þriðjudagur, júlí 31, 2007

Mr. Brooks

Mr. Brooks 31. júlí 2007 *1/2 af ****

Mr. Brooks inniheldur margar góðar og frumlegar hugmyndir sem hefðu getað lifað vel í góðri kvikmynd, hinsvegar þá var ekki farið vel með þessar hugmyndir að mínu mati, ég sá fyrir mér möguleikana sem myndin hafði blómstra en í staðinn þá var niðurstaðan á Mr. Brooks langt frá fullnægjandi. Ég var mjög sáttur með Kevin Costner, hann passaði nákvæmlega og var mjög góður í hlutverkinu og sama með William Hurt. Hugmyndin að Kevin Costner sé raðmorðingi sem hefur ímyndaðan vin sem talar við sig og hvetur sig að fremja morð er mjög merkileg hugmynd, en hún nær aldrei að komast á flug, mér fannst eins og það vantaði mun meira þegar myndin var búin. Það eru einnig býsna margir aukasöguþræðir sem gera voða lítið til þess að gera myndina neitt betri, aðallega þá komu þau í veg fyrir að aðalsöguþráðurinn kæmist á flug. Það er mögulega helsta vandamálið, allir þessir söguþræðir voru að skemma fyrir því sem skipti allra mestu máli, þar sem myndin heitir Mr. Brooks þá var ég vonast að myndin fjallaði meira um Mr. Brooks en hún gerði. Mér finnst einnig ótrúlegt hvernig tónlist getur haft svakaleg áhrif á kvikmynd, hvernig hún getur gert kvikmynd trúverðuga/ótrúverðuga, hvernig hún ræður yfir taktinum og bara hvernig tónlist getur gert kvikmynd betri. Tólistanotkunin í Mr. Brooks er ein sú allra versta sem ég hef séð í mörg ár, ekki aðeins var tónlistin frekar slæm nú þegar heldur var hún að engu leiti að passa við myndina og hún mun eldast verr en lyklaborðstónlist frá 1984. Það er skömm að svona slæm tónlist sé sköpuð fyrir kvikmynd því það var einn stór partur af ástæðunni að Mr. Brooks mistókst. Mr. Brooks er ekki ömurleg kvikmynd, möguleikarnir eru til staðar og ég fann fyrir þeim og margt var vel gert í myndinni en við lokin þá leið mér eins og ég hafi verið að horfa á fyrsta hlutann í sjónvarpsmynd (sem er skondið þar sem ég las að Mr. Brooks á að vera fyrsta myndin í þríleik). Þessi mynd er svo sannarlega mikil blanda af góðu og vondu en í heildinni þá get ég ekki gefið þessari mynd góða einkun, og miðað við nokkuð góða dóma sem myndin fær nú þegar þá verð ég að segja að hún eigi þá alls ekki skilið.


Sindri Gretarsson.

