sunnudagur, október 30, 2005

Kiss Kiss, Bang Bang

Sindri Gretarsson - 30.okt 2005 ***1/2 af ****

Shane Black sem leikstýrði myndinni skrifaði fyrstu Lethal Weapon myndina, meðal þess þá lék hann Hawkins í Predator, aulalega gaurinn með gleraugunum sem var drepinn mjög snemma. Kiss Kiss, Bang Bang er í fyrsta skipti sem hann gerir sína eigin mynd, hún er lík lethal Weapon í þeim skilningi að Robert Downey Jr. og Val Kilmer eru félagar í furðumálum, en Kiss Kiss, Bang Bang er mun svartari, en svo tekur myndins sér alls ekkert alvarlega. Robert Downey Jr. leikur smáþjóf sem kemur sér í furðulegar aðstæður þegar hann hleypur inná á áheyrnarprufur fyrir einhverja kvikmynd, þar sem hann var að flýja lögguna eftir að hann og vinur hans voru gómaðir og þar með vinur hans skotinn þá voru tilfinningar hans mjög raunverulegar og hann er ráðinn fyrir hlutverkið í myndinni. Val Kilmer er einkaspæjari sem er ráðinn til þess að þjálfa hann fyrir hlutverkið og þeir tveir voru nokkuð góðir sem ´par´ myndarinnar. Sagan er öll sögð gegnum tal Downey´s sem tekur það skýrt fram í byrjuninni að allt þetta er kvikmynd og að hann sé í raun að tala beint við áhorfandann, það skapaði vitundina að þessi mynd væri ekki alvarleg, og það var hún alls ekki eins og sagt hefur verið. Gert er afar mikið grín af kvikmyndum og leikurum, stundum sumum hlutum sem enginn veit af, nema ég og nokkrir aðrir, en stundum fannst mér skrípalætin geta gengið aðeins og langt og oft var reynt að flækja söguna án neinna ástæðna. Í lokin var mjög lítið til þess að segja frá, en gert var grín af öllum þessum flækjum líka, svo að gallar myndarinnar eru í raun grín, þetta verður að hugsa aðeins betur um. Kiss Kiss, Bang Bang er einhver sérstakasta mynd sem ég hef séð lengi og ein sú fyndnasta á árinu, frekar ætti að segja að myndin sé alvarleg svört komedía, því mikið var að reyna blanda hræðilega alvarleikanum við grínið bakvið það, kannski er það skilgreiningin á svartri komedíu? Mér fannst myndin einfaldlega mjög skemmtileg og fyndin, þannig er þessi mynd, hreinlega skemmtileg að mínu mati, ég verð að mæla með henni eindregið.

Sindri Gretarsson.

laugardagur, október 29, 2005

The Legend of Zorro

Sindri Gretarsson - 29.okt 2005 **/****

Það hefði verið betra að einfaldlega ekki ráðskast með gæði fyrri myndarinnar með að halda áfram Zorro sögunni með þessum stælum, Legend of Zorro reynir að teygja út flestar klisjurnar úr fyrri myndinni, þá sérstaklega ástarsögu Alejandros (Antonio Banderas) og Elena (Catherine Zeta-Jones). Væntingar mínar gagnvart þessari mynd voru ávallt mjög lágar, sérstaklega því að sjö ár langur tími fyrir framhaldsmynd og eftir fáeina trailera varð ég frekar viss um að myndin væri hörmung, en sem betur fer þá fannst mér hún ekki vera svo léleg. Það eiga víst að vera liðin tíu ár síðan Diego (Hopkins) dó og þau Alejandros og Elena giftust og síðan þá hafa þau eignast soninn Jaoquin sem hegðar sér meira en minna eins og pabbi sinn. Ég veit að þetta er ekki mynd sem á að taka alvarlega og er í raun gamanmynd, þrátt fyrir það þá er fátt sérstaklega gaman í þessari mynd, hún var alls ekki leiðinleg, en það vantaði margt til þess að gera einhverja sómalega mynd. Vondi kall myndarinnar hann Armand (Rufus Sewell) hefur komist að aðferð til þess að skapa ný vopn sem hann mun nota í samsæri gegn Bandaríkjunum, það var einn hluti sögunnar sem ég á bágt með að skilja því þannig er Zorro blandað í einhverjum bandarískum hugmyndafræðum um lýðræði og sameiningu, ekki nóg með það heldur er fyrsta skotið af Zorro umkringt bandarískum fánum. Í mínum huga er Zorro spænsk-mexíkönsk goðsögn en ekki bandarísk ímynd, mér fannst eins og það væri verið að skapa einhverskonar bandaríska myndlíkingu af Zorro, sem fór frekar mikið í taugarnar á mér. Legend of Zorro er að mínu áliti frekar slöpp tilraun á framhaldsmynd, hún var of venjuleg, alltof fyrirsjáanleg, hún hélt manni þó vakandi gegnum myndina en því lengur sem tímanum leið því oftar fór maður að sjá í gegnum söguna því myndin var aðeins of löng. Ég veit ekki hvort ég get mælt með myndinni eða ekki, hún er naumlega sæmileg, ekki nálægt því eins góð og Mask of Zorro, en ég styð mitt álit.

