laugardagur, desember 31, 2005

Kvöldstundin með Quentin Tarantino...

Þá er ég kominn af kvöldstundinni með Quentin Tarantino, hann sýndi okkur þrjár merkilega dubbaðar kung-fu myndir frá 1978-1979. Ég er í engu skapi til þess að nefna þær þrjár myndir þar sem ég er mjög þreyttur og nenni einfaldlega ekki til þess að stafa Asísk nöfn niður í tölvu, það krefst of mikla hugsun til þess. En það verður að segjast, allar myndirnar voru nákvæmlega eins af uppbyggingu og persónusköpun, við lokin þá varstu hættur að geta sagt hvaða mynd sé hver. Annars þá var þetta spennandi, ég fékk að tala við hann Tarantino í tíu mínutur, við ræddum um ýmsa hluti. Meðal þess þá spurði ég hann um Kill Bill Box-settið sem átti að koma út fyrir hálfu ári síðan, samkvæmt honum kemur það út árið 2006. Það er varla hægt að fá betri staðfestingu annars staðar í heiminum svo ég verð að treysta honum. Svo fékk ég staðfestingu með kvikmyndaskólann, á milli spurninganna ræddum við Þór við hann um kvikmyndaskólann og hann sagði "That's just Great!". Ef Quentin Tarantino hvetur þig til þess af hverju ætti maður þá að efa það? Svo ef allt feilar þá get ég alltaf kennt honum um ef ég lendi í einhverju sjálfsvorkunarskap. Helvíti fínn gaur hann Quentin, það var þó augljóst hve mikil athyglisjúklingur hann er, hann dýrkaði að fá alla í kringum sig til þess að hlusta á sjálfan sig röfla um hvað eina. Árið 2005 varð ennþá athyglisverðara undir lokin, rétt við lokin, sem er hentugt.

Sindri Gretarsson.

fimmtudagur, desember 29, 2005

Jæja...

Þá er árið 2005 komið í sögubækurnar, margt athyglisvert gerðist þetta ár. Ég fékk að dunda mér sem hermann í Flags of our Fathers, fyrir utan það þá er lítið merkilegt sem hefur gerst fyrir mig þetta ár en ég vona að 2006 muni ganga betur þar sem ég fékk inngöngu í kvikmyndaskóla Íslands. Ekki aðeins ég heldur hann Þór vinur minn, af u.þ.b 30-40 sem sóttu um þá vorum við tveir valdir og þar sem aðeins 12 manns fá inngöngu yfir eina önn þá verður það að teljast afrek. Síðan ágúst 2004 höfum við Þór íhugað um að sækja um í kvikmyndaskólann, en ávallt var það eitthvað sem kom í veg fyrir það. Fyrst voru það mínir djöflalegu foreldrar sem héldu dauðataki yfir lífi mínu, samkvæmt þeim þá "Á ÉG AÐ KLÁRA MENNTASKÓLA FYRST!". Svo var það ég sem ætlaðist í smá tíma að reyna það, eins og er þá hef ég klárað 66 einingar sem er 48,5% af öllum einingunum sem ég á að taka, en að lokum undir áhrifum ýmissa hluta (þar á meðal hann Þór) þá ákvað ég að kýla á það. Það hlaut að hafa vera vilji Guðs að koma okkur í þennan skóla, að vísu er hann rándýr en hann verður að lokum þess virði. Ég og Þór eigum það sameiginlegt að hafa mikla reynslu við kvikmyndagerð og erum kvikmyndaáhugamenn af hæstu gráðu og þessi skóli er í okkar augum "frelsun". Ég veit hvað sumir munu segja þegar þeir lesa þetta, tveir aðrir guttar að reyna að "meika það" í kvikmyndabransanum. Ég er á þeirri skoðun að u.þ.b 95% af íslenskum kvikmyndagerðamönnum "sucka" og ég tel að u.þ.b 95% af íslenskum kvikmyndum "sucki" líka. Íslenski kvikmyndamarkaðurinn er eins og er, alveg djúpt sokkinn í skít, hver einasta ömurlega mynd er tilnefnd til Eddunar. Ástæðan er einfaldlega því það eru svo fáar íslenskar kvikmyndir, svo er oftast aðeins ein þeirra sem gæti mögulega vera talin "góð" að einhverju leiti. Svo eru nánast allar íslenskar kvikmyndir ekkert nema þunglyndi, af hverju reynir ekki einhver annar en hinn ógurlegi Hrafn Gunnlaugsson að gera flotta Víkingamynd? Fáir vita að Beowulf & Grendel er kláruð, sú mynd var tekin upp á Íslandi sumarið 2004 og þar er íslenskur leikstjóri að verki. Þá mynd vil ég sjá þar sem hún gæti vel verið ein af bestu íslensku myndum sem gerð hefur verið, vandamálið er að ekkert fyrirtæki vill gefa hana út þrátt fyrir nokkuð góða dóma. Ég held að tilgangurinn með þessari ræðu er að reyna segja að ef ég nái langt (og þú Þór), þá mun ég annaðhvort reyna að stækka íslenska kvikmyndabransanum eða flýja frá þessari eyju og koma mér til Evrópu/N-Ameríku eða hvert sem fætur mínir taka mig.

Ef þessi Íslenski kvikmyndaskóli mun standa fyrir sínu þá vonast ég til þess að fara til Þýskalands í sérsvið kvikmyndanáms en ef Guð stendur fyrir sínu þá mun ég ekki þurfa þess. Guð er mitt samnefni fyrir Karma, þrátt fyrir að ég sé ekki trúaður þá er Guð/karma yndislegt hugtak að nýta sér.

Sindri Gretarsson.

miðvikudagur, desember 28, 2005

Taegugki

Sindri Gretarsson 28. desember 2005 ****/****

Það er hægt að bera saman Taegugki við Saving Private Ryan, þær eru mjög svipaðar en í þetta skipti er ofbeldið mun meira og bandaríska föðurlandsástarvellan ekki til staðar. Sagan gerist í hinu gleymda Kóreustríði árið 1950, þar sem tveir bræður eru neyddir í Suður-kóreska herinn til þess að berjast á móti kommúnistunum í Norður-Kóreu. Hvorugir þeirra hafa neina afstöðu með neinni hlið, eina sem eldri bróðirinn vill er að koma litla bróður sínum heim til fjölskyldunnar. Hér sjást einhver alsvakalegustu stríðsatriði sem ég hef nokkurn tíman séð, þá aðallega í bardögum sem einbeita sér á handarslagsmálum og byssustungum. Taegukgi sýnir viðbjóð sem bandarískar kvikmyndir leyfa fólki ekki að sjá, ekki aðeins viðbjóð stríðsins heldur geðveikinni sem þar fylgir. Ímyndaðu þér að ríkistjórnin taki þig í burtu, kasti til þín riffli og segir þér að verja föðurlandið, þú færð enga sérstaka þjálfun né hjálp heldur aðeins félagsskap annarra sem eru í þinni sömu stöðu. Þar sem Taegugki einbeitir sér líka á einkastríð hermannana, ekki aðeins við sig sjálfa og hvor aðra heldur líka við hættuna á vatns og matarskorti, þá er örvæntingin ávallt í hámarki og stjórnleysi sem ríkir. Hvernig getur fólk verið svo heimskt til þess að fara í svona stríð við hvort annað? Ef stríðsmynd fær mann til þess að spurja þessa spurningu við sjálfan sig endurtekið þá ertu kominn með mikla ádeilu, enda er Taegugki alls ekki einhliða mynd, enginn er góður eða vondur, allir breytast í fasista og morðingja í þessari mynd. Taegugki, eða Brotherhood of War sem er enska heiti hennar er sú áhrifaríkasta ´antistríðsmynd´ sem ég hef séð og ég hvet alla til þess að sjá hana og skilja hve þýðingarmikil hún er, svo tel ég hana líka vera eina bestu mynd ársins 2004.

Sindri Gretarsson.

laugardagur, desember 17, 2005

Aeon Flux

Sindri Gretarsson 17. desember 2005 **1/2 af ****

Aeon Flux er ágætis dæmi um mynd sem kemur manni á óvart, treilerinn var þvílíkt rusl og allt benti til þess að þessi kvikmynd væri hræðileg. Þó svo að hasarinn hafi verið ómerkilegur þá er Aeon Flux nokkuð áhugaverður vísindaskáldskapur, sagan varð mun dýpri en ég bjóst við og það sást að reynt hafi verið að gera eitthvað af viti. Mér finnst þó myndin vera hálfgerð ´kvenkyns´ útgáfa af Equilibrium, rétt eins og ég hafði heyrt annars staðar um myndina. Aeon Flux gerist árið 2517 þegar eftirlifendur sjúkdóms sem eyddi 99% af jarðarbúum árið 2011 hafa safnast saman í eina borg sem kallast Bregna, Aeon (Charlize Theron) er útsendari andspyrnuhreyfingu gegn stjórnvalda Bregnu sem einkennast af einræði og fasisma. Hennar nýjasta verkefni leiðir að kjarna þess stjórnvalda sem hefur meiri leyndarmál en allir halda, myndin hefur meiri pólitík en hasar og þar sem hasarinn var frekar slappur í gæðum þá hefur allt annað meira vægi. Aeon Flux er langt frá því að vera neitt gífurlega merkileg en hún er ágæt sem hreinn vísindaskáldskapur.

Sindri Gretarsson.

miðvikudagur, desember 14, 2005

King Kong


Sindri Gretarsson 14. desember 2005 ***1/2 af ****

Ég get varla lýst King Kong sem kvikmynd, heldur frekar sem einhverskonar atburð í lífinu sem er erfitt að skilgreina eða túlka. Fyrsta áhorfið mitt á King Kong minnir mig á Return of the King, þetta er hrein ofhleðsla á öll skynfærin, svo mikið gerist sem ég hef aldrei séð áður og það var allt saman gersamlega geðbilað að öllu leyti. Fyrst var það ógurlegi Jar-Jar Binks, svo var það Gollum/Sméagol, nú er það Hinn glæsilega-geðveiki King Kong, hann á það skilið að vera kallaður hinn svalasti andskoti í tölvuheiminum, þrátt fyrir þessa vitund að hann væri tölvuteiknaður þá átti ég erfitt með að taka eftir því þó svo ég reyndi það. Auðvitað var það Andy Serkis sem lék Gollum/Sméagol sem leikur Kong með gömlu góðu ´motion-capture´ tækninni, án hans þá hefði Kong verið dauð brúða og þar sem þungamiðja myndarinnar er Kong sjálfur þá á hann Serkis mikið hrós skilið, svo kom Serkis einnig fram sem kokkurinn Lumpy, í þetta skipti er hlutverkið ekki tölvuteiknað heldur mjög kómískt og tækifæri fyrir Serkis að láta andlitið sitt sjást. Ég hafði mína efa um Jack Black sem leikur Carl Denham, kvikmyndagerðamanninn sem svindlar á framleiðendum sínum til þess að taka upp myndina sína á fornri eyju sem aðeins hann veit af. Sem betur fer þá heldur hann vel í hlutverkið sitt, hann hefur sína gríntakta en hann tekur vel í dramatísku hliðarnar sem gefa persónu hans þó nokkra dýpt. Ann Darrow sem er leikin af Naomi Watts er atvinnulaus leikari sem Denham tekur með sér í för sína til eyjunnar og meðal þess þá neyðir hann Jack Driscoll handritshöfund, leikinn af Adrien Brody með þeim. Brody stendur sig vel sem ólíklega hetja myndarinnar en hann er enginn píanisti þetta skiptið. Hún Ann er tekin föst af frumbúum eyjunnar og gefin sem fórn til Kong sem leiðir að hinu einkennilega sambandi milli Ann og Kong. Hvernig er hægt að sýna ástarsamband milli ljósku og gígantískum apa án þess að koma áhorfandanum til þess að hlægja? Útskýringin er líklegast einfaldlega frammistöður þeirra Andy Serkis og Naomi Watts, meðal þess þau mannlegu einkenni sem Kong sýnir gegnum myndina, sýnir áhorfandanum að Kong er ekki heimskt dýr heldur misskilin og ´góð´ vera. Mér sýnist það mögulega hafa verið mikið óhapp að missa Howard Shore því mér fannst James Newton Howard ekki alveg vera að sýna sitt besta í tónlistinni, kannski hafði hann ekki nógan tíma en hann hafði sínar góðu stundur en nokkrar slæmar þar á með. Lengdin er 180 mínútur en alls ekki öf löng að líða, mér fannst þó eins og pakkað hefði verið einum of mikið af persónusköpum gegnum fyrri helming myndarinnar en loks þegar Kong birtist eftir 70 mínútur (allir muna eftir Jaws reglunni?) þá koma einhver þau geðveikustu og sturluðustu atriði sem ég hef nokkurn tímann séð. Það eru einkenni sem Peter Jackson skilur eftir sig með kvikmyndirnar sínar og þegar það kemur að King Kong sem er hans draumaverkefni þá skilur hann mörg eftir sig og þau fengu mig til þess að hoppa af kæti. Það er nóg af dýralegu ofbeldi og óheppnu fólki sem kremst undir massa stærri vera og hver vill ekki sjá það? Mikið er verið að stíla sig við 1933 útgáfuna af King Kong, enda gerist kvikmyndin það sama ár, það sem Jackson reynir að gera er að ´uppfæra´ gömlu útgáfuna fyrir nýrri áhorfendur. Í stað þess að nota stop-motion eða einhvern gaur í apabúning þá vill Jackson nýta Weta tölvubrellurnar til þess að skapa ennþá stærri veröld kringum Kong en mögulegt hafði verið fyrir 72 árum síðan. King Kong frá 1933 var kvikmyndin sem hvatti Jackson í kvikmyndaheiminn og það sést vel í þessari nýju útgáfu hve mikla ástríðu hann hafði fyrir þessari sögu sögu, hann Jackson má vera vel stoltur af myndinni sinni. King Kong er kvikmyndaupplifun sem reynir á öll skynfærin sín og skilur mann eftir furðu lostinn, hún er þó ekki fullkomin, hún hefur sína litlu galla en þrátt fyrir það er hún ein besta myndin á árinu.

