mánudagur, nóvember 28, 2005

A Sound of Thunder

Sindri Gretarsson 28. nóvember 2005 O/****

Ég veit ekki hvar á að byrja, ég veit ekki hvernig á að enda, það er óendanlegt hve mikið klúður, hve mikið rusl, hve mikið rugl og hve viðbjóðslega ömurleg A Sound of Thunder er. Ég var að sjá þessa mynd frítt (sem betur fer) og mér líður illa, ég er í raun og veru í djúpu þunglyndiskasti, ég er hættur að vilja lifa því þessi mynd kom mér til þess að efa tilgang alheimsins. Auðvitað bjóst ég við algeru rusli þar sem trailerinn var ömurlegur, en það sem var augljósast voru þessar ótrúlega lélegu tölvubrellur, það hefði verið gott að fara á þessa mynd ef hún hefði verið skemmtilega fyndin, léleg á góðan hátt. Sagan, leikararnir, umhverfið, aðferðin, hasarinn, hugmyndirnar, kvikmyndatakan, leikstjórnin, allt saman er lágt og lélegt. Ben Kingsley sem ætlar greinilega aldrei að sökkva á botninn heldur áfram að kafa eftir Thunderbirds, A Sound of Thunder og væntanlegri Uwe Boll mynd BloodRayne, meðal þess hefur Edward Burns nánast staðfest að hann sé um það bil sá leiðinlegasti leikari samtímans, hin óþekkta Catherine McCormack sem seinast sást í Braveheart kemur fram sem bresk vísindakona, ég gef henni klapp fyrir góðan feril. Ég veit vel að þessi mynd var tekin árið 2002 við hörmulegar aðstæður og að kvikmyndagerðamennirnir urðu peningalausir en þetta er engin afsökun fyrir þessa hörmung, það hefði hreinlega átt að sleppa að gefa hana út. Ég reyndi að hlægja þegar það kom í ljós að tölvubrellurnar voru við gæði við myndir frá 1990, þá meina ég verra en tölvuleikjamyndbönd frá Play Station 1, ég gat ekki hlegið, þetta var of mikið. Ég ætla að reyna klára þetta í stuttum orðum, A Sound of Thunder er samþjöppuð klessa af misheppnaðari kvikmyndagerð sem er kastað á filmu til þess að reyna sýkja saklausa kvikmyndaáhorfendur, ég sjálfur koma mjög illa út úr þessu. Það sem mun gerast er að þessi mynd mun vera þekkt fyrir þetta, A Sound of Thunder er nú versta mynd ársins meðal Son of the Mask.

Sindri Gretarsson.

KONG SMASH!

Eins og allir ættu að vita þá er King Kong væntanleg þann 14. desember 2005, þeir sem vita það núna eftir að hafa lesið þetta ættu að taka rakblað og skera sig sjálfa á fjölmörgum stöðum...

Daginn sem ég sé King Kong, er dagurinn sem ég mun deyja alsáttur í himnaríki af kæti og sælu. Hugur minn mun verða að endorfínorgíu og ekkert annað mun skipta máli nema sælan sem tekur yfir meðvitund mína.

Einn rammi af King Kong er betra en ein nótt með sjö hreinum meyjum, einn rammi af King Kong er betra en allt áfengi á Írlandi, og einn rammi af King Kong er svo sannarlega betra en besta handrit hans Lucas.

Það eru sumir hlutir í þessum alheimi sem hægt er að skilgreina rökfræðilega, hægt er að útskýra þá og tala um í sameiningu svo allir skilja það. Lostinn minn og þrá fyrir King Kong er ekki hægt að tala um í þessu samhengi.

Svo hefur það verið stífast í undirmeðvitund minni í nokkrar vikur af möguleika að fá að sjá King Kong tveimur vikum á undan öllum öðrum, hvert skipti sem ég hugsa um það (sem er alltaf) þá fer hjarta mitt að berjast á 300 slögum á hverri mínútu og heilinn fer við að klofna og falla inn á sjálfan sig þar til ég missi meðvitund.

