fimmtudagur, desember 28, 2006

Children of Men

Sindri Gretarsson 28. desember 2006 ***1/2 af ****

Hvað gerist þegar mannkynið getur ekki lengur fjölgað sér? Það er spurning sem Children of Men veltir fyrir sér en hún bætir einnig við, hvað ef skyndilega hið ótrúlega gerist? Hvað ef það er aðeins ein kona á allri Jörðinni sem er ófrísk? Árið er 2027, aðalpersónan er venjulegur maður (Clive Owen), hann fær það verk að þurfa að vernda þessa ófríska konu og koma henni til hjálpar til hinna dularfullu Human Project stofnun sem á víst að vera til þess að finna lausn á vandamáli mannkyns. Children of Men hefur sannað fyrir mér hve svakalega góður leikstjóri Alfonso Cuarón er, hann á fullkomlega verðskuldaðan óskar fyrir bestu leikstjórn hérna. Hér skapast nýtt stig af raunverulisma í kvikmyndagerð, hráa myndatakan sem nær oft að taka margra mínútna tökur af heiminum rífa sig í tætlur, þá meina ég í löngum tökum án neinna klippinga og það var ekkert annað en svakaleg upplifun. Atburðarrásin heldur sér trúverðugri og fellur ekki í neinar slæmar Hollywood klisjur, persónurnar eru einnig stórgallaðar sem gera þær ennþá raunverulegri, skemmtilegt að sjá Michael Caine sem gamlan maríjúana reykjandi hippa. Children of Men er ein merkilegasta ´heimsenda´ hugmynd sem sést hefur lengi, en ekki gleyma að hún er byggð á samnefndri bók eftir P.D James, en mér sýnist að myndin hafi breytt rækilega til í sögunni. Ég var límdur við bíósætið þar sem sagan var ekki að gefa mér tækifæri til þess að losna, hún er spennandi, hröð & hrá og oftar en ekki kemur vel á óvart. Í lokin er Children of Men ekki aðeins fjárans góður framtíðarþryllir, heldur ádeila á hugsunarhátt manna um hvernig við förum með hvort annað og leyfum örvæntingunni að stjórna okkur í vonlausri framtíð. Það er reyndar fátt sem myndin deilir ekki í, gefið er í skyn margt úr sögu okkar að eiga sér stað enn og aftur, jafnvel gefið sterkt í skyn til útrýmingabúðir Nasista. Myndin gæti talist minnismerki um hvað gæti gerst og hvað við eigum ekki að gera ef það kæmi að því, ef það er eitthvað sem mannfólk á bágt með þá er það að læra af fyrri mistökum, mér fannst myndin vekja upp margar merkingafullar og áhrifaríkar spurningar um mannkynið í heild sinni. Children of Men stendur uppi þetta árið sem ein af betri myndum 2006, gæti mögulega talist sú besta.


"MIRIAM: As the sound of the playgrounds faded, the despair set in. Very odd, what happens in a world without children's voices."


Sindri Gretarsson.

miðvikudagur, desember 27, 2006

Flags of our Fathers & Letters from Iwo Jima

Sindri Gretarsson 27. desember 2006 ***/****

Því miður get ég ekki skrifað neinar reynslusögur um Flags of our Fathers, ef svo mætti búast við langri ritgerð sem væri líklegast ólesanleg fyrir alla nema sjálfan mig. Ég get þó sagt að það er allt annað að sjá hana á hvíta tjaldinu heldur en að slæpast sem extra á tökustað. Sama hvaða væntingar sem ég skapaði fyrir sjálfum mér þá er útkoman allt öðruvísi en ég sá fyrir mér. Til að byrja með þá var ég nógu heppinn að vera í New York daginn sem að Letters from Iwo Jima var frumsýnd þann 20. des og þar með náði rétt svo að sjá hana. Ég hef áhyggjur um að ég hafi séð þær í vitlausri röð því það komu fram mikið af upplýsingum í Flags sem voru nauðsynleg fyrir Letters. En það hjálpaði Flags að ég skuli hafa séð Letters á undan því ég fékk töluvert mikið efni til þess að bera saman við. Ég hafði þó gaman af Flags of our Fathers, ég hafði búist við svona tveggja klukktutíma væmnisdellu um hve frábær Bandaríkin séu fyrir að hafa losið heiminn við svona marga Asíubúa en í staðinn þá kom nokkuð njótanleg ádeila á bandaríska stríðskerfið. Hinsvegar eins og langflestar stríðsmyndir þá fellur Flags í væmniskreppu seinustu mínúturnar og ónauðsynlega dregur hvert einasta skot eins mikið og hægt er. Það sem báðar Flags of our Fathers og Letters from Iwo Jima nota er ´flashback´ uppbyggingu, sögunni er komið til skila í endursögnum, í Flags of our Fathers þá er aðalsagan um eftirmál stríðsins en stríðið sýnt í endursögnum en í Letters from Iwo Jima þá er stríðið aðalsagan en endursagnirnar um einkalíf aðalpersónanna. Flags nýtur sér þetta misvel, það virkar vel til þess að byrja með en skemmir fyrir svo með að ofnota sér það þegar nær dregur undir lokin, þá verður sagan frekar löt, eða óskipulögð frekar, því meira sem flashbökk voru notuð því oftar fannst mér þau ekki passa eins vel. Einnig eiga sér stað mjög furðulegar breytingar undir lokin eins og þeir vissu ekki nákvæmlega hvernig ætti að enda myndina, það voru einfaldlega alltof miklum upplýsingum kramið inn í endinn á mjög vafasamin hátt sem dróg endinn töluvert lengur en þurfti. Annars hefur Flags flestallt til þess að skapa skemmtilega mynd, gott handrit, fína leikara og persónur, ágætan húmor, og ekki gleyma flottum bardagasenum og ofbeldi og auðvitað til þess að viðhalda ´political correctness´, þá er ekki verið að halda meira upp á eina hlið en aðra í stríðinu. Myndin var engin vonbrigði en hún kom mér ekkert sérstaklega á óvart, ég hafði gaman af henni.


Sindri Gretarsson 27. desember 2006 ***/****

Letters from Iwo Jima er hliðstæða Flags of our Fathers, og fjallar um japönsku hlið árásarinnar á Iwo Jima. Áætlað var að eyjan yrði yfirtekin á innan við viku en japanir vörðu eyjuna í meira en mánuð undir stjórn hershöfðingjans Koribayashi, leikinn af Ken Watanabe, sem hafði búið í Bandaríkjunum í mörg ár fyrir stríðið. Fyrir utan Koribayashi þá er það ungur bakari, Saigo að nafni sem er aðapersóna myndarinnar, hann var sendur í herinn og varð að skilja eftir konu sína og ófætt barn eftir. Annað en Flags of our Fathers sem fjallar meira um mál eftirlifenda orrustunnar í Bandaríkjunum þá er Letters from Iwo Jima að sýna vonleysi og ömurleika sem ríkir á eyjunni þar sem innrásin er óumflýjanleg og annað en Bandaríkjamennirnir þá eru þeir gersamlega innilokaðir frá allri mögulegri hjálp. Inn á milli atriða á eyjunni þá eru baksögur mannana sýndar, aðallega þá hjá Koribayashi og Saigo, en það eru þessar baksögur sem gera söguna áhrifaríkari en hún hefði verið án þeirra, en skiptingin átti til að vera frekar dæmigerð og jafnvel óviljandi hlægileg, ég held að besta orðið sé ´cheesy´. Það sem kom mér á óvart er að Eastwood sýnir Bandaríkjamenn í ekkert sérstaklega björtu ljósi, jafnvel sem ófreskjur á tímum, en hann missir sig aldrei í því og heldur jafnvæginu og reynir að vera eins sanngjarn við báðar hliðarnar og hann getur. Myndin byrjar lengi, það er tekið sinn tíma að sýna við hverskonar aðstæður mennirnir lifa við á Iwo Jima og djúpt er grafið inn í persónulíf hins virðingafulla Koribayashi og efasemdir sem rísa gegn honum útaf lífi hans í landi óvinanna. Það sem Letters from Iwo Jima hefur yfir Flags of our Fathers er þann möguleika að gera áhorfið mun örvæntingameira og spennandi þar sem ekkert nema sársauki og dauði bíða aðalpersónanna, en það er nákvæmlega þessi hluti sem var ekki að virka. Þegar hlutir byrjuðu að gerast og spennan magnast þá datt hún strax niður, og það gerðist aftur og aftur og aftur. Það var ekki næg orka í framvindunni til þess að grípa mig inn í söguna, í hvert skipti sem hún var að fara gera það þá datt ég strax úr henni og leið eins og ég væri nýkominn inn í hana aftur. Letters from Iwo Jima er betri en Flags á sumum sviðum en verri á öðrum en endanlega þá falla þessar myndir í svipað gæðastig, Letters from Iwo Jima er mjög sönn gagnvart stríðinu og atburðunum sem áttu sér stað á Iwo Jima og á skilið sitt hrós fyrir það, en mér fannst hún ekki vera þessi hreina snilld sem gagnrýnendur eru að tala um.


