miðvikudagur, ágúst 29, 2007

My School of Thought...

Það er margt sem ég vil segja, en frekar þá ætla ég að skrifa það á þessu bloggi. Ég er enginn ræðumaður og ætla mér engan veginn að drepa fólk úr leiðindum í einhverjum stórum og köldum sal. Þið sem lesið þetta blogg geta skemmt sér með því að hlæja að þessu eða vera sammála mér, hvernig sem þið hafið það.

Fyrst vil ég byrja á því að útskýra af hverju ég lýsti fíkniefnareynslu minni í Asmterdam svona sjálfsagt á fyrri bloggpósti. Ég hef verið gagnrýndur fyrir það af sumum nokkuð illa og ég gef alltaf sama svar. Þetta er LÖGLEGT í Amsterdam, sem þýðir að ég MÁ gera það ef ég VIL. Hinsvegar hefur mér verið bent á þetta gæti stungið mig í bakið seinna í lífinu, fólk heldur greinilega að ég sé alger hálviti að vita það ekki. Er ég of liberal hugsandi manneskja? Hverjum er drullusama þó ég hafi reykt andskotans jónu og þá útí Amsterdam? Ef einhver fasista mannfjandi ætlar sér að nota það gegn mér í framtíðinni þá er honum velkomið að gera það. Prufið að setjast niður og lesa um staðreyndirnar bakvið kannabis efni, sömu reglurnar gilda með áfengi, í hófi er það ásættanlegt. Að mati höfundar allavega.

Hvað meira vil ég segja? Alveg rétt, ég hata þessi fökking Pál Óskar lög sem eru alls staðar þessa dagana. Allt fyrir ástina og svo annað sem hét Inter-eitthvað, fökking ömurlegt rusl kjaftæði viðbjóður frá andskotans helvíti. Ég er augljóslega að exploita minn eiginn fasisma með þessu, greinilega er ég ekkert það liberal hugsandi sérstaklega þegar það kemur að þessari djöfullegri tónlist. Það þarf taka Nasista tónlistabrennu á þetta, meðal þessara laga má einnig taka nánast allt sem telst undir popp-tónlist geirann seinustu tíu árin og kveikja í því.

Vitið þið hvað var svalt? Fyrsta krossferðin, hún var fökking geðveik. Fólk að drepa hvort annað útaf trúarbrögðum og landvinningum, nákvæmlega engin miskunn. Maður vill ekki vera íbúi Jerúsalem árið 1099, Kristnu mennirnir slátruðu öllum sem bjuggu í þeirri heilugu borg. Ekki aðeins múslimum og gyðingum heldur meirað segja kristnum mönnum sem bjuggu þar fyrirfram og samkvæmt lýsingum eftirlifenda þá voru krossferðamennirnir sem eftir voru komnir hnédjúpt í blóð eftir mannslátrið. Ímyndunaraflið mitt vill taka því bókstaflega, ÞAÐ er virkilega fökking svalt.

Nóg í bili...

Sindri Gretarsson.

þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Astrópía

Sindri Gretarsson 28. ágúst 2007 **/****

Ég var að vonast til þess að loksins myndi koma út íslensk kvikmynd sem hægt væri að hylla, mynd sem væri verulega góð og hægt væri að minnast á sem ein af betri kvikmyndum frá þessu landi. Astrópía er því miður ekki sú mynd að mínu mati, hún er mjög mikil blanda og góðum og slæmum hlutum. Fyrsta lagi þá er húmorinn mjög mistækur, það eru um það bil jafn margir brandarar sem virkuðu og misheppnuðust. Leikararnir voru yfirleitt góðir, en flestar persónurnar voru einhliða og ómerkilegar. Ég get þó hrósað Ragnhildi Steinunni fyrir að vera mjög sannfærandi í aðalhlutverkinu og einnig fyrir að vera fáranlega myndarleg. Myndin er að leika sér mikið með klisjurnar sem eru til staðar í handritinu, ég fattaði grínið en mér fannst það yfirleitt ekki fyndið, mér leið eins möguleikarnir í handritinu væru ekki nógu vel nýttir þar sem handritið var býsna vel skrifað af honum Ottó Borg. Það gæti verið ósanngjarnt af mér að búa til einhverskonar gæðakröfur þegar það kemur að íslenskri kvikmynd sem miðað við Hollywood myndir kostar varla neitt í gerð, en mér fannst vanta soldið uppá myndatökuna og hljóð. Þetta er ein af fáum íslenskum myndum sem hefur einhverskonar bardagaatriði með sverðum og ófreskjum en það er mjög leiðinlegt að sjá svona slappa framkvæmd á þeim, viljandi gert eða ekki þá voru þau ekki að skila sér tæknilega séð og ef þau áttu að vera þannig fyrir húmorinn, þá var það ekki fyndið. Astrópía er ekki leiðinleg mynd, hún hefur góða spretti þá aðallega kringum miðja myndina, en endinn var mjög slappur og ófullnægjandi. Ég er líklega að verða einn mesti óvinur íslenskra kvikmynda á netinu, en það er alls ekki viljandi gert. Ég bíð þó enn eftir íslensku myndinni sem mun gera mig ánægðan, vonandi mun það gerast fyrr heldur en seinna.


