föstudagur, mars 30, 2007

Hæl Hitler.

Hvað er með allar þessar 13 ára "ég elska Desperate Housewives og alla aðra viðbjóðs-kanaþætti í sjónvarpinu" gelgjur? Þær eru að taka yfir heiminn! Eftir tíu ár verður engin siðmenning eftir, aðeins leifar af glimmer og breezer!

Hér eru ástæðurnar af hverju það þarf að eyða gelgjunni af yfirborði Jarðar.

1) Þær kunna ekki að drekka.
2) Þær hanga með gaurum sem eru allt að fimm árum eldri en þær sjálfar, getið hvað þeir vilja frá þeim.
3) Þær kunna ekki að hugsa rökrétt né hugsa yfirleitt.
4) Þær fara á myndir eins og Norbit í bíó.
5) Systir mín er ein þeirra.

Þessar gelgjur munu að endanum umbreytast í ljótar fasistakellingar sem reyna að spúa ruglinu sínu yfir yngri kynslóðirnar með Justin Timberlake og Britney Spears... (eða framtíðar-útgáfunum af þeim, Þau tvö verða án efa illa washed-up af eymd of peningaleysi).

Svo er það counter útgáfan af gelgjunni... Hnakkinn, sem er u.þ.b jafnslæmt fyrirbæri og gelgjan.

Síðan er það flokkurinn sem ég telst undir... Nördinn sem gagnrýnir allt í kringum sig með absúrdlega ýktar skoðanir... Ég er bara bloody stoltur að fallast undir þennan flokk.

Persónulega myndi ég frekar vilja vera hross heldur en gelgja eða hnakki... og ekki gleyma treflunum, það er nú pakk sam þarf að brenna einhverstaðar í holu og helst lifandi.

Af hverju tala um þetta? Af hverju ekki. Ég hef allavega smá "legitimacy" bakvið ræðuna þar sem æskan er að gagnrýna æskuna þetta skiptið. En ef heimskt fólk væri ekki til þá væri enginn gáfaður... eða hvað? Ég er allur fyrir fjölbreytni, svo ég verð að sætta mig við tilvist gelgja og hnakka og aðeins vona það að þeirra tilvist styrki á einhvern hátt SNILLDINA sem er ég.



"When I'm through with you, you're gonna wish your daddy pulled out early"


Sindri Gretarsson.

fimmtudagur, mars 29, 2007

Íslandshreyfingin...

Gáfur mínar á pólitík eru jafn slæmar og kvikmyndin Son of Mask, það eina sem ég get sagt um þennan flokk (eins og er) er að ég hef verið að kvikmynda og taka fjölda ljósmyndir fyrir flokkinn, þá aðallega elta þau út á land að halda fundi við "out-of-towners".

Framtíð Íslandshreyfingunnar er ennþá ekki skýr, en samkvæmt könnunum þá gengur flokknum alveg nokkuð vel.

Annars hefur fátt gerst í mínu lífi þessa dagana, ég held áfram að hugsa um tilvist mína í post-moderniskum anda, sjálfsmorðshugleiðingar hvelja mig alla daga... líf mitt er hringur kvala, hver einasti andardráttur er eins og svipuhögg á kynfærin og þar með vil ég aðeins dauðann...

Nei í raun líður mér ágætlega, er með svefngalsa og á erfitt með að einbeita mér eins og er. Ég held að svarið sé Family Guy, einn þáttur af Family Guy mun koma mér í rétta skapið...

Og að lokum, af engri sérstakri ástæðu ætla ég að setja mynd af sjálfum mér (út á land að elta flokkinn).



"Dear God! It's beautiful... and huge!"


Sindri Gretarsson.

fimmtudagur, mars 22, 2007

Jebús!

Nú loksins veit ég hvernig er að vera í þrælahaldi... að vinna í auglýsingabransanum! Framleiðendur eru meiri harðstjórar heldur en verstu keisarar Rómaveldis og ef þú byrjar lægst í fæðukeðjunni eins og langflestir þá muntu skilja hvað ég er að reyna að segja. Það er engin miskun, þú mætir fyrst og ferð síðast og færð yfirleitt lítinn eða engan svefn. Allt það líf sem þú áttir þér, þú mátt gleyma því, auglýsingabransinn er sannkallaður dauði.