Sindri Gretarsson.

fimmtudagur, desember 21, 2006

The Fountain

Sindri Gretarsson 21. desember 2006 ***1/2 af ****

Ég hefði átti að taka inn LSD meðan á sýningu stóð, því guð minn góður, þetta var aldeilis magnað! Ég þarf enn að melta almennilega þetta efni, þetta er án efa einhver alsérstakasta mynd sem ég hef lengi séð. Ég veit ekki alveg hvernig á að ústkýra söguþráðinn en miðað við hvernig ég túlkaði söguna þá fjallar myndin um líf og dauða, endurfæðingu, um leitina af ódauðleika og hvernig dauði getur skapað nýtt líf o.s.f. Í fyrstu tímalínunni þá leikur Hugh Jackman Tommy, heilaskurðlækni sem er að leita af aðferðum til þess að lækna heilaæxli sem unga konan hans Izzi (Rachel Weisz) hefur. Hún er að skrifa bók, sem er þráður seinni tímalínunnar, sem fjallar um Tomas, spænskan hermann sem Isabella drottning sendir til nýja heimsins til þess að finna Tré Lífsins. Þriðja tímalínan fjallar um Tom Creo, mann sem ferðist með Tré Lífsins í lífrænni kúlu gegnum geiminn til deyjandi stjörnu sem kallast Xibalba. Það krefst ákveðis magn af hugmyndaríki til þess að skapa svona sögu, ég tel það að koma upp með þessa sögu vera sér afrek burtséð frá myndinni sjálfri. Það eru tengingar í allskonar mennskar goðsagnir, fyrst og fremst er mikið byggt á Tré Lífsins úr Biblíunni, mikið tekið úr Búdda og jafnvel úr Snorra-Eddu, söguna um Ask Yggdrasil og hvernig það fyrirbæri varð til. Ég tek það first og fremst fram að myndin er svakalega vel gerð, myndatakan er glæsileg og tæknibrellurnar, sem mér skilst eru yfirleitt ekki tölvugerðar, eru rosalegar. Brellurnar gera myndina ennþá sérstakari, með því að forðast tölvubrellur þá fann ég fyrir einhverju óvenjulegu, jafnvel ógnvekjandi. Samkvæmt Aronofsky þá er þessi aðferð sem kallast ´macro photography´ notuð fyrir brellur svo að brellurnar endast lengur en nokkur ár, án efa til þess að líkjast 2001: Space Odyssey enda tel ég The Fountain nánast vera 2001 nútímans. Mögulega mun þessi mynd með tímanum endurvekja sci-fi kvikmyndir, en þar sem The Fountain, líkt og 2001 er eins óhefðbundin og ómainstream og hægt er að vera, þá gerist það ekki auðveldlega. The Fountain hafði mjög ómeðvituð áhrif á mig, myndatakan, klippingin og tónlistin voru dáleiðandi og einhvern veginn gegnum ýmsar kvikmyndaaðferðir þá nær Aronofsky að tengja saman þessar þrjár sögur saman á þann hátt sem er skiljanlegur. Það er hægt að skilgreina sögurnar á meira en einn hátt, en í lokin þá held ég að það sé tilfinningin sem skiptir mestu máli í lokin meira en allt annað. En þetta er eins og ég sagði, ómainstream mynd, fólk í heild sinni mun ekki skilja né reyna að skilja þessa mynd yfir höfuð, en sem betur fer þá myndin á styttri kantinum, sem gerir áhorf einbeittara og auðveldara en það hefði líklega verið þar sem fyrsta klippið sem átti að gefa út var nokkuð lengra. Það er auðvelt að hunsa The Fountain sem listænt rugl, þó að myndin sé mjög listræn þá er nóg af heimspeki og hugmyndum til staðar til þess að réttlæta það, og þaðan er það persónubundið, sumir munu fíla sig og sumir ekki.


"GRAND INQUISITOR SILECIO: Our bodies are prisons for our souls. Our skin and blood, the iron bars of confinement. But fear nought. All flesh decays, death turns all to ash and thus, death frees every soul"

Þetta er eitthvað sem kallast svalt quote.


Sindri Gretarsson.

þriðjudagur, desember 05, 2006

Last Action hero

Sindri Gretarsson 5. desember 2006 ***1/2 af ****

Last Action Hero er eitt stærsta landmerki grínmynda sem til er, þetta er mynd sem gekk ekkert sérlega vel í bíóhúsum (þá aðallega útaf Jurrasic Park sem var á sama tíma) og var kramin af gagnrýnendum. Fyrir þá sem þekkja ekki þessa mynd, þá er söguþráðurinn um Danny, strák sem dýrkar kvikmyndir sem fær í hendur sínar töframiða sem gerir honum kleift að fara inn í heim kvikmynda. Óviss með hvort að miðinn í raun virki þá fer hann að sjá Jack Slater IV, mynd sem Arnold Schwarzenegger leikur hasarhetjuna Jack Slater. Söguþráðurinn skiptir eiginlega minnstu máli í mínum augum þar sem svo lítill skjátími fór í að fjalla um hann. Last Action Hero er mynd sem liggur gersamlega á skemmtanagildinu, ef þú fílar ekki húmorinn þá muntu ekki fíla þessa mynd. Fyrir kvikmyndabuff þá ætti Last Action Hero að vera fjarsjóður af húmor, það skiptir engu máli hve margir gallar eru í plottinu, það skiptir engu máli hve margar byssukúlur eru í einu skothylki. Það sem skiptir máli, fyrst og fremst, er að Schwarzenegger fær að drepa vondu kallana og bjarga deginum. Handritið er eftir Shane Black, hann skrifaði The Last Boy Scout og skrifaði og leikstýrði Kiss Kiss, Bang Bang og það er eins og flest handrit hans Black, mjög sjálfsviturt og er ekki að reyna fela það að þetta sé kvikmynd, sem er einmitt uppsprettan af húmornum. Ég giska að gagnrýnendurnir hafi ekki fílað það neitt sérstaklega, ég fílaði það hinsvegar talsvert, enda hef ég séð þessa mynd alltof oft síðan ég var lítill krakki. Eini gallinn er að myndin dregur of lengi við seinni hlutann, mögulega var það gert viljandi en lengdin var nálægt því að draga úr gæðum. Last Action Hero er ein skemmtilegasta mynd sem ég hef séð, ein af þessum myndum sem kemur mér alltaf í gott skap, ég tel hana vera eina bestu grínmynd allra tíma.


"JACK SLATER: Look! Elephant!"


Sindri Gretarsson.

föstudagur, desember 01, 2006

Conan The Barbarian

Sindri Gretarsson 1. desember 2006 ***/****

Conan The Barbarian er ein mesta nostalgíukvikmynd sem ég hef nokkurn tímann séð, ég hlýt að hafa séð hana næstum hundrað sinnum þegar ég var krakki og að enduruppgötva hana var ekkert nema stórmerkilegt. Myndin er fyndin, hvort sem viljandi eða óviljandi, jafnvel hlægileg á köflum en Arnold er stórkostlegur Conan, fullkomið val fyrir hlutverkið. Söguþráðurinn og handritið (skrifað af John Milius með honum Oliver Stone) er svakalega furðulegt, leikurinn er tilgerðalegur, framleiðslugæðin alltaf að fara upp og niður en myndin missir aldrei ævintýratilfinninguna. Ofbeldið er til staðar, en miðað við nútímamyndir þá er hasarinn langt frá merkilegur, Conan er ekki dæmi um mynd sem eldist vel. Það er hérna sem nostalgían kemur við, ég hef alltof góðar minningar um þessa mynd til þess að gefa henni slæma dóma, og það verður að segjast að Conan The Barbarian er klassík. Hérna kemur Arnold Schwarzenegger, einhver frægasta manneskja fyrr og síðar fyrst í sviðsljósið í sínu alfyndnasta hlutverki. Það er hinsvegar einn hluti sem var án efa stórkostlega vel gert, og það var tónlistin eftir hinn nýlátna Basil Poledouris, líkt og kvikmyndin þá hefur tónlistin orðið að klassík í kvikmyndaheiminum. Í fullum sannleika þá er Conan mjög heimskuleg ævintýramynd, eina leiðin til þess að njóta myndarinnar er að slökkva á heilanum og ekki fylgjast með göllunum. En ég meina hver vill ekki sjá Arnold leika villimann drepandi alla í kringum sig og gefa frá sér furðuleg hljóð? Því það er Conan The Barbarian og ég fíla það í botn.


MONGOL GENERAL: What is best in life?
CONAN: To crush your enemies, to see them driven before you, and to hear the lamentations of their women!


Sindri Gretarsson.

mánudagur, nóvember 20, 2006

Band of Brothers

Sindri Gretarsson 20. nóvember 2006 ****/****


ÞÁTTUR 1: Currahee

Líkt og hver einasti upphafsþáttur í sjónarpsseríu þá fjallar fyrsti þátturinn aðallega um persónusköpun, Band of Brothers er sería stútfull af ýmsum sannsögulegum hermönnum og miðað við það þá gefur þátturinn nokkuð góða heildarmynd yfir mennina. Aðalpersónurnar fá auðvitað mesta skjátímann, þeir Winters (Damian Lewis), Nixon (Ron Livingston) og Lipton (Donnie Wahlberg) en í stóru hlutverki kemur David Schwimmer sem Sobel yfirliðþjálfi Easy flokksins. Þátturinn byrjar þann fjórða júní 1944 en í gegnum endurlit þá er Easy flokkurinn í þjálfunarbúðum í Toccoa undir stjórn Sobels og byggist alveg upp að innrásinni á Normandí. Eftir þennan þátt þá viltu sjá meira, það er komið í ljós hve vandaður og vel gerður þáttur þetta er meðal þess að fjalla um eitt það mest magnþrungna tímabilið í sögu mannkyns. Leikararnir passa allir í hlutverk sín enda voru þeir valdir miðað við hve líkir alvöru mönnunum þeir voru, samt skondið að megnið af leikurunum eru Bretar að leika Kana. Jafnvel Schwimmer nær að leika sannfærandi asna sem ég bjóst ekki við eftir hans æviferil í Friends. Currahee er mjög góður upphafsþáttur fyrir seríu, og góð byrjun fyrir þætti sem verða aðeins betri.