Sindri Gretarsson.

laugardagur, desember 10, 2005

The Ice Harvest

Sindri Gretarsson 10. desember 2005 ***/****

Loksins gerir Harold Ramis mynd sem er vel varið að sjá, hann hefur ekki gert mikið af viti síðan Analyze This. The Ice Harvest fjallar um Charlie Arglist (John Cusack) sem er lögmaður fyrir mafíuna sem fær það snilldarráð að ræna frá sínum eigin skjólstæðingum með hjálp Vic Cavanaugh (Billy Bob Thornton), Charlie hefur sín ýmisleg vandarmál, hann á tvö börn með konu sem yfirgaf hann með öðrum manni sem var góður vinur hans og þar með tók hún börnin hans sem eru lítið hrifin af honum lengur. Öll myndin gerist á einum degi og það er á aðfangadegi, sagan flæðir áfram mjög stöðugt og mjög hægt, nánast eins og myndin væri í réttum tíma. Húmorinn er mjög svartur og grófur þegar það kemur að honum, Cusack er eina alvarlega persónan í myndinni, Billy Bob Thornton og Oliver Platt koma með mest áberandi frammistöðurnar, þá sérstaklega hann Platt sem er blindfullur út alla myndina. Mér hefur alltaf fundist Cusack mjög einhæfur leikari og hann er ekkert miklu öðruvísi í Ice Harvest, aðeins þetta hlutverk hentaði honum mjög vel á hans einhæfa hátt. Annars voru það aðeins þeir Thornton og Platt sem stálu myndinni, Connie Nielsen var líka eftirminnanleg sem freistingin hans Charlie Arglist. Gæði myndarinnar liggja aðallega í handritinu og leikurunum því auðveldlega hefði verið hægt að gera Ice Harvest alveg hundleiðinlega mynd og ég væri alls ekki hissa ef mörgum fyndist hún leiðinleg, myndin er hæg, en mér fannst hún vera einmitt þess konar mynd sem þurfti hægan hraða því annars hefði atburðarrásin verið frekar ómerkileg. Besta mynd Ramis síðan Groundhog Day að mínu mati.

Sindri Gretarsson.

Greenstreet Hooligans

Sindri Gretarsson 10. desember 2005 ***/****

Greenstreet Hooligans er persónusaga Matt Buckners sem á sér stað í Englandi eftir brottvísun hans frá Harvard, þar kynnist hann frábrugðinni menningu og hann lærir hvað það er að vera hluti af fótboltafirmu með honum Pete sem stjórnar henni. Reynslan hans skapar nýja hlið á honum þar sem ofbeldi verður venja og orðspor skiptir mestu máli en það sem hann þarf líka að læra eru takmarkanir því áhættan bakvið þessar firmur geta valdið miklu veseni. Myndin byggist aðallega og er gersamlega í höndum leikaranna, handritið var mjög vel skrifað en ef leikararnir hefðu ekki staðið sig þá hefði öll sagan drepist. Sem betur fer þá fara þeir Elijah Wood og Charlie Hunnam vel með söguna, Hunnam var ég mest sáttur með sem Pete, Matt og Pete verða mjög ólíklegir vinir en þeir virkuðu vel saman. Lexi Alexander hefur staðið sig mjög vel, stíllinn var mjög hrár og raunverulegur og sama með ofbeldið, eini gallinn sem mér fannst trufla myndina voru nokkur augnablik af talsetningu sem þjónuðum litlum tilgangi, annars þá er Greenstreet Hooligans mjög vel heppnuð persónumynd um karakterörk Matt Buckner's og ég er mjög sáttur með hana.

Sindri Gretarsson

sunnudagur, desember 04, 2005

Kaldhæðni 101

Mikið magn af fólki í þessum heimi skilur ekki né kann að meta kaldhæðni, kringum þetta fólk er ég vondi kallinn þar sem ég er sjálfur gífurlega kalhæðinn. Vandamálið er að gegnum forrit eins og MSN þá getur kaldhæðni verið gífurlega misskilin þá sérstaklega milli þeirra sem þekkjast ekki. Ég hef líka brennt mig á því að fólk skapar grillur um mig eftir að ég svara á bloggsíðum með AUGLJÓSA kaldhæðni, ég endurtek, augljósa. Þótt ég sé talinn kaldhæðinn einstaklingur þá er ég ekki neitt miðað við MRinginn hann Þorstein sem ætti að skrifa bók um kaldhæðni, hann er Marquis de Sade kaldhæðnarinnar, hann er Sesar, soldáni og konungur alls sem tengist kaldhæðni.

Það sem þú (ef þú ert ný/nýr/nýtt þegar það kemur að kaldhæðni) þarft að læra er að fyrst og fremst að taka nákvæmlega engu alvarlega. Hér er dæmi um kaldhæðni gegnum MSN.

KALDHÆÐIN MANNESKJA: Ég hef lengi langað til þess að segja þér þetta, ég hef verið ástfanginn af þér í þrjú ár án þess að þora að segja þér það, mig dreymir um líkama þinn og þegar ég vakna er ég sveittur að innan og utan. Ég elska þig, þig og engan annan.

Hér hefur fórnalambið val til þess að velja úr, fórnalamb sem skilur ekki hvað er á seyði myndi segja.

FÓRNALAMBIÐ: WHAT!? Ojjjjjjj... (BLOKK).


Fórnalamb sem skilur hvað er á seyði myndi segja.

FÓRNALAMB: Ég elska mömmu þína, Mmmmmm...


Auðvitað eru til margvísleg svör en hér sést greinilegur munur á einstaklingum.

Kaldhæðnin var sköpuð af guðunum, hún er heilög og rétt að öllu leiti, ormar allstaðar eiga að hylla hana og stunda reglulega. Þið sem skiljið hana ekki ættuð að kasta ykkur sjálf á beitt húsgögn með hnakkan fremst, það er minn vilji og vilji guðanna og þeirra vilji er vilji allra, jafnvel yrra sem skilja ekki hina heilögu kaldhæðni.

Nú af engri ástæðu ætla ég að setja á síðuna ritgerð mína um Saladin, er ég ekki fyndinn?



SALADIN - Selahaddin Eyyübi - Salah ad-Din Yusuf Ibn Ayyub




Saladin heitir á kúrdísku Selahaddin Eyyubi og á arabísku kallast hann Salah ad-Din sem þýðir "Réttlæti trúarinnar". Saladin er nú þekktur sem söguleg ímynd á borð við Alexander Mikla, Hannibal Barca og Napóleon aðeins Saladin er ekki eins þekktur í nútímasamfélagi hins vestræna manns, mögulega því Saladin var múslimi og vestrænir menn þykja mjög fáfróðir um Miðausturlöndin. Saladin átti sín lykilhlutverk í krossferðunum á tólftu öld og hans endanlegi sigur á Jerúsalem árið 1187 festi nafn hans á sögubækurnar og með því varð hann að goðsögn um alla Evrópu á miðöldum. Það voru ekki múslimar eða Kúrdar sem geymdu minningar hans gegnum aldirnar heldur voru það Evrópumenn sem geymdu nafn hans því hann var þekktur meðal kristna manna sem réttlætur og virðingamikill höfðingi meðal múslima, frekar óvenjulegt að kristnir menn skulu hylla múslima svona mikið og þá meira en eigin landsmenn Saladins. En hverskonar maður var Saladin? Hvað gerði hann svona stórkostlegan? Eina leiðin til þess að finna svar við þessu er að rekja sögu hans og sjá hvað hann gerði á sínum tíma.

Hann fæddist í Tikrit hjá ánni Tígris annaðhvort árið 1137 eða 1138, (það er ekki víst hvort ár það var) hann var sendur ungur að aldri til Damaskus til þess að klára nám sitt og þar bjó hann í heilan áratug. Eftir að hann kláraði hernám sitt þá kom fljótlega fyrsta erfiða verk hans, að verja Egyptaland frá Latneska konungsdæmi Jerúsalems undir stjórn Almarics fyrsta. Þar sem stjórnvöld í Egyptalandi voru sífellt að breytast þá bjóst enginn við að Saladin myndi endast lengi, sérstaklega þar sem hann hafði enga stjórn á Egypska her sjítanna. Það var ekki fyrr en árið 1171 þegar kalífinn deyr að Saladin verður stjórnandi Egyptalands, hann bætti efnahaginn, endurskipulagði herinn og að lokum fór að einbeita sér á krossferðamönnum. Saladin verður að lokum soldáni Egyptalands árið 1174 þegar Nur ad-Din deyr og meðfylgjandi þá stækkaði veldi hans og súnnismi kom aftur til Egyptalands.

Þar sem Jerúsalem er undir stjórn kristna manna, þá er helsta markmið hans og flestra herkænskra múslima að taka aftur yfir borgina helgu. Meðan Nur ad-Din var á lífi þá hafði Saladin tvisvar þurft að flýja frá innrás sinni á Jerúsalem, strax eftir dauða Nur ad-Dins þá tekur Saladin her sinn til Damaskus og þar setti hann upp aðstöðu fyrir sjálfan sig. Venjulega þá sigraði Saladin allar krossferðaorrustur með einni undantekningu, Orrustan við Montisgard árið 1177, þá var hann sigraður af hinum unga arftaka Amalrics, Baldwin IV og Reynald de Chatillon. Eftir það var friður milli Saladins og Jerúsalem árið 1178 og þá gat Saladin endurbyggt her sinn að nýju og árið 1179 þá sigraði hann orrustu á móti krossferðamönnum við Jakobs Ford en þrátt fyrir það þá hættu krossferðamennirnir aldrei að ögra Saladin, sérstaklega Reynald de Chatillon. Hann var talinn alger skíthæll á sínum tíma, best væri að útskýra vinsæli hans í einni atburðarrás sem gerðist fyrir orrustuna við Montisgard. Árið 1160 var Reynald tekinn fastur af múslimum þegar hann var að nýðast á Sýrlensku og Armensku bóndafólki og hann var geymdur í Aleppo í 17 ár og enginn vildi borga fyrir lausn hans. Það var ekki fyrr en 1176 að borgað var fyrir lausn hans, upphæðin var magnþrungin og ég get rétt ímyndað mér hve sturlaður og blóðþyrstur hann Reynald hafi verið eftir meira en 16 ár í fangelsi, hatur hans á múslimum hafði þá líklega margfaldast. Eftir 1176 þá var það einmitt Reynald sem skapaði flestu vandræðin, sem bandamaður í orrustu reynist hann vel en hann var óstjórnanlegur og gat ekki hugsað rökrétt þegar það kom að múslimum.

