miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Örmagna...

...Það er ég núna. Seinasta fimmtudag, þann 15. nóv til 18. nóv 2007 fór ég út á land að taka upp stuttmynd sem ég og Þór leikstýrðum. Þetta voru líklega erfiðustu tökur sem ég hef upplifað, fjármagnið okkar var lítið sem ekkert, aðstæðurnar voru mjög slæmar og tæknivandamál hrjáðu okkur mun oftar en einu sinni. Við vorum níu alls, upprunalega áttum við að vera fleiri sem þýðir að við vorum ekki aðeins með allt ofangreinda vesen heldur einnig vantaði okkur fólk. Að vera í 40-50 fm sumarbústaði með átta öðrum út á landi með ekkert vatnsrennsli og frost sem kælir bústaðinn talsvert er ekkert nema algert helvíti í þrjá daga, ekki gleyma að eini maturinn var grill í pinkulitlu kolagrilli. Svo var svefn sjaldgæfur, ég vakti meira en tvo daga í tökur, ég mæli ekki með því. En útkoman var góð, ég er mjög sáttur með tökurnar og með leikarana sem voru mjög áhugasamir og hjálpsamir.







Hinsvegar þá er gallinn við svona rosalega sjálfstæða kvikmyndagerð að smáatriðin geta auðveldlega farið framhjá þér, í okkar tilfelli þá þurftum við meiraðsegja að seta sjálfan mig í lítið hlutverk sem mjög hnakkalegur hnakki í bleikum fötum og hann Pétur ljósakallinn okkar í annað lítið hnakkalegt hlutverk. Þegar þú þarft að hugsa um svona marga hluti í einu með svo margt sem truflar þig þá munu smáatriði pottþétt fara framhjá þér og það er aðeins seinna sem þú tekur eftir því og þá er líklegast of seint til þess að gera eitthvað í því. Annars gefur þetta þér algert frelsi til þess að gera hvað sem þú vilt í raun, sem er helsti kostur þess að vera sjálfstæður í kvikmyndagerð. Listinn af fólki var svona...

Sindri Gretarsson - Leikstjóri, framleiðandi og leikari
Þór Þorsteinsson - Leikstjóri, framleiðandi og myndatökumaður
Þorsteinn Vilhjálmsson - Handritshöfundur og hljóðmaður
Pétur Arnórsson - Ljósamaður og leikari

Og síðan leikararnir... Guðni, Bebba, Guðrún, Dóri & Gústi. Guðni reddaði einnig flestu fötin á leikarana og Guðrún sá um alla förðun. Leikararnir þurftu einnig oft að hjálpa við tæknilegu hliðarnar, þetta var eins mikil sjálfstæð kvikmyndagerð og hægt er að ímynda sér. Myndin var tekin á Sony HDV vél með frábær myndgæði fyrir svona sjálfstæða mynd, hún gerist öll í einum sumarbústaði og verður líklegast kringum 15 mínútur að lengd. Hún gengur undir nafninu "Ég veit af þér" sem hljómar mjög klisjukennt en ég tel það vera besti titillinn fyrir myndina. Söguþráðurinn er leyndur þar sem spoilerar myndu eyðileggja allt áhorfið, eina sem fólk má vita er að myndin hefur sjö manns og lítinn sumarbústað.



Ég hef einnig komist að því að leikarar eru stórfurðuleg fyrirbæri, þau ófyrirsjáanleg og gersamlega steikt að nánast öllu leiti. Þetta er ekki mannfólk, þetta eru einhverskonar fjórlima kjötstykki sem hrista kjaftinn upp og niður með dauðagöldrum Satans. En nei, ég er að ljúga, leikarar eru þó sérstakir. Dæmi hér að neðan...







Nú þar sem nokkrir dagar eru liðnir þá man maður frekar eftir þessum dögum sem draumi frekar en allt annað, mér persónulega líður ekki eins og þetta hafi í raun og veru gerst. En ég tók nógu margar ljósmyndir og nógu mikið á myndavél til þess að sanna annað. Það sést að ég er mjög ósáttur með tilverunna á næstu mynd, sem er tekin einmitt í bústaðnum. Ég mun aldrei gleyma þessum bleikum fötum sem hafa án efa eyðilagt mig að eilífu.



En gersamlega off-topic, þá er nýja kvikmyndir.is síðan að opnast í vikunni og í tilefni þess þá er haldin forsýning á Beowulf á fimmtudaginn... Það ætti að vera gaman :Þ

Sindri Gretarsson.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

I had fun.
Það var doldið mjög kalt samt.