fimmtudagur, júní 29, 2006

Darri E.

Þetta er nafn af einstaklingi sem ég kýs hér með að kalla Eirrad Mikla.

Þar sem endurkoma hans frá fyrrverandi ríki Hitlers kom af stað miklu uppnámi hér á landi þá ákvað ég að semja ljóð um endurkomu hans...

"Ó Eirrad, Ó Eirrad. Bjarg oss frá fjandmönnum. Lof oss frá freistni. Eirrad, verðumkomandi drottnari alheimsins. Ó Eirrad, Ó Eirrad, einungis þú veist sannleikann"

Ehemm... já, þar er það.

Assalaamu Alaikum.

Ó Eirrad, þinn þjónn Sindri Gretarsson.

sunnudagur, júní 18, 2006

18. júní 1987

Lítur þessi tala ekki vel út? Það er bara eitthvað við þessa samansetningu sem öskrar á mann enda er þetta dagurinn sem ég fæddist.

En þar sem ég fékk þá snilldarhugmynd að fæðast tveimum mánuðum fyrir tímann þá drap það mig næstum því.

Sindri, das Kind des Kraftwerk!

Farið öll á hnén og hugsið til mín...

Assalaamu Alaikum.

Sindri Gretarsson.

fimmtudagur, júní 15, 2006

Tími fyrir uppfærslur?

Mögulega er kominn tími fyrir eitthvað annað en kvikmyndagagnrýni á þennan vef minn þar sem tilgangurinn með honum er einnig til þess að tala um sjálfan mig. Svo að...

Vinnan: Ég elska vinnuna mína, hún er svo mikið krútt, ég fæ að leika mér í ömurlegu veðri út á landi með svörtum plastpoka og "hreinsa" landsvæðið með afli mínu. Til þess að lifa af þessa vinnu þá verð ég að stanslaust ljúga að sjálfum mér með einskonar setningum eins og skrifuð hér á undan. Breytið "elska" í fyrirlít og "krútt" í þunglyndi og þá koma í ljós mínar sönnu tilfinningar sem skulu hér með vera ósagðar...

En hví?

Einfalt, svarið er Deutschland. Ég og hálfgermaninn Þór förum til Þýskalands í ágúst til þess að lifa eins og konungar í nokkrar vikur. Allt frá Stuttgart til Munchen yfir til Dusseldorf, meðal þess Massive Attack tónleikar. Ég vinn AÐEINS til þess að eiga nógan pening til þess að eyða í Þýskalandi. Hve margar DVD myndir mun ég kaupa? Það er þó víst að ég mun kaupa Star Trek búninginn hans Data til þess að eiga fyrir grímuböll, ég er víst ágætlega líkur honum. Brennivín, tonn af mat, meira DVD, bíó... í stuttu "A true journey through the Western civilization". We shall have gay adventures and fornicate many large breasted female virgins. Yes... indubitably many.

Það styttist í 18. júní 2006, sem þýðir mitt nítján ára afmæli... Yay.

Ég hljóma alveg gífurlega níhilistískur, líklega því þessi vinna dregur út úr manni allan styrk og vilja... Ég fæ varla tíma til þess að hugsa um mitt dýrmæta handrit sem ég verð virkilega að fara að gera. Svona vinna gerir mann heimskan, stöðvar allan skapandi hugsunarhátt og þegar þú færð einhverjar hugmyndir er maður of þreyttur til þess að nenna pæla í þeim. Er það þess virði, á eftirsóknin eftir pening að hyndra mig til þess að gera það sem ég vil? Ég tek oft eftir þessari kerfisbundnari þróun innan í fólki, þá oftar í eldra fólki sem vinnur á sama stað og ég. Það er eins og það verður að heilalausum uppvakningum, reglur og valdaskipti verða mikilvægari heldur en rökhugsun og ímyndunarflugið, ég án þess er ekkert. Ef það er eitthvað í þessum heimi sem fellur illa á mig þá eru það reglur, enda hefur engum vinnustjóra mínum fílað mig í hvaða vinnu sem ég hef unnið.

Er ég vandamálið? Er það ég sem þarf að breytast? Á ég að leyfa þessum holdætandi uppvakningum að koma upp að mér og éta mig til lausnar? Eða á ég að halda uppi veggnum?

Ég kýs vegginn.

Nenniggi meiru...

Assalaamu Alaikum.