Sindri Gretarsson.

mánudagur, ágúst 27, 2007

The Last Legion

Sindri Gretarsson 27. ágúst 2007 */****

The Last Legion hafði góða möguleika til þess að verða góð kvikmynd, sagan gerist þegar Rómaveldið er að falla sem verður að segjast er býsna gott umhverfi til þess staðsetja kvikmynd. En ekki aðeins er Last Legion óþægilega klisjukennd heldur illa skrifuð, leiðinleg og virtist vera copy/paste úr mörgum eldri myndum eins og t.d Lord of the Rings og King Arthur. Colin Firth var eini leikarinn sem stóð sig ásættanlega vel og mögulega Thomas Sangster en hinir leikararnir voru annaðhvort slæmir eða miscast, meiraðsegja Ben Kingsley var frekar slappur. Aishwarya Rai, Bollywood leikkonan var eitt af því betra sem myndin hafði uppá að bjóða því hún var nánast nakin nokkrum sinnum í myndinni. Síðan var einnig Kevin McKidd, aðalleikarinn úr Rome þáttunum, hefði bara handritið verið betur skrifað þá hefði hann getað sýnt sig almennilega þar sem hann er býsna góður leikari. Myndin kostaðu rúmlega 75 milljón dollara í vinnslu, þessi peningaupphæð sést ekki þar sem mér sýndist hún vera frekar ódýr. Ég held að fólkið bakvið myndina ætlaði sér að gera mun betri mynd en af einhverjum orsökum þá misheppnaðist framleiðslan frekar illa, enda var útgáfudegi myndarinnar frestað um meira en ár þar sem hún átti að koma út 2006. Ég get að engu leiti mælt með The Last Legion, sumt fólk mun án efa fíla þessa mynd meira en ég en þar sem ég er sjálfur mikill aðdáðandi kvikmynda af nákvæmlega þessari gerð þá varð ég fyrir miklum vonbrigðum.


Sindri Gretarsson.

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Ég keypti Freddy Got Fingered í Amsterdam...

Planið breyttist aðeins, ég fór ekki til kaliforníu eins og áður var minnst heldur kom ég beint heim frá Amsterdam í dag rétt eftir klukkan 15:00. Eftir þennan tíma í Amsterdam þá er ég alveg að leka niður, núna byrjar hreinlætis tímabil þar sem ég mun borða hollari mat, fara oftar í ræktina og ekki snerta kannabis né sveppi í ótakmarkaðan tíma. Ég vil ekki sjá neitt af því í marga mánuði, eftir átta daga af stanslausum kannabis reykingum og sveppaáti þá er ég sæmilega fökked eins og er...

Að borða sveppi er eins og að ganga inn í aðra vídd, og að borða sveppi og reykja kannabis með því er eins og ganga inn í aðra vídd verulega freðinn. Að vera á sveppum er eins og að festa víðlinsu á augun sín, ég sá umhverfið mitt í high-definition gæðum og hægar en venjulega. Sjóndeildahringurinn minn víkkaði töluvert og ég gat fullkomlega séð allt 180 gráðum fyrir framan mig. Að reykja kannabis með sveppum er mjög áhrifarík blanda, áhrifin verða kröftugari/þyngri. Það fer þó eftir hverskonar sveppi þú borðar hvernig víman verður, þú getur lesið allt um þá þar sem þú kaupir þá, yfirleitt í sérbúðum sem selja sveppi. Mushroom Galaxy hét ein búðin man ég, skemmtilegt nafn.