Hinsvegar er hann örugglega þess virði þegar þú byrjar að klifra upp stigann og sópa græða meiri pening...

Ég bíð aðeins spenntur eftir að losna úr þessari ánauð til þess að geta lifað aftur.


Sindri Gretarsson.

mánudagur, mars 19, 2007

Watchmen

Reynslan mín á myndasögum er frekar takmörkuð, ég hef aðeins lesið það besta frá höfundum eins og Garth Ennis, Frank Miller og Alan Moore sem skrifaði einmitt Watchmen. Af öllu því sem ég hef lesið, þá er Watchmen besta ritverkið, það er ekki endilega skemmtilegast eða flottast heldur einfaldlega best skrifaða verkið. Ég las fyrst Watchmen fyrir nákvæmlega ári síðan, ég quota sjálfan mig frá þessari bloggsíðu þann 30. mars 2006: "Ég las Watchmen um daginn eftir Alan Moore, eftir lesturinn þá stóð ég upp og sagði: "Hvað í andskotanum var ég að lesa!?". Ekki á slæman hátt, ég er ennþá að reyna melta þessar sögur, kannski er Watchmen of gáfað fyrir mitt óæðra heilahvel?" Eftir heilt ár að melta þessa myndasögu þá ákvað ég að kaupa alla bókina í Nexus um daginn og lesa hana alla aftur. Annað en fyrir ári síðan þá veit ég hvað mér finnst um hana, Watchmen er meira en það sem við skilgreinum sem snilld, ég er ekki frá því að segja að Watchmen sé betri en hvaða bók sem hef lesið eða jafnvel allar kvikmyndir sem ég hef séð. Alan Moore tekur gömlu ofurhetju-myndasögu klisjuna og umbreytir henni í algert meistaraverk, ekki bara er hún djúp-sálfræðileg heldur einnig djúp-pólitísk og sker sig gegnum stjórnmál þess tíma sem hún var skrifuð (Watchmen er skrifuð kringum 1985 og er gefin út 1986-1987 og fjallar mikið um kalda stríðið). Persónurnar í Watchmen gera bókina merkilega, þær gætu auðveldlega verið hunsaðar sem hallærislegar eða dæmigerðar en þær eru svo vel skapaðar ekki aðeins í hegðun og tali heldur einnig í baksögum og þróunarferlum sínum gegnum myndasöguna sem gerir uppbyggingu sögunnar ennþá mikilvægari. Zack Snyder sem gerði Dawn of the Dead endurgerðina en einnig 300 er að þróa kvikmynd byggða á Watchmen bókinni sem á víst að koma út árið 2008. Til þess að gera þessa myndasögu að kvikmynd sem er ekki aðeins alger snilld heldur einnig trú myndasögunni þarf að gera að minnsta kosti þriggja klukkutíma og hraða kvikmynd með frábærum leikurum. Þegar ég meina hraða þá er ég ekki að tala um MTv stíl heldur Christopher Nolan stílinn eins og í t.d Batman Begins og Prestige, hröðklippt án þess að eyðileggja stílinn í myndasögunni og söguframvindan verður að vera í góðum takti. En það er aðeins ef það er gerð kvikmynd, hún ætti frekar að vera gerð sem mini-sería líkt og Rome þættirnir, tólf þættir fyrir hvern kafla og hver þáttur ætti að vera klukkutími á lengd. Það er í raun eina leiðin til þess að vera fullkomlega trúr myndasögunni en auðvitað takmarkar það peningaflæðið fyrir Hollywood blóðsugunum. Alan Moore er örugglega að skipuleggja morð á Zack Snyder eins og er þar sem hann er er gersamlega á móti því að gera kvikmynd úr Watchmen. Eftir að From Hell og League of Extrordinary Gentlemen fóru í vaskinn þá skil ég alveg af hverju. Watchmen er biblía myndasaga, eins og bíblían er fyrir bækur og Godfather fyrir kvikmyndir og ef þetta vekur áhuga hjá einhverjum sem les þessa grein þá hvet ég þig til þess að lesa þessa myndasögu en ég vara þig við að þetta er mjög flókin saga og ekki búast við að skilja/fíla hana eftir aðeins eitt rennsli. Það þarf mjög líklega tvö eða fleiri aðeins til þess að skilja söguna nógu vel til þess að meta hana.