laugardagur, júlí 28, 2007

The Simpsons Movie

Sindri Gretarsson 28. júlí 2007 **/****

Ég er á þeirri skoðun að Simpsons þættirnir hafa verið á stöðugri niðurleið seinustu árin, ég var og er ennþá Simpsons aðdáðandi en ég hætti að fylgjast með eftir að það varð ljóst að þættirnir væru orðnir lélegir. Þrátt fyrir það að kvikmyndin sé skrifuð af flestum þeim sem skrifuðu gömlu góðu þættina þá eru áhrifin frá nýju þáttunum mun meira áberandi, einnig þá vantar Conan O'Brien sem var líklega besti handritshöfundur Simpsons þáttanna á sínum tíma. Myndin fjallar um Simpsons fjölskylduna í ótrúlegum aðstæðum mikið eins og nýju þættirnir gera sem er fyrsti ókosturinn að mínu mati því að gömlu þættirnir náðu nánast alltaf að viðhalda sterkum gæðum án þess að koma með 'larger than life' söguþræði. Í kvikmyndinni þá þarf Simpsons fjölskyldan að bjarga Springfield, þessum 'larger than life' söguþræði er teygt í allar mögulegar áttir og brandarar eru til staðar á nokkra sekúndna fresti til þess að fela þennan slappa söguþráð. Annar ókostur við myndina er að aðeins hluti af bröndurunum voru fyndnir og miðað við að kvikmyndin sé 80 mínútur þá finnst mér það mjög slappt að ég fékk ekki einu sinni hláturskast. Brandararnir eru mikið 'hit & miss' en meira af því síðarnefnda, ég veit um marga Simpsons þætti sem slá út myndina í húmorskalanum. Það eru þó góðir punktar við myndina, fyrri hlutinn á myndinni var sæmilegur því þar var reynt að byggja upp persónur, t.d þá finnst mér Bart Simpsons ennþá betri persóna eftir að hafa séð kvikmyndina því að fjallað er um hve gífurlega ruglaður hann er í lífinu. Mér fannst það vera mjög vel gert og það kom mér á óvart að grafið skildi vera svona djúpt inn í persónu sem hefur nánast alltaf verið eins. Mér fannst þessi mynd alls ekki leiðinleg, hún er frekar skemmtileg og hefur marga fína brandara en þetta er ekki beint kvikmyndin sem er þess virði að bíða eftir öll þessi ár þar sem það er allavega áratugur síðan fyrstu fréttirnar af Simpsons kvikmynd birtust. Hinsvegar þá er það líklegt að þessi mynd verður dýrkuð hérlendis af öllum þeim sem fíla Simpsons (sem eru nánast allir), þ.e.a.s ný tískumynd sem aðeins fáir fíla ekki. Ég, persónulega veit ekki alveg hvað ég á að segja, ég fílaði hana að vissu leiti en að miklu leiti þá fílaði ég hana ekki. Væntingar mínar höfðu ekki verið miklar en samt þá finnst mér eins og ég sé vonsvikinn, en miðað við hve lélegir nýju þættirnir eru orðnir þá er Simpsons Movie stórt skref upp. Simpsons aðdáðandinn í mér vill gefa myndinni tvær og hálfa stjörnu, gagnrýnandinn í mér vill gefa myndinni tvær stjörnur, ég held ég ætla frekar að fara eftir gagnrýnendanum þetta skiptið.


Sindri Gretarsson.

föstudagur, júlí 27, 2007

Harry Potter & The Order of The Phoenix

Sindri Gretarsson 27. júlí 2007 ***/****

Jæja, þá ætla ég að reyna segja eitthvað sniðugt um Order of the Phoenix þrátt fyrir að vera enginn Harry Potter aðdáðandi, hafa aldrei lesið neina bók (nema fyrstu bókina fyrir áratugi síðan) að einhverju viti og án þess að hafa einu sinni séð fyrstu tvær kvikmyndirnar. Prisoner of Azkaban fannst mér mjög fín og Goblet of Fire var ekkert verri og núna eftir að hafa séð Order of the Phoenix þá sýnist mér að gæðin séu aðeins hækkandi þó ekkert sérstaklega mikið. Ég var mjög sáttur að barnaskapurinn fór minnkandi í Goblet of Fire og hann fer enn minnkandi í Order of the Phoenix, þetta er án efa myrkasti kaflinn í sögunni hingað til. Loksins hefjast atburðir sem eiga eftir að orsaka einhverkonar endi, það er mjög skýrt í lokin að eftir þessa mynd þá eiga aðeins eftir að koma erfiðari tímar og þá er ég að vonast að næstu tvær Harry Potter myndir verða aðeins betri. Order of the Phoenix er góð mynd og örugg þriggja stjarna mynd, en ég myndi aldrei kalla hana snilldarverk eins og sumir. Eins og ég sagði, þá er ég enginn Harry Potter aðdáðandi.


Sindri Gretarsson.

Amazing Grace

Sindri Gretarsson 27. júlí 2007 **1/2 af ****

Amazing Grace er dæmigerð ævisaga í kvikmyndaformi líkt og við höfum séð áður, aðeins nú er fjallað um baráttuna gegn þrælahaldi í Englandi við lok átjándu aldar og byrjun nítjándu. Það besta við myndina er góða leikaraliðið, það eru ekkert nema frábærir breskir leikarar en sagan sjálf er því miður frekar leiðinlega sett fram. Allt sem við höfum séð áður í svipuðum kvikmyndum kemur fram hérna og það er alltof augljóst, sömu gömlu klisjurnar kringum persónurnar og söguþráðinn. Myndin er þó alls ekki slæm, hún er vel gerð og alls ekki leiðinleg og með góðu leikaraliði eins og Ioan Gruffudd, Michael Gambon, Albert Finney, Rufus Sewell og Ciarán Hinds þá heldur myndin sér vel gangandi allan tímann. Ég er sáttur með myndina, hún var nánast nákvæmlega það sem ég bjóst við, en sem kvikmyndin sem hún reynir að vera þá fannst mér hún mun kraftlausari en hún hefði getað verið. Þrjár stjörnur eru mögulegar en tvær og hálf eru pottþéttar fyrir Amazing Grace.