Sindri Gretarsson.

miðvikudagur, júní 14, 2006

The Green Mile

Sindri Gretarsson 14. júní 2006 ****/****

Ef það er eitthvað sem Frank Darabont kann að gera, þá eru það snilldar kvikmyndir. The Green Mile, nær á einhvern hátt að vera þrír klukkutímar að lengd og láta tímann fljúga beint framhjá manni. Ástæðan er einföld, sagan bakvið myndina gleypir mann og sleppur manni ekki þar til endastafirnir eru búnir. Eins og The Shawshank Redemption þá felur The Green Mile inn í sér þessa fullkomnu kvikmyndaða tækni til þess að koma sér að efninu, það er ekki eitt einasta skot í myndinni sem þarf að klippa út að neinu leiti, ekki eina einustu sekúndu. Þegar mynd hefur svoleiðis vandaða sögusetningu, þá krefst ekki aðeins rosalegs ímyndunarafls heldur vitund og kunnáttu yfir hverja einustu myndavélaraðferð og klippingaraðferðir og undan því handrit sem er pottþéttara en þyngdaraflið. Mín persónulega reynsla með The Green Mile er ein eftirminnanlegasta sem ég hef upplifað af einni ástæðu, í fyrsta skipti yfir kvikmynd þá fór ég að skæla eins og lítil stelpa í lokin. Ég ætti í raun að vera að vernda karlmennsku mína en The Green Mile á þetta skilið og ég fúslega viðurkenni það að endinn eyðilagði mig gersamlega. Hver sem er að lesa þetta ætti líklega að skilja hví ég persónulega gef myndinni fullt hús, það hafði aldrei gerst við mig að ég táraðist yfir neinu í neinni mynd áður, nema þegar ég sá The Green Mile í fyrsta skiptið. Síðan þá horfði ég á myndina aftur og aftur aðeins til þess að skoða allar aðra hliðarnar við gerð myndarinnar. Fyrir utan þetta pottþétta handrit sem yfirbugar þyngdaraflið (mjög fá handrit gera það) þá er það leikurinn sem fullkomnaði myndina, allt frá smávægilegasta aukahlutverki til Tom Hanks var nákvæmlega rétt eins og það var og þá sérstaklega Michael Clarke Duncan, ef hans hlutverk hefði floppað þá væri varla nein mynd til staðar. Persónurnar sem Darabont skrifaði (byggðar á sögum eftir Stephen King) eru allar svo yndislega táknrænar og auðvelt hægt að tengja við sitt eigið líf og sjálfan sig, það var þetta safn af karakterum sem heillaði mig svo gífurlega við myndina. Persónan sem stendur uppúr er sú mikilvægasta, John Coffey sem Michael Clarke Duncan leikur enda er sú persóna hjarta myndarinnar. Ég myndi lýsa The Green Mile eins og ein af þessum töfrandi myndum sem hafa gleðileg áhrif á mann en þó einnig smá þunglynd áhrif. Lokin á myndinni er ekkert nema harkaleg sálarkreppa sem hefur byggst upp um alla myndina, ég var það grafinn inn í söguna að ég var orðinn þvílíkt slappur eftir lokin með ekkert nema hugsanir um myndina fljúgandi í kollinum á mér. Stærsta kvörtunarefni gagnvart The Green Mile er yfirleitt um lengdina, það er augljóslega persónubundið því eins og skrifað að ofan, þá mér fannst lengdin fljúga framahjá við fyrsta áhorf og einnig við öll önnur áhorf eftir það. Ég má ekki gleyma tónlistinni, Thomas Newman sem einnig samdi tónlistina fyrir The Shawshank Redemption, American Beauty og Road to Perdition semur glæsilega tónlist með sínum róandi stíl sem passaði fullkomlega við myndina. The Green Mile er ein þessara snilldarmynd frá 1999 í hópi með Fight Club, The Matrix og American Beauty, mér finnst hún ekki toppa The Shawshank Redemption (þó hún klóri á tærnar hennar) en The Green Mile er sannarlega þess virði að sjá fyrir hvern sem hefur ekki séð hana.

Assalaamu Alaikum.

Sindri Gretarsson.