10/10 *FULLT HÚS*




(frá efst til vinstri) Dr. Manhattan, The Comedian, The Second Silk Spectre, Ozymandias, Captain Metropolis, The Second Nite-Owl og Rorschach.


"Who watches The Watchmen?"


Sindri Gretarsson.

þriðjudagur, mars 13, 2007

Bestu myndir 2006...

Jæja ég tel það nokkuð öruggt að skapa einn þéttan lista um bestu myndir ársins 2006, topp 10 þ.e.a.s og eftir mínu áliti. Ég hef ekki séð allar myndir frá 2006 en þetta er besti listinn sem ég get komið með eins og er, hann mun pottþétt breytast eins og 2005 listinn minn...

---

1) The Departed

Það er hægt að rífast um hvort hún sé betri en Goodfellas eða ekki, það breytir engu en mér finnst The Departed vera toppurinn í ár og hún átti skilið óskarinn.


2) Children of Men

Í framtíðinni verður þessi mynd talin klassísk vísindaskáldsaga, hún var illa hunsuð að stórum verðlaunahátíðum en hún mun lifa gegnum söguna lengur en flestar myndir.


3) United 93

Endinn í þessari mynd er nóg til þess að koma henni á listann, ég hef aldrei verið í jafn miklu adrenalín stuði á ævi minni meðan ég horfi á kvikmynd.


4) The Fountain

Ég held að ætti að fara gefa þessa mynd út á Íslandi einhvern tíman, hún er ekki fyrir alla en þá sem geta metið sannar heimspekimyndir þá er The Fountain fyrir þig. Hún er einnig ein flottasta mynd sem ég hef séð á sjónrænu stigi.


5) Das Leben Der Anderen

Þýsk mynd, vann óskarinn og átti það skilið.


6) A Scanner Darkly

Ég er mikið fyrir mindökk, og Scanner Darkly er meira mindfökk en flestir taka eftir.


7) Thank You For Smoking

Ekki beint gamanmynd, mjög kaldhæðin en einnig alvarleg og summar reykingaveseninu upp nokkuð vel.


8) The Prestige

Mjög vel gerð og hröð, líkt og Batman Begins þá er ekki einn hægur punktur í henni.


9) Perfume: The Story of a Murderer

Óvenjuleg, sjúk, mindfökk...


10) Pan's Labyrinth

Mjög góð mynd, einstök.

---

2006 fannst mér vera ekkert meira en fínt kvikmyndaár, myndir eins og Last King of Scotland, Babel, Flags of our Fathers, Letters From Iwo Jima, The Queen, The Good Shepherd, Little Miss Sunshine, Blood Diamond og Borat, myndir sem lenda oft í toppsætum 2006, þetta eru allt fínar myndir (nema Blood Diamond sem mér fannst ömurleg) en ekkert merkilegar að neinu verulegu stigi. Mér fannst erfitt að fylla topplistann af nægilega góðum myndum, sem gerir 2006 að ekkert sérstöku kvikmyndaári.

(V For Vendetta er á 2005 listanum mínum, Kingdom of Heaven director's cut er þar einnig þar sem hún var gefin út í bíóhúsum í Los Angeles í desember 2005 en á DVD maí 2006)


Sindri Gretarsson.

