föstudagur, nóvember 23, 2007

Beowulf

Sindri Gretarsson 23. nóvember 2007 **1/2 af ****

Þrivídd er líklega fyrsta alvöru tilbreyting í bíóhús síðan litfilmunni var fyrst varpað á hvíta tjaldið fyrir löngu síðan, en þessi tækni er alls ekki ný. Beowulf er ekki að skapa nýja tækni heldur er hún að fullkomna hana og koma henni á hærra stig í kvikmyndaframleiðslu, þar sem ég er nokkuð viss um að fleiri svona kvikmyndir eiga eftir að koma út í náinni framtíð. Ég var ekki alveg viss með Beowulf þar sem ég hafði séð hina íslensk-framleiddu Beowulf & Grendel fyrir meira en ári síðan, báðar myndir hafa svipaða meðferð á Bjólfskviðu en Beowulf gerir hinsvegar mjög stórar breytingar á sögunni sérstaklega í seinni hluta myndarinnar. Það sem leikstjórinn Robert Zemeckis nær að gera er að viðhalda jafnvægi milli sögunnar og flottu brellanna, það munaði þó litlu að myndin hefði steypt sér í algert kjaftæði en það gerðist sem betur fer aldrei. Beowulf er mjög rómantískt ævintýri, það eru hetjur, drottningar, skrímsl, drekar og fullt af ofbeldi og húmor og það er þetta sem gerir Beowulf að skemmtilegri mynd. Þrívíddin er ekki eitthvað töfratæki sem lætur mann fíla myndina meira en ef hún væri ekki í þrívídd, þetta er önnur aðferð til þess að upplifa myndina sjálfa en hún gerir voða lítið til þess að bæta myndina nema að gera hana virkilega flotta. Persónurnar voru frekar einhliða, sem er mjög skondið miðað við að myndin er öll í þrívídd, þó að margar persónurnar voru skemmtilegar þá var mér nánast alveg sama um þær allar. Það er margt mjög fínt sem Beowulf skilur eftir sig en burtséð frá þrívíddinni þá er ekkert framúrskarandi við myndina sjálfa, bara skemmtileg mynd og á meðan þú hefur ekki einhverjar risavæntingar þá ætti hún ekki að valda neinum vonbrigðum.


Sindri Gretarsson.

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Örmagna...

...Það er ég núna. Seinasta fimmtudag, þann 15. nóv til 18. nóv 2007 fór ég út á land að taka upp stuttmynd sem ég og Þór leikstýrðum. Þetta voru líklega erfiðustu tökur sem ég hef upplifað, fjármagnið okkar var lítið sem ekkert, aðstæðurnar voru mjög slæmar og tæknivandamál hrjáðu okkur mun oftar en einu sinni. Við vorum níu alls, upprunalega áttum við að vera fleiri sem þýðir að við vorum ekki aðeins með allt ofangreinda vesen heldur einnig vantaði okkur fólk. Að vera í 40-50 fm sumarbústaði með átta öðrum út á landi með ekkert vatnsrennsli og frost sem kælir bústaðinn talsvert er ekkert nema algert helvíti í þrjá daga, ekki gleyma að eini maturinn var grill í pinkulitlu kolagrilli. Svo var svefn sjaldgæfur, ég vakti meira en tvo daga í tökur, ég mæli ekki með því. En útkoman var góð, ég er mjög sáttur með tökurnar og með leikarana sem voru mjög áhugasamir og hjálpsamir.







Hinsvegar þá er gallinn við svona rosalega sjálfstæða kvikmyndagerð að smáatriðin geta auðveldlega farið framhjá þér, í okkar tilfelli þá þurftum við meiraðsegja að seta sjálfan mig í lítið hlutverk sem mjög hnakkalegur hnakki í bleikum fötum og hann Pétur ljósakallinn okkar í annað lítið hnakkalegt hlutverk. Þegar þú þarft að hugsa um svona marga hluti í einu með svo margt sem truflar þig þá munu smáatriði pottþétt fara framhjá þér og það er aðeins seinna sem þú tekur eftir því og þá er líklegast of seint til þess að gera eitthvað í því. Annars gefur þetta þér algert frelsi til þess að gera hvað sem þú vilt í raun, sem er helsti kostur þess að vera sjálfstæður í kvikmyndagerð. Listinn af fólki var svona...