Sindri Gretarsson.

þriðjudagur, október 25, 2005

Transporter 2

Sindri Gretarsson - 25.okt 2005 **/****

Þessi mynd er rugl, bara eins gott að þessi mynd er djók því annars væri hún léleg tilraun til þess að gera Bourne eftirhermu (eða Bond). Satt að segja hef ég aldrei séð fyrri Transporter myndina og ég hefði aldrei séð Transporter 2 nema ég hefði fengið að fara á hana frítt, en ég verð að viðurkenna það að myndin kom mér á óvart að vissu leiti. Jason Statham samkvæmt myndinni er lifandi Guð sem getur allt, hann beygir þyngdaraflið, hann leikur sér með hröð farartæki eins og leikföng, lemur 30 fjandmenni í einu án þess að fá eina skrámu á sig. Transporter 2 er alls ekki mynd sem krefst mikil leiktilþrif, Jason Statham er nokkuð fyndinn sem þessi venjulegi "svali" bjargvættur, Matthew Modine er greinilega örvæntingafullur með ferilinn sinn, lá við að hann myndi segja "ég var í Full Metal Jacket, munuð þið eftir mér?". Hasarinn skiptir mestu máli og hann var í miklum skömmtum, sama hve fáranlegur hann gat orðið, og það oft, þá komu þau atriði mínu litla innra barni að kæti og á þann hátt þá er Transporter 2 fátt nema samansafn af skemmtilegum bardagaatriðum og stundum nokkrar senur sem hjálpa sögunni af stað. Ég sé fyrir mér Transporter 3 þar sem Jason Statham býr til svarthol sem hann notar til þess að sigrast á illum fjandmönnum sem reyna að ná yfirráðum á allri vetrarbrautinni, en það er aðeins ég.

Sindri Gretarsson

mánudagur, október 24, 2005

kvikmyndir.is vs. bio.is og topp5.is

Kvikmyndir.is var stofnaður árið 1997-1998 af tveimur háskólanemum, Helga og Gunnari, sú síða var líklega fyrsta virka kvikmyndasíðan á landinu og hefur síðan þá hlotið þó nokkur vinsæli sem er auðvitað ástæðan að vefurinn er ennþá virkur. Ég byrjaði að taka eftir kvikmyndir.is árið 1998 þegar ég var 11 ára gamall því ég var/er einn af þessum kvikmynda "know-it-alls" en það var ekki fyrr en 2001 að áhuginn minn að gagnrýna myndir komu fram. Síðan þá hef ég hingað til skrifað 338 gagnrýnir, aðalástæðan að ég persónulega stunda kvikmyndir.is er því ég get gagnrýnt kvikmyndirnar sem ég sé. Samkvæmt því sm ég hef heyrt frá stjórnanda kvikmyndir.is þá eru það trailerar sem eru vinsælastir á vefnum, sjálfur fer ég oftast bara á apple.com til þess að redda trailerum enda er það speglaður server svo það telst sem innanlands niðurhlað.


Nýlega hafa komið fáeinar kvikmyndasíður til þess að keppa við kvikmyndir.is t.d topp5 og bíó.is, bíó.is hefur lítið nýtt að sýna, allir gagnrýnendur vefsins sýnist mér vera 12 ára pollar sem kunna ekki stafsetningu, meðal þess þá er bio.is í eign Senu sem bannar slæmar umfjallanir á eigin myndum, það er bannvænn galli... Fasismi kvikmyndagagnrýna. Síðan hefur trailera sem er þó ekki hægt að niðurhlaða, aðeins horfa á, og það eru aðeins sýningatímar frá bíóum sem sýna Senu-kvikmyndir.


