fimmtudagur, júní 28, 2007

Die Hard 4.0 (Live Free or Die Hard)

Sindri Gretarsson 28. júní 2007 ***/****

Þetta er svo sannarlega ein yfirdrifnaðasta og brjálæðasta hasarmynd sem ég hef séð, Die Hard 4.0 (eða Live Free or Die Hard eins og hún kallast í Bandaríkjunum og í Frakklandi Die Hard 4.0: Return to Hell!) er hrein hasarmynd og virkar nokkuð vel sem þannig. Það eina sem aðskilur hana frá flestum nýlegum yfirdrifðum hasarmyndum er John McClane, án hans væri þessi mynd nánast ekkert merkilegt. Ég hafði miklar efasemdir um að Die Hard 4.0 myndi geta jafnast við neina aðra Die Hard mynd en hún jafnast alveg við þær þá kannski fyrir utan fyrstu myndina. Mínar væntingar gagnvart Die Hard kvikmynd er nóg af ofbeldi, one liners og Bruce Willis í hræðilegum sársauka að skríða gegnum brotið gler með skammbyssu. Það sem Die Hard 4.0 kemur ekki með því miður er blóðugt ofbeldi og blótsyrði, John McClane blótar eins og motherfökker í öllum Die Hard myndum nema þessari. Myndin var klippt til þess að komast niður í PG-13 í Bandaríkjunum og það verður að segjast að myndin hefði verið betri með R stimpilinn, fólk virtist reyna að segja ekki F-orðið sem er mjög slappt fyrir Die Hard mynd. Ég hef þó ekki verið jafn sáttur með hasarmynd nýlega og með Die Hard 4.0, hasarinn fer þó að verða of mikill undir lokin og alltof yfirdrifinn en myndin missir aldrei kraftinn né hraðann sem heldur manni horfandi á skjáinn. Ég leyfi Die Hard 4.0 að sleppa með þrjár stjörnur fyrir að vera dúndur hasarmynd og hún sleppur sem verðug Die Hard mynd.


Sindri Gretarsson.

laugardagur, júní 23, 2007

Annar Tugur Dauðans!

Maður gerir hvað sem er til þess að halda uppá tvítugsafmælið sama hve óviturlegt eða fábjánalegt það sé undir ákveðnum kringumstæðum. Mín hugmynd, þar sem ég hef verið gagnrýndur sterklega og harðlega fyrir það að halda lítið uppá seinustu afmælin var að leigja sumarbústað. Það gerði ég fyrir helgina þann 8-10. júní gegnum frænda minn, því miður þá fór það til andskotans þar sem að ekki aðeins var bústaðurinn sá minnsti á svæðinu og elsti, heldur var gífurlegur matarskortur og einn vinur minn drakk sig til dauða fyrsta kvöldið.




Yfirgnæfilegt ósætti fylgdi þessari ferð, og þrátt fyrir að hafa verið ævintýri þá var það ekki beint það sem ég vildi sem tvítugsafmælið mitt. Heppilega þá leigðu foreldrar mínir sumarhöll, ekki sumarbústað heldur höll. Líklegast flottasti staður sem hægt er að leigja útá landi og þá höll fékk ég að nota í þrjá daga, frá 19-22. júní. Hér er smá búti af staðnum á mynd...




Í stuttu þá var þetta þriggja daga drykkja, maður kom á staðinn, drakk og sofnaði. Vaknar næsta dag, drekkur, drekkur, drekkur, sofnar...










Já, þetta var ágætt.


Sindri Gretarsson.

mánudagur, júní 18, 2007

Hálf-fertugur...

Þennan dag í dag, átjánda júní 2007 varð ég tuttugu ára gamall. Seinustu tuttugu ár hafa verið ömurleg, ég býst við engu betra næstu tuttugu ár.


"I want freedom for the full expression of my personality"


Sindri Gretarsson.

fimmtudagur, júní 14, 2007

Fantastic Four 2: Rise of the Silver Surfer

Sindri Gretarsson 14. júní 2007 ***/****

Fyrri myndin einbeitti sér að persónusköpun og gaf sér mikinn tíma til þess þrátt fyrir að myndin hafi verið frekar stutt, stærsti gallin við fyrri myndina var hinsvegar að endinn var mjög fljótur og ómerkilegur. Rise of the Silver Surfer þarf varla neitt að einbeita sér á persónusköpun og getur þess vegna hoppað beint í atburðarrásina þar sem fyrri myndin endaði. Reed Richards og Susan Storm eru að fara að giftast þegar óþekkt vera kemur til Jarðar og hættir fyrir jarðarbúum, þessi vera þekkist seinna sem Silver Surfer en er hann aðeins í þjónustu hjá annari veru sem er mun öflugari og hættulegri en heldur en Silver Surfer. Rise of the Silver Surfer er eins og fyrri myndin frekar létt, mikið er af brandörum og það er ekki farið alvarlega með efnið en hún er ekki nógu heilalaus til þess að vera heilalaus. Þrátt fyrir allan fáranleikan þá nærst alltaf að haldast eitthvað sem gefur allri sögunni eitthvað vit, hvort það séu persónurnar, samskipti persónanna eða jafnvel sniðugt handrit. Myndin er aldrei leiðinleg, hún er styttri en forverinn og það er stanslaust eitthvað að gerast. Hasarinn og tölvubrellurnar eru allar góðar og Silver Surferinn er sérstaklega flottur þrátt fyrir afar einfalda hönnun. Fantastic Four var fín afþreying en Rise of the Silver Surfer er góð afþreying, hún er alls ekki gallalaus en hún er stórt skref upp eftir Spider-Man 3 sem misheppnaðist stórkostlega fyrr í sumar. Þar sem það var engin úrlausn á Fantastic Four sögunni þá tel ég það líklegt að Fantastic Four 3 sér á leiðinni eftir fáein ár og það er ágætt þar sem það er alveg nóg efni eftir sem hægt er að fjalla um.


Sindri Gretarsson.