Baldwin IV var með holdsveiki, aldrei var búist við að hann myndi endast lengi á hásætinu, í orrustunni við Montisgard var Baldwin aðeins sextán ára gamall. Saladin og Baldwin virtu hvorn annan mjög mikið og þeir áttu sinn sameiginlega óvin, hann Guy de Lusignan sem var giftur systur hans Baldwins. Guy de Lusignan var líkur Reynald, og það eina sem Guy vildi voru völdin yfir Jerúsalem og ef svo myndi gerast þá væri stríð yfirvofandi. Saladin var ekkert endilega að flýta sér við að ná Jerúsalem, þótt það væri stórt markmið þá held ég að hann vildi meta ástandið enn fremur. Það var friður milli þessa tveggja konungsríkja, krossferðamenn voru óvinir Saladins en ekki konungurinn, það var trúarfrelsi í Jerúsalem sem þýddi að engum var neitað inngöngu út af trú og allir gátu heimsótt helgu staði sína. Ein af helstu ástæðunum að Saladin var svo frægur í Evrópu á sínum tíma er einmitt út af hve tillitsamur og hve gáfaður höfðingi hann var og hve mikla virðingu hann bar ekki aðeins fyrir konunginum heldur líka kristni trú. Það er kannski einum of sagt hjá mér en ég tel Saladin hafa verið "spiritúalískur", meira en múslimi, eða allavega að miklum hluta. Það er allavega mín hugmynd af Saladin, það er mjög líklega aðeins ímyndunaraflið mitt en miðað við hvað ég hef lesið um hann þá finnst mér hann vera mjög óeðlileg manneskja fyrir sinn tíma.

Baldwin IV dó árið 1185 og ungi frændi hans tók við völdum en hann dó ári seinna af veikindum og þá tók móðir hans, systir Baldwins við völdin og var krýnd drottning og eiginmaður hennar hann Guy de Lusignan var krýndur kóngur. Reynald hélt áfram að ráðast á múslimska kaupmenn og Saladin krafðist þess að Reynald skilaði farm kaupmannana til baka en Reynald neitaði. Að lokum réðst Saladin á borgina Tiberias árið 1187 og af tillögun Reynalds þá tók Guy her sinn að leið til Tiberias. Þessi ákvörðun var sú alversta ákvörðun sem konungur í Jerúsalem hafði nokkurn tíman ákveðið, her Jerúsalems var gjörsigraður við Hattin í Galílei þann 4. júlí 1187 og með því nánast öll vörn og von Jerúalems í rústi komin. Ekki aðeins var her Guy de Lusignan alveg dauðþreyttur af vatnsskorti heldur var her Saladins stærri heldur betur útbúinn við aðstæður. Guy de Lusignan og meðfylgdarmenn eins og Raymond af Tripoli reyndu að flýja Saladin og finna veikar hliðar til þess að ráðast á en að lokum þá varð herinn umkringdur við Horn Hattins. Guy de Lusignan og Reynald de Chatillon voru teknir og færðir til Saladins og þar býður Saladin honum Guy bikar af vatni, hann drakk úr bikarnum en Reynald sem hafði ekki drukkið dögum saman grípur af honum bikarinn og drekkur. Samkvæmt lögum múslima er þetta bannað og Saladin grípur tækifærið og heggur höfuðið af Reynald. Auðvitað var þetta refsing fyrir skemmdarverk og vanvirðingu Reynalds öll þessi ár, þetta kallast nú grimmdarverk af hendi Saladins en það er ekki erfitt að setja sig í spor hans. Guy de Lusignan var sleppt úr varðhaldi árið 1188.

Balian frá Ibelin sem var einn af hásettustu höfðingjum konungsveldsins flúði frá Hattin áður en að orrustunni lauk og hann fékk leyfi frá Saladin til þess að komast aftur Jerúsalem til þess að sækja konu sína og fjölskyldu, aðeins ef hann myndi ekki vera lengur en einn dag. Hinsvegar þá voru íbúar Jerúsalem örvæntingafullir og þeir sannfærðu Balian til þess að hjálpa þeim til þess að verja borgina.

Ég komst að einni sérstakri netheimild með miðaldarheimild sem kallaðist "De Expugatione Terrae Sanctae per Saladinum" eða "The Capture of Jerusalem by Saladin". Sá kafli í stuttu máli: Hin heilaga borg Jerúsalem var umkringd villitrúmönnum þann 20. september 1187, kallað var á alla sem geta til þess að berjast fyrir borgina helgu. Örvar helltust niður eins og regndropar og Jerúsalem varðist vel í heila viku meðan her Saladins stefndi að Davíðsturni. Saladin vissi að þessar aðferðir hans voru ekki að virka og þá byrjaði hann að reyna finna veika bletti á borgarveggnum. Her Saladins stefndi að Davíðsturni og Hliði Damaskusar og dögum saman var barist þar til þann 26. september 1187 flutti Saladin her sinn að Olives og þar notaði Saladin risagrjótkastara sína til þess að veikja vegginn. Allskonar aðferðir voru notaðar til þess að verjast her Saladins, t.d var notaður grískur eldur, það er þegar varnarmenn hella sjóðheitri bleki/olíu á menn við veggin eða hliðið og kveikja í þeim. Þeir sem lenda í þessu eiga ekki möguleika til þess að lifa af. Her Saladins var gífurlega stór, margfalt stærri en varnarher Jerúsalems en hermenn Balians hættu ekki þótt það væru aðeins örfáir menn eftir. Her Saladins kastaði sínu risagrjóti á borgarveggina og hersveitirnar reyndu að klifra yfir veggin en enginn maður gat sigrað veggin. Í næstum tvær vikur var her Saladins að rembast við að taka yfir Jerúsalem þar til að Balian ákvað að semja við Saladin um örlög Jerúsalem. Lausnin var sú að Saladin leyfði öllum íbúum Jerúsalem að borga fyrir lausn sína en þeir sem myndu ekki borga yrðu seldir til þrælahalds. Þann annan október gaf Balian frá sér lyklunum að Davíðsturni og þann sama dag þurftu allir að borga fyrir lausn sína og þá varð Jerúsalem aftur undir stjórn múslima síðan 1099. Það að Saladin skuli gefa íbúum Jerúsalem tækifærið til þess að vera frjáls er gott dæmi um persónuleika hans, árið 1099 þegar kristnu krossferðamennirnir tóku yfir Jerúsalem þá slátruðu þeir öllum í borginni, hverjum einasta múslima, og nánast hverjum einasta manni af hvaða trú sem er. Það var líka þessi miskunarsemi hjá Saladin sem Evrópubúar þekktu hann fyrir, eins og ég sagði fyrr, mjög óeðlileg hegðun fyrir mann á þessum tíma. Þessi lýsing frá miðaldarritinu er þó alls ekki hlutlaust, skýrt er að heimildin sé sögð gegnum hlið kristna manna, sérstaklega þar sem Saladin er lýst sem kúgara.

Fall Jerúsalem árið 1187 hvatti Evrópubúa til þess að taka krossinn enn á ný sem leið að þriðju krossferðinni. Endurtaka Saladins á Jerúsalem er annaðhvort talin sem lok seinni krossferðarinnar eða byrjun þeirra þriðju, eða bara sem tíminn þar á milli. Meðal þeirra sem fóru í þessa nýju krossferð var Ríkharður Ljónshjarta sem reyndi nokkrum sinnum að taka aftur Jerúsalem en hvert skipti misheppnaðist, hann snúði aftur heim og dó árið 1199. Saladin dó sjálfur í mars árið 1193 í Damaskus rétt undir 60 ára gamall, rétt eftir að Ríkharður Ljónshjarta fór aftur heim. Orðspor hans í Evrópu eftir andlát var rosalegt, hann var frægur sem göfugur riddari og leiðtogi, sagðar voru sögur um hann í ljóðum alveg þar til í dag. Frægð Saladins var ekki svo mikil í miðausturlöndunum, það var ekki fyrr en Evrópubúar kynntu múslimum fyrir Saladin að frægð hans jókst aftur á því svæði. Saddam Hussein sem fæddist nálægt Tikrit hefur gengið svo langt að hann hefur verið kallaður nútíma Saladin.

Þessir atburðir sem ég hef skrifað um að ofan voru líka þungamiðja kvikmyndarinnar "Kingdom of Heaven" þar sem Orlando Bloom lék Balian, járnsmið sem fer með föður sínum til Jerúsalem og þar verður hann að verja borgina helgu frá Saladin. Þar er Sýrlenski leikarinn Ghassan Mossoud sem leikur Saladin, myndin á framsíðunni er mynd af leikaranum úr myndinni. Túlkunin á Saladin í myndinni var sögulega mjög rétt, hann var þar göfugur, gáfaður og umburðarlyndur höfðingi eins og sagan segir. Myndin sjálf er þó aðeins að hluta til sögulega sönn, persónan Balian er mun yngri og öðruvísi en sagan segir, Baldwin IV hinsvegar er fullkomlega gerður sem konungur Jerúsalem. Myndinni lýkur með samningum Balian og Saladin um örlög Jerúsalem, þar leyfir Saladin öllum íbúum Jerúsalem að fara aftur heim til landa sinna annað en í sögubækum þar sem íbúarnir verða að borga fyrir frelsi. Það er aðeins eitt dæmi um smá breytingar sem myndin leyfir sér, annars en myndin mjög fín og góð sýn á hvernig Saladin var líklegast í raun og veru.

Ég viðurkenni það sjálfur að ég vissi voða lítið um Saladin fyrr en ég sá Kingdom of Heaven, ég er mikill "kvikmyndaséní" og Saladin reyndist vera "svalasta" persónan í myndinni og þá fór ég að hugsa um hver þessi maður var í raun og veru. Það er mín venja að komast að sannleikum bakvið sögulegar kvikmyndir, það er ekkert verra en að heyra í krökkum tala um sögu sem þeir sáu í kvikmyndum eins og sannleika. Mitt persónulega álit á Saladin er mjög flókið, ég sé hann fyrir mig sem skeggjaðan, hljóðlátan, eldri mann sem veit hvað hann er að gera. Leiðtoga sem hefur hæfnina og "karisma", maður sem ég sjálfur myndi fylgja ef ég væri á hans hlið. Ég vona aðeins að þessi kvikmynd hafi skemmt fyrir, ég sé hluti fyrir mér mjög kvikmyndalega séð, en ég ætlast alls ekki til þess að einhæfa álit mitt á Saladin, hann er ekki gallalaus manneskja. Það reyndist erfitt að finna mikið af upplýsingum um Saladin á netinu, flestar síður voru aðeins með stuttar greinar um hann, Wikipedia reyndist besta síðan í upplýsingaleit á netinu. Ég las þó af einni kristni síðu eina umræðu um Saladin, þar sá ég greinilegan mun á álitum. Margir hunsuðu það að Saladin sé talinn merkismenni og telja hann frekar vera villitrúamann af verstu gráðu, en alls ekki allir. Sögufræðingar eru þó sammála að Saladin sé einn merkilegasti maður í mannkynssögunni, ástæðan fyrir þessu er í flestum sögulegum ritum sem til eru um Saladin, ég fann nánast ekkert um hann sem efar þetta álit. Saladin var örugglega líkt og langflestir Múslimar á þessu tímabili til þess að byrja með, með svipaðar hugsjónir og álit og svipaða lífshætti. En með tímanum og reynslu hans í orrustum þá held ég að hann hafi öðlast mikla visku og um sannleika bakvið heilög stríð "Jihad". Það að hann skuli sýna svona vítt umburðarlyndi hefur margt að segja um persónuleika mannsins, það sem gerði hann svo stórkostlegan líkt og Alexander Mikla sem sýndi gífurlegt umburðalyndi gagnvart annarra menninga og trúa hvar sem er í heiminum. Saladin var maður sem var aðeins mennsku, við í framtíðinni höfum skapað okkur ímynd sem er Saladin, gert hann "rómantískan" og meiri mann en flestir menn eru. Það má þó ekki gleyma að ekki allar sögulegar heimildir þurfa endilega að vera sannar. Það er aðeins ein aðgerð sem við getum þekkt hann Saladin og það er í gegnum þessar heimildir, sannar, ósannar eða sannar að vissu leiti. Þrátt fyrir öll þessi milljarða manns sem hafa lifað á þessari Jörð þá er nafn Saladins eitt þeirra nafna sem stendur uppúr, það hlýtur að vera ástæða út af þessu.