Sindri Gretarsson - Leikstjóri, framleiðandi og leikari
Þór Þorsteinsson - Leikstjóri, framleiðandi og myndatökumaður
Þorsteinn Vilhjálmsson - Handritshöfundur og hljóðmaður
Pétur Arnórsson - Ljósamaður og leikari

Og síðan leikararnir... Guðni, Bebba, Guðrún, Dóri & Gústi. Guðni reddaði einnig flestu fötin á leikarana og Guðrún sá um alla förðun. Leikararnir þurftu einnig oft að hjálpa við tæknilegu hliðarnar, þetta var eins mikil sjálfstæð kvikmyndagerð og hægt er að ímynda sér. Myndin var tekin á Sony HDV vél með frábær myndgæði fyrir svona sjálfstæða mynd, hún gerist öll í einum sumarbústaði og verður líklegast kringum 15 mínútur að lengd. Hún gengur undir nafninu "Ég veit af þér" sem hljómar mjög klisjukennt en ég tel það vera besti titillinn fyrir myndina. Söguþráðurinn er leyndur þar sem spoilerar myndu eyðileggja allt áhorfið, eina sem fólk má vita er að myndin hefur sjö manns og lítinn sumarbústað.



Ég hef einnig komist að því að leikarar eru stórfurðuleg fyrirbæri, þau ófyrirsjáanleg og gersamlega steikt að nánast öllu leiti. Þetta er ekki mannfólk, þetta eru einhverskonar fjórlima kjötstykki sem hrista kjaftinn upp og niður með dauðagöldrum Satans. En nei, ég er að ljúga, leikarar eru þó sérstakir. Dæmi hér að neðan...







Nú þar sem nokkrir dagar eru liðnir þá man maður frekar eftir þessum dögum sem draumi frekar en allt annað, mér persónulega líður ekki eins og þetta hafi í raun og veru gerst. En ég tók nógu margar ljósmyndir og nógu mikið á myndavél til þess að sanna annað. Það sést að ég er mjög ósáttur með tilverunna á næstu mynd, sem er tekin einmitt í bústaðnum. Ég mun aldrei gleyma þessum bleikum fötum sem hafa án efa eyðilagt mig að eilífu.



En gersamlega off-topic, þá er nýja kvikmyndir.is síðan að opnast í vikunni og í tilefni þess þá er haldin forsýning á Beowulf á fimmtudaginn... Það ætti að vera gaman :Þ

Sindri Gretarsson.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

SindraKjaftæði...

Það er kominn tími fyrir einn af þessum "Hvað er að gerast í mínu lífi" bloggpósti, nýlega hafa það aðeins verið kvikmyndir sem ég hef fjallað um þannig núna ætla ég að reyna segja eitthvað frá sjálfum mér. Það allra nýlegasta sem gerst hefur er að Þorsteinn talaði við mig á MSN rétt áðan eftir að hafa horft á American Gangster og sagði, sem kom mér mikið á óvart, að American gangster væri alger snilld. Ekki aðeins það heldur var hann að bera hana saman við aðrar glæpamyndir eins og Heat, Goodfellas, Godfather og Zodiac. Ég er persónulega búinn að horfa á American Gangster tvisvar, þetta er mjög góð mynd og hefur margt gott í sér, en að segja hún sé snilld og bera hana saman við myndir eins og Goodfellas og Zodiac er ekki beint málið í mínum augum. Ég er nú alger Ridley Scott gelgja svo ég hef ekkert vandamál með að segja að myndirnar hans séu snilld ef þær eru svo en mér fannst það ekki með American Gangster, en ef álit mitt breytist skyndilega þá læt ég heiminn vita.

En burtséð frá þessu, hvað er á seyði? Ég get nú fullyrt lesanda að ég hef líklega aldrei verið jafn upptekinn á ævi minni, í skóla og utan skóla. Það er eins og það hafi verið stífla í lífi mínu á tímabili og að nýlega þá losnaði hún og allt er núna að safnast saman í hrúgu hjá mér. Þetta er orðið það mikið að ég er við það að sleppa því að gera neitt af því og bara hangsa einhverstaðar í leti, en auðvitað geri ég það ekki, það býður uppá eftirsjá seinna í lífinu. Það sem er að gerast þó lofar allt góðu, eða mest allt allavega, ég er ekki upptekinn á slæman hátt heldur þvert á móti þá er ég líklega að gera nákvæmlega það sem ég vil gera. Þýðir það að ég sé hamingjusamur? Já, að einhverju leiti en hamingjan er aldrei fullkomin sama hve mikið maður reynir. Ef einhver kommentar um það hve gott það sé að ég sé hamingjusamur þá mun ég borða þá manneskju með skeið, ég sagði að einhverju leiti sem þýðir ekki að ég sé allt í einu orðinn að einhverjum kátum glaðbolta.