Ef ég væri stelpa, þá myndi ég bjóða þeim aðila sem getur reddað mér inn á sýninguna allan líkama minn fyrir þau not sem sá aðili telur nýtanlegust. (Ég vona þú ert að lesa þetta).

Þetta er um það bil 1.4% af útskýringum um hve mikið mig langar að sjá King Kong.

Sindri Gretarsson.

laugardagur, nóvember 26, 2005

Harry Potter & The Goblet of Fire

Sindri Gretarsson 26. nóvember 2005 ***/****

Þar sem ég hef ekki lesið neina einustu Harry Potter bók, fyrir utan þá fyrstu fyrir um sjö árum síðan sem ég man lítið eftir, og því miður hef ég ekki enn séð fyrstu tvær myndirnar, þrátt fyrir það þá finnst mér ég vera nokkuð hlutlaus gagnrýnandi gagnvart Harry Potter & The Goblet of Fire. Það sem ég fíla við þessa mynd fyrst af öllu er hve langt hún stígur í burtu frá barnamyndunum sem fyrri myndirnar voru, það er ekki ætlast að ungir krakkar skilji söguna fullkomlega þar sem flækjurnar eru orðnar talsverðar gegnum þessar fjórar myndir. Ég hef aldrei laðast neitt sérstaklega að skrifum J.K Rowling né neitt að kvikmyndunum en ég er mjög sáttur með Goblet of Fire, ég fékk loksins eitthvað skyn af raðgátunum bakvið alla söguna. Tæknilega hliðin er öll nokkuð gallalaus, mjög fínar brellur, veröldin er vel sköpuð, en Goblet of Fire er miðjukafli án byrjun og enda, svipað og The Two Towers þá þjónar Goblet of Fire einungis áframhaldinu og með því þá fær hún ákveðna bölvun sem skilur áhorfandan eftir furðu lostin, þá sérstaklega eftir endi eins og í þessari mynd. Það sem hefur þó breyst fyrir mig er áhuginn á Harry Potter yfir höfuð, í þetta skiptið þá vil ég sjá hvað gerist í The Order of The Phoenix sem er væntanleg árið 2007, Goblet of Fire er besta Harry Potter myndin sem ég hef séð og eins og ég hef heyrt þá er hún mjög líklega sú besta í seríunni hingað til.

Sindri Gretarsson.

föstudagur, nóvember 18, 2005

Lord of War

Sindri Gretarsson 18. nóvember 2005 ***/****

Lord of War er svipuð Goodfellas að sögustíl, Nicholas Cage talsetti alla myndina til þess að upplýsa áhorfandann um söguna og uppsetning myndarinnar er að mestu leiti sú sama. Byrjað er á fyrri ár aðalpersónunar sem heitir Yuri Orlov og sýnt er hvað dró hann til þess að verða að vopnasala, alveg eins og Goodfellas þá er persónukynningin gífurleg og mikið er fjallað um fjölskyldulífið þar sem báðar myndirnar einbeita sér á glæpum. Þetta er besta myndin hans Andrew Niccol síðan Gattaca, enda hefur hann aðeins gert þær tvær myndir og svo S1m0ne árið 2002, en þrátt fyrir þennan einkennilega sögustíl þá hafði maður séð þennan stíl of oft, það var aðallega uppbyggingin sem sló sig sjálft niður því sagan dróst við seinni helmingin. Lord of War er í þessu samhengi vopnasalinn Yuri, hann selur vopnin til þjóða/þjóðflokka sem berjast gegn óvinum aðeins Orlov selur vopn til hvaða flokka sem er. Siðferðin bakvið myndina er mjög ´anti-bandarísk´, það eru ´Big Brother is watching you´ einkenni þar sem leynileg yfirvöld taka þátt í þessum sölum, að lokum fer þó þessi bransi að komast í gegnum fólkið í kringum hann þar sem hann á sér stóra fjölskyldu. Ég bjóst við að Lord of War væri mun alvarlegri þar sem efnið bakvið söguna er mjög viðkvæmt, en einhvern vegin þá gat Niccol skrifað handrit sem er ekki aðeins fyndið, heldur tekur mark á alvarleikanum bakvið raunveruleikann. Ég vildi gefa þessari mynd þrjár og hálfa stjörnu en í staðin er hún há-þriggja stjörnu mynd, mjög góð að öllu leiti.