Sindri Gretarsson.

föstudagur, desember 02, 2005

Saw II

Sindri Gretarsson 2. desember 2005 *1/2 af ****

Þegar ég frétti að Saw II væri í framleiðslu þá efaði ég samstundis um möguleika myndarinnar, ég einhvern vegin gat ekki hugsað mér framhald af Saw (sem ég fílaði töluvert) sem gæti orðið gott. Auðvitað þá gef ég myndinni tækifæri eins og ég gerði, það verður að segjast að Saw II er mjög gott dæmi um framhaldsflopp. Spennan í myndinni var engin, persónurnar alveg dauðar og mjög dæmigerðar, handritið ómerkilegt, MTv stíllinn sem var ofnotaður eyðilagði mörg atriði. Talandi um tilgangslausa notkun á MTv klippingu, Saw II ofgerði þetta og ekki eitt einasta atvik virkaði sem hluti af senu. Það komu fyrir sömu aðferðir í Saw en þá mun færri og mun betur útfærð, hér kemur það á um tveggja mínútna fresti eða oftar. Reynt er gera eitthvað nýtt með Saw II sem skilur hana frá fyrri myndinni, margar hugmyndir reynast góðar og hafa sína möguleika, en öll þessi augnablik sem skipta máli eru eyðilögð gegnum ráðandi MTv stílinn, eins og leikstjórinn væri annaðhvort ástfangin af þessum stíl eða vildi laða að sér meira af unglingum. Svo er mikið reynt að tengja sig við fyrri myndina, skapa sögufléttur og flækjur sem allar sökkva niður vaskinn, hvort sem það sé ótrúverðleikinn eða hreinlega lélega gert eða hvað sem er þá er lítið sem ekkert sem kveikir áhugann. Aðalvandinn er að það vantaði alla spennuna, mér var alveg sama um hvernig sögunni myndi ljúka, líkt og að lesa bók sem hefur ekkert upp á bjóða þá er Saw II alveg rosalega ómerkileg. Ég fékk enga grimmdarlega sælutilfinningu við að sjá annað fólk deyja á hryllilegan hátt né neina samúð með fórnalömbunum, ég gat alveg eins verið að horfa á Glæstar Vonir. Mér leiddist þó ekki við að horfa á myndina, hún hafði ágætis opnunarsenu, en því miður þá er Saw II alls ekkert merkilegt né þess virði að sjá, það er þó mitt álit.

Sindri Gretarsson.

mánudagur, nóvember 28, 2005

A Sound of Thunder

Sindri Gretarsson 28. nóvember 2005 O/****

Ég veit ekki hvar á að byrja, ég veit ekki hvernig á að enda, það er óendanlegt hve mikið klúður, hve mikið rusl, hve mikið rugl og hve viðbjóðslega ömurleg A Sound of Thunder er. Ég var að sjá þessa mynd frítt (sem betur fer) og mér líður illa, ég er í raun og veru í djúpu þunglyndiskasti, ég er hættur að vilja lifa því þessi mynd kom mér til þess að efa tilgang alheimsins. Auðvitað bjóst ég við algeru rusli þar sem trailerinn var ömurlegur, en það sem var augljósast voru þessar ótrúlega lélegu tölvubrellur, það hefði verið gott að fara á þessa mynd ef hún hefði verið skemmtilega fyndin, léleg á góðan hátt. Sagan, leikararnir, umhverfið, aðferðin, hasarinn, hugmyndirnar, kvikmyndatakan, leikstjórnin, allt saman er lágt og lélegt. Ben Kingsley sem ætlar greinilega aldrei að sökkva á botninn heldur áfram að kafa eftir Thunderbirds, A Sound of Thunder og væntanlegri Uwe Boll mynd BloodRayne, meðal þess hefur Edward Burns nánast staðfest að hann sé um það bil sá leiðinlegasti leikari samtímans, hin óþekkta Catherine McCormack sem seinast sást í Braveheart kemur fram sem bresk vísindakona, ég gef henni klapp fyrir góðan feril. Ég veit vel að þessi mynd var tekin árið 2002 við hörmulegar aðstæður og að kvikmyndagerðamennirnir urðu peningalausir en þetta er engin afsökun fyrir þessa hörmung, það hefði hreinlega átt að sleppa að gefa hana út. Ég reyndi að hlægja þegar það kom í ljós að tölvubrellurnar voru við gæði við myndir frá 1990, þá meina ég verra en tölvuleikjamyndbönd frá Play Station 1, ég gat ekki hlegið, þetta var of mikið. Ég ætla að reyna klára þetta í stuttum orðum, A Sound of Thunder er samþjöppuð klessa af misheppnaðari kvikmyndagerð sem er kastað á filmu til þess að reyna sýkja saklausa kvikmyndaáhorfendur, ég sjálfur koma mjög illa út úr þessu. Það sem mun gerast er að þessi mynd mun vera þekkt fyrir þetta, A Sound of Thunder er nú versta mynd ársins meðal Son of the Mask.

Sindri Gretarsson.

KONG SMASH!

Eins og allir ættu að vita þá er King Kong væntanleg þann 14. desember 2005, þeir sem vita það núna eftir að hafa lesið þetta ættu að taka rakblað og skera sig sjálfa á fjölmörgum stöðum...

Daginn sem ég sé King Kong, er dagurinn sem ég mun deyja alsáttur í himnaríki af kæti og sælu. Hugur minn mun verða að endorfínorgíu og ekkert annað mun skipta máli nema sælan sem tekur yfir meðvitund mína.

Einn rammi af King Kong er betra en ein nótt með sjö hreinum meyjum, einn rammi af King Kong er betra en allt áfengi á Írlandi, og einn rammi af King Kong er svo sannarlega betra en besta handrit hans Lucas.

Það eru sumir hlutir í þessum alheimi sem hægt er að skilgreina rökfræðilega, hægt er að útskýra þá og tala um í sameiningu svo allir skilja það. Lostinn minn og þrá fyrir King Kong er ekki hægt að tala um í þessu samhengi.

Svo hefur það verið stífast í undirmeðvitund minni í nokkrar vikur af möguleika að fá að sjá King Kong tveimur vikum á undan öllum öðrum, hvert skipti sem ég hugsa um það (sem er alltaf) þá fer hjarta mitt að berjast á 300 slögum á hverri mínútu og heilinn fer við að klofna og falla inn á sjálfan sig þar til ég missi meðvitund.

Ef ég væri stelpa, þá myndi ég bjóða þeim aðila sem getur reddað mér inn á sýninguna allan líkama minn fyrir þau not sem sá aðili telur nýtanlegust. (Ég vona þú ert að lesa þetta).

Þetta er um það bil 1.4% af útskýringum um hve mikið mig langar að sjá King Kong.

Sindri Gretarsson.

laugardagur, nóvember 26, 2005

Harry Potter & The Goblet of Fire

Sindri Gretarsson 26. nóvember 2005 ***/****

Þar sem ég hef ekki lesið neina einustu Harry Potter bók, fyrir utan þá fyrstu fyrir um sjö árum síðan sem ég man lítið eftir, og því miður hef ég ekki enn séð fyrstu tvær myndirnar, þrátt fyrir það þá finnst mér ég vera nokkuð hlutlaus gagnrýnandi gagnvart Harry Potter & The Goblet of Fire. Það sem ég fíla við þessa mynd fyrst af öllu er hve langt hún stígur í burtu frá barnamyndunum sem fyrri myndirnar voru, það er ekki ætlast að ungir krakkar skilji söguna fullkomlega þar sem flækjurnar eru orðnar talsverðar gegnum þessar fjórar myndir. Ég hef aldrei laðast neitt sérstaklega að skrifum J.K Rowling né neitt að kvikmyndunum en ég er mjög sáttur með Goblet of Fire, ég fékk loksins eitthvað skyn af raðgátunum bakvið alla söguna. Tæknilega hliðin er öll nokkuð gallalaus, mjög fínar brellur, veröldin er vel sköpuð, en Goblet of Fire er miðjukafli án byrjun og enda, svipað og The Two Towers þá þjónar Goblet of Fire einungis áframhaldinu og með því þá fær hún ákveðna bölvun sem skilur áhorfandan eftir furðu lostin, þá sérstaklega eftir endi eins og í þessari mynd. Það sem hefur þó breyst fyrir mig er áhuginn á Harry Potter yfir höfuð, í þetta skiptið þá vil ég sjá hvað gerist í The Order of The Phoenix sem er væntanleg árið 2007, Goblet of Fire er besta Harry Potter myndin sem ég hef séð og eins og ég hef heyrt þá er hún mjög líklega sú besta í seríunni hingað til.

Sindri Gretarsson.

föstudagur, nóvember 18, 2005

Lord of War

Sindri Gretarsson 18. nóvember 2005 ***/****

Lord of War er svipuð Goodfellas að sögustíl, Nicholas Cage talsetti alla myndina til þess að upplýsa áhorfandann um söguna og uppsetning myndarinnar er að mestu leiti sú sama. Byrjað er á fyrri ár aðalpersónunar sem heitir Yuri Orlov og sýnt er hvað dró hann til þess að verða að vopnasala, alveg eins og Goodfellas þá er persónukynningin gífurleg og mikið er fjallað um fjölskyldulífið þar sem báðar myndirnar einbeita sér á glæpum. Þetta er besta myndin hans Andrew Niccol síðan Gattaca, enda hefur hann aðeins gert þær tvær myndir og svo S1m0ne árið 2002, en þrátt fyrir þennan einkennilega sögustíl þá hafði maður séð þennan stíl of oft, það var aðallega uppbyggingin sem sló sig sjálft niður því sagan dróst við seinni helmingin. Lord of War er í þessu samhengi vopnasalinn Yuri, hann selur vopnin til þjóða/þjóðflokka sem berjast gegn óvinum aðeins Orlov selur vopn til hvaða flokka sem er. Siðferðin bakvið myndina er mjög ´anti-bandarísk´, það eru ´Big Brother is watching you´ einkenni þar sem leynileg yfirvöld taka þátt í þessum sölum, að lokum fer þó þessi bransi að komast í gegnum fólkið í kringum hann þar sem hann á sér stóra fjölskyldu. Ég bjóst við að Lord of War væri mun alvarlegri þar sem efnið bakvið söguna er mjög viðkvæmt, en einhvern vegin þá gat Niccol skrifað handrit sem er ekki aðeins fyndið, heldur tekur mark á alvarleikanum bakvið raunveruleikann. Ég vildi gefa þessari mynd þrjár og hálfa stjörnu en í staðin er hún há-þriggja stjörnu mynd, mjög góð að öllu leiti.

Sindri Gretarsson.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Flags of our Fathers reynslan mín...

Ég hef voða lítið talað um reynslu mína við gerð Flags of our Fathers sem átti sér stað um miðjan ágúst mánuð þetta ár. Það byrjaði með því að ég einfaldlega sótti um sem "extra" eða sem bandarískan hermann, með mér var Tommi vinur minn. Fyrst var aldrei í hringt í mig eða Tomma, allir aðrir sem við þekktum voru ráðnir en ekki við, svo ég ákvað að fara upp í Eskimó til þess að spurja um þetta, kemur í ljós að það gleymdist að setja nöfnin okkar á listann og við vorum ráðnir samstundis.