Margt gerðist í þessari ferð minni í Evrópu, en ég er ekki að fara að skrifa alla söguna, heldur rétt eins og ég gerði í fyrra þá mun ég sýna ljósmyndir í stað þess að skrifa sögu... Þór er svarthærði gaurinn, Andri er semi-ljóskan og ég er fallega manneskjan...

































"Fuck me sideways" - Cassidy


Sindri Gretarsson.

föstudagur, ágúst 10, 2007

"Amsterdam... I'm New York"

Til þess að upplifa gott sumar á mínum aldri þá er margt nauðsynlegt. Í fyrsta lagi þá þarf frelsi, ekki aðeins heima heldur einnig í vinnunni og heppilega þá hafði ég einmitt það. Það þarf nógan pening, þá er ég að tala um lausan pening, pening sem hægt er að eyða án þess að taka eftir því og nóg af því. Svo þarf hreina samvisku, sálarlífið þarf helst að vera í rólegu ástandi en ef ekki... þá þarftu áfengi eða maríjúana til þess sjá um það fyrir þig. Þar sem það er sumar þá er öllum reglur um að "gera þetta í hófi" hent í eldinn.

Svo seinast þarf eina góða ferð til Amsterdam, af hverju? Af hverju ekki... burtséð frá því að leyft er að neyta kannabis, sveppi og e-töflur þá er Amsterdam líklega mjög athyglisverður staður til þess að skoða. Fullt af húsum þar og margar götur sem aðskilja húsin, það ætti að vera gífurlega skemmtilegt að vera í Amsterdam til þess að skoða borgina... og ekkert annað en það í 10 daga.

Hinsvegar þá verð ég fyrst í Þýskalandi í úthverfi Stuttgarts sem kallast Leonberg í nokkra daga, þaðan fer ég til Amsterdam og eftir Amsterdam þá fer ég til Kaliforníu með fjölskyldumeðlimum mörgum svo ég er ekki að koma aftur heim fyrr en 30. ágúst eða jafnvel 31. ágúst. Næsti blogpóstur verður þá ekki fyrr en þá eða jafnvel ekki fyrr en byrjun september mánaðar.

Flugvélin fer klukkan 07:25 eftir fáeina klukkutíma og ég er um það bil tilbúinn...

Sá sem getur sagt mér úr hvaða mynd nafnið á póstinum kemur án þess að fletta á netinu fær blautan koss frá mér þegar ég kem heim.


Sindri Gretarsson - "Jesus is in the Joint"

mánudagur, ágúst 06, 2007

Watchmen kvikmyndin...

Kvikmyndin sem ég bíð mest eftir að sjá er Watchmen kvikmyndin sem Zack Snyder er að fara gera, hinsvegar þá má ég búast við það að bíða lengi þar sem útgáfudagurinn er ekki fyrr en þann 6. mars 2009, en mögulega þá gæti það breyst. Nýlega eru margir orðrómar búnir að birtast á netinu um hvaða leikarar munu vera í myndinni en fyrir nokkrum dögum síðan þá komu formlegar fréttir um hvaða leikarar myndu leika Crimebusters gengið. Persónulega þá er ég mjög sáttur með leikaravalið, allt frekar óþekktir leikarar, engin ofurstjarna ráðin sem er alls ekki slæmur hlutur. Hægt er að lesa meira um myndina á þessum link:
http://en.wikipedia.org/wiki/Watchmen_film

Svo er einnig hægt að lesa um hana á imdb...

Annars þá er búið að gefa út teaser póster fyrir myndina...


Drullusvalur póster, enda er þetta teikning eftir Dave Gibbons sem teiknaði Watchmen bókina, þó ég held að þessi mynd hafi ekki verið svona í bókinni sjálfri.

Eina áhyggjuefnið er hvernig í andskotanum þeir ætla að gera sanna og verðuga Watchmen kvikmynd með aðeins tvo og hálfa klukkutíma til þess að sýna hana. Það gæti rétt svo dugað en Watchmen bókin er mjög löng og mjög flókin og full af litlum smáatriðum sem tekur nokkur skipti til þess að taka eftir.

Ég bíð spenntur eftir meiri fréttum og eftir myndinni, hún gæti orðið ein mesta kick-ass mynd allra tíma eða sökkað fáranlega illa...