Sindri Gretarsson.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Flags of our Fathers reynslan mín...

Ég hef voða lítið talað um reynslu mína við gerð Flags of our Fathers sem átti sér stað um miðjan ágúst mánuð þetta ár. Það byrjaði með því að ég einfaldlega sótti um sem "extra" eða sem bandarískan hermann, með mér var Tommi vinur minn. Fyrst var aldrei í hringt í mig eða Tomma, allir aðrir sem við þekktum voru ráðnir en ekki við, svo ég ákvað að fara upp í Eskimó til þess að spurja um þetta, kemur í ljós að það gleymdist að setja nöfnin okkar á listann og við vorum ráðnir samstundis.

Fyrsti dagurinn var að máta búninga, prufa getu okkar í vatni fullkæddir og þannig, alls var þetta um 10 klukkustundir af bið, en vel þess virði að komast í búninginn þó var það hræðilegt að fara í klippinguna, ég er enn að komast yfir þann svarta blett reynslunnar.

Svo kom að enn meiri æfingum, prufa tækin og tólin. Því miður fékk ég aldrei að skjóta úr riffli, en margt annað koma í staðinn. Fyrsta tökudaginn gerir sveitin mín ekkert (platoon 4), við bíðum og bíðum þar til allt í einu kemur aðstoðarleikstjórinn og segist þurfa 10 gaura úr platoon 4 strax. Furðulega þá vissi ég ekkert hvað var á seyði þar sem ég var nýbúinn að ganga út úr kamarnum þegar allir eru byrjaðir að hlaupa, svo ég hljóp með eins hratt og ég gat.

Við vorum komnir á ströndina, en þar beið meiri bið, í svona einn og hálfan tíma þar til loksins okkur er hlammað í bát með Ryan Philippe, Jamie Bell og Paul Walker. Hvernig getur maður verið svona heppinn að ganga útúr andskotans klósetti og allt í einu lenda í tveggja daga tökum í bát með þessum gaurum? Ég var þó einstaklega heppinn að vera settur beint fyrir aftan hann Ryan Philippe, liðsforinginn á bátnum okkar var leikari sem kallast Matt Huffman sem leikur gaur sem heitir Lt. Wells, það var mjög virkur gaur, sama má segja um Ryan Philippe og Paul Walker, en Walker var nú aðallega að síhlaða riffilinn sinn aftur og aftur.

Clint Eastwood sjálfur koma á bátinn að taka upp, fyrir 75 ára kall þá var hann hoppandi milli bátbrúna á fullri ferð, ég efa að ég 18 ára gamall myndi gera það. Senurnar með okkur 10 voru bátsenur, lending og hlaupið upp á sandhlíðina, við 10 úr platoon 4 sem vorum í bátnum vorum kallaðir Z-Squad og við hypuðum okkur sjálfa eins mikið og við gátum.

Næstseinasta daginn var ég kominn aftur í platoon 4 til þess að taka upp víðskot, ég sá að Geiri, gaur úr gamla Z-Squad, var sitjandi með leikurunum í hring að spjalla við þá. Svo jæja, núna hef ég tækifæri til þess að ræða betur við leikaraliðið, þarna voru Ryan Philippe, Adam Beach, Barry Pepper og fleiri. Ég ákvað að ganga til þeirra og taka þátt í spjallinu, það var mjög fyndið á sinn hátt. Ég tók eftir einum leikaranum sem var gaurinn sem lék unga Liam Neeson í Kinsey, heitir Benjamin eitthvað, svo ég hoppa upp og segi "Hey! You were the young Kinsey masturbating in the tent!". Gáfaður ég að byrja svona samtali, en gaurinn hló bara og tók því með gríni og sama gerðu flestir aðrir.