ÞÁTTUR 2: Day of Days

Annar þátturinn einbeitir sér aðallega, ólíkt fyrsta þættinum á orrustusenum, það er byrjað á innrásinni í Normandí og hér sést í fyrsta skiptið orrusta í þáttaröðinni, innrásin sjálf er glæsilega vel gerð en þrátt fyrir tölvubrellur sem mögulega standast ekki alveg við nútímakvikmyndir þá er innrásin svo raunverulega framkvæmd að þér líður eins og þú sért viðstaddur. Hráa aðferðin sem sást í Saving Private Ryan er notuð en hér jafnvel betur, eða allavega ekki verr. Þátturinn virkar einnig eins og hliðstæða við opnunarsenuna í Saving Private Ryan þar sem þátturinn fjallar um sama atburð aðeins núna sýnt frá hlið Easy flokksins. Kynntur er til sögunnar önnur aðalpersóna, Spiers (Matthew Settle), nett brjálaður hermaður sem er annaðhvort mjög gáfaður og hugrakkur eða byssuóður brjálæðingur. Innihaldið blómstrar ekki eins vel og í fyrsta þættinum en raunveruleikinn bakvið stríðið og hætturnar sem persónunar gangast undir gera þáttinn merkilegann. Annar þátturinn heldur strikinu fyrir því sem eftir á að koma.




ÞÁTTUR 3: Carentan

Þriðji þátturinn tekur mjög óvenjulega stefnu, í stað þess að halda áfram að fylgjast með aðalpersónunum þá verður þungamiðja sögunnar gersamlega ný persóna sem hefur ekkert verið kynnt til sögunnar áður. Sú peróna er óbreyttur hermaður Blithe að nafni, mjög sérstakur hermaður sem hefur engar stríðstilhneigingar að neinu leiti, hann talar sjaldan og öðrum hermönnum finnst hann vera ófélagslyndur. Ég held að tilgangurinn með þessum þætti er að sýna hvernig stríð getur haft mismunandi áhrif á fólk og hvernig fólk bregst við hættur uppá líf og dauða. Þriðji þátturinn hefur einnig uppá á bjóða mest spennandi og blóðugustu bardaganna í allri seríunni, það er hérna í fyrsta skiptið sem ég fann fyrir hræðilega raunveruleika stríðsins jafnt og persónurnar í þættinum þar sem vinir þeirra eru byrjaðir að deyja, hægri og vinstri. Carentan er einn af betri þáttunum, gæti jafnvel talist besti þátturinn í Band of Brothers ef það væri ekki fyrir mjög harða samkeppni við suma jafngóða kafla í seríunni. Carentan er skref upp frá öðrum þætti, og er fyrsti þátturinn til þess að sýna sálfræðina bakvið stríðið. Að lokum vil ég minnast á það að í lokatextunum þá segist að Blithe hermaðurinn hafi dáið árið 1948 af sárum sínum, í raun þá dó hann ekki þar til árið 1967 af náttúrulegum orsökum.




ÞÁTTUR 4: Replacements

Fjórði þátturinn fjallar um Operation Market Garden og hve misheppnuð sú tilraun var til þess að komast fyrr inn í Þýskaland til þess að sigra Nasistanna. Líkt og þátturinn á undan þá eru aðalpersóurnar ennþá fjarverandi að mestu leiti en nú er einbeitt sér að nánast hverjum einasta manni í Easy flokknum, sumum aðeins meira en öðrum en þá aðallega Bull Randleman, einum virtasta og gáfaðasta hermanni í Easy flokknum sem lendir í mjög einstökum aðstæðum í þættinum. Mér fannst fjórði þátturinn, þrátt fyrir að vera mjög góður, hegða sér eins og fylling inn á milli þriðja og fimmta þáttar þar sem eini verulegi tilgangur þáttarins var að fjalla um eitt stærsta herverkefni stríðsins og ekkert fjallað um aðalpersónurnar. Það er gott þó að fá að sjá og vita að það eru ekki aðeins aðalpersónurnar sem skipta máli, ég held að mikilvægi fjórða þáttarins sé að sýna það að Easy flokkurinn er meira en bara þeir þrír hæstsettu heldur hver einasti maður í flokknum. Það eru miklar breytingar milli þátta en enginn verulegur gæðamissir, Replacements er mögulega veikasti hlutinn í seríunni en býsna andskoti góður þrátt fyrir það.




ÞÁTTUR 5: Crossroads

Nú er fókusinum aftur stillt á aðalpersónurnar, eða frekar á Winters sem hefur nýlega verið hækkaður um tign og þarf að skrifa skýrslur um sín fyrri verkefni og er meðal þess sendur í frí til París. Þetta er fyrsti þátturinn til þess að sýna einhverskonar eftirsjá hjá hermanni um gjörðir sínar í átökum, og það kemur fram mjög áhrifamikið í Crossroads. Sálfræðilega ástand mannana er nú byrjað að hrörna á einhvern áberandi hátt þar sem þeir eru sendir í lokin til Bastogne í Belgíu að vetri til þar sem einhver lengstu og blóðugustu átök áttu sér stað í öllu stríðinu. Crossroads þjáist ekki af neinni miðjumynda complex, þátturinn að engu leiti veikari en neinn annar í seríunni heldur þvert á móti er þetta einn af þeim betri. Svo er það enginn annar en Tom Hanks sem leikstýrði þessum þætti, fyrsta skipti sem ég sé eitthvað eftir hann, miðað við gæði þáttarins þá segi ég að hann er mögulega jafn góður leikstjóri og hann er leikari.




ÞÁTTUR 6: Bastogne

Í Bastogne er allt farið til andskotans, Easy flokkurinn hefur engin vetrarklæði og varla nein skotfæri til þess að verja sig. Margir hafa dáið og fleiri eru særðir en þeir sem eru ekki dauðir eru annaðhvort að missa sig eða búnir að því. Þetta er þáttur um hreint vonleysi, dauða og ömurleika allt frá sjónarhorni eins sjúkraliða sem heitir Eugene Roe í Easy flokknum. Verk sjúkraliða hefur yfirleitt verið nokkuð falið hlutverk í stríði, allavega þegar það kemur að stríðsmyndum en þeir eru ómissandi þegar það kemur loks að því að einhver særist því í hverri einustu orrustu þá þarf einhver á honum að halda. Verk sjúkraliða er allt nema auðvelt, þeir sleppa við það að þurfa berjast við óvininn en þeir þurfa að hætta lífi sínu til þess að bjarga öllum þeim sem kalla á sig. Vetrarstríð hef ég sjaldan séð í kvikmyndun né þáttum en Band of Brothers gera þá raunverulega og glæsilega vel. Hjálpleysi, vonleysi og óvissa í stríði er það sem þessi þáttur sýnir, og er að mínu mati einn áhrifamesti þátturinn í seríunni og einnig sá besti.




ÞÁTTUR 7: The Breaking Point

Easy flokkurinn er ennþá í Bastogne aðeins núna er stjórnin undir Lt. Dike, gersamlega vanhæfum liðstjóra sem kann ekki að taka ákvarðanir fyrir sveitina sína. Það er engin afsökun til staðar til þess að skipta honum og þar sem hann er í góðum tengslum við hásetta þá getur enginn snert hann. Þátturinn er sýndur gegnum hugsunarástand Liptons, einna næstaráðanda Lt. Dike sem er jafn óánægður með yfirmann sinn og hver annars hermaður í sveitinni. Easy flokkurinn á að taka yfir skóginn kringum bæinn Foy áður en þeir eiga að taka yfir bæinn sjálfan. Ástand mannana í Easy flokknum er að hrörna enn meira og fleiri eru að særast og/eða deyja. The Breaking Point hefur alsvakalegustu sýningu á sprengikrafti sem ég hef nokkurn tíman séð í kvikmyndum/þáttum, sem sýnir enn fremur hve rosalega vandaðir þættir þetta eru, kunnáttan bakvið tæknihönnunina er alveg út í hött hún er svo vel gerð. Sjöundi þátturinn er blanda af nánast öllu sem hefur komið fram áður, þetta er þáttur sem fjallar einfaldlega um það að halda sögunni áfram og koma nýjum upplýsingum fram, svo kemur loks Spiers hálfklikkaði liðforinginn aftur til sögu sem mun reynast mun mikilvægari nú og eftirá en áður.




ÞÁTTUR 8: The Last Patrol

Easy flokkurinn er staddur í Haguenau í Hollandi þegar óbreyttur hermaður Webster að nafni kemur aftur frá spítalanum eftir nokkra mánuði. Gegnum hans augu koma í ljós breytingarnar sem hafa átt sér stað í hans fjarveru, hermennirnir eru orðnir þreyttari, veikari, óáhugasamir og oft þunglyndir og gagnrýnir í átt að Webster. Meðal komu Webster kemur nýr liðþjálfi frá West Point, leikinn af syni Tom Hanks honum Colin Hanks sem á að öðlast smá reynslu áður en stríðinu lýkur. Hann og Webster, báðir ókunnugir eru látnir fara í nýjan leiðangur til þess að ná þýskum föngum fyrir yfirheyrslur. Áttundi þátturinn er að mínu mati veikasti hlutinn í seríunni, það er fátt merkilegt eða nýtt sem kemur fram fyrir utan það að grafið er aðeins dýpra inní sálfræðilega ástand mannana. Þetta er þó eini þátturinn sem endar á björtum nótum, um vonir að stríðið sé að enda, þrátt fyrir að vera veikasti hlutinn þá er hann í toppgæðum fyrir venjulegan sjónvarpsþátt.




ÞÁTTUR 9: Why We Fight

Stríðinu fer að ljúka og Easy flokkurinn er nú í Þýskalandi og nánast allur þýski herinn er að gefast upp. Flestir eru byrjaðir að njóta lífsins, en Nixon fær ekkert nema slæmar fréttir, meðal þeirra frétta er að konan hans fór frá honum og tók hundinn hans, sem pirraði hann mest af öllu. Þátturinn einbeitir sér að mestu leiti hve illa hann er farinn eftir raðir af óhöppum, meðal þess þá er hann hættur að nenna sinna skyldum sínum og fer að efa tilgang sinn í Þýskalandi. Eins og nafnið gefur til að kynna þá fjallar þátturinn líka um tilgang stríðsins, af hverju við berjumst. Hér einnig finnur Easy flokkurinn í fyrsta skipti fangabúðir gyðinga og hve hræðilega var farið með þá. Hermenn Easy flokksins fatta þá að þeir eru ekki þeir einu sem hafa þjást í þessu stríði og sjá að kannski var meira til í að berjast á móti Nasistunum heldur bara pólitískar ástæður. Níundi þátturinn er óneitanlega kröftugur, allt frá frábærri frammistöðu hjá Ron Livingston sem Nixon til magninu af tilfinningalegu uppnámi sem sem þátturinn skapar. Það er þó frekar óþægilegt að kvikmyndagerðamennirnir skulu hafa gert þau slæmu mistök að dagsetja sjálfsmorðs Hitlers nokkrum vikum áður en það í raun gerðist. Það er viðurkennd villa í þáttunum sem ég skil ekki alveg hvernig gerðist, en burtséð frá því þá er Why We Fight alveg rosalegur þáttur í seríunni.




