sunnudagur, september 30, 2007

3:10 to Yuma

Sindri Gretarsson 30. september 2007 ***/****

Ég man ekki hvað það langt síðan ég sá vestra í bíó, hvað þá góðan vestra. 3:10 to Yuma er endugerð á samnefndri mynd frá árinu 1957 sem ég hef því miður ekki séð, en hinsvegar þá er þessi endurgerð býsna góð. Sterkt leikaraval er einn helsti kostur myndarinnar, Russell Crowe eignar sér myndina með töffarastælum og Ben Foster var nokkuð óhugnalegur. Christian Bale fannst mér þó vera frekar lágstemmdur og ekki vera með nógu merkilega persónu til þess að sýna sig. James Mangold sem leikstýrði Walk The Line á undan þessari mynd er mjög fínn leikstjóri, hinsvegar var Walk the Line dæmigerð ævisögukvikmynd frá A-Ö með fátt eða ekkert nýtt til þess að sýna þér. Mín áhyggja var að 3:10 myndi falla í sömu gryfju sem hún gerir það að vissu leiti en hún nær þó að viðhalda öllu vestræna-kúreka andrúmsloftinu þar sem allt getur gerst óvænt. Öll myndin fjallar um samskipti glæpamannsins Ben Wade (Crowe) og bóndans Dan Evans (Bale) sem ætlar sér að fylgja glæpamanninum Wade að lestinni sem fer klukkan 3:10 til Yuma fangelsis. Á eftir þeim er glæpagengið hans Wade að reyna frelsa leiðtogann sinn en Evans ætlar sér ekki að hætta. Dan Evans er frekar dæmigerð persóna og kemur fram sem frekar ómerkilegur í myndinni. Það er Ben Wade sem heldur manni horfandi, hann er vondur, fyndinn, heiðarlegur og eina persónan sem sýnir einhverja áhrifaríka breytingu gegnum alla myndina. Myndin er mjög vel tekin upp og lítur mjög vel út, en hún átti bágt með að gera þig hluta af sögunni og byggja upp spennu nema þegar það kom að sumum senum með Russell Crowe. Mér fannst það einnig mjög fyndið að kynningin á Ben Wade er nánast sú sama og kynningin á Maximus í Gladiator, kannski tekur einhver annar eftir því. Annars þá er mín niðurstaða að 3:10 to Yuma er góður vestri og ætti ekki að valda neinum vonbrigðum, hinsvegar þá miðað við alla þessa frábæru dóma sem hún er að fá þá finnst mér hún ekki eiga þá alla skilið.


Sindri Gretarsson.

sunnudagur, september 23, 2007

Shoot'Em Up

Sindri Gretarsson 23. september 2007 *1/2 af ****

Ég hafði engar væntingar gagnvart þessari mynd né vissi ég mikið um hana áður en hún kom út, meðal þess þá hafði ég nánast enga löngun til þess að sjá hana. En eftir að hafa lesið um hve heimsk og skemmtileg hún átti að vera þá ákvað ég að sjá hana. Þessi mynd er svo sannarlega mjög þunn og heimsk en það er það sem gerir myndina að því sem hún er. Hún er skemmtileg en mér fannst skemmtunin vera býsna takmörkuð, hasaratriðin virtust endurtaka sig aftur og aftur og sami húmorinn notaður og aftur og aftur sem verður mjög þreytt eftir smá tíma. Það er nákvæmlega enginn tilgangur með þessari mynd nema það að skemmta manni og þrátt fyrir að hún hafi verið sæmilega skemmtileg þá skilur hún ekkert minnugt eftir sig. Ég er kannski soldið harðgagnrýninn núna en ég sé enga ástæðu til þess að gefa henni meira en eina og hálfa stjörnu, þetta er ekki ömurleg mynd en hún er samt býsna slæm. Ef þú hefur gaman af heilalausum hasarmyndum þá skaltu sjá Shoot'em Up, og þrátt fyrir að ég hafi lúmskt gaman af þeim sjálfur þá vantaði eitthvað í þessa til þess að gera hana þess virði að sjá.


Sindri Gretarsson.

föstudagur, september 21, 2007

Nýtt útlit...

Jæja, ég ákvað að breyta aðeins til á blogginu og þar með er komið nýtt útlit á vefinn, það er nú kominn tími til þess. Auk þess hef ég bætt inn vikulegum skoðanarkönnum þar sem öllum er frjálst að kjósa, kemur í ljós hve vinsælt það mun vera.

Hinsvegar þá er klukkan seint og ég mjög þreyttur, mun standa mig betur í að blogga um helgina vonandi en þangað til...


"I am Glonth!" - Glonth


Sindri Gretarsson.

föstudagur, september 07, 2007

"Ef þú hefur vandamál, skjóttu það"





Þessi ljósmynd sýnir mjög vel hvernig mig hefur liðið núna í um það bil hálft ár. Á myndinni er ég út á landi (ljósmyndin var tekin 22.maí 2007) að nýbyrja í vinnunni sem sýnasafnari í Orkuveitunni. Ég hef þennan "Ertu ekki að fokking grínast!?" svip sem virðist hafa einkennað seinustu mánuði í mínu lífi á einn hátt eða annan. Ekki endilega á slæman hátt, en einnig á slæman hátt, eða einfaldlega á mjög blandaðan hátt. Ég get ekki alveg útskýrt af hverju mér hefur liðið svona, það hefur án efa eitthvað að gera með andlegan þroska í ungmennum sem eru að gangast gegnum breytingastig í lífinu eða eitthvað álíka existentialiskt.

Hinsvegar er leiðinlegt að hugsa um það svo ég ætti að hætta því. Ég vil einnig benda á það að seinasti bloggpóstur minn var ákaflega neikvæður þar sem sá dagur var einn af hápunktum "Ertu ekki að fokking grínast!?" kenningunni. Þetta er fökked tilfinningaferli sem fökkar allri rökhugsun og fær þig til þess að gera fökked hluti, forðist þetta án undantekninga.

Tíminn virðist einnig vera fjúkandi í burtu, í gær var árið 2004, á morgun verður árið 2010. Það margt hefur gerst og það margt hefur breyst að ég vil eiginlega ekki sætta mig við það, svo þegar þú áttar þig á hlutum og ferð að sætta þig við þá, þá breytist allt aftur. Einn daginn verð ég dauður og einnig allir þeir sem lesa þetta, ekki mjög jákvæður hugsunarháttur en hann er mjög kaldhæðinn og fyndinn á sinn eiginn neikvæða hátt.

Ef það er eitthvað í lífinu sem þú vilt breyta, reyndu þá að breyta því þar til þú drepst, ekki aðeins gefur það þér tilgang heldur ertu að fylgja þínum eigin vilja. Mjög fáir virðast gera það þessa dagana, flestir virðast sætta sig við hvernig hlutir eru út af mjög niðurdrepandi eða eigingjörnum ástæðum. Það er margt sem ég vil breyta, og þar til ég drepst þá ætla ég ekki að hætta að reyna, telst það sem eigingjarnt? Á meðan ég er ekki að meyða, drepa eða skemma fyrir frelsi annarra þá myndi ég halda að það sé ekki eigingjarnt. Svo ég ætla að halda áfram, þar til ég mun ekki geta haldið áfram.

Kallið mig Emo en ég á minn rétt til þess að vera það að minnsta kosti einu sinni...


Sindri Gretarsson.