Sindri Gretarsson.

sunnudagur, ágúst 05, 2007

First Knight

Sindri Gretarsson 5. ágúst 2007 ***/****

Til þess að fíla First Knight, þá þarftu að kunna að sleppa sjálfum þér í klisjunni eða vera alveg sama um hana. Ég gat séð fyrir hverju einasta atriði sem átti sér stað í myndinni því hún er eins mikil klisja og hægt er að ímynda sér, þá meina ég allt sem er til í klisjubókinni kemur líklega fram á ákveðnum tímapunkti í First Knight. Þetta ætti að vera uppskrift að slæmri kvikmynd en svo varð ekki, einhvern veginn þá er styrkur myndarinnar klisjan sem hún byggist á, allavega þá fannst mér það og þar sem ég hef leynilega aðdáðun þegar það kemur að sverðamyndum sem gerast í fortíðinni, þá er það mögulega auðveldara fyrir mig að fíla þessa mynd en fyrir aðra. Annar brandari er að enginn annar en Richard Gere er látinn leika Lancelot, hetjuna miklu sem verður ástfanginn af Guinevere. Hinsvegar þá ber hann hlutverkið betur en langflestir hefðu gert, sem kom mér alveg furðulega á óvart þar sem hann var fullkomið tækifæri fyrir eitt stórt miscast. Sean Connery er auðvitað góður Arthur og Julia Ormond leikur gamla góða hlutverkið sitt að sofa hjá öllum karlmönnum í myndunum sínum, á þessu tímabili var það First Knight, Sabrina og Legends of the Fall allt á einu ári. Ég hef þá kenningu að þessi mynd gæti verið stór brandari því leikstjórinn er enginn annar heldur en Jerry Zucker sem var einn af leikstjórum Airplane og Top Secret, ég er alveg pottþéttur á því að pælingin bakvið myndina er húmorinn við klisjurnar, það passar einnig vel við Jerry Zucker og kvikmyndirnar sem hann gerir. Það er þó mikilvægt fyrir hvern sem mun sjá þessa mynd að þetta er ein stór klisjuklessa sem er alls ekkert að reyna fela það, það er bæði það sem gerir myndina góða og slæma og það fer aðeins eftir fólki hvað það sér meira í myndinni, það góða, slæma eða hvað sem er þar á milli. Ég hafði lúmskt gaman að þessari mynd, ég vissi vel hvar myndin var slæm og hefði átt að vera slæm en eins og ég sagði, það fer eftir einstaklingi hvað þeir sjá í þessari mynd, eins og er með allar kvikmyndir býst ég við.


Sindri Gretarsson.

miðvikudagur, ágúst 01, 2007

Planet Terror

Sindri Gretarsson 1. ágúst 2007 **1/2 af ****

Ég hef þegar skrifað um Death Proof kaflann á Grindhouse og skrifa hér aðeins um Planet Terror kaflann. Í Planet Terror er nóg af mannáti, blóði og líkamsvessum og einnig þá uppgötvar myndin nýja hluti í mannslíkamanum sem enginn vissi um áður þar sem grafið er eins djúpt í mennska líkamann og mögulegt er. Þetta er eðal splatter/exploitation kvikmynd sem fullnægir allar þær kröfur sem þannig gerð kvikmynda eiga sér en burtséð frá því, þá er ekkert annað þarna. Myndin er mjög fyndin og virkilega viðbjóðsleg, mjög vönduð og vel gerð með margar sniðugar og skemmtilegar hugmyndir. Hinsvegar eins og langflestar kvikmyndir líkar Planet Terror þá verða þær að svo miklu kjaftæði að það er ekki hægt að segja að kvikmyndin sé góð. Mér fannst myndin ekki spennandi, mér var drullusama um persónurnar, það eina sem virtist skipta máli var ofbeldið og húmorinn, sem er mjög fínt. Það kemur þó að þeim að þú óskar þess að eitthvað annað sé myndinni til þess að gefa kvikmyndinni einhverskonar kjarna. Allavega var leikaraliðið frábært, ekki endilega snilldar leikarar en margir sem léku vel í kvikmyndinni, Rose McGowan, Freddy Rodriguez, Tom Savini, Michael Parks, Josh Brolin og Nicky Katt og einnig gaman að sjá Michael Biehn aftur í bíóhúsi. Ég hef varla neitt meira að segja um Planet Terror, ég myndi þó segja að Death Proof kaflinn sé betri en Planet Terror, flestir gætu þó vel verið ósammála mér í því máli.


Sindri Gretarsson.