sunnudagur, júní 11, 2006

Master & Commander: The Far Side of the World

Sindri Gretarsson 11. júní 2006 ****/****

Það eru ákveðnar myndir sem verða betri eftir annað áhorf, oft er það út af ruglingi eða skilningsleysi við fyrsta áhorf, stundum er það jafnvel út af slæmu skapi sem getur haft slæm áhrif á álit manns. Master & Commander: The Far Side of the World hinsvegar verður betri og betri eftir hvert einasta áhorf, ég sá hana í bíó til að byrja með, álitið mitt var á góðum nótum en aðeins rétt svo. Mér fannst hún langdregin, oft leiðinleg og innihaldslaus, þar sem ég bjóst við stríðsmynd og miklum hasar þá kom það mér að vonbrigðum að svo mikið væri einbeitt á persónunum í staðinn. Mögulega var ég einfaldlega í ekki svo góðu skapi. Seinna meir ákvað ég að gefa myndinni annað tækifæri, og það sannaði sig vel, ég tel Master & Commander vera bestu mynd 2003 (Return of The King líka), og ein uppáhaldsmyndin mín. Ég horfði framhjá fyrrum væntingarnar og sökk lengst inn í söguna, myndin er frábært dæmi um vel skapaðar persónur, enda er leikurinn líka í hæsta flokki. Russell Crowe og Paul Bettany bera myndina upp á hásæti allan tímann, svo er líka mikið úrval af aukaleikurum en þó aðallega óþekktir, Billy Boyd fékk þó skemmtilegt hlutverk en þó ekkert of áberandi. En það sem er áberandi eru mjög misjafnir dómar og mismunandi álit sem hafa borist gagnvart myndinni, Master & Commander er ekki mynd sem öðlast ekki aðveldlega mikinn ´mass appeal´. Margir, líkt og ég gerði, finnst Master & Commander einfaldlega leiðinleg því aðalgallinn við myndina er að ef þú fellur ekki fyrir persónunum þá muntu ekki geta fílað myndina. Þetta er tveggja klukkutíma persónusköpum með smá hasar inn á milli, allur hasarinn er þó glæsilega gerður, Master & Commander hefur líklega einhverja besta hljóðvinnslu sem kvikmynd hefur að bjóða og það borgar sig sérstaklega hér með risa fallbyssum og orrustum á sjó. Myndin minnir mig mikið á gamaldags kvikmyndir á þann hátt, líkt og Spartacus, Great Escape og Lawrence of Arabia, allt frábærar myndir sem beina einbeitingunni aðallega á fólkinu og persónuleikum þeirra, fyrrum sögur og hugsanir. Það er þó áhættan bakvið myndina, til dæmis það er aðeins ein kona í allri myndinni sem kemur fram í um það bil tíu sekúndur, ef Master & Commander hefði verið dæmigerð Hollywood ræma þá hefði verið reynt að kremja inn einhverja leiðinlega ástarsögu inn á milli sem hefði líklega dregið myndina niður að miklu leiti. Það er einnig þessi raunveruleiki bakvið gerð myndina sem hjálpar verulega, sýnt eru góðu og slæmu hliðar lífs á sjó, fólk er óhreint, líður illa og særist alvarlega enda gerist myndin á byrjun nítjándu aldar. Til þess að summa þessu öllu, Master & Commander: The Far Side of The World er tveir klukkutímar um vináttu skipstjórans Jack Aubrey/Crowe og læknisins Stephen Maturin/Paul Bettany og fyrir suma er þetta örugglega ekki mynd sem auðvelt er að fíla, en ég hvet alla sem finnst svo að gefa henni annað tækifæri því það breytti öllu fyrir mig.

Assalaamu Alaikum.

Sindri Gretarsson.

þriðjudagur, júní 06, 2006

The Omen (2006)

Sindri Gretarsson 06.06.2006 **/****

Á þessum Sataníska degi í þessum Sataníska mánuði á þessu Satanísku ári berst fram í kaldhæðnisskyni kvikmynd sem kallar sig The Omen 666. Miðað við þennan einstaka útgáfudag og yfirdrifið hype þá stendur Omen ekki undir sínum Satanísku eftirvæntingum. Er ég kannski að ofnota orðið Satanískt? Ein leið til þess að lýsa þessari endurgerð af Omen frá 1976 kemur frá erlendri umfjöllun sem ég las af annarri mynd: It's a Dud. Sama hve gaman sé af henni á tímum þá er Omen einfaldlega ekki góður þryllir, né spennumynd, né hryllingsmynd né neitt neitt. Sú litla spenna og eftirvænting sem fór að skapast var alltof sein að myndast, allur fyrri hlutinn er ekkert nema Julia Stiles að leika mömmu, ég vona hún sé skárri í raunveruleikanum. Seinni hlutinn, loksins gerðist eitthvað athyglisvert, en eins og ég sagði, því miður alltof seint til þess að öðlast sanna björgun. Myndin átti alvarlegt bágt með að skapa merkilegt andrúmsloft, ekkert greip mig, meðan allur salurinn sem var fullur af ungum krökkum var hoppandi í öskursorgíum þá sat ég og hugsaði með mér hve tilgerðarlegt þetta allt var. Meðal þess þá komst ég af því hve íslenska æskan sé greinilega auðveldlega göbbuð, hvaða api með myndavél gæti gert það sama og gert var í Omen. En ég ætti að segja eitthvað gott um myndina, David Thewlis og Liev Schreiber stóðu sig ágætlega, atriði þeirra eru enda þau bestu í myndinni og þau einu sem kveiktu áhuga að einhverju leiti. Damien, eða sonur Satans var misgóður, hafði sín augnablik en undir lokin ekkert til þess að muna eftir, hann var jafnvel óvart fyndinn þegar hann átti að vera óhugnanlegur. Þessi ekki svo góða endurgerð fellur á eftir langri röð af misheppnuðum hrollvekjum seinustu ára sem eru yfirleitt líka endurgerðar af eldri myndum, The Ring 2, The Grudge, Dark Water, mun þessu aldrei linna? Ég gæti þó gefið Omen titlinum fyrir að vera sú skásta þessara mynda, en það er varla neitt afrek.

Sindri Gretarsson.

föstudagur, júní 02, 2006

Ívar Andersen

Ívar Andersen

Fæddur 7. september 1923
Lést 2. júní 2006

Áttatíu og tveggja og níu mánaða gamall.

Sindri Gretarsson, sonarsonur hans.