Fyrsti dagurinn var að máta búninga, prufa getu okkar í vatni fullkæddir og þannig, alls var þetta um 10 klukkustundir af bið, en vel þess virði að komast í búninginn þó var það hræðilegt að fara í klippinguna, ég er enn að komast yfir þann svarta blett reynslunnar.

Svo kom að enn meiri æfingum, prufa tækin og tólin. Því miður fékk ég aldrei að skjóta úr riffli, en margt annað koma í staðinn. Fyrsta tökudaginn gerir sveitin mín ekkert (platoon 4), við bíðum og bíðum þar til allt í einu kemur aðstoðarleikstjórinn og segist þurfa 10 gaura úr platoon 4 strax. Furðulega þá vissi ég ekkert hvað var á seyði þar sem ég var nýbúinn að ganga út úr kamarnum þegar allir eru byrjaðir að hlaupa, svo ég hljóp með eins hratt og ég gat.

Við vorum komnir á ströndina, en þar beið meiri bið, í svona einn og hálfan tíma þar til loksins okkur er hlammað í bát með Ryan Philippe, Jamie Bell og Paul Walker. Hvernig getur maður verið svona heppinn að ganga útúr andskotans klósetti og allt í einu lenda í tveggja daga tökum í bát með þessum gaurum? Ég var þó einstaklega heppinn að vera settur beint fyrir aftan hann Ryan Philippe, liðsforinginn á bátnum okkar var leikari sem kallast Matt Huffman sem leikur gaur sem heitir Lt. Wells, það var mjög virkur gaur, sama má segja um Ryan Philippe og Paul Walker, en Walker var nú aðallega að síhlaða riffilinn sinn aftur og aftur.

Clint Eastwood sjálfur koma á bátinn að taka upp, fyrir 75 ára kall þá var hann hoppandi milli bátbrúna á fullri ferð, ég efa að ég 18 ára gamall myndi gera það. Senurnar með okkur 10 voru bátsenur, lending og hlaupið upp á sandhlíðina, við 10 úr platoon 4 sem vorum í bátnum vorum kallaðir Z-Squad og við hypuðum okkur sjálfa eins mikið og við gátum.

Næstseinasta daginn var ég kominn aftur í platoon 4 til þess að taka upp víðskot, ég sá að Geiri, gaur úr gamla Z-Squad, var sitjandi með leikurunum í hring að spjalla við þá. Svo jæja, núna hef ég tækifæri til þess að ræða betur við leikaraliðið, þarna voru Ryan Philippe, Adam Beach, Barry Pepper og fleiri. Ég ákvað að ganga til þeirra og taka þátt í spjallinu, það var mjög fyndið á sinn hátt. Ég tók eftir einum leikaranum sem var gaurinn sem lék unga Liam Neeson í Kinsey, heitir Benjamin eitthvað, svo ég hoppa upp og segi "Hey! You were the young Kinsey masturbating in the tent!". Gáfaður ég að byrja svona samtali, en gaurinn hló bara og tók því með gríni og sama gerðu flestir aðrir.

Barry Pepper var ekki mikið fyrir kaldhæðni, ekkert grín kom honum að kæti, hann hreinlega sat þarna með einhverskonar "Starr" andlitssvip. Jesse Bradford finnst allt vera fyndið, rasistabrandörum fannst honum ógurlega fyndnir, en meðan við hlustuðum á þá voru þeir að tala um Anchorman með Will Ferrell, Ryan Philippe sagði mér að hann Ferrell væri mjög þögull gaur, allt annað en í myndunum hans. Að lokum þá sagði ég þeim öllum Family Guy brandara úr "Stewie: The Untold Story", Jesús brandarann, þegar þessir gaurar hugsa aftur til Íslands munu þeir muna eftir mér að segja Family Guy brandara, en gaman.

Þetta var afar súrrealísk reynsla, líkurnar eru stórar að ég sjáist skýrt og greinilega í myndinni, standandi beint fyrir aftan Ryan Philippe í bátasenunni. Meðal þess þá voru númerin okkar skráð sérstaklega niður svo ef ég er heppinn þá mun nafnið mitt birtast á kreditlistanum. En þetta eru líklega "Illusions of Grandeur".

Ég hata það þegar fólk montar sig yfir að hafa hitt frægt fólk, þetta tel ég ekki mont heldur frásögn, ég er ekki að ýkja né ljúga... þetta gerðist.

Sindri Gretarsson.

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Hostel

Sindri Gretarsson 13. nóvember 2005 ***/****

Það ætti að teljast heiður að fá að sjá Hostel svona snemma á undan flestum jarðarbúum og betur en það, óklippta útgáfu. Í þessu samhengi þýðir óklippt, að ef þessi mynd væri í opinberlegri útbreiðslu þá væri hún svona 30 mínútum styttri. Þrír félagar eru á ferðalagi um Evrópu til þess að serða kenkynið eins oft og mikið og þeir geta, þeir kallast Paxton, Josh og Óli sem er íslenskur. Fyrri hluti myndarinnar er rosaleg kynlífs/nektarorgía, það leið ekki á löngu að ég fór að efa tilgang myndarinnar, flestar senurnar voru þeir þrír að fíflast í Evrópu á skemmtistöðum að hitta stelpur, meðal þess var lamið inn í fyrri helminginn eins mikla persónukynningu/sköpun og hægt var. Hostel reynir þó að gabba mann með stefnuleysið, því seinni hluti myndarinnar var hreint út sagt geðveikur, þá loksins var nóg af blóði, líkamsvessum, afsöguðum útlimum og geðbiluðum Evrópubúum til þess að halda athyglinni uppi restina af myndinni. Það eru ekki mjög þekktir leikarar í hér á ferð, Jay Hernandez, Derek Richardson og Eyþór Guðjónsson, mér leið eins og eini tilgangur Eyþórs í myndinni væri til þess að skemmta Íslendingum, ég veit ekki hve oft það er sagt að hann sé íslenskur en aldrei hefur það heyrst oftar í nokkurri annarri mynd. Hann var þó skondinn gaur, hann hafði engan æðri tilgang en mér fannst hann fínn. Það var Jay Hernandez sem hafði mesta skjátímann, og ég verð að segja hve sáttur ég var með hann, í seinni hluta myndarinnar þá eignast hann sé myndina þar sem allar minnisverðugu senurnar snúast kringum hann. Hostel er talin einhver alblóðugasta kvikmynd allra tíma af mörgum, það er satt að vissu leiti, en sjálfum fannst mér hún þó alls ekki grimmasta mynd allra tíma, hún er yndislega grimm og mikil splatterorgía en ég hef séð sumt verra. Það er munur á grimmd og blóði, tilfinningin og viðbrögðin eru öðruvísi, Hostel fékk sín augnablik af öllu þessu og þetta gerði Eli Roth einstaklega vel. Hostel er mjög einstök mynd, fersk tilraun í splatterkvikmyndum, vel gerð og nokkuð vel úthugsuð, hún kom mér á óvart þar sem ég vissi nánast ekkert um söguþráðinn fyrir sýningu. Mér finnst Eli Roth vera að gera góða hluti fyrir Ísland, nýlega hefur Ísland verið þungamiðja hjá mörgum stórmyndum, Hostel var ekki tekin upp á Íslandi en flestallt tengt frumsýningu myndarinnar hefur upptök sín hér, það meirað segja dró þá Roth og Tarantino hingað, sem framleiddi myndina. Í lokin get ég aðeins sagst vera vel sáttur með Hostel, mjög fín mynd í heild sinni.

Sindri Gretarsson.

föstudagur, nóvember 11, 2005

The Shawshank Redemption

Sindri Gretarsson 11. nóvember 2005 ****/****

The Shawshank Redemption er ein af þessum klassísku myndum sem allir hafa séð, og allir meira en minna hylla þessa mynd meira yfir flestar aðrar að því miklu magni, að margir gætu farið að hata þessa mynd. Það fólk má brenna, það fólk hefur gefið Satan sálu sína því The Shawshank Redemption, er líklega SÚ allra besta kvikmynd allra tíma. Hún er fullkomin, hver einasti rammi er fullkomnun í réttum skilningi, þessi saga er besta útfærsla á kvikmynd sem hefur nokkurn tíman verið gerð. Ég tel mín orð ekki vera sleikjuháttur að neinu tagi, ég virkilega trúi þessu, og ég skal reyna að útskýra það.

Myndin er byggð á stuttsögu eftir Stephen King sem kallast "Rita Hayworth & The Shawshank Redemption" sem eins og myndin, fjallar um Andy Dufresne sem er dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir morðin á konu sinni og elskenda hennar. Að fá tvöfalt lístíðarfangelsi þýðir að þú hefur engan möguleika á skilorði, þ.e.a.s þú ert fastur í fangelsi alla þína ævi. Red hefur verið í Shwawshank fangelsinu í tuttugu ár þegar Andy kemur og þeir tveir verða smám saman vinir, sagan heldur svo áfram sögð gegnum sjónarhorni Red's, frá 1947-1967 árin sem myndin gerist og þetta tveggja klukktutíma "monologue" sem Morgan Freeman ber fram er það lang áhrifaríkasta sem hægt er að heyra, ekki aðeins er Morgan Freeman með ofursvala rödd, heldur ofurrólegan tón. Fangelsistjóri Shawshank's er Samuel Norton, strangtrúaður, miskunarlaus og spilltur maður sem notar bankahæfileika Andy's sem tæki til þess að þvo ólöglega fjármagnið hans, sagan öll byggist í kringum Red að útskýra sögu sína og Andy's þessi 20 ár í Shawshank.

Handritið hans Frank Darabont er eins og leikstjórnin hans, ótrúleg að öllu leiti, ég mun aldrei skilja hugarástandið hans þegar hann gerði þessa mynd. Alveg gallalaust handrit, við lok myndarinnar var ég gersamlega örmagna, sagan krefst svo mikla orku úr manni að ég fann fyrir miklum létti við lokin. Samkvæmt DVD "audio commentary" með Darabont þá tengir hann oft tónlist saman við senur, t.d þegar Andy spilar "The Marriage of Figaro" eftir Mozart, hann skrifaði víst senuna meðan hann hlustaði á lagið sjálft, Frank telur tónlist vera lykil að tilfinningu sem er líklega satt að mínu mati.

Morgan Freeman er sá sem heldur þessari mynd á flot, það ætti að lista hann sem aðalleikara myndarinnar, rödd hans er þungamiðja myndarinnar. Ég get varla ímyndað mér betri valkost en Freeman, hann átti myndina. Tim Robbins er skilaboð sögunnar, hann er "Vonin" sem sagan einbeitir sér á, hann er þögla hetjan og "Jesús" ímyndin. Þó svo að Robbins hafi ekki verið eins mikilfenglegur og Freeman þá var hann fullkominn í sínu hlutverki. Bob Gunton er "AntiKristurinn", hann er andstæða Andy Dufresne, gæti talist það trúaður maður að hann hefur farið heilan hring og hreinlega misst vitið. Hlutverkið hans krafðist engra gífurlegra krafta en hann bar hlutverkið eins vel og hægt var. Leikurinn, þá sérstaklega hjá Freeman og Robbins er "fullkominn" fyrir myndina, svo má ekki gleyma James Whitmore sem Brooks, persóna sem hefur mikla þýðingu fyrir söguna. Whitmore var alls ekkert verri en Freeman/Robbins.

Eini hluti gerð myndarinnar sem telst ekki fullkominn (því miður) eru sumar tæknilegar hliðar, t.d kvikmyndatakan (eftir Roger Deakins), sem er góð, getur varla talist eins góð og mögulegt er í dag. En fullkomnun er stór krafa, það er nú ekki hægt að draga niður meistaraverk fyrir svona hluti, það þarf líka að hafa það í huga að myndin kostaði 25 milljónir dollara. Það er mikill peningur, en ekkert sérstaklega mikið fyrir mynd eins og Shawshank Redemption. Svo verð ég að minnast á tónlistina eftir Thomas Newman, rosalegt verk, fimm árum seinna gerði Newman tónlistina fyrir American Beauty sem hefur mörg einkenni frá Shawshank.