Barry Pepper var ekki mikið fyrir kaldhæðni, ekkert grín kom honum að kæti, hann hreinlega sat þarna með einhverskonar "Starr" andlitssvip. Jesse Bradford finnst allt vera fyndið, rasistabrandörum fannst honum ógurlega fyndnir, en meðan við hlustuðum á þá voru þeir að tala um Anchorman með Will Ferrell, Ryan Philippe sagði mér að hann Ferrell væri mjög þögull gaur, allt annað en í myndunum hans. Að lokum þá sagði ég þeim öllum Family Guy brandara úr "Stewie: The Untold Story", Jesús brandarann, þegar þessir gaurar hugsa aftur til Íslands munu þeir muna eftir mér að segja Family Guy brandara, en gaman.

Þetta var afar súrrealísk reynsla, líkurnar eru stórar að ég sjáist skýrt og greinilega í myndinni, standandi beint fyrir aftan Ryan Philippe í bátasenunni. Meðal þess þá voru númerin okkar skráð sérstaklega niður svo ef ég er heppinn þá mun nafnið mitt birtast á kreditlistanum. En þetta eru líklega "Illusions of Grandeur".

Ég hata það þegar fólk montar sig yfir að hafa hitt frægt fólk, þetta tel ég ekki mont heldur frásögn, ég er ekki að ýkja né ljúga... þetta gerðist.

Sindri Gretarsson.

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Hostel

Sindri Gretarsson 13. nóvember 2005 ***/****

Það ætti að teljast heiður að fá að sjá Hostel svona snemma á undan flestum jarðarbúum og betur en það, óklippta útgáfu. Í þessu samhengi þýðir óklippt, að ef þessi mynd væri í opinberlegri útbreiðslu þá væri hún svona 30 mínútum styttri. Þrír félagar eru á ferðalagi um Evrópu til þess að serða kenkynið eins oft og mikið og þeir geta, þeir kallast Paxton, Josh og Óli sem er íslenskur. Fyrri hluti myndarinnar er rosaleg kynlífs/nektarorgía, það leið ekki á löngu að ég fór að efa tilgang myndarinnar, flestar senurnar voru þeir þrír að fíflast í Evrópu á skemmtistöðum að hitta stelpur, meðal þess var lamið inn í fyrri helminginn eins mikla persónukynningu/sköpun og hægt var. Hostel reynir þó að gabba mann með stefnuleysið, því seinni hluti myndarinnar var hreint út sagt geðveikur, þá loksins var nóg af blóði, líkamsvessum, afsöguðum útlimum og geðbiluðum Evrópubúum til þess að halda athyglinni uppi restina af myndinni. Það eru ekki mjög þekktir leikarar í hér á ferð, Jay Hernandez, Derek Richardson og Eyþór Guðjónsson, mér leið eins og eini tilgangur Eyþórs í myndinni væri til þess að skemmta Íslendingum, ég veit ekki hve oft það er sagt að hann sé íslenskur en aldrei hefur það heyrst oftar í nokkurri annarri mynd. Hann var þó skondinn gaur, hann hafði engan æðri tilgang en mér fannst hann fínn. Það var Jay Hernandez sem hafði mesta skjátímann, og ég verð að segja hve sáttur ég var með hann, í seinni hluta myndarinnar þá eignast hann sé myndina þar sem allar minnisverðugu senurnar snúast kringum hann. Hostel er talin einhver alblóðugasta kvikmynd allra tíma af mörgum, það er satt að vissu leiti, en sjálfum fannst mér hún þó alls ekki grimmasta mynd allra tíma, hún er yndislega grimm og mikil splatterorgía en ég hef séð sumt verra. Það er munur á grimmd og blóði, tilfinningin og viðbrögðin eru öðruvísi, Hostel fékk sín augnablik af öllu þessu og þetta gerði Eli Roth einstaklega vel. Hostel er mjög einstök mynd, fersk tilraun í splatterkvikmyndum, vel gerð og nokkuð vel úthugsuð, hún kom mér á óvart þar sem ég vissi nánast ekkert um söguþráðinn fyrir sýningu. Mér finnst Eli Roth vera að gera góða hluti fyrir Ísland, nýlega hefur Ísland verið þungamiðja hjá mörgum stórmyndum, Hostel var ekki tekin upp á Íslandi en flestallt tengt frumsýningu myndarinnar hefur upptök sín hér, það meirað segja dró þá Roth og Tarantino hingað, sem framleiddi myndina. Í lokin get ég aðeins sagst vera vel sáttur með Hostel, mjög fín mynd í heild sinni.

