laugardagur, maí 27, 2006

Kingdom of Heaven Director's Cut

Sindri Gretarsson 27. maí 2006 ***1/2 af ****

Lok-fokking-sins. Hale-fokking-lúja. Þetta er útgáfan sem átti að gefa út, þetta er alvöru myndin. Það á að alvarlega meyða hvern sem kom með hugmyndina að klippa myndina í kássu og gefa hana út í bíó sem þannig, það á að gera eitthvað langtímabundið og mjög sársaukafullt við hvern sem ber ábyrgðina á því, því hver sem það næstum eyðilagði fullkomlega góða mynd. Ég hrósa Guði, Allah, Shiva og alla þá fyrir að hafa gefið manninum heilögu gjöfina sem kallast director's cut, það bjargaði Kingdom of Heaven, sem er hér með í þessari útgáfu u.þ.b 50 mín lengri en bíóútgáfan eða rétt yfir þrír klukkutímar að lengd. Söguþráðurinn er ennþá í eðli sínu sá sami, Balian hittir föður sinn í fyrsta skiptið sem er barón í konungsríki Jerúsalems, faðir hans deyr á leið þeirra til Jerúsalem og hann Balian erfir stöðu hans sem barón af Ibelin. Balian kynnist pólitísku vandamálunum sem eiga sér stað í ríkinu og verður að lokum eitt uppáhald konungsins sem er leikinn nokkuð andskoti vel af honum Edward Norton. Upprunalega útgáfan, þó fín mynd skorti gersamlega allt mannlega innihald, persónusköpunin var nánast engin, atburðarrásin varð að ringulreið og hætt var að gefa neina ástæðu fyrir henni. Þetta glænýja director's cut fyllir í nánast allar holur, hún sýnir okkur ástæðurnar bakvið persónurnar, gefur manni eitthvað skyn af mannleika sem var ekki til staðar í bíóútgáfunni. Heilir söguþráðir voru klipptir út sem útskýra mikilvæga hluti um margar helstu persónurnar, þá sérstaklega fyrir persónuna Sibyllu sem Eva Green lék. Orlando Bloom fær líka meira innihald, og loks er útskýrt hvernig í andskotanum hann varð svona rosalega góður að berjast uppúr þurru. Þó verður það að segjast að það var leikarinn Ghassan Mossoud sem lék Saladin sem trompaði myndina, aukaleikaraliðið var þó alveg rosalega sterkt. Brendan Gleeson, Jeremy Irons, Marton Csokas, Liam Neeson, Alexander Siddig, David Thewlis voru allir í toppformi, Eva Green skánar líka töluvert í director's cut en sá eini sem mér fannst eiga ekki heima í myndinni var því miður hann Orlando Bloom. Sagan tekur sterkara grip yfir athyglinni í þessari nýju útgáfu, trúarádeilurnar milli kristna og múslima verða flóknari og merkilegri, líkt og fyrri útgáfan þá eru sýndar góðar og slæmar hliðar bæði kristna manna og múslima og deilurnar sem eiga sér stað milli þeirra og innan hvortveggja hópa. Svo eru auðvitað mörg svöl atriði sett aftur og þá líka mikið af blóði og ofbeldi sem var ekki í fyrstu útgáfunni. Eins og fyrri útgáfan þá er þessi alveg eins svöl, frekar svalari myndi ég segja. Myndatakan í Kingdom of Heaven er einhver sú alglæsilegasta í mannkynssögunni, hver sem segir annað er blindur. Framleiðslugæðin eru alveg svakaleg, útlitið fram yfir allt annað er gullsins virði, Ridley Scott er meistari þegar það kemur að þessum málum kvikmynda. Það er hrein skömm að myndin skuli hafa orðið svona slæmt fórnalamb klippingaferilsins, ég vona að þessi mynd vakni til lífs hjá fólki með þessari útgáfu því hún á það virkilega skilið. Þetta hefði getað verið ein af bestu myndum ársins 2005. Hver sem er að lesa þetta, ekki horfa á bíóútgáfuna, það er ókláruð kvikmynd og er skítur á priki miðað við director's cut. Ég hvet hvern sem hefur áhuga eða fannst bíóútgáfan léleg að sjá þessa útgáfu, þetta er líklega besta dæmi sem ég hef nokkurn tíman séð um mismun milli almenna og leikstjóraútgáfu. Svo má ekki gleyma það að aukaefnið sé einnig kostulegt, enda er þetta fjagra diska sett svo það má búast við öllu í toppgæðum. Mig langar til þess að gefa henni fjórðu stjörnuna, Director's Cuttið klórar hana en ég skil hana eftir með gífurlega kröftuga þrjár og hálfa stjörnur. Kingdom of Heaven Director's Cut, er eins og myndin átti að vera og á avallt að vera.