Sindri Gretarsson.

sunnudagur, júlí 22, 2007

Simpsonized...



Mér finnst hún vera býsna góð...

Annars nenni ég voða lítið að skrifa, ég er ennþá nokkuð fökked eftir helgarferðina í sumarbústað. Hér eru ljósmyndir...









Já, þetta var soldið trip...


Sindri Gretarsson.

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Death Proof

Sindri Gretarsson 18. júlí 2007 ***/****

Hver einasta kvikmynd sem Tarantino hefur gert er skemmtileg, Death Proof er mjög skemmtileg en frekar slöpp á snilldarmælikvarðanum. Útgáfan sem ég sá var um það bil tveir klukkutímar og átti upprunalega að vera 90 mínútur og sýnd með Planet Terror og helling af gríntrailerum. Það er skömm að þessi skipting átti sé stað þar sem það kemur í veg fyrir tilganginn bakvið upplifunina að horfa á tvær exploitation kvikmyndir í röð. Þrátt fyrir það þá finnst mér að þessi lenging á kvikmyndinni hafi verið ónauðsynleg, myndin er of löng miðað við efnið sem hún hefur. Nokkrum sinnum þá gleymir myndin sér í samræðum og persónusköpun sem gerir voða lítið til þess að hjálpa myndinni. Ég myndi halda það að styttri útgáfan sé betri þó ég hafi ekki séð hana. Death Proof hefur þó margar frábærar Tarantino samræður og mörg virkilega spennandi og ofbeldisfull atriði sem gera myndina að lokum þess virði að sjá. Það sem fer mest í taugarnar á mér er að Death Proof á ekki að vera ein kvikmynd heldur er hún hluti af kvikmynd sem verður vonandi gefin út á DVD með Planet Terror og gríntrailerunum þar sem hægt verður að sjá allt þetta saman eins og það átti að vera. Skemmtanagildið í Death Proof er í hámarki en miðað við fyrri Tarantino myndir þá er Death Proof líklega allra versta myndin hans þrátt fyrir að vera mjög góð mynd.


Sindri Gretarsson.

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Transformers

Sindri Gretarsson 5. júlí 2007 *1/2 af ****

Ég er enginn Transformers aðdáðandi né vissi ég mikið um Transformers áður en ég sá myndina, allar mínar væntingar voru byggðar á auglýsingum um myndina. Ég vildi sjá myrka, ofbeldisfulla hasarmynd með svölum vélmennum en í staðinn sá ég einhverja hálf barnalega, disney-bjánalegt rugl. Transformers er mynd sem tekur sér ekkert alvarlega, sem er mjög augljóst gegnum alla myndina, en það eru takmörk því það er ekki hægt sð komast upp með það í þrjú hundruðasta skipti. Tölvubrellurnar eru glæsilegar, útlitið er jafn flott en efnið er ofurþunnt og það bitnar gífurlega á hasarnum, mér var sama um persónurnar, mér var sama um plottið og því miður voru þessir Transformers aðeins svalir í mjög stuttan tíma. Það eru alveg ótrúlega vel hannaðar senur í gangi, transformerar að berjast hægri og vinstri og allt er svakalega vel gert en allt fyrir ekkert þar sem plottið virtist gleymast inn í þessum ótrúlegum hasarsenum. Ég held ég hafi mögulega eyðilaggt þessari mynd fyrir sjálfum mér, væntingarnar mínar voru alltof miklar, sérstaklega fyrir mynd sem er um Transformers. Það eina sem ég sá var bjánalegt rugl, mjög þunna hasarmynd sem reynir að lifa af á ódýrum bröndurum og tölvubrellum sem er reyndar mjög dæmigert fyrir Michael Bay kvikmynd. Ég er að reyna finna einhverja kosti sem þessi mynd hefur, ég get varla fundið neina og ég held að ein og hálf stjarna sé jafnvel of mikið. Ég tel það líklegt að ég sé einn af fáum sem hafa þessa skoðun á Transformers, ég vildi fíla þessa mynd en ég gat það ekki.


Sindri Gretarsson.