ÞÁTTUR 10: Points

Lokaþátturinn eins og hver annar lokaþáttur gerir, lýkur allri sögunni. Stríðinu er lokið en samt eru vandamál að skapast, og brátt á að senda Easy flokkinn í Kyrrahafsstríðið. Hér byrja leiðir mannana að skiptast, sumir fara heim, aðrir verða áfram í hernum og margir vita ekki hvað þeir eiga að gera. Þátturinn er séður gegnum augu aðalpersónunar Winters, hvað honum finnst, hvað hann ætlar að gera eftir stríðið o.s.f. Sem lokaþáttur þá endar Band of Brothers á fullnægjandi hátt, allri sögunni er steypt saman og í lokin þá finnur þú fyrir allri ferðinni sem hefur átt sér stað hjá Easy flokknum. Allt stríðið, allt blóðið, allt vesenið hefur borgað sig fyrir áhorfandann, því það er mjög auðvelt að setja sig í spor persónanna sem er einn af kostum þáttanna. Ferðin er búin, hringurinn er lokaður, Band of Brothers er allt.




NIÐURSTAÐA:

Band of Brothers er eitt best kvikmyndaða verk í sögu kvikmynda/þátta, þessi sería jafnast á við hvaða stórkvikmyndir hvar sem er í heiminum. Öll tæknivinnsla er stórkostleg, handritin, persónurnar og mannlega hliðin er öll til staðar, hver einasti leikari stendur sig vel og hver einasti þáttur nýtur sér persónurnar vel. Þættirnir eiga sér þann stóra kost að geta gripið áhorfendur og kastað þeim í brjálaðan rússíbana gegnum stríðið í Evrópu með Easy flokknum. Það er ekki verið að líta upp á Kana og niður á Nasista, engin hlið er sett yfir aðra, fjallað er um mistök og hroðaverk allra, bandaríkjamanna jafnt og Nasista á eins sanngjarnan hátt og hægt er. Sögunni er fylgt fram eins ýtarlega og mögulegt sé, þrátt fyrir nokkur mistök. Hér er eitthvað af öllu, stríði, sorg, ást, vonleysi, fyrirlitningu, örvæntingu, hasar og jafnvel glæpum. Það er ómögulegt að einhver geti ekki fílað þessa seríu. Band of Brothers er eina sjónvarpsseríu sem ég man eftir sem á skilið fullkomið fullt hús af stjörnum, því eins og ég sagði, þetta er að mínu mati eitt það stórkostlegasta kvikmyndaða verk í sögu kvikmyndagerðar.


Assalaamu Alaikum.


Sindri Gretarsson.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Little Miss Sunshine

Sindri Gretarsson 15. nóvember 2006 ***/****

Little Miss Sunshine er mjög einföld, létt og skemmtileg ´indie´ mynd, handritið er vel skrifað og leikararnir eru allir góðir, Steve Carell stelur nánast myndinni en hin unga Abigail Breslin á jafn mikið hrós skilið. Myndin fjallar um mjög mistæka fjölskyldu, heimilisfaðirinn (Greg Kinnear) er að missa vinnuna sína, móðirin (Toni Colette) sínöldrar, bróðir hennar (Steve Carell) reyndi að fremja sjálfsmorð, sonurinn (Paul Dano) hatar alla og talar aldrei við neinn, dóttirin (Abigail Breslin) hefur sér þann draum að keppa í Little Miss Sunshine keppninni og afi hennar (Alan Arkin) sem kennir henni danssporin sín er heróinsjúklingur. Fylgst er með ferðalagi fjölskyldunnar gegnum Bandaríkin á bilaðri rútu til þess að komast í Little Miss Sunshine keppnina í Kaliforníu í tæka tíð, auðvitað er ekkert nema vesen og fáranleg ævintýri sem bíða þeim. Mér leið vel þegar ég horfði á þessa mynd, þetta er eðaldæmi um kvikmynd sem hefur þann eina tilgang að dreifa endorfín tilfinningu til áhorfendurnar og það virkaði mjög vel. Meðal þess þá drullar myndin yfir bandarísku draumafjölskylduna og fegurðarsamkeppnir á mjög sérstakan hátt. Ef þú vilt sjá létta mynd sem kemur þér í gott skap þá skaltu endilega sjá Little Miss Sunshine, þegar hún kemur til landsins, hvenær sem það getur verið.


Assalaamu Alaikum.


Sindri Gretarsson.

sunnudagur, nóvember 12, 2006

"Six Day War" Dagurinn...

Nafnið bendir til lags eftir DJ Shadow sem Þór heldur voða mikið uppá og þetta lag víst ´einkenndi kvöldið´ samkvæmt honum Þór, en það er einmitt Þór sem er þungamiðja skrifta minn hér í kvöld...

Þessi ákveðna saga byrjar klukkan rétt fyrir miðnætti þann 11. nóvember 2006, ég þambaði bjór á leið minni í vesturbæinn (tók strætó). Ég hitti Andra og Þór, í einhverju alkaldasta og leiðinlegasta veðri á þessu ári hingað til og við göngum niður í miðbæ að þamba fleiri bjóra. Öllu gengur sæmilega, við komumst niður í bæ og förum inná Pravda, Andri og Þór drekka meira, ég drekk ekki mikið meira þar sem drykkjustuðið mitt var svakalega takmarkað þetta kvöld. Nú er klukkan yfir miðnætti, og það um klukkan 02:15 þar sem Andri (vel fullur) fær löngunina til þess að fara uppá dansgólfið. Ég var nú langt frá því að vera nógu fullur til þess að dansa, þrátt fyrir það þá dansa ég nú aldrei. Annars, ég fer með þeim upp og eftir smá tíma þá sé ég tvær stelpur dansandi, þetta var dans hannaður til þess að grípa athygli hjá strákum enda voru þær alveg uppí hvor annari. Andri nær að sannfæra Þór í að reyna í þær, ég ákveð að halda fjarlægð minni og horfi á þá fimm metra í burtu. Ég gat ekki heyrt í þeim en látbragðið sagði alla söguna, það byrjar með því að stelpurnar fara í langan sleik og fara að káfa á brjóstunum. Þegar því lýkur þá horfa þær báðar á Andra og Þór eins og þær séu að bíða eftir einhverju, Andri án hiks, tekur Þór og reynir að nálgast hann en Þór heldur fjarlægð sinni frá Andra. Þá kom smá DeNiro svipur á Þór, en Þór fer ekki, Andri hinsvegar fer að tala mikið við Þór og Þór svarar til baka þar til að lokum þá sýndist mér eins og þeir höfðu komist að sameiginlegri niðurstöðu... Þá fóru Andri og Þór í sleik. En eftir það, þá fengu þeir að dansa við þær. Ég hló, að þessu, að lífinu, að sjálfum mér fyrir að hafa séð þetta. Ég geng aftur niður, hitti Ása skyndilega og fer að tala við hann um eitthvað rugl, en svo eftir u.þ.b fimm mínútur koma Andri og Þór aftur niður. Við förum út og förum í hraðbanka, og þeir ætla víst að hitta stelpurnar aftur á barnum seinna. Til þess að stytta langa endinn, þá feilaði það litla plan og engar stelpur komust aftur í hendur þeirra Andra og Þórs.

Eins og Andri sagði við mig eftir þetta (vel fullur): "Eina stelpan sem ég hef fengið í kvöld er Þór"

Þór hinsvegar tók í kringum hálsinn á mér og sagði: "Þetta gerðist aldrei!"

Þór gagnrýndi Andra fyrir að nota alltof mikla tungu, en Andri sagði að Þór væri nokkuð góður í þessu bara, jájájájájájájájá...

Mér finnst þessar ljósmyndir henta svakalega við þetta tilfelli...


Þetta eru ekki Þór og Andri, þetta eru ljósmyndir af mjög svipuðum aðstæðum hinsvegar aðeins með öðru fólki.


Svona gengur þetta fyrir sig, hann hélt að þetta væri ást, en honum var nauðgað rækilega.


Jæja, ég nenniggi meiru.


Assalaamu Alaikum.


Sindri Gretarsson.

föstudagur, nóvember 03, 2006

Borat

Sindri Gretarsson 3. nóvember 2006 **1/2 af ****

Þetta er gamanmynd sem virkar eins og hún á að vera, skop af bandarískri menningu og fáfræði þess í augum Kasakstanbúa sem er þó alveg jafn fáfróður og tillitslaus og kanarnir í myndinni, en á öðruvísi hátt. Af þessum ástæðum er áhorfandinn að hlægja að nánast öllu sem gerist og öllum sem koma fram, þá sérstaklega honum Borat. Það er ferðalagið í myndinni sem skiptir máli en ekki hvert ferðinni er haldið því söguþráður myndarinnar er gífurlega innihaldslaus, fylgst er með Borat kynnast hinu og þessu tengt Bandaríkjamönnum, allt frá gyðingum til feminista en það þreytir á athyglinni hjá manni en þar sem myndin reyndist mjög stutt þá sakaði ekki mikið um það. Sacha Barton Cohen sýnir auðvitað frábæran leik, hann reynist ennþá vera einhver alskemmtilegasti karakterleikari samtímans en það er varla meira sem hægt er að segja en þetta, Borat er fyndin og skemmtileg og kemur sínu fram.