Sindri Gretarsson.

föstudagur, nóvember 11, 2005

The Shawshank Redemption

Sindri Gretarsson 11. nóvember 2005 ****/****

The Shawshank Redemption er ein af þessum klassísku myndum sem allir hafa séð, og allir meira en minna hylla þessa mynd meira yfir flestar aðrar að því miklu magni, að margir gætu farið að hata þessa mynd. Það fólk má brenna, það fólk hefur gefið Satan sálu sína því The Shawshank Redemption, er líklega SÚ allra besta kvikmynd allra tíma. Hún er fullkomin, hver einasti rammi er fullkomnun í réttum skilningi, þessi saga er besta útfærsla á kvikmynd sem hefur nokkurn tíman verið gerð. Ég tel mín orð ekki vera sleikjuháttur að neinu tagi, ég virkilega trúi þessu, og ég skal reyna að útskýra það.

Myndin er byggð á stuttsögu eftir Stephen King sem kallast "Rita Hayworth & The Shawshank Redemption" sem eins og myndin, fjallar um Andy Dufresne sem er dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir morðin á konu sinni og elskenda hennar. Að fá tvöfalt lístíðarfangelsi þýðir að þú hefur engan möguleika á skilorði, þ.e.a.s þú ert fastur í fangelsi alla þína ævi. Red hefur verið í Shwawshank fangelsinu í tuttugu ár þegar Andy kemur og þeir tveir verða smám saman vinir, sagan heldur svo áfram sögð gegnum sjónarhorni Red's, frá 1947-1967 árin sem myndin gerist og þetta tveggja klukktutíma "monologue" sem Morgan Freeman ber fram er það lang áhrifaríkasta sem hægt er að heyra, ekki aðeins er Morgan Freeman með ofursvala rödd, heldur ofurrólegan tón. Fangelsistjóri Shawshank's er Samuel Norton, strangtrúaður, miskunarlaus og spilltur maður sem notar bankahæfileika Andy's sem tæki til þess að þvo ólöglega fjármagnið hans, sagan öll byggist í kringum Red að útskýra sögu sína og Andy's þessi 20 ár í Shawshank.

Handritið hans Frank Darabont er eins og leikstjórnin hans, ótrúleg að öllu leiti, ég mun aldrei skilja hugarástandið hans þegar hann gerði þessa mynd. Alveg gallalaust handrit, við lok myndarinnar var ég gersamlega örmagna, sagan krefst svo mikla orku úr manni að ég fann fyrir miklum létti við lokin. Samkvæmt DVD "audio commentary" með Darabont þá tengir hann oft tónlist saman við senur, t.d þegar Andy spilar "The Marriage of Figaro" eftir Mozart, hann skrifaði víst senuna meðan hann hlustaði á lagið sjálft, Frank telur tónlist vera lykil að tilfinningu sem er líklega satt að mínu mati.

Morgan Freeman er sá sem heldur þessari mynd á flot, það ætti að lista hann sem aðalleikara myndarinnar, rödd hans er þungamiðja myndarinnar. Ég get varla ímyndað mér betri valkost en Freeman, hann átti myndina. Tim Robbins er skilaboð sögunnar, hann er "Vonin" sem sagan einbeitir sér á, hann er þögla hetjan og "Jesús" ímyndin. Þó svo að Robbins hafi ekki verið eins mikilfenglegur og Freeman þá var hann fullkominn í sínu hlutverki. Bob Gunton er "AntiKristurinn", hann er andstæða Andy Dufresne, gæti talist það trúaður maður að hann hefur farið heilan hring og hreinlega misst vitið. Hlutverkið hans krafðist engra gífurlegra krafta en hann bar hlutverkið eins vel og hægt var. Leikurinn, þá sérstaklega hjá Freeman og Robbins er "fullkominn" fyrir myndina, svo má ekki gleyma James Whitmore sem Brooks, persóna sem hefur mikla þýðingu fyrir söguna. Whitmore var alls ekkert verri en Freeman/Robbins.