fimmtudagur, mars 08, 2007

300

Sindri Gretarsson 8. mars 2007 ***1/2 af ****

Fyrir hvern sem hefur lesið myndasöguna eftir Frank Miller og einnig fyrir hvern sem hefur ekki lesið hana, þá er þessi mynd örugglega ekkert nema æðisleg. Ég ætlast ekki til þess að móðga neina með að segja hið augljósa, en fyrir þá sem þekkja þetta ekki, þá er myndin byggð á samnefndri myndasögu eftir Frank Miller sem byggist lauslega á sannsögulegum heimildum sem áttu sér stað árið 480 fyrir Kristsburð þar sem nokkur hundruð Spartverjar undir stjórn Leonidusi, konung Spörtu meðal annarra Grikkja vörðust gegn mun stærri innrásaher undir stjórn Xerxes, konung Persíu. Þessi orrusta er nú kölluð Orrustan við Thermopylae og er núna orðin meiri goðsögn en hún var, sérstaklega eftir þess mynd. Það sem sker uppúr er það sem hver einasti trailer gaf í skyn, hún er flottari en allur andskoti sem við höfum séð hingað til, auðvitað er það smekksatriði en þrátt fyrir það þá er hún óneitanlega á topplistanum yfir flottustu myndum allra tíma. Bardagasenurnar eru svakalegar, þær eru það fallegar að þær dáleiddu mig, hvert einasta högg var sem fullnæging, hver einasta blóðgusa var hrein ánægja og hvert einasta öskur sem Gerard Butler argaði útúr sér var yndislegt (sá maður kann að öskra). En já, ég gæti verið að ýkja aðeins, ég vil aðeins gera það skýrt hve sáttur ég var með þennan hluta myndarinnar. Þrátt fyrir það þá er þetta engin fullkomin mynd, fyrir mig sem hefur lesið myndasöguna þá get ég sagt að ég er mjög sáttur með frammistöðu leikaranna, þá sérstaklega Gerard Butler sem Leonidus og einnig David Wenham sem Dilios. Myndasagan var mjög þétt og stutt, einföld og létt í lestri og eins og myndin þá var hún rosalega vel teiknuð, en í myndinni er söguþráðurinn lengdur. Það gætu verið margar ástæður bakvið það, hin helsta er líklega sú að myndasagan er stutt og það varð að lengja söguna til þess að skapa heilari kvikmynd. Því sem er bætt inn er heilum söguþræði tengt Gorgo konu Leonidusar sem reynir að hvetja stjónarráð Spörtu til þess að senda liðsauka til manns hennar meðan hann berst við Persana með sínu 300 manna hersliði. Í mínum augum ætti 300 að vera strákamynd, testosterón drifin í öfgar með bardögum, blóði og mikið af kjánalegu hugrekki en þessi nýji söguþráður sýndist mér vera til þess að skapa meiri áhuga fyrir kvenkynið (sem er ekkert slæmt), en mér fannst það ekki gera neitt betra fyrir myndina. Kannski er þetta hinsvegar kjaftæði hjá mér þar sem það eru 300 hálfnaktir karlmenn hoppandi um að berjast í myndinni, held að það dugi líklega til þess að draga að sér konur. Þessi söguþráður sleppur þó því hann bjargar sér í úrlausninni, en hefur samt þann galla eins og myndin í heild sinni að þurfa endurtaka sömu ræðurnar um frelsi, heiður og hugrekki aftur og aftur. Mér fannst sá söguþráður allavega ekki nógu vel vandaður, líkt og hann væri þar fyrir þann eina tilgang til þess að lengja myndina, semsagt það var ekki nógu vel vandað með að fela þá staðreynd, þessi söguþráður er án efa veikasti punkturinn en burtséð frá því þá heldur myndin sér í einfaldari kantinum, hún er ekki að reyna að vera flókin eða skapa alltof mikinn tilgang bakvið söguna og myndinni tekst við að skapa sitt eigið efni og vera trú myndasögunni á sama tíma. 300 er að mínu mati ein af skemmtilegri myndum sem ég hef séð, hún byggist aðallega á útliti sínu, handritið er mjög einfalt og kraftmikið en á endanum skiptir það ekki nærrum því eins miklu máli og myndin á skjánum. Ég er mjög sáttur, þetta verður án efa tískufyrirbæri í einhvern tíma líkt og Sin City, þó þetta séu tvær gjörsamlega ólíkar myndir. 300 er gölluð mynd en stendur uppúr þar sem kostir hennar koma í stað gallanna og ég held að meirihluti manna eiga eftir að hugsa vel um myndina eftir áhorf.


"Prepare for Glory!"


Sindri Gretarsson.

þriðjudagur, mars 06, 2007

Ides of March

Eins og öll nýliðnu ár þá flýgur 2007 framhjá manni, það er strax kominn mars mánuður og varla 100 dagar í að maður verður orðinn 20 ára gamall. Það er eitthvað við það að vera fæddur 1987 sem er heilagt, þessar tölur falla svo vel saman og mynda svo fallega heild. Fallegast af öllu er "18. júní 1987", það er fullkomnun ártala.