Sindri Gretarsson.

fimmtudagur, maí 25, 2006

American Dreamz

Sindri Gretarsson 25. maí 2006 **1/2 af ****

American Dreamz er einn stór brandari um Bandaríkin, það er enginn skýr söguþráður né nein markmið sett fram fyrir utan það að dissa hver einustu pólitísku og samfélagsgildi bandaríkjamanna. Í staðinn fyrir skýran söguþráð fáum við mikið af furðulegum persónum af öllum gerðum, allt frá nettheimska forsetanum til kvenlega hommans. Dennis Quaid leikur forsetan mjög skemmtilega, það er greinilegur Bush þarna inn í honum og svo er það Hugh Grant sem kom líka með eitt þá bestu brandarana en það var þó Willem Dafoe sem var nálægt því að stela myndinni þrátt fyrir sitt litla hlutverk. Hver einasti leikari var góður, allir pössuðu í hlutverkin sín sem er stór plús fyrir American Dreamz. Endinn skilur mann þó eftir svolítið tóman, þar sem enginn söguþráður er til staðar þá endaði myndin á varla neinum endi. American Dreamz er bara skemmtileg og fyndin á sinn eigin hátt, og virkar mjög vel sem sýrð ádeila á bandaríkjamenn, tvær og hálf stjarna er hentugt þetta skiptið.

Gesundheit.

Sindri Gretarsson.

laugardagur, maí 20, 2006

Frying baby-flesh on an oiled pan

Last night I woke up in a daze of confusion, a mist clouded my eyes as if a fog had crept it's way into my room. Everything looked wet, anything I touched was almost spungy, my room liked like a bad joke for a sauna bath. I walked out of my room, only to find out that the rest of the house was even unfunnier. The floor was covered with live fish, so naturally I put on some slippers. I tried to make my way to the stairs only to slip and fall into the pile of fish, squishing many, my head landed right on a fat jelly fish so he practically burst covering my face with it's insides. I stood up, carefully, covered in stenchy filth and made my way to the stairs only to discover a spider standing at the top looking straight down at me. My arachnaphobia kicked in, this was no small pathetic spider this was one of those chunky ones with big black thick spider legs and a head that looked worse than anyone's worst nightmare. For a moment I paused, and think: "Why is everything so fucked up?" But the spider drew my attention quickly as it started running down the stairs towards me. I froze up, I stood harder than concrete and my mind tried to escape through my skull. The spider reached my legs and starts crawling up the insides of my pants, across the gential area outside my underpants "Thank God", and under my shirt all the way up to my neck. I stood there with my eyes closed, wishing I was back wallowing in that pile of fish. Although I didn't dare to look, the spider was almost on my face, touching my face in ten places silmuntaneously. Suddenly, it wasn't not on my face anymore. I opened my eyes a little and saw the spider run up the stairs and out of my sight. It took my about two minutes just to my fingers again, and probably another fifteen just to decide to go up the stairs. I imagine if the fish hadn't been there it would have taken longer. On my slow journey up the stairs I tried to clean the fishguts off my face with my clothes but the smell was stuck on me, I felt like puking every other second I breathed in. After my perilous journey up the stairs I witnessed what might be called, The Most Fucked Up Shit of all Fucked Up Shit ever witnessed. Imagine an orgy, but with pigs, now take the pigs and turn them into horny alien monsters. And the walls, are alive and what appears, communicating with each other. This is barely a portion of the Fucked Up-Ness which I witnessed. The only relief in this situation, was that there was a clear path through this lewd enviroment to what seemed to be my kitchen. I wasn't really sure what it had become. Some might think that I would be afraid, but I wasn't, it was actually a lot funnier than freakier, mixed freaky and funny really. I managed to squeeze my way through the orgy into the kitchen where I started to smell cooking. In the kitchen stood what appeared to be a woman, and she was cooking something. I walked closer to confront this woman, here is where the Fucked Up-Ness increases. There was no face, not like she had ripped it off, there just was no face, no eyes, no mouth, no expressions, no nose, no anything. And she held a frying pan, on the frying pan was a new born baby covered in oil boiling up, melting and screaming. When I saw that baby on the frying pan, it hit me... "Could this be a dream? It would explain all this Fucked Up Shit". Suddenly I felt this warm breeze, the sun shined on my face and I felt something I had never felt before. Utter, magnanimous, perfect bliss. It struck me in waves, only by thinking it I moved myself up to the third floor where everything seemed normal and out to the balcony, preparing myself for a flight around this world. To conclude this story, and the Fucked Up-Ness, right now, I am dead, my flight turned out to be a one way ticket straight down into a glass house. I bled for twenty-four minutes, partially paralyzed before I finally died, and to make things easier I got a long piece of glass through the right side of my belly cross my body and out the left side of my throat with the edge sticking into my skull, making my death quite painful.