Assalaamu Alaikum.


Sindri Gretarsson.

laugardagur, október 28, 2006

The Departed

Sindri Gretarsson 28. október 2006 ****/****

Árið 2006 hefur hingað til verið frekar aumt kvikmyndár, The Departed er ein af fáum kvikmyndum sem standa uppúr þetta árið en þá alls ekki bara út af því að þetta hefur verið aumt kvikmyndaár. Hérna er Martin Scorsese að gera það sem gerir best, fjalla um glæpi og morð á háum skala, í þetta skipti er það mafía vs. lögreglan, í grófum dráttum. Billy Costigan (Leonardo DiCaprio) er lögga úr fjölskyldu sem hefur haft tengsl við glæpasamtök í fortíðinni svo hann er látinn í leyni koma sér í mafíusamtök Frank Costello (Jack Nicholson). Vandamálið fyrir lögreglurnar er að líkurnar benda til þess að það sé uppljóstrari í deildinni þeirra sem gefur Costello upplýsingar um áform þeirra. Söguþráðurinn hljómar frekar eðlilegur, það er ekkert uppúrskarandi eða óvenjulega frumlegt við söguna sjálfa, en handritshöfundurinn William Monahan (Kingdom of Heaven var hans fyrsta handrit sem var kvikmyndað) einbeitir sér í að skapa eins flóknar persónur og hann getur. Tvær aðalpersónurnar virka sem spegilmyndir af hvor öðrum, vandamál Costigans er uppljóstrarinn og vandamál uppljóstrarans er Costigan. Þessi barátta er eldsneyti myndarinnar, allar aukapersónurnar snúast kringum þessa miðju eins og reikistjörnurnar snúast kringum sólina. Fyrir utan tvo þrælsterkar aðalpersónur, sem DiCaprio og Damon léku helvíti vel, þá eru aukapersónurnar jafnvel betri. Ég minnist sérstaklega á þá Mark Wahlberg og Alec Baldwin sem voru alveg kostulegir í sínum hlutverkum, sem ég bjóst alls ekki við að neinu leiti. Fyrir utan húmorinn sem þeir tveir koma með þá er Wahlberg með eina minnugustu persónuna í myndinni. Svo eru aðrir í aukahlutverkjum sem komu vel fram, Ray Winstone, Martin Sheen, David O'Hara, Mark Rolston og Jack Nicholson. Þrátt fyrir frábæran leik hjá Nicholson þá var ég ekki alveg viss með niðurstöðu persónu hans, mér fannst hann ýkt geðbilaður, meira en svo þurfti. En allt þetta sem ég sagði gefur til að kynna vel skrifað handrit með skemmtilegum og eðlilegum samræðum og persónusköpun sem oftar en ekki kom vel á óvart. Mér leið eins og ég væri að horfa á forngríska sápuóperu sem gerist í nútímanum, en þá meina ég það á mjög góðan hátt. Ég hef ekki séð Infernal Affairs, asísku myndina sem átti upprunalegu hugmyndina fyrir The Departed svo ég get engan vegin sagt um munin milli þessara tveggja mynda svo ég var alls ekki viss við hverju ég átti að búast, það má deila um hve góðar myndirnar hans Scorsese hafa verið seinustu ár. Persónulega fílaði ég þær allar en þetta er án efa besta mynd Scorsese síðan allavega Casino jafnast nokkurn vegin við Goodfellas. Fyrir svona kvikmyndaár eins og 2006, þá er getur The Departed auðveldlega sitið í hásæti ársins, þ.e.a.s ef engin önnur betri kvikmynd kemur út fyrir áramót. The Departed er nákvæmlega það sem ég hef beðið eftir að sjá þetta árið, og ég vil meira af þessu, og þess vegna gef árinu ennþá tækifæri. Til þess að ljúka umfjölluninni þá vil ég að lokum undirstrika það að The Departed er mynd sem á það skilið að vera kallað meistaraverk, ég vil helst þó bíða og sjá myndina allavega sjá hana einu sinni enn til þess að geta dæmt um það með nákvæmni, en þetta er besta mynd ársins hingað til, hún kom mér alls ekki að vonbrigðum og ég held að hún muni ekki koma neinum að vonbrigðum.


"Well, Whoop-Dee-Fucking-Doo."


Sindri Gretarsson.

mánudagur, október 23, 2006

Ævisekúnda Nr.1000.000.000.000

Þetta kallast "erfiðleikar" með að ákveða líf sitt, þegar þú ert kominn svo djúpt inn í ákvörðun að þú byrjar að efa allt líf þitt frá upphafi. Satt, þetta er einskonar aðferð til þess að vorkenna sjálfum sér en þetta er líka góð aðferð til þess að komast að niðurstöðu.

Ég ligg í kafi í skólum, og ég veit núna, að sama hvaða skóla ég geng í þá er ég alveg jafn leiður á honum og hverjum öðrum skóla. Ég hef svo mikið að gera, að ég sleppi nánast að gera það allt.

Hvað gerðist við menntaskólaárin? Í raun er ég enn á þeim aldri, en ég er varla í menntaskóla lengur, en nýlega hef ég hugsað mikið um hvað gerðist við allan þennan tíma. Það átti að vera svo gaman að fara úr grunnskóla í menntaskóla, en einhvern megin þá fokkaðist allt upp fyrir flest öllum.

Ég get/má ekki sjá eftir því sem hefur gerst en hluti af mér óskar sér að hafa haldið áfram í menntaskóla og klárað hann almennilega.

Þetta er aðeins byrjunin á "Hvað er, og hvað hefði geta verið" spurningunni. Lífið er að hlaupa framhjá manni hraðar en áður, það var árið 2003 í gær, sumarið þetta ár hvarf í skýji af minningum. Ég vil fá jólin 2004 aftur, ég man að það tímabil var andskoti gott.

Ég verð þunglyndur að hugsa um þetta, á morgun verður árið 2010, og ég mun skrifa aðra ræðu um sama efni og ekki læra neitt nýtt af því sem ég skrifa hér og nú.

Og já, seinast, þann 31. desember 2005 þá skrifaði ég þetta á blogginu.

"Ef Quentin Tarantino hvetur þig til þess (að fara í kvikmyndaskóla) af hverju ætti maður þá að efa það? Svo ef allt feilar þá get ég alltaf kennt honum um ef ég lendi í einhverju sjálfsvorkunarskapi"

Ég get ekki sagt að neitt hafi feilað, en ég er samt í sjálfsvorkunarskapi, svo að...

Takk fyrir Quentin Tarantino...


Assaalamu Alaikum.


Sindri Gretarsson.

miðvikudagur, október 18, 2006

A Scanner Darkly

Sindri Gretarsson 18. október 2006 ***1/2 af ****

Eftir nógu langa bið þá loksins fær maður að sjá A Scanner Darkly, mynd sem hefur lent í stanslausu veseni útaf sinni nýrri Rotoshop aðferð, nýsköpuð tækni sem teiknar yfir stafrænu mynd og gerir A Scanner Darkly eins og hún sést á skjánum. Byggð á samnefndri bók eftir Philip K. Dick, þá fjallar myndin um Fred (Keanu Reeves), leynilögreglu árið 2012-2013 sem notar ´scramble-suit´ sem breytir útliti hans og rödd reglulega sem gerir hann óþekkjanlegan. Verkefni hans er að finna stóra fíkniefnasala og komast að hvaðan Substance D kemur, sem er eitt skaðlegasta og mest vanabindandi fíkniefni fyrr og síðar. Alvöru nafn Freds er Bob Arctor og sem Bob þá lifir hann fíkniefnalífi með ´vinum sínum´ sem hann þarf að nota til að afla upplýsinga, þar á meðal Barris (Robert Downey Jr.), Ernie (Woody Harrelson) og semi-kærustunni sinni Donna (Winona Ryder). Eftir of langa fíkn á Substance D þá verður heili hans að tveimum ólíkum hliðum, ein hliðin er Fred og hin er Bob og eru þessar tvær hliðar að keppast um yfirráð. Það sem A Scanner Darkly gerir frábærlega, er að hreinsa í burtu allt dæmigerða bias gegn fíkniefnum, sem gerir hlutlausa skoðun á málinu mun auðveldari. Bókin/myndin gerast á tíma þar sem Bandaríkin hafa tapað stríðinu gegn fíkniefnum og fíklar eru orðinn mikill hluti landsmanna svo myndin hneigist aðeins meira að anarkisma heldur en neinu öðru. Þrátt fyrir helling af fíkniefnum og skrítnu fólki að hegða sér skringilega leynist gífurlega pólitísk saga sem sker alveg jafn djúpt í nútímamál og það gerði þegar bókin var skrifuð fyrir u.þ.b þrátíu árum síðan. Keanu Reeves, leikari sem er mjög ´misfílaður´ af fólki, stendur sig furðulega vel sem Fred/Bob og nær virkilega að sannfæra mann að hann sé ekki bara Keanu Reeves heldur persóna í söguhlutverki. Hann er að mínu mati mistækur eftir kvikmyndum en A Scanner Darkly er eitt hans besta hlutverk síðan The Devil's Advocate. Robert Downey Jr. og Woody Harrelson sem hafa báðir átt langa sögu af fíkniefnaneyslu ná gallalaust að leika fíkla, enda þekkja þeir lífið betur en margir aðrir. Winona Ryder sem hefur bara lent í veseni með búðahnupl og slæm hlutverk eins og Mr. Deeds síðan byrjun aldarinnar gerir eitthvað merkilegt loksins, ekkert stórkostlegt en það sést að eitthvað býr ennþá í henni og vonandi lætur hún sjá sig eitthvað meira í framtíðinni. Fyrir utan A Scanner Darkly hef ég aðeins séð eina Richard Linklater mynd sem var School of Rock, ég viðurkenni vanrækslu mína í þessu máli og ætlast til þess að horfa á fleiri Linklater myndir þá sérstaklega eftir að hafa séð A Scanner Darkly. Þessi mynd er jafn skrítin og hún er góð, einhverjir gætu fundið þennan Rotoshop stíl pirrandi eða tilgangslausan en þar sem hann er mjög vandaður og passar við súra veruleikann sem myndin gerist í, þá fannst mér aðeins góðir hlutir myndast úr því. A Scanner Darkly er mjög sérstök mynd, en ein af betri myndum ársins, og eftir haust af vonbrigðum í bíóhúsum þá er myndin bjartur depill og ég vona að fleiri svona gæðamyndir fara að koma sér í bíó bráðum.