Topp5.is hinsvegar fellur ekki beint í sömu gryfju, aðal gallinn hjá þeim finnst mér vera skorturinn á utanaðkomandi gagnrýnum, en það er frekar langsótt að reyna það þar sem kvikmyndir.is hefur nánast tekið yfir það svið, svo hlusta ég á mjög fáa gagnrýnendur og síður sem hafa 1-4 gagnrýnendur á ég mjög erfitt að taka mark á. Samkvæmt stjórnanda topp5 þá er hann að undirbúa eitthvað stórt og nýtt sem ætti að auka vinsældir hjá topp5, ég veit að mestu leiti hvejar breytingar þetta eru en lesandinn verður að bíða í nokkra daga/vikur því ég má ekki segja neitt. Ef stjórnendur topp5 telja síðuna geta orðið vinsælli en kvikmyndir.is þá gerist það ekki á svipstundum, fyrst verður kvikmyndir.is að lækka verulega í virkni, og topp5 þarf lengri tíma (svipað og kvikmyndir.is) til þess að komast á sama stig, og kvikmyndir.is hefur 7 ára forskot.


Ég veit að kvikmyndir.is hefur ekki verið mjög virk nýlega, en ég hef reynt eins og ég get að vera uppáþrengjandi og hvetjandi til þess að koma þeim af stað aftur.

Spurningin með kvikmyndir.is vs topp5 og bio.is er einföld spurning.

Ef kvikmyndir.is lækkar í virkni þá er möguleiki að síða eins og topp5 standi upp og taki yfir, hinsvegar þá þarf kvikmyndir.is aðeins að halda áfram með 50% virkni til þess að halda yfirráðum, það er aðeins mitt álit en ég tel það vera áræðanlegt.

Sindri Gretarsson.

sunnudagur, október 23, 2005

The Princess Bride

23. október 2005 - Sindri Gretarsson ***1/2 af ****

Þessi mynd er yndisleg snilld, það eru varla til betri mynd en Princess Bride sem gerir svo óttarlega mikið grín af sjálfri sér, leikurinn er spilaður svo fáranlega en svo vel fyrir myndina og línurnar eru næstum jafn slæmar og Lucas, en nákvæmlega engu er tekið alvarlega að neinu leiti. Nöfn eins og The cliff of INSANITY!, The Pit of DESPAIR! og Huge Rodents of DEATH! líkt og B-myndir frá 1950 eru notuð til þess að nefna aðstæður sögunnar, hvernig er hægt að hlægja ekki að svona nöfnum? Cary Elwes er snillingur í þessari mynd, hann er fullkominn grínleikari, hann hefur þessa jöfnu, bresku rödd sem heldur öllum rólegheitum, rödd sem aðeins hann getur gert og enginn annar. Svo er hann Mandy Patinkin sem leikur Inigo Montoya, persóna sem ber fram einhverju mest klassísku línur kvikmyndasögunnar, það er endaluast hægt að blaðra um hve yndisleg þessi mynd er, hún er ekkert nema drepfyndið grín. En auðvitað er hún ekki fullkomin, það komu fyrir hlutir af myndinni sem voru gersamlega ömurlegir og ég botnaði alls ekkert í þeim. Ég hefði átt að sjá þessa mynd mun fyrr, eina leiðin til þess að útskýra þessa mynd á réttlætislegan hátt er að hún er snilld, The Princess Bride er snilldar mynd.

Ég veit að veggspjaldið lítur alveg ferlega út, en ég fullvissi þig um að þessi mynd er ekkert nema grín og mikið af því.

Góðar línur úr myndinni...

Inigo Montoya: You seem a decent fellow. I hate to kill you.
Westley: You seem a decent fellow. I hate to die.

Vizzini: I can't compete with you physically, and you're no match for my brains.
Westley: You're that smart?
Vizzini: Let me put it this way. Have you ever heard of Plato, Aristotle, Socrates?
Westley: Yes.
Vizzini: Morons.

Buttercup: You mock my pain.
Westley: Life is pain, Highness. Anyone who says differently is selling something.

Buttercup: We'll never survive.
Westley: Nonsense. You're only saying that because no one ever has.