Eini hluti gerð myndarinnar sem telst ekki fullkominn (því miður) eru sumar tæknilegar hliðar, t.d kvikmyndatakan (eftir Roger Deakins), sem er góð, getur varla talist eins góð og mögulegt er í dag. En fullkomnun er stór krafa, það er nú ekki hægt að draga niður meistaraverk fyrir svona hluti, það þarf líka að hafa það í huga að myndin kostaði 25 milljónir dollara. Það er mikill peningur, en ekkert sérstaklega mikið fyrir mynd eins og Shawshank Redemption. Svo verð ég að minnast á tónlistina eftir Thomas Newman, rosalegt verk, fimm árum seinna gerði Newman tónlistina fyrir American Beauty sem hefur mörg einkenni frá Shawshank.

The Shawshank Redemption er einstaklingsreynsla, sjálfur öðlaðist ég þá reynslu gegnum vídeospólu árið 1995 aðeins átta ára gamall, samt einhvern veginn varð ég gripinn af myndinni þótt ég skyldi ekki myndina eins vel og í dag. Þannig var það fyrir suma, Shawshank Redemption floppaði illa í bíó og fékk aðeins meðal gagnrýni en þegar myndin komst á leigur, þá skyndilega varð hún að gersemi undirheimanna. Hún barst frá fólki til fólks gegnum spóluna, núna er það DVD, ég á sjálfur "10th Anniversary - Three Disc Edition" af myndinni. Eftir að myndin fór að verða svona vinsæl fóru víst gagnrýnendur að líta á myndina aftur, dómarnir breyttust víst til hins betra, nú er The Shawshank Redemption talin vera einhver albesta kvikmynd sögunnar. Það þarf varla að reyna að staðsetja Shawshank Redemption á einhverjum topplista, hún er nr.2 á imdb, hjá mér er hún rétt hjá fyrsta sæti, það er ávallt nokkrar myndir sem sífellt berjast um þetta fyrsta sæti og Shawshank er ein þeirra. Einstaklingsreynslan mín á Shawshank var magnþrungin, ég held að það sé besta orðið til þess að lýsa reynslunni, The Shawshank Redemption er magnþrungin og áhrifaríkasta mynd sem hægt er að sjá.





Sindri Gretarsson.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Serenity

Sindri Gretarsson 9. nóvember 2005 ***/****

Það er ávallt gaman að fara í bíó á mynd sem þú veist ekkert um og kemur í ljós að myndin er helvíti góð, þannig var Serenity reynslan mín. Myndin er víst beint framhald af Firefly þáttunum eftir Joss Whedon, ég hafði ekki hugmynd um hvað Firefly er og ég hef ekki ennþá séð þá. Serenity fjallar um River, stelpu sem hefur ofurnáttúruleg öfl eins og ofurstyrk/hraða og getur séð fram í tíman, hún er fangi hjá ríkisstofnun sem vill nýta krafta hennar en bróðir hennar Simon bjargar henni og felur hana í skipi Mals (Nathan Fullion). Myndin gerist 500 ár í framtíðina þegar Jörðin hefur uppfyllst af fólki og margir hafa flust til annarra reikisstjarna og eftir það hafa ríkisskipulög manna skipst í marga flokka og auðvitað fylgir ósætti með því, eins og borgarstyrjaldir og fleira, Nathan Fullion sem leikur Mal var fyrrverandi hermaður í mótspyrnuhernaði í stríði mörgum árum fyrr. Sem Mal hefur hann smá Indiana Jones stæla, getur vel talist sem Indiana Jones geimsins, þar sem ég sá Fullion seinast vælandi í Saving Private Ryan (vitlausi James Ryan) þá var ég mjög sáttur með gaurinn, bar hlutverkið óvenju vel. Svo koma þeir Alan Tudyk og Adam Baldwin sem flestir muna kannski eftir í Full Metal Jacket. Ég hélt fyrst að myndin myndi vera mjög dauf á ofbeldi þar sem hún er framhald á sjónvarpsþáttum, en gott að myndin er mjög ofbeldisfull, eða frekar að hún reynir ekki að fela ofbeldið of augljóslega. Serenity er líklega með þeim betri vísindaskáldsmyndum seinustu árin (ég tel ekki Revenge of the Sith sem vísindaskáldskap), það tók smá tíma að komast inn í myndina þar sem ég vissi ekkert um hana né hafði séð þættina, en það tók alls ekki langan tíma og eftir það var ég gripinn af myndinni. Mjög vel gert hjá Joss Whedon segi ég, ég er mjög sáttur.