Assalaamu Alikum.


Sindri Gretarsson.

þriðjudagur, október 17, 2006

Dramahelgi...

Þessi nýliðna helgi var sannkölluð dramahelgi, þrátt fyrir sín merkilegheit þá varð lokaniðurstaðan á myrkari nótunum. Þá meina ég aðallega í afmælisveislu hennar Arenu á laugardaginn, veislunni gekk bara afskaplega vel, ég fékk að drekka nóg af áfengi og þar sem annað fólk drakk jafn mikið eða meira, þá virkilega hló það að brandörum mínum, sem er sjaldgæft í edrú umhverfi.

Ég og Þór fengum far hjá honum Nökkva áleiðis til Arenu, en þeir tveir beiluðu eftir aðeins tvo klukkutíma, betra eða verra er ég ekki viss en það gaf mér betra tækifæri til þess að tala betur við fólkið í veislunni, hinsvegar talaði ég meira við fólk sem ég þekkti fyrirfram, t.d Tomma og Arenu.

"Dramaið" byrjaði ekki að myndast fyrr en seint um nóttina, eftir smá stelpuvandræði (sem tengdust mér ekki) þá var aðalmálið einn óboðinn og blindfullur gestur sem langaði af einhverjum furðulegum ástæðum að lemja langflesta í boðinu. Ekki einu sinni allir viðverandi gestir né Arena gátu fengið hann til þess að fara, löggan kom og náði að róa hlutum niður en aðeins tímabundið þar sem ég frétti að hann hafi komið aftur um nóttina, meðan ég svaf.

Skondið með svona gaur sem hefur einhverskonar ofbeldishneigð, því þessir gaurar mega alls ekki drekka, það er hættulegt fyrir þá og aðra. Mín persónulega heimspeki gagnvart drykkju er að drekka áfengið sitt hægt þar til þú finnur fyrir vellíðunni, meðal þess verðuru djarfari og samskiptalauslátari, sem er önnur útskýring fyrir að vera létt-drukkinn. Eftir það þá drekk ég enn hægar, þar til að lokum ég hætti, því meira áfengi getur orsakað meiriháttar ástandi daginn eftir. Og ekki gleyma þá drekk ég alltaf nóg af vatni eftir áfengið, ég nenni bara aldrei að vera þunnur, það er hundleiðinlegt ástand sem ég þoli ekki. En auðvitað þá sleppi ég þessari heimspeki nógu oft og bara drekk þar til ég fæ nóg, sama hvernig dagurinn eftir verður.

En það er ein alheimsregla um svona fólk sem kann ekki að stjórna sér... Það má ekki drekka áfengi.

Enda náði þessi gaur að næstum eyðileggja fullkomlega vel heppnað afmælisboð, sem er skömm fyrir hana Arenu, þar sem þetta var átján ára afmæli, hennar eina átján ára afmæli og ég ímynda mér að henni hefur hlakkað til þess nokkuð mikið.

En á bjartari nótum þá hef ég nokkrar skemmtilegar myndir til þess að sýna...



Tommi sér eitthvað, það er greinilega eitthvað rosalegt, eitthvað ótrúlegt, eitthvað sannarlega einstakt.



Arena sér það líka, sjitt, þetta hlýtur að vera einhver óendanlega, stórkostleg og gífurleg sjón að sjá. Eitthvað sem lætur mann trúa á Guð aftur, eitthvað svo magnþrungið að það hlýtur að vera til Guð sem skapaði það!



___




Jebb, það er ég. Ég er svo ótrúlega sætur, að myndatökumanneskja hefur tíma til þess að ná myndum af fólki stara á mig. Ef það er ekki einstakt, þá veit ég ekki hvað er það.



En já, hérna niðri er link að síðu sem hefur einhverjar 229 myndir af afmæli Arenu, endilega tjekkið á því, nóg af mér í því...


http://dancingdoe.spaces.live.com/?_c11_photoalbum_spaHandler=TWljcm9zb2Z0LlNwYWNlcy5XZWIuRG93bmxldmVsLlBhcnRzLlBob3RvQWxidW0uRnVsbE1vZGVSZXF1ZXN0SGFuZGxlcg%24%24&_c11_photoalbum_spaFolderID=cns!E7CB9EFCBF5952F0!1590&_c=photoalbum


Ég sofa...


Assalaamu Alaikum.


Sindri Gretarsson.

fimmtudagur, október 05, 2006

World Trade Center

Sindri Gretarsson 4. október 2006 **1/2 af ****

World Trade Center er önnur myndin þetta árið sem ég sé sem fjallar um árásirnar þann 11. september 2001, sú fyrri verandi hin magnþrungna United 93 og þrátt fyrir sína kosti þá fellur World Trade Center í skugga United 93. United 93 var grípandi og sleppti manni aldrei frá skjánum, hún hélt manni stífan við sætið að bíða eftir að sjá meira, World Trade Center hefur þetta ekki. Þeir Nicholas Cage og Michael Pena leika þá John McLoughlin og William Jimeno sem festust undir rústunum á tvíburaturnunum og voru meðal þeirra seinustu sem var bjargað, megnið af skjátíma þeirra gerist í þeim aðstæðum og gegnum það er fortíð þeirra kynnt í sambandi við fjölskyldur og eiginkonur þeirra. Það er janmikil klisja og það hljómar, en þar sem þetta er sönn saga frá sjónarhorni alvöru mannana þá verður að gefa myndinni plús fyrir það. Hinsvegar þá vantar allt aðdráttaraflið til þess að viðhalda væmninni, sem hún tapaði sér oft í, helmingurinn af myndinni fjallar um harmleika fjölskyldna og konur þeirra en myndin á sér hræðilega bágt með að heilla áhorfendann með persónunum og aðstæðunum sem þau lenda í. Þessi harmleikur sem átti sér stað 11. september var ekki til staðar, ég fann ekki fyrir honum. Nicholas Cage og Michael Pena léku þó mjög vel í hlutverkjum sínum, sama með alla leikarana, allir voru sannfærandi. World Trade Center er eins ólík Oliver Stone myndum og hægt er að vera, ég hefði aldrei getað trúað því að Stone væri leikstjórinn hefði ég ekki vitað það. Hvort það sé góður hlutur ekki, en ég fíla eldra Oliver Stone myndirnar og ég er byrjaður að sakna þeirra. Með allri virðingu fyrir fólkinu sem dó í árásunum eða lifðu af, þá var World Trade Center ekki að ná til mín eins og hún hefði getað, hún er ágætis kvikmynd en lítið meira en það.


Assalaamu Alaikum.


Sindri Gretarsson.

föstudagur, september 29, 2006

Big Train og Preacher...

Nýlega þá uppgötvaði ég bresku sketzaþættina Big Train gegnum vin minn sem keypti þá á DVD um daginn. Í þessum þáttum eru þeir Simon Pegg, Mark Heap og Kevin Eldon sem reynast einstaklega góðir saman. Brandararnir eru mistækir, en þeir sem eru fyndnir, eru virkilega fyndnir, þetta eru líklega bestu sketzaþættir sem ég hef séð. Enda ákvað ég að brjóta lögin og rippa þættina til þess að eiga í tölvunni...

Svo er það Preacher, ég keypti allar Preacher bækurnar og hef eytt miklum tíma í að endurlesa alla seríuna. Ég quota Herr. Starr til þess að lýsa fyrir ykkur Preacher reynslunni...

"I have an erection" - Herr. Starr

Og um Preacher þarf ekki að segja meir.


En nú hinsvegar ætla ég mér að drukkna í sjálfsvorkun og viskí.


Assalaamu fokking ding-dong Chem-Challa!


Sindri Gretarsson.

laugardagur, september 23, 2006

"The Great Morpheus, we meet at last..."

Þetta eru línur Agent Smith í fyrstu Matrix myndinni eftir að Morpheus kastar sjálfum sér gegnum vegg í baðherbergi beint á Smith til þess að bjarga Neo.

Og þetta er einmitt atriðið sem ég og vinur minn Þór unnum saman við að endurgera í skólanum seinasta fimmtudag, þetta og bardagann sem átti sér stað eftirá.

Eftir u.þ.b tíu daga bara í því að byggja sviðið fyrir atriðið, þá þurfti að hanna sér vegg til þess að hoppa í gegnum, múrsteina til þess að eyðileggja, vask og klósett sem brotna við snertingu, og ekki gleyma, aðferðir til þess að beygja þyngdaraflið. Það eina sem við höfðum voru tvö reipi, eitt sem fest er við mjaðmirnar og annað sem hægt er að halda í, en tökurnar virkuðu bara helvíti vel og þá sérstaklega miðað við það sem við höfðum.

Ég sjálfur þurfti að leika Agent Smith, þar sem ég hef gjört svo áður í hinum mistæku Fylkis-kvikmyndum.

Þetta var án efa erfiðasti tökudagur sem ég hef lent í, byrjað var klukkan 10:00 um morguninn, hvorki ég né Þór sváfum neitt af viti fyrir daginn og við kláruðum ekki tökurnar fyrr en 01:30 um nóttina, og eftir það fylgdi frágangurinn sem voru aðrir tveir klukkutímar af stanslausri vinnu.

Ég og Nökkvi vinur minn sem þurftum að lemja hvorn annan erum báðir nokkuð eyðilagðir eftir daginn, fyrir utan að ég óvart lamdi hann nokkrum sinnum til blóðs þá komumst við lífs af að mestu leiti. Við eigum nógu mörg sár á okkur til þess að gleyma þessum degi aldrei.

