föstudagur, mars 21, 2008

Fuck you, fuck you, fuck you, fuck you, fuck you...

Ímyndið ykkur mann á fimmtugsaldri, ítalskur í útliti, í dökkum frakka með sígarettu í kjaftinum. Hann stendur á gangstétt og er að kveikja í sígarettunni, beint eftir það þá horfir hann í kringum sig og bendir á næstu manneskju sem hann sér og segir: Fuck you. Hann bendir síðan á næstu manneskju sem hann sér og segir: Fuck you (með sterkum skilieyjiskum hreim) og svo heldur þetta áfram. Semsagt mjög níhiliskt og hálffyndið, lesið nafnið á bloggpóstinum aftur með þessu hugarfari, þá skilst hann betur.

Allavega, eftir langa bloggpásu þá hef ég ákveðið að blogga á ný, en þar sem mjög fáir eða enginn mun lesa þetta þá er ég að velta fyrir mér tilgangi þess. Ég er allavega staddur á öldugötunni hjá frænku minni þar sem ég mun eyða mestum mínum tíma næstu dagana því að hún er í útlöndum og ég þarf að passa blessuðu kettina. Þess vegna hef ég flutt hingað á öldugötuna, þar á meðal tekið tölvuna mína og nánast allt hið nauðsynlega fyrir þennan "millenial" mannfjanda sem ég er.

Millenials: They’re sociable, optimistic, talented, well-educated, collaborative, open-minded, influential, and achievement-oriented. They’ve always felt sought after, needed, indispensable. They are arriving in the workplace with higher expectations than any generation before them—and they’re so well connected that, if an employer doesn’t match those expectations, they can tell thousands of their cohorts with one click of the mouse. They’re the Millennial Generation. Born between 1980 and 2000, they’re a generation nearly as large as the Baby Boom, and they’re charged with potential. They’re variously called the Internet Generation, Echo Boomers, the Boomlet, Nexters, Generation Y, the Nintendo Generation, the Digital Generation, and, in Canada, the Sunshine Generation. But several thousand of them sent suggestions about what they want to be called to Peter Jennings at abcnews.com, and “Millennials” was the clear winner.

Tekið af - http://www.generationsatwork.com/articles/millenials.htm - með engu leyfi höfundar því miður...

Páskafríið er nýbyrjað en samt einhvernvegin strax að verða búið, finnst alltaf eins og það sé einhverskonar "space-time distortions" í gangi (horfir enginn á Star Trek?) því ég er strax að verða fokking 21 árs og það er alls ekki langt síðan ég var 19 ára. Talandi um 19 ára, djöfulli eru 19 ára krakkar óþolandi á skemmtistöðum, reyndar þá eru nánast allir íslendingar óþolandi á skemmtistöðum. Ég er byrjaður að hljóma eins og bitur væluskjóða sem bullar stanslaust um hve allt er ömurlegt og er síðan ekkert betri sjálfur. Kannski ætti ég að hætta ruglinu hérna...

Annars er búið að vera fokk-mikið að gera, sem útskýrir bloggleysið nýlega. Kannski að ég fari niður í bæ í kvöld, af svona 100 skiptum sem ég hef farið í miðbæinn á ævi minni þá hafa svona þrjú skipti verið þess virði. Íslendingar verða háværir, ofbeldishneigðir og pirrandi þegar þeir drekka og þar sem ég er tiltörulega lágstemdur, yfirvegaður og mjúkur innan í mér þá er það ekki beint fyrir mig. Ég er annaðhvort mjög upplýst manneskja, eða mjög bæld manneskja, mér er eiginlega drullusama hvort það er, allavega er ég ekki hávært fífl að drekka mig fullan að lemja fólk niðrí bæ. Ég lem litlu systur mína af og til en það telst ekki með.

En áfengi hefur verið að síjast í burtu frá mér í meira en ár núna, ég hef drukkið mig fullan svona þrisvar sinnum núna á heilu ári, sem ætti ekki að vera mikið. Áhugi minn gagnart áfengi hefur lækkað mjög mikið, enda er þetta bara viðbjóðslegt sull sem þú neyðir gegnum kokið á þér til þess að finna fyrir ölvunartilfinningunni. Það er fínt stundum, hef ekkert á móti því, en sumir eiga einfaldlega ekki að drekka. Ég er ekki að tala um sjálfan mig, en sumt fólk (og þá meina ég margir) sérstaklega á Íslandi eiga mjög mikið bágt með að halda stjórn á sér og það fólk ætti ekki að drekka.

Nóg af mínu kjaftæði í bili...


"Fuck you, pay me" - Henry Hill


Sindri Gretarsson.