The only question is... if I'm dead, how the Fuck am I telling you this!?

by Sindri Gretarsson.

The Da Vinci Code

Sindri Gretarsson 20. maí 2006 **/****

Í stað þess að gera eitthvað nýtt, eitthvað óvænt þá gerir Da Vinci Code nánast það sama og bókin, enda leið manni eins og maður væri að horfa á einhverja ódýra smásögu á skjánum. Ron Howard er alls ekki maðurinn til þess að leikstýra svona mynd, hann ætti að halda sig við Russell Crowe og sögur sem gerast fyrir allavega fimmtíu árum síðan. Hann er alltof hefðbundinn og kann greinilega ekki að skapa neinar spurningar fyrir áhorfandann. Gersamlega spennulaus, myndatakan var að svæfa mig, meiraðsegja leikararnir voru gangandi lík og þá Tom Hanks meðal þeirra. Sá eini sem sýndi verðuga frammistöðu var Ian McKellen og mögulega Paul Bettany. Eina sem ég gat séð í Da Vinci Code voru fjölmörg misheppnuð tækifæri, í staðinn fyrir frjótt ímyndunarafl þá fær maður bara bókina beint á skjáinn á óathyglisverðasta hátt sem hægt er að sjá hana, og mér fannst bókin alls ekkert sérstök. Það gerðist þó að brett var upp á áhugann en þá aðallega þegar Ian McKellen byrjaði að röfla um fortíðina með mjög flottum endurlitum, en jafnvel þá leið manni eins og maður væri viðstaddur í sögutíma, hver er þó skemmtilegri kennari en Ian McKellen? Einhvern veginn þá náði myndin aldrei til mín, þrátt fyrir að efnið bakvið söguna var athyglisvert þá gat myndin aldrei skapað neinar fléttur kringum það. Ég hafði vonast fyrir betri mynd, því miður þá er Da Vinci Code mikið vonbrigði, og á varla meira skilið heldur en tvær stjörnur.

Not so Gesundheit.