Buttercup: We'll never succeed. We may as well die here.
Westley: No, no. We have already succeeded. I mean, what are the three terrors of the Fire Swamp? One, the flame spurt - no problem. There's a popping sound preceding each; we can avoid that. Two, the lightning sand, which you were clever enough to discover what that looks like, so in the future we can avoid that too.
Buttercup: Westley, what about the R.O.U.S.'s?
Westley: Rodents Of Unusual Size? I don't think they exist.
[Immediately, an R.O.U.S. attacks him]

Westley: Give us the gate key.
Yellin: I have no gate key.
Inigo Montoya: Fezzik, tear his arms off.
Yellin: Oh, you mean *this* gate key.

Inigo Montoya: Hello. My name is Inigo Montoya. You killed my father. Prepare to die.

[as Buttercup prepares to commit suicide with a dagger]
Westley: There's a shortage of perfect breasts in this world. It would be a pity to damage yours.

Inigo Montoya: But, I promise I will not kill you until you reach the top.
Man in Black: That's VERY comforting, but I'm afraid you'll just have to wait.
Inigo Montoya: I hate waiting. I could give you my word as a Spaniard.
Man in Black: No good. I've known too many Spaniards.
Inigo Montoya: Isn't there any way you trust me?
Man in Black: Nothing comes to mind.
Inigo Montoya: I swear on the soul of my father, Domingo Montoya, you will reach the top alive.
Man in Black: Throw me the rope.

Westley: I do not envy you the headache you will have when you awake. But for now, rest well and dream of large women.

The Princess Bride er... snilld, ég veit að það orð er mjög ofnotað og í raun útskýrir fátt en það er eina leiðin sýnist mér. Hún er snilld.

Sindri Gretarsson.

laugardagur, október 22, 2005

A History of Violence

Stjórnendur kvikmyndir.is eru eitthvað mótþróir við að samþykkja umfjöllunina um A History of Violence sem ég skrifaði fyrir meira en tveimur vikum síðan, svo ég set hana hérna í bili...

A History of Violence 7.okt 2005 Sindri Gretarsson.

****/****
A History of Violence spyr afar athyglisverða spurningu, hverskonar áhrif hefur ofbeldi á líf manna? Hvað er ofbeldi og hver eru takmörk þess? Spurningunni er svarað með Tom Stall, meðal bandarískur fjölskyldumaður sem á smáverslun í smábæjarfélagi við hjarta bandaríska draumsins, þar til að tveir menn ganga inn í smáverslun hans. Þeir eru komnir til þess að ræna búðina hans, og þeir nota líkamlegt vald og að lokum byssur en Tom bregst fljótt við og drepur báða ræningjana áður en þeir gátu gert neinu fólki mein. Þessi eini atburður leiðir af sér hálfgerða keðjuverkun sem hefur áhrif á allt líf Tom Stall og það afhjúpar alla fortíð hans. Það sem gerir A History of Violence svona merkilega er hve einstaklega hrá og raunveruleg hún er, það er aldrei reynt að fela harða sannleikann bakvið hve virkilega sjúkt ofbeldi getur verið og hve dýralegt kynlíf getur verið, kynlíf og ofbeldi á meira sameiginlegt en flestir halda, sem er eitthvað sem myndin sýnir. Viggo Mortensen varð frægur eftir að hafa leikið Aragorn í Lord of the Rings þríleiknum, það má gleyma frammistöðu hans í þeim myndum, sem Tom Stall fær hann í fyrsta skipti að láta ljós sitt skína, frammistaðan hans er eitthvað sem ég kalla vel verðugt fyrir óskarinn. Maria Bello á sér áráttu í kvikmyndum að leika alltaf konur sem eru í miklum kynlífsatriðum, t.d Permanent Midnight og The Cooler, og það heldur áfram með A History of Violence en hún var líkt og Mortensen mjög góð. Ed Harris kemur með frábært aukahlutverk og líka gerir Williams Hurt það, en svo er það hann Ashton Holmes sem leikur Jack Stall son hans Tom sem sýnir hvað hann getur í leiklistaheiminum. Í raun mætti segja að A History og Violence sé að einhverju leiti satíra á bandaríska þjóðfélaginu, smábæjarfélagið er sýnt sem saklaust borgarafélag að utan en að innan eru alveg hryllilegir hlutir að eiga sér stað. Ég las í einhverri umfjöllun sem einhver kristinn Kani skrifaði um myndina, hann sagði að kynlífið milli Mortensen og Bello væri ótrúverðugt miðað við að þau séu kristin, þetta á ég nákvæmlega við. Það eru þessar þjóðfélagsreglur sem yfirborðið sýnir en að innan eru allt aðrir hlutir að gerast, kristinn eða ekki þá er svona kynlíf alveg vel hugsanlegt eins og sýnt er í myndinni, það kom mér þó á óvart að þessi gagnrýndi einbeitti sér meira á kynlífinu en ofbeldinu, má semsagt slátra fólki á viðbjóðslegan hátt en ekki stunda samfarir? David Cronenberg hefur aldrei verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér, en A History of Violence er besta myndina hans sem ég hef séð og meðal þess er hún besta myndin sem ég hef séð frá árinu 2005 hingað til. Það er eitthvað við þessa mynd sem fær mig til þess að elska hana, það gæti verið harði sannleikurinn á bakvið söguna, gæti verið grimma ofbeldið en ég held að það sé þetta tvennt blandað við hvernig karakterörkin hans Tom Stall þróast gegnum myndina. Ég tel að þessi mynd falli gersamlega undir kvikmyndasmekk, því þessi mynd hefur ekki þessa áru kringum sig eins og Sin City fyrr á þessu ári, þrátt fyrir það er þetta að mínu mati besta mynd 2005 sem ég hef séð hingað til.