Skotið þar sem hann Nökkvi stekkur gegnum vegg og beint á mig var gert alveg nákvæmlega eins og í myndinni, og ég hef sjaldan verið jafn stressaður, ekkert til þess að mýkja lendingu, enginn sem kann á stunts að hjálpa til nema við sjálfir.

Í heild sinni gæti þetta hafa verið besti tökudagur hingað til, reynslan hækkaði upp um mörg stig eftir þennan eina dag, við komumst endanlega að því að það er ekkert sem ekki er hægt að gera. Sumt virkaði betur en annað, en í heildinni þá kom þetta vel út og allt þetta basl varð vel þess virði.

Hvað sem mun gerast, skal ég reyna segja ykkur frá seinna...


Assalaamu Alikum.


Sindri Gretarsson.

sunnudagur, september 17, 2006

Nacho Libre

Sindri Gretarsson 17. september 2006 **/****

Ég er ekki viss hvað á að kalla þessa mynd, fáranleikamynd mögulega. Nacho Libre er venjuleg ´overcoming obstacles´ hetjumynd aðeins nú er það hinn skemmtilega feiti Jack Black að leika hálf Skandinavískan og hálf Mexíkóskan munk í Kaþólsku klaustri, hann hefur þráð að verða glímukappi síðan á ungum aldri, og loks fær það tækifæri og ætlast til þess að nota peninginn til þess að hjálpa munaðarleysingjunum í klaustrinu. Með hjálp hjá heimilislausum fáranlingi sem hefur hrossatennur, og traust hjá mjög aðlaðandi nunnu þá verður hann einn aðalkeppinauturinn í átt að sigri. Myndin er skondin á pörtum, jafnvel fyndin stundum, en innihaldið virkar mjög veikt fyrir lengdina á myndinni, og húmorinn var ekki alveg að halda myndinni uppi. Einn aðaltilgangur myndarinnar er þetta tilgangsleysi sem ræður ríkjum fyrir húmorinn, án þess hefði myndin líklegast verið frekar leiðinleg. Ég gekk út eftir myndina og fann ekki fyrir neinu, Nacho Libre er tilgangslaust rugl, en miðað við það, þá var hún allt í lagi sem einfalt áhorf.


Assalaamu Alikum.


Sindri Gretarsson.

þriðjudagur, september 05, 2006

Uppáhalds...

KVIKMYNDIR

The Shawshank Redemption, Fight Club, Citizen Kane, Goodfellas, Godfather, Chinatown, Seven Samurai, Schindler's List, Lord of the Rings, Pulp Fiction, Reservoir Dogs...

...allt myndir sem eiga það sameiginlegt að vera stanslaust settar á topp 10 lista yfir bestu kvikmyndir allra tíma.

Þegar ég spyr aðra kvikmyndasénía hvaða myndir þeir halda uppá og nefna þrjár eða fleiri af þessum myndum þá á ég oft bágt með að trúa þeim eða taka þeim alvarlega.

Tíu uppáhaldsmyndirnar mínar, ekki þær bestu, aðeins þær sem ég dýrka mest af öllu... (Listi sem mun án efa breytast töluvert gegnum árin)


1)

Hef haft "soft-spot" fyrir Gladiator síðan ég sá hana í bíó.


2)

Eitt best gerða meistaraverk allra tíma, óendalega vel gerð, efnið er dýrlegt, myndin er af Guði.


3)

Elska þessa meira eftir hvert einasta áhorf, besta "buddy" mynd sem til er, engin kemur nálægt.


4)

Myndin er námsefni fyrir góða persónusköpun, myndatöku, og almennri kvikmyndagerð yfirleitt.


5)

Þarf að segja af hverju? Besta sýra sem ég hef tekið...

6)

Mynd sem er dæmigerð á topplistum, sá hana fyrst átta ára gamall og hef elskað hana síðan þá.


7)

Svipað og Gladiator, mynd sem ég sá ungur og síðan þá hefur hún aldrei breyst í áliti hjá mér.


8)

Önnur Darabont mynd sem er frábær, líkt og Shawshank þá hefur hún fullkomna sögusetningu.


9)

Ein af þessum gömlu klassísku sem ég hef alltaf haldið mikið uppá.


10)

Af þeim þrjátíu myndum sem berjast um seinasta sætið þá gef ég Chaplin það, mynd sem ég nýt þess að horfa á.

Ýmsar aðrar: The Matrix, Goodfellas, Platoon, Lord of the Rings, Kingdom of Heaven Director's cut, Kiss Kiss Bang Bang, The Last Samurai og margar fleiri...


___



KVIKMYNDATÓNLIST

Nýlega hef ég rekist á þó nokkra vefi og umræður sem fjalla um tíu bestu kvikmyndalög/tónlist allra tíma. Hjá gagnrýnendum er listinn yfirleitt, Citizen Kane, Robin Hood, Schindler's List og Lawrence of Arabia.

Af öllum kvikmyndum þá er þessi í uppáhaldi gagnvart kvikmyndatónlist...



Hver sem hefur séð þessa mynd mun segja svipað og ég, ég myndi deyja ánægður ef ég vissi að þessi tónlist yrði spiluð á jarðaför minni.


Ýmsar Aðrar: Chaplin, Gladiator, Unbreakable, Ninth Gate, Braveheart...


___



KVIKMYNDATAKA

Þegar ég horfi á kvikmyndir þá pæli ég næstum því mest um kvikmyndatökuna, og af öllum myndum sem ég hef séð þá eru það þrjár myndir sem hafa mína uppáhaldsmyndatöku...


1)

Alglæsilegasta kvikmyndataka sem ég hef séð, stórkostleg að öllu leiti, John Mathieson er snillingur.


2)

Robert Richardson, annars snillingur í myndatökuheiminum, myndatakan hér er fullkomnun.


3)

Myndataka til þess að slefa yfir, enn annar snillingur, Conrad Hall sem lést eftir þessa mynd, Road to Perdition var hátindurinn hans, ég efa að hann sjálfur hefði nokkurn tíman getað toppað hana.


Ýmsar aðrar: Last of the Mohicans, Citizen Kane, Lawrence of Arabia, United 93 og aðrar sem ég er að gleyma í augnablikinu...


Nóg í bili...


Assalaamu Alaikum.


Sindri Gretarsson.

mánudagur, september 04, 2006

Beowulf & Grendel

Sindri Gretarsson 4. september 2006 *1/2 af ****

Það er skömm að Beowulf & Grendel fái ekki betri dóm en þetta, það er sjaldséð að sjá Íslensk tengda kvikmynd og þá núna dýrustu kvikmyndaframleiðslu sem tengist Íslandi. Hér er á ferð alveg ferlega illa skrifað handrit, ekki á þann hátt að fólk talaði skringilega eða málvillur voru til staðar, heldur það leit út fyrir að þrettán ára krakki hafi skrifað myndina. Það eru atriði sem koma sögunni ekkert við, eða skiptu svo litlu máli í samhengi við heildina að það kom ekkert úr því, þetta gerðist ekki stundum heldur nokkuð oft. Myndin byrjar með ágæt lof, það kom fram skemmtilegur húmor og persóna Beowulfs (sem var nánast eina verulega persónan til staðar) byrjaði að kveikja áhugann. En atburðarrásin, nánast allar persónunar, öll orðasamskipti, falla niður steindauð fljótlega, það gekk svo langt að á tímum spurði ég sjálfan mig af hverju sumir hlutir voru í myndinni og það er alls ekki góður hlutur. Einn af öðrum vandamálum myndarinnar var ´aðdráttarafl´ sögunnar, ég horfði á skjá í 100 mín og var fullkomnlega var við það, þ.e.a.s sagan skapaði engan áhuga, enga spennu, ekkert sem dró athyglina mína gegnum myndina. Gerard Butler gerir sitt besta sem Beowulf, en slæmt handrit leyfir honum ekki sitt besta, sama má segja um Stellan Skaarsgard og Ingvar E. Hinsvegar fannst mér Sarah Polly frekar misheppnuð í hlutverki sínu, mögulega útaf handritinu en mér fannst þetta ekki vera hlutverk sem hentaði henni. Framleiðslugæðin eru ágæt, sérstaklega miðað við rándýrar Hollywood myndir, myndatakan var fín (þó ekki eins og ég hafði vonast eftir), landslag Íslands auðvitað bætti margt fyrir umheiminn í myndinni. Handritið drepur Beowulf & Grendel, með betra handriti hefði myndin getað verið mun betri, þessi ókostur er einfaldlega svo slæmur að allt annað fellur í sömu gröf. Ég hinsvegar kýs að skoða kostina og dæma samkvæmt þeim líka, en meira en þessa stjörnugjöf get ég ekki gefið.


Assalaamu Alaikum.


Sindri Gretarsson.

sunnudagur, september 03, 2006

Nú geta allir "commentað"...

Nýlega var mér bent á galla á síðu minni sem ég hugsaði aldrei fyrir mér. Það er víst stilling sem hindrar það að allir geta "commentað" á síðunni minni, sem útskýrir fáu "commentin".

Ég hef afstillt þetta og hérmeð geta allir skrifað ruglið sitt á síðuna mína...


Assalaamu Alaikum.