The Shawshank Redemption er einstaklingsreynsla, sjálfur öðlaðist ég þá reynslu gegnum vídeospólu árið 1995 aðeins átta ára gamall, samt einhvern veginn varð ég gripinn af myndinni þótt ég skyldi ekki myndina eins vel og í dag. Þannig var það fyrir suma, Shawshank Redemption floppaði illa í bíó og fékk aðeins meðal gagnrýni en þegar myndin komst á leigur, þá skyndilega varð hún að gersemi undirheimanna. Hún barst frá fólki til fólks gegnum spóluna, núna er það DVD, ég á sjálfur "10th Anniversary - Three Disc Edition" af myndinni. Eftir að myndin fór að verða svona vinsæl fóru víst gagnrýnendur að líta á myndina aftur, dómarnir breyttust víst til hins betra, nú er The Shawshank Redemption talin vera einhver albesta kvikmynd sögunnar. Það þarf varla að reyna að staðsetja Shawshank Redemption á einhverjum topplista, hún er nr.2 á imdb, hjá mér er hún rétt hjá fyrsta sæti, það er ávallt nokkrar myndir sem sífellt berjast um þetta fyrsta sæti og Shawshank er ein þeirra. Einstaklingsreynslan mín á Shawshank var magnþrungin, ég held að það sé besta orðið til þess að lýsa reynslunni, The Shawshank Redemption er magnþrungin og áhrifaríkasta mynd sem hægt er að sjá.





Sindri Gretarsson.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Serenity

Sindri Gretarsson 9. nóvember 2005 ***/****

Það er ávallt gaman að fara í bíó á mynd sem þú veist ekkert um og kemur í ljós að myndin er helvíti góð, þannig var Serenity reynslan mín. Myndin er víst beint framhald af Firefly þáttunum eftir Joss Whedon, ég hafði ekki hugmynd um hvað Firefly er og ég hef ekki ennþá séð þá. Serenity fjallar um River, stelpu sem hefur ofurnáttúruleg öfl eins og ofurstyrk/hraða og getur séð fram í tíman, hún er fangi hjá ríkisstofnun sem vill nýta krafta hennar en bróðir hennar Simon bjargar henni og felur hana í skipi Mals (Nathan Fullion). Myndin gerist 500 ár í framtíðina þegar Jörðin hefur uppfyllst af fólki og margir hafa flust til annarra reikisstjarna og eftir það hafa ríkisskipulög manna skipst í marga flokka og auðvitað fylgir ósætti með því, eins og borgarstyrjaldir og fleira, Nathan Fullion sem leikur Mal var fyrrverandi hermaður í mótspyrnuhernaði í stríði mörgum árum fyrr. Sem Mal hefur hann smá Indiana Jones stæla, getur vel talist sem Indiana Jones geimsins, þar sem ég sá Fullion seinast vælandi í Saving Private Ryan (vitlausi James Ryan) þá var ég mjög sáttur með gaurinn, bar hlutverkið óvenju vel. Svo koma þeir Alan Tudyk og Adam Baldwin sem flestir muna kannski eftir í Full Metal Jacket. Ég hélt fyrst að myndin myndi vera mjög dauf á ofbeldi þar sem hún er framhald á sjónvarpsþáttum, en gott að myndin er mjög ofbeldisfull, eða frekar að hún reynir ekki að fela ofbeldið of augljóslega. Serenity er líklega með þeim betri vísindaskáldsmyndum seinustu árin (ég tel ekki Revenge of the Sith sem vísindaskáldskap), það tók smá tíma að komast inn í myndina þar sem ég vissi ekkert um hana né hafði séð þættina, en það tók alls ekki langan tíma og eftir það var ég gripinn af myndinni. Mjög vel gert hjá Joss Whedon segi ég, ég er mjög sáttur.

Sindri Gretarsson.

mánudagur, nóvember 07, 2005

Stuttmyndasagan

Stuttmyndasagan mín er fögur og blómstrar enn, Goð hylla myndir mínar og auk þess MRingar í miklu magni...

Stuttmynda/kvikmyndagerðin hófst þegar ég fékk loks að dunda mér með stafrænu myndavél föður míns um apríl 2001 en það var ekki fyrr en ári seinna (apríl 2002) að ég upp mestu rugl stuttmynd allra tíma með bekkjarfélugum í Hagaskóla, sú mynd kallaðist "Ofurvinir Partur I: Þú átt leik" og var drepfyndin á sinn hátt.
Þannig fattaði ég hverjir möguleikarnir voru fyrir mig í að taka upp myndir, ég hef og hafði verið með kvikmyndir í blóði mínu og það var aðeins eðlilegt að fá tækifæri til þess að reyna á mínar eigin stutt/kvikmyndir.
Eftir Ofurvini fylgdu endalausar prufanir með myndavélina, "solo-rugl" þar sem ég geng um algáttaður um tilveruna, það þróaði klippiaðferðir og klippiforrit sem ég notaði.
Svo kynntist ég Þór í apríl 2002 og við gerðum með aðstoð nokkra félaga "Ghostfacekiller: Portait of a Serial Killer", sú mynd var skondin tilraun í enn meira rugl og hún er geymd ennþá í DVD safni mínu, en sama er ekki hægt að segja um framhaldsmyndina sem er nú algleymd og týnd.
Stuttu seinna, september 2002 vill einn vinur minn gera "Ofurvinir part II: Hvar er Kanína?", hinsvegar náðum við aldrei að klára þá mynd og hún er nú steingleymd rétt eins og framhaldsmynd Ghostfacekiller.
Nóvember 2002 kemur þekktur kafli í stuttmyndasögu minni þegar Guðni nokkur G. (mistæk manneskja) hoppar upp og tekur nánast yfir tökum á "Leiðin" sem var fyrsta alvarlega tilraunin okkar. Sú mynd varð 45 mínútur á lengd (of löng) og varð algert rugl/djók undir lokin, aðallega þar sem leikararnir voru 15 ára pollar að reyna að leika fullorðið fólk. Það er þó skemmtilegt að horfa til baka á þá mynd þar sem hún var eina alvarlega tilraunin okkar og var það í þrjú ár í viðbót.
Í maí 2003, við lok Hagaskóla eigum ég Þorsteinn og Kristján Sævald að klára stuttmyndaverkefni fyrir Kvikmyndir/bókmenntir áfanga og á tveimur dögum gerum við Matrix-paródíu sem kallaðist "Fylkið". Sú mynd var 10 mínútur að lengd og var alveg hræðileg að öllu leiti, en var lélega fyndin eins og ætlst var en sú mynd hafði meiri áhrif á framtíðina en búist var við.
Strax eftir "Fylkið" byrjar Þorsteinn að skrifa "Fylkið: Endurhlaðið" og það gerir hann, með smá hjálp frá mér og vér byrjuðum tökur 28.júní 2003 og kláruðum 4.september 2003, myndin var svo sett á DVD 6.september. Myndin var eins og Leiðin of löng (37 min), húmorinn var 100% einkahúmor og miðað við nútíma hæfileika og möguleika er myndin mjög slöpp. En hún er fyndin fyrir okkur sem gerðum hana.
Við hættum ekki á tveimur myndum, við vildum klára þetta með þriðju og seinustu myndinni "Fylkið: Byltingar", það tímabil er það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíman upplifað kvikmyndagerðalega séð. Handritið var skrifað frá september 2003 til lok framleiðslunnar í desember 2004, tökum á myndinni stóð í heilt ár, frá 28.des 2003 til 10.des 2004. Yfir þetta tímabil var ómögulegt að koma fólkinu saman út af áhugaleysi og/eða ósamþykki og var myndin þess vegna helvíti að klára, ég held að við misstum trú á myndinni svona 15 sinnum yfir árið 2004. Sem betur fer þá kláruðum við hana í tíma fyrir stuttmyndakeppni huga.is, þó að við unnum 2.sæti þá vitum við betur, því sú mynd heppnaðist eins vel og við bjuggumst við. Hún er alger steypa, en hún er húmorveisla og eins vel gerð og við gátum gert á þeim tíma.
Eftir Fylkis-þríleikinn varð allt þögult í um það bil hálft ár þar til sumarið 2005 þegar vér fórum að taka upp grínsketza, sumir góðir, sumir ágætir. Við tókum líka upp mjög stílízeraða mynd um þýskan hersforingja sem neitar að gangast í lið SS svikara og svo nýlegast þá tókum við upp einhverja þunglyndislegustu mynd sem við höfum gert, og það var í gærnótt, myndin er okkar tilraun á artífartí rugl myndir, það reynist of auðvelt að gera þannig myndir. Hún kallast "Symphony of Sorrow", nafnið er dregið af eina laginu sem er notað í myndinni sem kallast "A Symphony of Sorrowful Songs" eftir Henryk Górecki (sem enginn þekkir greinilega). Það lag er talið af mér og fleirum vera sorglegasta lag allra tíma, það passaði vel við myndina þar sem myndin fjallar um dauðann aðallega.

Svo er ég að pressa á Þorstein til þess að halda áfram að skrifa nýjasta handritið, eftir eitt ár og 2 mánuði hefur lítið borist en ég held að hann mun klára það í náinni framtíð.

Sindri Gretarsson.

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Hvað í fjandanum á ég að segja?

Ég er í einhverskonar bloggblokki, ég hef voða lítið til þess að bæta inn á síðuna utan einhverjar umfjallanir þessa dagana, ég birti ekki allar umfjallanirnar, aðeins þær sem ég er sáttur með og um myndir sem ég hef eitthvað að segja. (svo er bara hægt að sjá allar á kvikmyndir.is).

Þessa dagana er ég aðallega að einbeita mér á MH og lærdómi (eitt af þeim fáu skiptum), þarf að taka próf og skrifa ritgerð um The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald, ég hef aðeins lesið summary á netinu og séð nokkur atriði úr tveimur leiðinlegum myndum. Hverjum er fokkings sama ef Gatsby elski Daisy og að Daisy sé gift Tom og að Nick vilji serða Jordan Baker? Bókin er örugglega mjög fín ég bara hreinlega hef ekki viljann til þess að lesa hana. Sögumaðurinn í myndinni frá 1974 hann Nick Carraway var leikinn af Sam Waterson, líklega leiðinlegasti leikari samtímans (enda þekkir hann enginn), jafnvel Oliver Stone klippti út einu senu hans úr Nixon sem kom fram í director's cut, og var ekki sú sena sú versta í allri myndinni, megi Sam Waterson brenna.

Svo þarf að klára hluta af kvikmyndafyrirlestri í ENS483, klára söguverkefni um Múhammeð...

Jæja, þarna sagði ég eitthvað.

Sindri Gretarsson.

sunnudagur, október 30, 2005

Kiss Kiss, Bang Bang

Sindri Gretarsson - 30.okt 2005 ***1/2 af ****

Shane Black sem leikstýrði myndinni skrifaði fyrstu Lethal Weapon myndina, meðal þess þá lék hann Hawkins í Predator, aulalega gaurinn með gleraugunum sem var drepinn mjög snemma. Kiss Kiss, Bang Bang er í fyrsta skipti sem hann gerir sína eigin mynd, hún er lík lethal Weapon í þeim skilningi að Robert Downey Jr. og Val Kilmer eru félagar í furðumálum, en Kiss Kiss, Bang Bang er mun svartari, en svo tekur myndins sér alls ekkert alvarlega. Robert Downey Jr. leikur smáþjóf sem kemur sér í furðulegar aðstæður þegar hann hleypur inná á áheyrnarprufur fyrir einhverja kvikmynd, þar sem hann var að flýja lögguna eftir að hann og vinur hans voru gómaðir og þar með vinur hans skotinn þá voru tilfinningar hans mjög raunverulegar og hann er ráðinn fyrir hlutverkið í myndinni. Val Kilmer er einkaspæjari sem er ráðinn til þess að þjálfa hann fyrir hlutverkið og þeir tveir voru nokkuð góðir sem ´par´ myndarinnar. Sagan er öll sögð gegnum tal Downey´s sem tekur það skýrt fram í byrjuninni að allt þetta er kvikmynd og að hann sé í raun að tala beint við áhorfandann, það skapaði vitundina að þessi mynd væri ekki alvarleg, og það var hún alls ekki eins og sagt hefur verið. Gert er afar mikið grín af kvikmyndum og leikurum, stundum sumum hlutum sem enginn veit af, nema ég og nokkrir aðrir, en stundum fannst mér skrípalætin geta gengið aðeins og langt og oft var reynt að flækja söguna án neinna ástæðna. Í lokin var mjög lítið til þess að segja frá, en gert var grín af öllum þessum flækjum líka, svo að gallar myndarinnar eru í raun grín, þetta verður að hugsa aðeins betur um. Kiss Kiss, Bang Bang er einhver sérstakasta mynd sem ég hef séð lengi og ein sú fyndnasta á árinu, frekar ætti að segja að myndin sé alvarleg svört komedía, því mikið var að reyna blanda hræðilega alvarleikanum við grínið bakvið það, kannski er það skilgreiningin á svartri komedíu? Mér fannst myndin einfaldlega mjög skemmtileg og fyndin, þannig er þessi mynd, hreinlega skemmtileg að mínu mati, ég verð að mæla með henni eindregið.

