlega sloppið sem eitthvað besta efni sem tekið hefur verið upp.
- ROME - Yndislega grófir og raunverulegir þættir um tíma Gaius Ivlivs Caesar, ofbeldi og kynlíf, ofbeldi og kynlíf, ofbeldi og kynlíf. Þessir þættir hafa örugglega metið yfir flestar fullnægingar í einni seríu.
- FIREFLY - Þættir sem eru einstaklega skemmtilegir, Malcom Reynolds er snillingur.
- FAMILY GUY - Þarf ég að segja af hverju?

Því miður hafa Simpsons þættirnir dafnað gífurlega á seinustu 10 árum enda ættu þeir að vera löngu hættir.


4 Staðir sem ég hef búið á:
- Í mömmu minni, þar sem ég fæddist tveimur mánuðum fyrir tíman þá voru það aðeins 7 mánuðir. Ég man lítið eftir því en eins og mér er sagt af trúverðugum heimildum þá var það kraftaverk að ég lifði af, líkurnar voru eitthvað um 11%... 1986-1987
- Reynimelur 45, man eftir köflum, eins og flashbökk úr kvikmyndum. 1987-1994
- Hagamelur 8, hápunktur æsku minnar, þegar ég átti vini og framtíð. 1994-1998
- Langholtsvegur 170, Engan stað hef ég hatað jafnmikið og þann sem ég bý á, eftir flutning minn hingað þá missti ég nánast alla vini og lenti í slæmum félagskap og var laminn ótal oft í hinum ógurlega Vogaskóla. Megi sá skóli brenna... Öllu þessu hefur batnað, ég er ekki lengur óhamingjusamur heldur frekar sáttur með tilveruna og húsið þar á meðal. 1998-núna


Matarkyns sem ég held uppá:
- Lambahryggur, Mmmmm... fita :)
- Pizza, allir vita af hverju.
- BBQ Wings, gómsætt.
- Melónur.


Síður sem ég heimsæki daglega:
- wikipedia.org, þessi síða hefur allt.
- hugi.is. Rétt eins og Þossi þá veit ekki einu sinni af hverju ég fer þangað lengur.
- kvikmyndir.is, ég skrifa þar reglulega.
- ýmisleg blogg, fátt skemmtilegra en tilgangslaust rugl, rétt eins og þetta.


Staðir sem ég mundi frekar vilja vera á núna:
- Meginlandi Evrópu, Ísland er að þreytast.
- Í Rómaborg eða Grikklandi fyrir 2000 árum síðan.
- Í kjöltunni hennar Scarlett Johanson. (Ég verð að sjá fokkings Match Point)
- Í kjöltunni hans Orlando Bloom. (crap leikari, en samt, þá vekur hann upp litlu gelgjuna í mér)



Gesundheit.

Sindri Gretarsson.

mánudagur, mars 06, 2006

The Last of the Mohicans

Sindri Gretarsson 6. mars 2006 ***1/2 af ****

The Last of the Mohicans er ein af þeim fyrstu myndum sem ég man eftir að hafa séð, þegar spólur voru á hápunkti sínum sá ég margar klassískar myndir en Last of the Mohicans sá ég alltaf á hágæða plötum í widescreen. Aðeins það að hafa séð hana á þessu öðruvísi miðli breytti öllu, þetta var fyrsta skiptið sem ég sá eitthvað virkilega flott því miðað við aldurinn minn þá mátti ég aldrei sjá svona myndir í bíó. (Ég er fimm ára þegar Last of the Mohicans kemur í bíó).


Fyrir alla ´sanna´ kvikmyndaunnendur þá er Last of the Mohicans skylduáhorf, ef einhver segist þekkja kvikmyndir of hefur ekki séð þessa mynd er langt frá því að vera það sem hann segist. Myndin var ekkert sérstaklega vinsæl á sínum tíma, af öllum hlutum þá var myndin tilnefnd til óskars fyrir besta hljóð, auðvitað er hljóðið geðveikt en hvaða heiladauðu asnar voru þetta sem dæmdu myndina fyrir verðlaunahátíðarnar? Hvernig vann þessi mynd ekki öll verðlaun fyrir bestu tónlist? Hér er á ferð einhver stórkostlegasta tónlist sem hefur verið í kvikmynd frá upphafi, eftir þá Trevor Jones og Randy Edelman.


Síðan 1992 hefur Last of the Mohicans risið frá því að vera hunsað ´meistaraverk´ yfir í gamla góða klassík, einstakasta kvikmynd Michael Mann, enda gerði hann hana því hann elskaði eldri útgáfuna. Ég hef lesið að upprunalega var myndin um þrír klukkutímar og var síðar klippt niður í rétt um það bil 100 mín fyrir kvikmyndahús, það er ekki til lengri útgáfa á DVD en ég er nokkuð viss um að upprunalega útgáfan hafi verið meistaraverk ef ekki meira þá jafnmikið og núverandi útgáfan.


Svo er það kvikmyndatakan, þrátt fyrir að hafa sína veikleika í nærskotum þá eru öll víðskotin fullkomin, hvert einasta. Þrátt fyrir að hafa unnið Bafta verðlaun fyrir bestu myndatöku þá skil ég ekkert í óskarnum fyrir að hafa ekki tilnefnt hana, ófyrirgefanlegt. The Last of the Mohicans er alvöru kvikmynda kvikmynd, þú gætir sleppt öllum línunum í myndinni og ennþá fengið sömu kvikmynd í hendurnar. Sjónræn veisla, þannig sagt.



































Gesundheit.

Sindri Gretarsson.