Sindri Gretarsson.

laugardagur, ágúst 26, 2006

Thank You for Smoking

Sindri Gretarsson 26. ágúst 2006 ***1/2 af ****

Thank You for Smoking er í raun Lord of War aðeins um tóbakko, og eins og er Lord of War þá fjallar myndin um mannin bakvið vöruna. Það er ekki verið að segja fólki að hætta að reykja eða ekki reykja, rétt eins og Lord of War var ekki að segja fólki að ekki eiga skotvopn. Boðskapurinn er mjög sanngjarn, viturlegur og ekki gagnrýninn á neinn eða neitt og svipað og Lord of War, þá er húmor mikill drifkraftur sögunnar, húmor og auðvitað aðalpersónan sem er leikin nokkuð helvíti vel Aaron Eckhart. Handritið einkennist af köldum húmor, forvitnilegum persónum og mjög óhefðbundnari atburðarrás. Myndin fjallar um þennan sígarettu-talsmann sem reynir að breyða út góðvild skilaboð frá tóbakkófyrirtækjum á meðan hann reynir að vera góða ímynd sonar síns. Það er mjög vel gert hvernig handritshöfundurinn nær að skrifa svona persónu og ná áhorfendanum á hennar hlið, þrátt fyrir að perónan skuli hafa frekar erfitt og umtalað starf þá er mjög auðvelt að líka vel við þennan mann því hann nær að koma öllu sínu málefni fram og hann getur útskýrt af hverju hann getur það og af hverju hann gerir það. Leikaraliðið er stórt, flestir leika þó í rétt svo einu atriði eða sjaldan fleiri, t.d Rob Lowe, Robert DuVall og Sam Elliot koma rétt svo fram í þrjár mínútur af myndinni. Það er mjög skondið að vita að leikstjórinn Jason Reitman sé sonur leikstjórans Ivan Reitman og hefur svo ungur á aldri gert mun betri mynd en pabbi hans hefur gert á öllum sínum starfsferil. Thank You for Smoking er líklega ein af betri myndum ársins því það einfaldlega hafa ekki komið það margar góðar hingað til, hér er á ferð mjög léttlynd og notaleg kvikmynd sem er auðvelt að hafa gaman af, þetta er ekki prédikun gegn tóbakko heldur mynd um sjálfstæðar ákvarðanir. Ég gekk útúr bíóhúsinu mjög sáttur og er á þeirri skoðun að þrjár og hálf stjarna sé mjög sanngjörn einkun fyrir Thank You for Smoking.


Assalaamu Alikakum.


Sindri Gretarsson.

föstudagur, ágúst 25, 2006

United 93

Sindri Gretarsson 25. ágúst 2006 ***1/2 af ****

Loksins fékk ég að sjá United 93, mynd sem ég hef beðið lengi eftir sem fjallar um eitt viðkvæmasta efni sem hægt er að fjalla um þessa dagana. Það er alltaf gaman að spurja hina og þessa um, hvar varst þú 11. september 2001? Tveimum klukkutímum áður en að American 11 fluginu var rænt af Boston flugvelli, var ég einmitt þar að millilenda til þess að taka flugið mitt heim til Íslands. Á meðan flugránin áttu sé stað var ég að horfa á klippta útgáfu af One Night at McCool's í flugvélinni og á meðan United 93 hrapaði þá var ég líkt og flestir íslendingar, fastur fyrir framan sjónvarpið að horfa á einn merkilegasta sögulega atburð lífs míns. Það er alls ekkert fyndið við þetta, en samt þá finn ég fyrir grimmu kaldhæðnislegu brosi þegar ég hugsa um það, og hve heppin ég skuli hafa verið að hafa tekið flugið áður en þetta gerðist. Nú um myndina, ég get með ákveðni sagt að United 93 er ein besta mynd sem ég hef séð á árinu. Paul Greengrass heldur svipuðum stíl og hann gerði í Bloody Sunday, tónlistin er nær engin, myndatakan er nánast öll með höndum, en það besta sem hjálpaði verulega til með að skapa raunverulega tilfinningu var að nota óþekkta leikara í hlutverkunum. Sumir leika sig sjálfa þó, Ben Sliney sem var flugvallastjórnandinn 11. september á Boston flugvelli leikur sig sjálfan sem reyndist vera nokkuð stórt hlutverk. Ég þekkti þó nokkra leikarana þarna af og til, t.d þá var David Rasch sem lék í gömlu Sledge Hammer þáttunum þarna, en engir stórleikarar koma fram neinstaðar. Það er misjafnt hvernig fólk mun dæma þessa mynd, sumum finnst þetta vera of snemmt, sjálfur finnst mér ekkert vera að þessu þá sérstaklega ef myndin segir eitthvað af viti. United 93 er ekki pólitísk mynd, en það sem kom mér á óvart er það að Paul Greengrass sýnir líka hvernig ræningjunum líður gegnum allt ránið þá aðallega hjá einum sem átti víst að hafa flogið vélinni til hrapsins. Hann er ekki sýndur sem alskeggjaður Talíbani með AK-47 öskrandi ´Allah Akbar´ heldur sem gersamlega venjulegur maður, þó svo enginn veit með vissu hvað nákvæmlega gerðist í fluginu þá sýnir Greengrass þennan mann sýna mikinn hika við að gera þetta og það reyndist auðvelt fyrir mig að setja sjálfan mig í hans spor. Án þess að lýsa öllu nákvæmlega og eyðileggja myndina, þá verð ég að segja að Greengrass er mjög sanngjarn gagnvart efninu, en örugglega leyfir sér aðeins meira um að giska um raunverulegu atburðina heldur en hann mátti. Ég hef ekkert vandamál með það á meðan það sé eitthvað vit í því, en ég sé alveg fyrir mér einhver Kana brjálast út af þessu, þó svo að mikill hluti manna sem dóu voru ekki bandarískir þá er væmnin bakvið þennan atburð nánast gersamlega á þeirri hlið. United 93 er líka alveg rosalega spennandi mynd, þó svo ég vissi nákvæmlega hvað myndi gerast þá vildi ég alltaf sjá meira, lokin á myndinni skemma á manni heilann þau eru svo magnþrungin. Þetta er mjög alvarleg drama, þetta er ekki Harrison Ford að leika hermann í flugvél að bjarga heiminum frá íllum Rússum, hver sem sér þessa mynd verður að dæma hana samkvæmt því efni sem hún er byggð á, en ef einhver mun hata þessa mynd og hefur kjarkinn til þess að gefa henni slæman dóm þá endilega gerðu það, ég væri til í að sjá það. Ég er spenntur við að sjá hvort World Trade Center nái að toppa United 93 því það myndi vera erfitt.


Assalaamu Alaikum (kannski hentar sú kveðja sig ekki alveg þetta skiptið)


Sindri Gretarsson.

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Tales of Germania

Ég er kominn aftur til Íslands, og með mér kom ljósið. Þar sem ég er Guð allra og allir elska mig.

Ég ætla að útskýra ferðina í myndasögum... þar sem fólk er heimskt og án ímyndunarafls og þarf myndir til þess að skilja hluti.



Fyrsti dagurinn minn í Leonberg á bar að reykja vindling, drekka Bailey's og spila poker.



Og hérna er hann Þór, hálf íslenski hálf germaninn. En eins og greinilega sést, þá er ég fallegri.





Dagur númer tvö, ég og Þór fórum á fillerí. Þarna sérðu mig að drekka Mai-Tai, gvuð hvað það er glataður drykkur.



Og hérna er Þór að drekka sama drykkinn. Ég bendi á að ég er fallegri jafnvel þegar ég gretti mig.





Ég að sýna afbragðsleik sem mann í dauðlegum aðstæðum. Hvar er óskarinn minn?



Þór að brosa. (Ég er ennþá fallegri)





Ég í Wurzburg að ræða við styttu, það er svakalegt hve mikla visku stytta getur gefið manni.



Þór að fá útrás á angist sinni gagnvart samfélaginu.





Aftur í Leonberg á bar, í þetta skipti að horfast augu við áfengislöngun mína. Fyrir aftan mig situr hann Patrick, þýski vinur hans Þórs.



Þór að taka upp mig langandi áfengi.





Ég á baðherbergi eftir að hafa verið á strippklúbbi.



Þór með strippgellu, já hún reyndi við hann, en tvær reyndu við mig. Sem sannar enn fremur hvor okkar sé fallegri.


Það sem gerðist eftir strippklúbbinn er Rated NC-17...



Rotenburg, miðaldarbær. Aðalturn af borgarmúr sem hefur staðið í meira en 700 ár.



Barnalegt, en skemmtilegt.



Enda var ég ekki sá eini.



Too cool to exist. Rotenburg breyttist að eilífu eftir okkar brottför.





Hita upp fyrir Massive Attack tónleikana í Düsseldorf, fjórir bjórar á mann er lágmark.



Þór er Massive Attack gelgjan, þetta var líklega örlagaríkasti dagur ævi hans.





Skoða Düsseldorf, mjög þreytulegur eftir tónleikana.



Lestastöðin og heimferð.





Sindri The Hitman.



Þór The Hitman.





Seinasti dagurinn, Þór að fela þunglyndi sitt með kaldhæðni.



Ekki nógu slæmt að við séum að fara aftur til Íslands, heldur þurfum við að bíða í röð til þess að komast þangað.



Þetta voru aðeins 24 ljósmyndir af 900 sem ég tók í Þýskalandi, svo þetta er aðeins mjög stutt útgáfa af ferð minni þangað.

Ég keypti 23 DVD myndir:

1) The New World
2) Munich
3) Boogie Nights
4) Léon - The Professional director's cut
5) The Frighteners director's cut (4 diska sett, báðar útgáfur)
6) Dances with Wolves director's cut (4 diska sett báðar útgáfur)
7) Breakdown
8) Congo
9) Chasing Sleep
10) The Ninth Gate
11) Barton Fink
12) Miller's Crossing
13) Road to Perdition
14) Human Traffic
15) Dominion: Prequel to the Exorcist
16) Crimson Tide
17) Butterfly Effect director's cut (báðar útgáfur)
18) True Lies
19) Platoon Gold Edition
20) The Machinist
21) Strange Days
22) Der Untergang (sjónvarpsútgáfan)
23) The Insider

Svo keypti ég mér Packard Bell VIBE500 Mp3 spilara sem spilar videofæla, ljósmyndir og allt það... 30bg og kostaði um 19.000 krónur.


Mjög skemmtileg ferð, að gleyma henni verður gífurlega erfitt.


Assalaamu Alaikum.






Sindri Gretarsson.