Það helsta í minni veröld núna er biðin eftir Nexus forsýningunni á 300, þar sem ég mun vera umkringdur feitum, bólugröfnum og illa lyktandi nördum... semsagt fólki mjög ólíku sjálfum mér. Á þessari sýningu munu fitufellingar hristast, bólur springa í allar áttir og súra lykt þeirra fjúka eins og vindur kringum salinn, það mun vera orgía líkamsvessa og viðbjóðs sem mun seint gleymast þar sem hún mun án efa verða geðveik. Það eru nú u.þ.b 44 klukkustundir í sýninguna, eina sem ég get gert þangað til er að stunda sjálfsfróun þar til ég get fullnægt þessari bíógreddu, því 300 gerir mann bloody graðann. (og ég er ekki að tala um alla karlmannsnektina í 300).

Gæti talist sorglegt að eina tilhlökkunarefnið mitt eins og er sé bíósýning, en þar sem 300 er ekki bara kvikmynd heldur alheimsviðburður þá held ég að það afsaki það...

Ég ætla að enda þessu bloggi á einu fyndnasta atriði allra tíma úr mestu kick ass mynd í heimi...

___


THE LAST BOY SCOUT:


ALLEY THUG: Wrong place, wrong time. Ain't nothing personal.

JOE HELLENBECK: That's what you think, last night I fucked your wife.

ALLEY THUG: Oh you did? How did you know it was my wife?

JOE HELLENBECK: She said her husband was a big pimp looking motherfucker with a hat.

ALLEY THUG: Oh, you're real cool for a guy about to take a bullet.

JOE HELLENBECK: After fucking your wife, I'll take two.

ALLEY THUG: All right, you want it in the chest, or the head?

JOE HELLENBECK: Yeah, that's what your wife said.

ALLEY THUG: Hey man, would you stop with the wife shit?

JOE HELLENBECK: Ask me how fat she is.

ALLEY THUG: Fuck you, man!

*pause*

ALLEY THUG: How fat is she?

JOE HELLENBECK: She's so fat I had to roll her in flour and look for the wet spot. If you wanna fuck her you gotta slap her thigh and ride the wave in. Now I'm not saying she's fat, her high school picture was an aerial photograph.

___


Sindri Gretarsson.

laugardagur, mars 03, 2007

Smokin' Aces

Sindri Gretarsson 3. mars 2007 **1/2 af ****

Ég held að Smokin' Aces sé einfalt dæmi um að fíla, eða fíla ekki kvikmynd. Hvort sem hún verður á þinni góðu eða slæmu hlið er gersamlega tilviljunarkennt, en fyrir mig, þá lenti hún á minni góðu hlið. Það er eitthvað við hreint brjálæði, ofbeldi og húmor sem skapar alltaf jákvæð viðbrögð hjá mér, Smokin' Aces uppfyllir þetta þrennt einmitt. Söguþráðurinn er í stuttu um marga launmorðingja sem ætla sér allir til þess að drepa Buddy ´Aces´ Israel fyrir morðfjár og um FBI löggur sem þurfa að bjarga honum. Hver einasti leikari (og þeir eru margir) sýna sig, þá sérstaklega Jeremy Piven sem stelur öllum senunum sem Buddy ´Aces´ Israel, enda var hans hlutverk nánast hið eina sem krafðist einhverra verulega leikhæfileika, einnig hlutverkið hans Ryan Reynolds mögulega. Hún drífur sig soldið mikið í að uppsetja söguþráðinn til þess að koma sér strax að eltingarleiknum, hraðinn er góður og kemur þér í gott stuð en reynist mjög óstöðugur fyrir seinni hlutann þar sem allt fer í kássu. Uppbyggingin er góð en þar sem endinn reynist mjög veikur eða betur sagt, passaði ekki vel inn í myndina og þar sem Smokin' Aces er mjög siðlaus kvikmynd þá reynir hún að kremja einhverjum móral í blálokin sem mér fannst vera frekar misheppnað. Fyrir mynd sem hafði tiltörulega lítinn pening í framleiðslu miðað við svona kvikmyndir þá er hún mjög vel gerð, myndatakan er sérstaklega vel vönduð. Mér fannst myndin heppnast sem skemmtileg óreiða af ofbeldi og húmor en lítið meira en það, endinn var vel gerður en átti ekki heima í þessari mynd, hefði endinn passað betur saman við tóninn á myndinni þá hefði hún verið ennþá betri.

Sindri Gretarsson.