Ég vona aðeins að þeir fari að samþykkja umfjöllunina, ég sé ekkert sem er að henni.

Sindri Gretarsson.

fimmtudagur, október 20, 2005

Ég er Guð

Það er víst opinbert, ég er Guð.

Mín pick-up lína er héðan í frá: "Ég er þinn Guð, dýrkaðu mig"

MSN

LÍFIÐ ER BLÝANTUR:
lífið er yndislegt...

ÉG:
Mammaín er yndisleg :)


Eftir þessa samræðu varð ég Guð.

Af engri skiljanlegri ástæðu ætla ég að seta mynd af feitum manni á bloggið.



Sindri Gretarsson.

Dvergur meðal samuraja

Ég er vakandi klukkan 01:30 um nóttinna að horfa á The Last Samurai á DVD, og það hvarflaði að mér hve virkilega lítill Tom Cruise er. Eina ástæðan hann lítur ekki út fyrir að vera lítill í myndinni er því hann er umkringdur Japönum, sem er almennt ekki hávaxnir, fyrir utan Ken Watanabe sem er um 185cm. Ég ákvað að fara á netið og leita af upplýsingum um hve hár Tom Cruise sé nákvæmlega, hann er víst undir 170cm sem kemur mér alls ekki á óvart.

Ég sé hann fyrir mér sem valhoppandi dverg með Katanasverð öskrandi: "Ich bin grosse! Ich bin grosse!" Svo ælir hann á óvini sína þar til þeir bráðna og verða að slímpollum.

Hann er samt frábær leikari, án efa. Hann er samt dvergur :)

Sindri Gretarsson.