Sindri Gretarsson.

föstudagur, maí 19, 2006

The Last Boy Scout

Sindri Gretarsson 19. maí 2006 ***/****

Ef þú blandar saman Tony Scott, Bruce Willis og síst af öllu, Shane Black sem skrifaði Lethal Weapon, Last Action Hero og þessa mynd (og nýlega skrifaði og leikstýrði Kiss Kiss, Bang Bang) þá færðu vægast sagt skemmtilega blöndu. Shane Black formúlan er notuð eins og alltaf, sem þýðir að Last Boy Scout er buddy-mynd, eða tvíeykismynd sem fjallar um Joe einkaspæjara og Jim fyrrverandi ruðningsboltaleikmann sem uppgötva glæpahring innan um ruðningsboltaheiminn. Mikið af ofbeldi, mikið af húmor, og Bruce Willis með mestu töffarastæla í heimi, Damon Wayans var alger tepra miðað við Willis þrátt fyrir að hafa staðið sig mjög vel. Ef þú fílar myndir eins og þær fyrrnefndu þá muntu fíla The Last Boy Scout í botn, engin spurning. Ég er á mörkunum að gefa myndinni þrjár og hálfa en ég leyfi henni í gegn með mjög sterka þriðju stjörnu, því minna á myndin alls ekki skilið.

Gesundheit.

Sindri Gretarsson.

mánudagur, maí 08, 2006

Born on the 4th of July

Sindri Gretarsson 30. september 2005 ****/****

Born on the 4th of July er ein af fáum myndum sem virkilega nauðgar Bandaríkjunum, hinar eru myndir eins og JFK og Fahrenheit 9/11, þó er þessi mynd allt öðruvísi að öllu leiti. Myndin er sannsöguleg og fjallar um Ron Kovic, hann byrjar sem drengur alinn upp í bandarísku umhverfi á sjötta áratugnum, troðið er í hann hve glæsileg bandaríkin eru og hve rétt ríkisstjórnin er, nánast gersamlega búið að heilaþvo hann það mikið að hann getur ekki að neinu leiti efað landið sitt. Kemur svo að því að hann ákveður að gangast í landgöngulið hersins og fara til Víetnam 1967, hann er skotinn tvisvar, eitt skotið fór í efri mænuna hans sem lamar hann neðan mitti allt hans líf. Eftir stríðið er sýnt hve erfitt það er að aðlagast að gamla lífinu sínu, sérstaklega eftir að hafa verið nánast heilt ár í ömurlegum skítaspítala. Móðir hans afneitar honum samstundis, pabbi hans á erfitt með að sætta sig við ástandið hans, fólkið sem hann þekkti áður er ekki sama fólkið í augum Kovics. Fyrir mann eins og Kovic sem var heilaþveginn af bandaríska þjóðfélaginu þá er erfitt að geta skilið hvernig Víetnam stríðið væri rangt og að margir landsmenn hans virði ekki ástandið hans, en Kovic sekkur dýpra og dýpra í saurlífi og árið 1970 fer hann til Mexíkó sem hefur aðstöðu fyrir lamaða hermenn úr Víetnam, þar sekkur hann ennþá dýpra þar til hann skellur á botnin. Eftir það fer ásýnd Kovic á Víetnam stríðinu að breytast, og heilaþvegni strákurinn er ekki lengur það heilaþveginn. Nákvæmlega það sem Oliver Stone er sérfræðingur í er að senda eitt stórt ´fuck you´ til bandaríska stjórnvalda, sem er ein ástæðan að ég dýrka flestar myndirnar hans. Robert Richardson kvikmyndatökustjórnandinn er snillingur eins og ég hef fullyrt áður, kvikmyndatakan er glæsileg að öllu leiti. Handritið er samið af Ron Kovic og Oliver Stone sem er byggt á bókini hans Ron Kovic undir sama nafni og myndin. Það verður að segjast að Born on the 4th of July er í mínu áliti ein af betri myndum sem ég hef séð, meistaralega gerð og sagan sjálf gæti ekki verið betur útfærð í myndinni, meðal þess er þetta besta frammistaða Tom Cruise í kvikmynd. Það er mjög erfitt að ekki dást að þessari mynd, því hún er alltof sönn, þetta er ekki pólitísk kenning eins og JFK né Fahrenheit 9/11, þetta er allt um líf eins manns sem gerir Born on the 4th of July svo einstaklega mannlega.

P.S ég sá Mission Impossible 3 um daginn, ágæt mynd, hef þó engan vilja til þess að skrifa um hana...

Gesundheit.

Sindri Gretarsson.