Það er skemmtilegt að komast að hlutum um sjálfan sig, eða frekar finna nafn yfir sjálfan sig, eins og t.d þá hef ég verið að kynna mér Stoicisma mikið nýlega og komist að því að hugsunarhátturinn minn hefur margt sameiginlegt með þeirri heimspeki. Bara svo allir eru hreinir á því þá er ég að tala um grísku heimspekina: http://en.wikipedia.org/wiki/Stoic. Ég fíla sérstaklega þessa setningu: "Stoicism teaches the development of self-control and fortitude as a means of overcoming destructive emotions; the philosophy holds that becoming a clear and unbiased thinker allows one to understand the universal reason." Það er gaman að finna flokk sem þú sjálfur gætir tilheyrt, ég er ekki að segja að ég sé orðinn einhver Stóískur mannfjandi, en ég hef komist að því að hugsunarhátturinn minn er mjög líkur þeim Stóíska og þá alls ekki viljandi. Grikkirnir höfðu þetta nokkuð vel á hreinu og voru laus við Kristnu áhrifin býsna lengi, það virðist vera að þegar Kristnin kom þá varð allt miklu leiðinlegra. Auðvitað er allt gott við það að kenna kærleik og jafnrétti en Kristnin hefur alltaf hljómað mun ómerkilegri og leiðinlegri en flest önnur trúarbrögð og heimspekistefnur, að mínu persónulegu mati.

Ég er ekki mikið fyrir að merkja sjálfan mig eða seta mig í flokka, sumt er þó auðvitað sjálfsagt, eins og ég er augljóslega karlkyns ( eða ég vona það :Þ) og mjög hrokafullur um mínar eigin skoðanir. Ég er svona "know-it-all" gaur eða hljóma þannig gegnum bloggsíður allavega, en ég er ekki flokksbundinn í pólitík, ég er ekki bundinn við neina skipulagða trústofnun og mínar skoðanir almennt eru býsna "frjálslegar" yfir höfuð. Nú er ég byrjaður að tala um annað mál, hvað er svona nauðsynlegt við að flokka allt og alla? Við gerum þetta á hverjum degi, það er eitthvað við mannshugann sem leitar eftir því að flokka allt í tvo hópa, já eða nei, svart eða hvítt, karl eða kona. En ég er ekki alveg að nenna því að grafa mig djúpt í einhverjar heimspekilegar skoðanir gagnvart þessu, ég held að þið fattið þetta alveg. Ég væri vel til í að heyra í einhverjum sem er gersamlega ósammála mér gagnvart þessu öllu, ég væri reyndar vel til í að heyra frá manneskju sem er gersamlega á hinum enda skalans. Það er eitthvað svo óendanlega merkilegt við það að heyra skoðanir frá fólki sem eru nákvæmlega ósammála þínum eigin skoðunum, það er allt frá lærdómsríkt til þess að vera helvíti fyndið.

Nú er ég kannski búinn að skella á vegg, hvernig í andskotanum á ég að halda áfram héðan? Og af hverju er ég að skrifa þetta á bloggið sjálft þar sem ég er að efa áframhaldið með þessum orðum. En til fjárans með það allt, svona gerist við mann þegar þú vekur of lengi og færð svefngalsa, þú takmarkar ekki sjálfan þig, þú bara heldur áfram. Það er kominn nóvember núna, ég skrifa þetta núna á annarri klukkustund þess mánaðar ársins 2007. Tíminn virðist ekki ætla að hægja á sér, það er núna liðnir tveir mánuðir síðan ég skrifaði seinast um hve tíminn væri að líða hratt. Mér finnst alls ekki eins og það séu tveir mánuðir síðan, ég þarf að finna einhverja leið til þess að gera manneskju úr tíma svo ég get lamið hana, og ég myndi taka minn tíma til þess. Man einhver eftir atriðinu í Casino þegar Joe Pesci setur höfuðið á gaurnum í viðarklemmuna þar sem hann kreysti höfuðið hans í algeran mauk? Ég er að tala um þannig ofbeldi, sóðugt og hugmyndaríkt en á sama tíma hræðilegt og mannskemmandi. Farðu til fjandans Tími, þú munt drepa mig á lokum svo ég hef ekkert að tapa í þessari orrustu. Ég hata þig, Tími. Ég hata þig virkilega mikið.

Að lokum þá sýni ég ykkur fáranlega ljósmynd af sjálfum mér sem er mjög hentug fyrir þennan bloggpóst...



Sindri Gretarsson.