Sindri Gretarsson.

mánudagur, nóvember 07, 2005

Stuttmyndasagan

Stuttmyndasagan mín er fögur og blómstrar enn, Goð hylla myndir mínar og auk þess MRingar í miklu magni...

Stuttmynda/kvikmyndagerðin hófst þegar ég fékk loks að dunda mér með stafrænu myndavél föður míns um apríl 2001 en það var ekki fyrr en ári seinna (apríl 2002) að ég upp mestu rugl stuttmynd allra tíma með bekkjarfélugum í Hagaskóla, sú mynd kallaðist "Ofurvinir Partur I: Þú átt leik" og var drepfyndin á sinn hátt.
Þannig fattaði ég hverjir möguleikarnir voru fyrir mig í að taka upp myndir, ég hef og hafði verið með kvikmyndir í blóði mínu og það var aðeins eðlilegt að fá tækifæri til þess að reyna á mínar eigin stutt/kvikmyndir.
Eftir Ofurvini fylgdu endalausar prufanir með myndavélina, "solo-rugl" þar sem ég geng um algáttaður um tilveruna, það þróaði klippiaðferðir og klippiforrit sem ég notaði.
Svo kynntist ég Þór í apríl 2002 og við gerðum með aðstoð nokkra félaga "Ghostfacekiller: Portait of a Serial Killer", sú mynd var skondin tilraun í enn meira rugl og hún er geymd ennþá í DVD safni mínu, en sama er ekki hægt að segja um framhaldsmyndina sem er nú algleymd og týnd.
Stuttu seinna, september 2002 vill einn vinur minn gera "Ofurvinir part II: Hvar er Kanína?", hinsvegar náðum við aldrei að klára þá mynd og hún er nú steingleymd rétt eins og framhaldsmynd Ghostfacekiller.
Nóvember 2002 kemur þekktur kafli í stuttmyndasögu minni þegar Guðni nokkur G. (mistæk manneskja) hoppar upp og tekur nánast yfir tökum á "Leiðin" sem var fyrsta alvarlega tilraunin okkar. Sú mynd varð 45 mínútur á lengd (of löng) og varð algert rugl/djók undir lokin, aðallega þar sem leikararnir voru 15 ára pollar að reyna að leika fullorðið fólk. Það er þó skemmtilegt að horfa til baka á þá mynd þar sem hún var eina alvarlega tilraunin okkar og var það í þrjú ár í viðbót.
Í maí 2003, við lok Hagaskóla eigum ég Þorsteinn og Kristján Sævald að klára stuttmyndaverkefni fyrir Kvikmyndir/bókmenntir áfanga og á tveimur dögum gerum við Matrix-paródíu sem kallaðist "Fylkið". Sú mynd var 10 mínútur að lengd og var alveg hræðileg að öllu leiti, en var lélega fyndin eins og ætlst var en sú mynd hafði meiri áhrif á framtíðina en búist var við.
Strax eftir "Fylkið" byrjar Þorsteinn að skrifa "Fylkið: Endurhlaðið" og það gerir hann, með smá hjálp frá mér og vér byrjuðum tökur 28.júní 2003 og kláruðum 4.september 2003, myndin var svo sett á DVD 6.september. Myndin var eins og Leiðin of löng (37 min), húmorinn var 100% einkahúmor og miðað við nútíma hæfileika og möguleika er myndin mjög slöpp. En hún er fyndin fyrir okkur sem gerðum hana.
Við hættum ekki á tveimur myndum, við vildum klára þetta með þriðju og seinustu myndinni "Fylkið: Byltingar", það tímabil er það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíman upplifað kvikmyndagerðalega séð. Handritið var skrifað frá september 2003 til lok framleiðslunnar í desember 2004, tökum á myndinni stóð í heilt ár, frá 28.des 2003 til 10.des 2004. Yfir þetta tímabil var ómögulegt að koma fólkinu saman út af áhugaleysi og/eða ósamþykki og var myndin þess vegna helvíti að klára, ég held að við misstum trú á myndinni svona 15 sinnum yfir árið 2004. Sem betur fer þá kláruðum við hana í tíma fyrir stuttmyndakeppni huga.is, þó að við unnum 2.sæti þá vitum við betur, því sú mynd heppnaðist eins vel og við bjuggumst við. Hún er alger steypa, en hún er húmorveisla og eins vel gerð og við gátum gert á þeim tíma.
Eftir Fylkis-þríleikinn varð allt þögult í um það bil hálft ár þar til sumarið 2005 þegar vér fórum að taka upp grínsketza, sumir góðir, sumir ágætir. Við tókum líka upp mjög stílízeraða mynd um þýskan hersforingja sem neitar að gangast í lið SS svikara og svo nýlegast þá tókum við upp einhverja þunglyndislegustu mynd sem við höfum gert, og það var í gærnótt, myndin er okkar tilraun á artífartí rugl myndir, það reynist of auðvelt að gera þannig myndir. Hún kallast "Symphony of Sorrow", nafnið er dregið af eina laginu sem er notað í myndinni sem kallast "A Symphony of Sorrowful Songs" eftir Henryk Górecki (sem enginn þekkir greinilega). Það lag er talið af mér og fleirum vera sorglegasta lag allra tíma, það passaði vel við myndina þar sem myndin fjallar um dauðann aðallega.