miðvikudagur, október 19, 2005

Kingdom of Heaven

5. maí 2005 - Sindri Gretarsson ***/****

Kingdom of Heaven er mynd sem sannar hve vel myndir geta verið gerðar í kvikmyndaheiminum, myndatakan hans John Mathieson (sem gerði meðal annars Gladiator) var glæsileg að öllu leiti. Sviðsetningin var nokkuð fullkomin og búningarnir eins svalir og hægt var að gera þá. Aðalgalli Kingdom of Heaven er hve hratt myndin fer yfir svona mikið efni, myndin byrjar í Frakklandi árið 1184 með Balian (Bloom) sem hittir föður sinn í fyrsta skipti hann Godfrey barón Ibelin (Neeson) sem býður syni sínum að koma með sér til Jerúsalem þar sem eiginkona hans hafði framið sjálfsmorð áður en Godrey kom. Balian ákveður að fara með föður sínum á endanum en vandamálin rísa á leið þeirra til Jerúsalem, Balian verður eitt eftirlæti Baldwin IV konung Jerúsalem og fellur hann meðal annars fyrir systur hans hana Sibyllu sem er gift Guy de Lusignan, valdamiklum kristnum öfgasinna. Það sem ég hef nefnt hér er aðeins byrjun þess hve mikið af sögu er í myndinni, og af sögu er alltof mikið miðað við rétt yfir tvo klukkutíma af myndefni. Spurning hví Ridley Scott ákvað að hafa Bloom sem aðalleikari myndarinnar? Balian er í myndinni nokkuð veikur karakter, ekkert minnugt um hann né ekkert verðugt til þess að vera í myndinni í svona stóru hlutverki. Orlando Bloom var að mestu ásættanlegur en langt frá því að hafa jafn sterka frammistöðu og Russel Crowe í Gladiator. Aukaleikararnir í myndinni eru þó allir gæða leikarar og leika mjög svo vel í Kingdom of Heaven. Liam Neeson, Jeremy Irons, David Thewlis, Martin Csokas, Brendan Gleeson, Ghassan Massoud, Alexander Siddig en aðallega var það Edward Norton sem sigrar alla aðra sem Baldwin IV sem hafði holdsveiki og bar á sig grímu fyrir andlitinu, einhverjar svölustu grímur allra tíma. Það sem gerir frammistöðu Nortons það eftirminnanlega er það að hann Norton er gersamlega óþekkjanlegur að öllu leiti, hann hafði Marlon Brando hreim sem alveg óaðfinnanlegur. Svo var Baldwin einhver merkilegasta persónan í myndinni meðal Hospitalers og Saladins. Ridley Scott kann að gera flottar bardagasenur, það er allt sannað og satt, en það sem hann gerir ekki nógu vel í Kingdom of Heaven er að sýna allan viðbjóðinn í blóðböðunum þar til við allra lok myndarinnar og myndavélin er alltaf síhristandi. Það er ekki lengur gott að hrista myndavélarnar því fólk sér í gegnum það, það þarf stabíl skot af fólki drepa hvort annað á trúlegan hátt þessa dagana. Það vantaði meira blóð því í krossferðunum voru engar reglur, sá sem var með Guð á sinni hlið vann. Trúarmálin í Kingdom of Heaven voru sýnd mikið, í heild fannst mér ekki eins og ein hlið væri skárri en hin, báðar hliðar áttu sína skammta af góðum og slæmum mönnum og aðra sem voru blanda. Eitt vandamál með tónlistina er sú að Harry-Gregson Williams ákvað að nota eitt stef úr 13th Warrior eftir Jerry Goldsmith sem lést í fyrra, ég tók vel eftir því og það var frekar truflandi. Annar galli myndarinnar eru nokkur smáatriði sem eru alltof ósannfærandi til þess að geta sloppið framhjá manni, ég held að fólk muni nú flest taka eftir því þegar kemur að því. Kingdom of Heaven er mjög fín mynd sem á skilið þrjár stjörnur eftir fyrsta áhorf, en eins og oft/alltaf þá breytist viðhorf mitt á mörgum myndum eftir annað áhorfið sem mun vonandi vera bráðum.



Sindri kallar þetta A SHOT OF DEATH!


Kingdom of Heaven var mjög fljótgleymin mynd, fáir sáu hana í bíó og fæstir gagnrýnendur fíluðu hana. Myndin hafði stóra galla, sá stærsti var staðreyndin að myndin var ofklippt í tætlur, director´s cut verður víst um klukkutíma lengri sem kemur út næsta ár.

En andskoti er kvikmyndatakan í þessari mynd glæsileg! Ég persónulega tók 60 screenshots af DVD disknum og hef það nú sem desktop gallerí.

Til dæmis þetta eina skot af Baldwin IV konung Jerúsalem (Edward Norton) er eitt glæsilegasta skot sem hægt er að ímynda sér...

John Mathieson, vér lútum undir þínu æðra sjónsviði!

Sindri Gretarsson.

MH: Helvíti?

Ég sit nú við tölvu í MH því að ENS503 tíminn féll niður, ég fann blogspot.com og ákvað að kýla á bloggið eins og sumir MR vinir mínir sem blogga reglulega. Ég er búinn klukkan 12:10 í dag, annað en lágmennsku MR "vinir" mínir sem þurfa að eyða allt að 7-8 klukktímum á dag í skítakennslustofu.

Spurningin er, hvað gerist á eftir? Fer ég heim og tek því rólega? MHingar læra ekki heima svo ég fer varla að læra...

Kannski ætti ég að taka guðlegu MRingana sem dæmi og byrja að læra? En ég hef ekki gáfurnar í lærdóm svo það er betra að sætta sig við það og rotna í holu einhverstaðar, Mhrlmrrr...

Ég vona bara að mikið kynlíf bíði mín heima (ekki með fjölskyldumeðlimum).

Meira seinna.

Sindri Gretarsson.