Sindri Gretarsson.

laugardagur, október 29, 2005

The Legend of Zorro

Sindri Gretarsson - 29.okt 2005 **/****

Það hefði verið betra að einfaldlega ekki ráðskast með gæði fyrri myndarinnar með að halda áfram Zorro sögunni með þessum stælum, Legend of Zorro reynir að teygja út flestar klisjurnar úr fyrri myndinni, þá sérstaklega ástarsögu Alejandros (Antonio Banderas) og Elena (Catherine Zeta-Jones). Væntingar mínar gagnvart þessari mynd voru ávallt mjög lágar, sérstaklega því að sjö ár langur tími fyrir framhaldsmynd og eftir fáeina trailera varð ég frekar viss um að myndin væri hörmung, en sem betur fer þá fannst mér hún ekki vera svo léleg. Það eiga víst að vera liðin tíu ár síðan Diego (Hopkins) dó og þau Alejandros og Elena giftust og síðan þá hafa þau eignast soninn Jaoquin sem hegðar sér meira en minna eins og pabbi sinn. Ég veit að þetta er ekki mynd sem á að taka alvarlega og er í raun gamanmynd, þrátt fyrir það þá er fátt sérstaklega gaman í þessari mynd, hún var alls ekki leiðinleg, en það vantaði margt til þess að gera einhverja sómalega mynd. Vondi kall myndarinnar hann Armand (Rufus Sewell) hefur komist að aðferð til þess að skapa ný vopn sem hann mun nota í samsæri gegn Bandaríkjunum, það var einn hluti sögunnar sem ég á bágt með að skilja því þannig er Zorro blandað í einhverjum bandarískum hugmyndafræðum um lýðræði og sameiningu, ekki nóg með það heldur er fyrsta skotið af Zorro umkringt bandarískum fánum. Í mínum huga er Zorro spænsk-mexíkönsk goðsögn en ekki bandarísk ímynd, mér fannst eins og það væri verið að skapa einhverskonar bandaríska myndlíkingu af Zorro, sem fór frekar mikið í taugarnar á mér. Legend of Zorro er að mínu áliti frekar slöpp tilraun á framhaldsmynd, hún var of venjuleg, alltof fyrirsjáanleg, hún hélt manni þó vakandi gegnum myndina en því lengur sem tímanum leið því oftar fór maður að sjá í gegnum söguna því myndin var aðeins of löng. Ég veit ekki hvort ég get mælt með myndinni eða ekki, hún er naumlega sæmileg, ekki nálægt því eins góð og Mask of Zorro, en ég styð mitt álit.

Sindri Gretarsson.

þriðjudagur, október 25, 2005

Transporter 2

Sindri Gretarsson - 25.okt 2005 **/****

Þessi mynd er rugl, bara eins gott að þessi mynd er djók því annars væri hún léleg tilraun til þess að gera Bourne eftirhermu (eða Bond). Satt að segja hef ég aldrei séð fyrri Transporter myndina og ég hefði aldrei séð Transporter 2 nema ég hefði fengið að fara á hana frítt, en ég verð að viðurkenna það að myndin kom mér á óvart að vissu leiti. Jason Statham samkvæmt myndinni er lifandi Guð sem getur allt, hann beygir þyngdaraflið, hann leikur sér með hröð farartæki eins og leikföng, lemur 30 fjandmenni í einu án þess að fá eina skrámu á sig. Transporter 2 er alls ekki mynd sem krefst mikil leiktilþrif, Jason Statham er nokkuð fyndinn sem þessi venjulegi "svali" bjargvættur, Matthew Modine er greinilega örvæntingafullur með ferilinn sinn, lá við að hann myndi segja "ég var í Full Metal Jacket, munuð þið eftir mér?". Hasarinn skiptir mestu máli og hann var í miklum skömmtum, sama hve fáranlegur hann gat orðið, og það oft, þá komu þau atriði mínu litla innra barni að kæti og á þann hátt þá er Transporter 2 fátt nema samansafn af skemmtilegum bardagaatriðum og stundum nokkrar senur sem hjálpa sögunni af stað. Ég sé fyrir mér Transporter 3 þar sem Jason Statham býr til svarthol sem hann notar til þess að sigrast á illum fjandmönnum sem reyna að ná yfirráðum á allri vetrarbrautinni, en það er aðeins ég.

Sindri Gretarsson

mánudagur, október 24, 2005

kvikmyndir.is vs. bio.is og topp5.is

Kvikmyndir.is var stofnaður árið 1997-1998 af tveimur háskólanemum, Helga og Gunnari, sú síða var líklega fyrsta virka kvikmyndasíðan á landinu og hefur síðan þá hlotið þó nokkur vinsæli sem er auðvitað ástæðan að vefurinn er ennþá virkur. Ég byrjaði að taka eftir kvikmyndir.is árið 1998 þegar ég var 11 ára gamall því ég var/er einn af þessum kvikmynda "know-it-alls" en það var ekki fyrr en 2001 að áhuginn minn að gagnrýna myndir komu fram. Síðan þá hef ég hingað til skrifað 338 gagnrýnir, aðalástæðan að ég persónulega stunda kvikmyndir.is er því ég get gagnrýnt kvikmyndirnar sem ég sé. Samkvæmt því sm ég hef heyrt frá stjórnanda kvikmyndir.is þá eru það trailerar sem eru vinsælastir á vefnum, sjálfur fer ég oftast bara á apple.com til þess að redda trailerum enda er það speglaður server svo það telst sem innanlands niðurhlað.


Nýlega hafa komið fáeinar kvikmyndasíður til þess að keppa við kvikmyndir.is t.d topp5 og bíó.is, bíó.is hefur lítið nýtt að sýna, allir gagnrýnendur vefsins sýnist mér vera 12 ára pollar sem kunna ekki stafsetningu, meðal þess þá er bio.is í eign Senu sem bannar slæmar umfjallanir á eigin myndum, það er bannvænn galli... Fasismi kvikmyndagagnrýna. Síðan hefur trailera sem er þó ekki hægt að niðurhlaða, aðeins horfa á, og það eru aðeins sýningatímar frá bíóum sem sýna Senu-kvikmyndir.


Topp5.is hinsvegar fellur ekki beint í sömu gryfju, aðal gallinn hjá þeim finnst mér vera skorturinn á utanaðkomandi gagnrýnum, en það er frekar langsótt að reyna það þar sem kvikmyndir.is hefur nánast tekið yfir það svið, svo hlusta ég á mjög fáa gagnrýnendur og síður sem hafa 1-4 gagnrýnendur á ég mjög erfitt að taka mark á. Samkvæmt stjórnanda topp5 þá er hann að undirbúa eitthvað stórt og nýtt sem ætti að auka vinsældir hjá topp5, ég veit að mestu leiti hvejar breytingar þetta eru en lesandinn verður að bíða í nokkra daga/vikur því ég má ekki segja neitt. Ef stjórnendur topp5 telja síðuna geta orðið vinsælli en kvikmyndir.is þá gerist það ekki á svipstundum, fyrst verður kvikmyndir.is að lækka verulega í virkni, og topp5 þarf lengri tíma (svipað og kvikmyndir.is) til þess að komast á sama stig, og kvikmyndir.is hefur 7 ára forskot.


Ég veit að kvikmyndir.is hefur ekki verið mjög virk nýlega, en ég hef reynt eins og ég get að vera uppáþrengjandi og hvetjandi til þess að koma þeim af stað aftur.

Spurningin með kvikmyndir.is vs topp5 og bio.is er einföld spurning.

Ef kvikmyndir.is lækkar í virkni þá er möguleiki að síða eins og topp5 standi upp og taki yfir, hinsvegar þá þarf kvikmyndir.is aðeins að halda áfram með 50% virkni til þess að halda yfirráðum, það er aðeins mitt álit en ég tel það vera áræðanlegt.

Sindri Gretarsson.

sunnudagur, október 23, 2005

The Princess Bride

23. október 2005 - Sindri Gretarsson ***1/2 af ****

Þessi mynd er yndisleg snilld, það eru varla til betri mynd en Princess Bride sem gerir svo óttarlega mikið grín af sjálfri sér, leikurinn er spilaður svo fáranlega en svo vel fyrir myndina og línurnar eru næstum jafn slæmar og Lucas, en nákvæmlega engu er tekið alvarlega að neinu leiti. Nöfn eins og The cliff of INSANITY!, The Pit of DESPAIR! og Huge Rodents of DEATH! líkt og B-myndir frá 1950 eru notuð til þess að nefna aðstæður sögunnar, hvernig er hægt að hlægja ekki að svona nöfnum? Cary Elwes er snillingur í þessari mynd, hann er fullkominn grínleikari, hann hefur þessa jöfnu, bresku rödd sem heldur öllum rólegheitum, rödd sem aðeins hann getur gert og enginn annar. Svo er hann Mandy Patinkin sem leikur Inigo Montoya, persóna sem ber fram einhverju mest klassísku línur kvikmyndasögunnar, það er endaluast hægt að blaðra um hve yndisleg þessi mynd er, hún er ekkert nema drepfyndið grín. En auðvitað er hún ekki fullkomin, það komu fyrir hlutir af myndinni sem voru gersamlega ömurlegir og ég botnaði alls ekkert í þeim. Ég hefði átt að sjá þessa mynd mun fyrr, eina leiðin til þess að útskýra þessa mynd á réttlætislegan hátt er að hún er snilld, The Princess Bride er snilldar mynd.

Ég veit að veggspjaldið lítur alveg ferlega út, en ég fullvissi þig um að þessi mynd er ekkert nema grín og mikið af því.

Góðar línur úr myndinni...

Inigo Montoya: You seem a decent fellow. I hate to kill you.
Westley: You seem a decent fellow. I hate to die.

Vizzini: I can't compete with you physically, and you're no match for my brains.
Westley: You're that smart?
Vizzini: Let me put it this way. Have you ever heard of Plato, Aristotle, Socrates?
Westley: Yes.
Vizzini: Morons.

Buttercup: You mock my pain.
Westley: Life is pain, Highness. Anyone who says differently is selling something.

Buttercup: We'll never survive.
Westley: Nonsense. You're only saying that because no one ever has.

Buttercup: We'll never succeed. We may as well die here.
Westley: No, no. We have already succeeded. I mean, what are the three terrors of the Fire Swamp? One, the flame spurt - no problem. There's a popping sound preceding each; we can avoid that. Two, the lightning sand, which you were clever enough to discover what that looks like, so in the future we can avoid that too.
Buttercup: Westley, what about the R.O.U.S.'s?
Westley: Rodents Of Unusual Size? I don't think they exist.
[Immediately, an R.O.U.S. attacks him]

Westley: Give us the gate key.
Yellin: I have no gate key.
Inigo Montoya: Fezzik, tear his arms off.
Yellin: Oh, you mean *this* gate key.

Inigo Montoya: Hello. My name is Inigo Montoya. You killed my father. Prepare to die.

[as Buttercup prepares to commit suicide with a dagger]
Westley: There's a shortage of perfect breasts in this world. It would be a pity to damage yours.