Svo er ég að pressa á Þorstein til þess að halda áfram að skrifa nýjasta handritið, eftir eitt ár og 2 mánuði hefur lítið borist en ég held að hann mun klára það í náinni framtíð.

Sindri Gretarsson.

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Hvað í fjandanum á ég að segja?

Ég er í einhverskonar bloggblokki, ég hef voða lítið til þess að bæta inn á síðuna utan einhverjar umfjallanir þessa dagana, ég birti ekki allar umfjallanirnar, aðeins þær sem ég er sáttur með og um myndir sem ég hef eitthvað að segja. (svo er bara hægt að sjá allar á kvikmyndir.is).

Þessa dagana er ég aðallega að einbeita mér á MH og lærdómi (eitt af þeim fáu skiptum), þarf að taka próf og skrifa ritgerð um The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald, ég hef aðeins lesið summary á netinu og séð nokkur atriði úr tveimur leiðinlegum myndum. Hverjum er fokkings sama ef Gatsby elski Daisy og að Daisy sé gift Tom og að Nick vilji serða Jordan Baker? Bókin er örugglega mjög fín ég bara hreinlega hef ekki viljann til þess að lesa hana. Sögumaðurinn í myndinni frá 1974 hann Nick Carraway var leikinn af Sam Waterson, líklega leiðinlegasti leikari samtímans (enda þekkir hann enginn), jafnvel Oliver Stone klippti út einu senu hans úr Nixon sem kom fram í director's cut, og var ekki sú sena sú versta í allri myndinni, megi Sam Waterson brenna.

Svo þarf að klára hluta af kvikmyndafyrirlestri í ENS483, klára söguverkefni um Múhammeð...

Jæja, þarna sagði ég eitthvað.

Sindri Gretarsson.