Inigo Montoya: But, I promise I will not kill you until you reach the top.
Man in Black: That's VERY comforting, but I'm afraid you'll just have to wait.
Inigo Montoya: I hate waiting. I could give you my word as a Spaniard.
Man in Black: No good. I've known too many Spaniards.
Inigo Montoya: Isn't there any way you trust me?
Man in Black: Nothing comes to mind.
Inigo Montoya: I swear on the soul of my father, Domingo Montoya, you will reach the top alive.
Man in Black: Throw me the rope.

Westley: I do not envy you the headache you will have when you awake. But for now, rest well and dream of large women.

The Princess Bride er... snilld, ég veit að það orð er mjög ofnotað og í raun útskýrir fátt en það er eina leiðin sýnist mér. Hún er snilld.

Sindri Gretarsson.

laugardagur, október 22, 2005

A History of Violence

Stjórnendur kvikmyndir.is eru eitthvað mótþróir við að samþykkja umfjöllunina um A History of Violence sem ég skrifaði fyrir meira en tveimur vikum síðan, svo ég set hana hérna í bili...

A History of Violence 7.okt 2005 Sindri Gretarsson.

****/****
A History of Violence spyr afar athyglisverða spurningu, hverskonar áhrif hefur ofbeldi á líf manna? Hvað er ofbeldi og hver eru takmörk þess? Spurningunni er svarað með Tom Stall, meðal bandarískur fjölskyldumaður sem á smáverslun í smábæjarfélagi við hjarta bandaríska draumsins, þar til að tveir menn ganga inn í smáverslun hans. Þeir eru komnir til þess að ræna búðina hans, og þeir nota líkamlegt vald og að lokum byssur en Tom bregst fljótt við og drepur báða ræningjana áður en þeir gátu gert neinu fólki mein. Þessi eini atburður leiðir af sér hálfgerða keðjuverkun sem hefur áhrif á allt líf Tom Stall og það afhjúpar alla fortíð hans. Það sem gerir A History of Violence svona merkilega er hve einstaklega hrá og raunveruleg hún er, það er aldrei reynt að fela harða sannleikann bakvið hve virkilega sjúkt ofbeldi getur verið og hve dýralegt kynlíf getur verið, kynlíf og ofbeldi á meira sameiginlegt en flestir halda, sem er eitthvað sem myndin sýnir. Viggo Mortensen varð frægur eftir að hafa leikið Aragorn í Lord of the Rings þríleiknum, það má gleyma frammistöðu hans í þeim myndum, sem Tom Stall fær hann í fyrsta skipti að láta ljós sitt skína, frammistaðan hans er eitthvað sem ég kalla vel verðugt fyrir óskarinn. Maria Bello á sér áráttu í kvikmyndum að leika alltaf konur sem eru í miklum kynlífsatriðum, t.d Permanent Midnight og The Cooler, og það heldur áfram með A History of Violence en hún var líkt og Mortensen mjög góð. Ed Harris kemur með frábært aukahlutverk og líka gerir Williams Hurt það, en svo er það hann Ashton Holmes sem leikur Jack Stall son hans Tom sem sýnir hvað hann getur í leiklistaheiminum. Í raun mætti segja að A History og Violence sé að einhverju leiti satíra á bandaríska þjóðfélaginu, smábæjarfélagið er sýnt sem saklaust borgarafélag að utan en að innan eru alveg hryllilegir hlutir að eiga sér stað. Ég las í einhverri umfjöllun sem einhver kristinn Kani skrifaði um myndina, hann sagði að kynlífið milli Mortensen og Bello væri ótrúverðugt miðað við að þau séu kristin, þetta á ég nákvæmlega við. Það eru þessar þjóðfélagsreglur sem yfirborðið sýnir en að innan eru allt aðrir hlutir að gerast, kristinn eða ekki þá er svona kynlíf alveg vel hugsanlegt eins og sýnt er í myndinni, það kom mér þó á óvart að þessi gagnrýndi einbeitti sér meira á kynlífinu en ofbeldinu, má semsagt slátra fólki á viðbjóðslegan hátt en ekki stunda samfarir? David Cronenberg hefur aldrei verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér, en A History of Violence er besta myndina hans sem ég hef séð og meðal þess er hún besta myndin sem ég hef séð frá árinu 2005 hingað til. Það er eitthvað við þessa mynd sem fær mig til þess að elska hana, það gæti verið harði sannleikurinn á bakvið söguna, gæti verið grimma ofbeldið en ég held að það sé þetta tvennt blandað við hvernig karakterörkin hans Tom Stall þróast gegnum myndina. Ég tel að þessi mynd falli gersamlega undir kvikmyndasmekk, því þessi mynd hefur ekki þessa áru kringum sig eins og Sin City fyrr á þessu ári, þrátt fyrir það er þetta að mínu mati besta mynd 2005 sem ég hef séð hingað til.


Ég vona aðeins að þeir fari að samþykkja umfjöllunina, ég sé ekkert sem er að henni.

Sindri Gretarsson.

fimmtudagur, október 20, 2005

Ég er Guð

Það er víst opinbert, ég er Guð.

Mín pick-up lína er héðan í frá: "Ég er þinn Guð, dýrkaðu mig"

MSN

LÍFIÐ ER BLÝANTUR:
lífið er yndislegt...

ÉG:
Mammaín er yndisleg :)


Eftir þessa samræðu varð ég Guð.

Af engri skiljanlegri ástæðu ætla ég að seta mynd af feitum manni á bloggið.



Sindri Gretarsson.

Dvergur meðal samuraja

Ég er vakandi klukkan 01:30 um nóttinna að horfa á The Last Samurai á DVD, og það hvarflaði að mér hve virkilega lítill Tom Cruise er. Eina ástæðan hann lítur ekki út fyrir að vera lítill í myndinni er því hann er umkringdur Japönum, sem er almennt ekki hávaxnir, fyrir utan Ken Watanabe sem er um 185cm. Ég ákvað að fara á netið og leita af upplýsingum um hve hár Tom Cruise sé nákvæmlega, hann er víst undir 170cm sem kemur mér alls ekki á óvart.

Ég sé hann fyrir mér sem valhoppandi dverg með Katanasverð öskrandi: "Ich bin grosse! Ich bin grosse!" Svo ælir hann á óvini sína þar til þeir bráðna og verða að slímpollum.

Hann er samt frábær leikari, án efa. Hann er samt dvergur :)

Sindri Gretarsson.

miðvikudagur, október 19, 2005

Kingdom of Heaven

5. maí 2005 - Sindri Gretarsson ***/****

Kingdom of Heaven er mynd sem sannar hve vel myndir geta verið gerðar í kvikmyndaheiminum, myndatakan hans John Mathieson (sem gerði meðal annars Gladiator) var glæsileg að öllu leiti. Sviðsetningin var nokkuð fullkomin og búningarnir eins svalir og hægt var að gera þá. Aðalgalli Kingdom of Heaven er hve hratt myndin fer yfir svona mikið efni, myndin byrjar í Frakklandi árið 1184 með Balian (Bloom) sem hittir föður sinn í fyrsta skipti hann Godfrey barón Ibelin (Neeson) sem býður syni sínum að koma með sér til Jerúsalem þar sem eiginkona hans hafði framið sjálfsmorð áður en Godrey kom. Balian ákveður að fara með föður sínum á endanum en vandamálin rísa á leið þeirra til Jerúsalem, Balian verður eitt eftirlæti Baldwin IV konung Jerúsalem og fellur hann meðal annars fyrir systur hans hana Sibyllu sem er gift Guy de Lusignan, valdamiklum kristnum öfgasinna. Það sem ég hef nefnt hér er aðeins byrjun þess hve mikið af sögu er í myndinni, og af sögu er alltof mikið miðað við rétt yfir tvo klukkutíma af myndefni. Spurning hví Ridley Scott ákvað að hafa Bloom sem aðalleikari myndarinnar? Balian er í myndinni nokkuð veikur karakter, ekkert minnugt um hann né ekkert verðugt til þess að vera í myndinni í svona stóru hlutverki. Orlando Bloom var að mestu ásættanlegur en langt frá því að hafa jafn sterka frammistöðu og Russel Crowe í Gladiator. Aukaleikararnir í myndinni eru þó allir gæða leikarar og leika mjög svo vel í Kingdom of Heaven. Liam Neeson, Jeremy Irons, David Thewlis, Martin Csokas, Brendan Gleeson, Ghassan Massoud, Alexander Siddig en aðallega var það Edward Norton sem sigrar alla aðra sem Baldwin IV sem hafði holdsveiki og bar á sig grímu fyrir andlitinu, einhverjar svölustu grímur allra tíma. Það sem gerir frammistöðu Nortons það eftirminnanlega er það að hann Norton er gersamlega óþekkjanlegur að öllu leiti, hann hafði Marlon Brando hreim sem alveg óaðfinnanlegur. Svo var Baldwin einhver merkilegasta persónan í myndinni meðal Hospitalers og Saladins. Ridley Scott kann að gera flottar bardagasenur, það er allt sannað og satt, en það sem hann gerir ekki nógu vel í Kingdom of Heaven er að sýna allan viðbjóðinn í blóðböðunum þar til við allra lok myndarinnar og myndavélin er alltaf síhristandi. Það er ekki lengur gott að hrista myndavélarnar því fólk sér í gegnum það, það þarf stabíl skot af fólki drepa hvort annað á trúlegan hátt þessa dagana. Það vantaði meira blóð því í krossferðunum voru engar reglur, sá sem var með Guð á sinni hlið vann. Trúarmálin í Kingdom of Heaven voru sýnd mikið, í heild fannst mér ekki eins og ein hlið væri skárri en hin, báðar hliðar áttu sína skammta af góðum og slæmum mönnum og aðra sem voru blanda. Eitt vandamál með tónlistina er sú að Harry-Gregson Williams ákvað að nota eitt stef úr 13th Warrior eftir Jerry Goldsmith sem lést í fyrra, ég tók vel eftir því og það var frekar truflandi. Annar galli myndarinnar eru nokkur smáatriði sem eru alltof ósannfærandi til þess að geta sloppið framhjá manni, ég held að fólk muni nú flest taka eftir því þegar kemur að því. Kingdom of Heaven er mjög fín mynd sem á skilið þrjár stjörnur eftir fyrsta áhorf, en eins og oft/alltaf þá breytist viðhorf mitt á mörgum myndum eftir annað áhorfið sem mun vonandi vera bráðum.



Sindri kallar þetta A SHOT OF DEATH!


Kingdom of Heaven var mjög fljótgleymin mynd, fáir sáu hana í bíó og fæstir gagnrýnendur fíluðu hana. Myndin hafði stóra galla, sá stærsti var staðreyndin að myndin var ofklippt í tætlur, director´s cut verður víst um klukkutíma lengri sem kemur út næsta ár.

En andskoti er kvikmyndatakan í þessari mynd glæsileg! Ég persónulega tók 60 screenshots af DVD disknum og hef það nú sem desktop gallerí.

Til dæmis þetta eina skot af Baldwin IV konung Jerúsalem (Edward Norton) er eitt glæsilegasta skot sem hægt er að ímynda sér...

John Mathieson, vér lútum undir þínu æðra sjónsviði!

Sindri Gretarsson.

MH: Helvíti?

Ég sit nú við tölvu í MH því að ENS503 tíminn féll niður, ég fann blogspot.com og ákvað að kýla á bloggið eins og sumir MR vinir mínir sem blogga reglulega. Ég er búinn klukkan 12:10 í dag, annað en lágmennsku MR "vinir" mínir sem þurfa að eyða allt að 7-8 klukktímum á dag í skítakennslustofu.

Spurningin er, hvað gerist á eftir? Fer ég heim og tek því rólega? MHingar læra ekki heima svo ég fer varla að læra...

Kannski ætti ég að taka guðlegu MRingana sem dæmi og byrja að læra? En ég hef ekki gáfurnar í lærdóm svo það er betra að sætta sig við það og rotna í holu einhverstaðar, Mhrlmrrr...

Ég vona bara að mikið kynlíf bíði mín heima (ekki með fjölskyldumeðlimum).

Meira seinna.

Sindri Gretarsson.