fimmtudagur, desember 28, 2006

Children of Men

Sindri Gretarsson 28. desember 2006 ***1/2 af ****

Hvað gerist þegar mannkynið getur ekki lengur fjölgað sér? Það er spurning sem Children of Men veltir fyrir sér en hún bætir einnig við, hvað ef skyndilega hið ótrúlega gerist? Hvað ef það er aðeins ein kona á allri Jörðinni sem er ófrísk? Árið er 2027, aðalpersónan er venjulegur maður (Clive Owen), hann fær það verk að þurfa að vernda þessa ófríska konu og koma henni til hjálpar til hinna dularfullu Human Project stofnun sem á víst að vera til þess að finna lausn á vandamáli mannkyns. Children of Men hefur sannað fyrir mér hve svakalega góður leikstjóri Alfonso Cuarón er, hann á fullkomlega verðskuldaðan óskar fyrir bestu leikstjórn hérna. Hér skapast nýtt stig af raunverulisma í kvikmyndagerð, hráa myndatakan sem nær oft að taka margra mínútna tökur af heiminum rífa sig í tætlur, þá meina ég í löngum tökum án neinna klippinga og það var ekkert annað en svakaleg upplifun. Atburðarrásin heldur sér trúverðugri og fellur ekki í neinar slæmar Hollywood klisjur, persónurnar eru einnig stórgallaðar sem gera þær ennþá raunverulegri, skemmtilegt að sjá Michael Caine sem gamlan maríjúana reykjandi hippa. Children of Men er ein merkilegasta ´heimsenda´ hugmynd sem sést hefur lengi, en ekki gleyma að hún er byggð á samnefndri bók eftir P.D James, en mér sýnist að myndin hafi breytt rækilega til í sögunni. Ég var límdur við bíósætið þar sem sagan var ekki að gefa mér tækifæri til þess að losna, hún er spennandi, hröð & hrá og oftar en ekki kemur vel á óvart. Í lokin er Children of Men ekki aðeins fjárans góður framtíðarþryllir, heldur ádeila á hugsunarhátt manna um hvernig við förum með hvort annað og leyfum örvæntingunni að stjórna okkur í vonlausri framtíð. Það er reyndar fátt sem myndin deilir ekki í, gefið er í skyn margt úr sögu okkar að eiga sér stað enn og aftur, jafnvel gefið sterkt í skyn til útrýmingabúðir Nasista. Myndin gæti talist minnismerki um hvað gæti gerst og hvað við eigum ekki að gera ef það kæmi að því, ef það er eitthvað sem mannfólk á bágt með þá er það að læra af fyrri mistökum, mér fannst myndin vekja upp margar merkingafullar og áhrifaríkar spurningar um mannkynið í heild sinni. Children of Men stendur uppi þetta árið sem ein af betri myndum 2006, gæti mögulega talist sú besta.


"MIRIAM: As the sound of the playgrounds faded, the despair set in. Very odd, what happens in a world without children's voices."


Sindri Gretarsson.

miðvikudagur, desember 27, 2006

Flags of our Fathers & Letters from Iwo Jima

Sindri Gretarsson 27. desember 2006 ***/****

Því miður get ég ekki skrifað neinar reynslusögur um Flags of our Fathers, ef svo mætti búast við langri ritgerð sem væri líklegast ólesanleg fyrir alla nema sjálfan mig. Ég get þó sagt að það er allt annað að sjá hana á hvíta tjaldinu heldur en að slæpast sem extra á tökustað. Sama hvaða væntingar sem ég skapaði fyrir sjálfum mér þá er útkoman allt öðruvísi en ég sá fyrir mér. Til að byrja með þá var ég nógu heppinn að vera í New York daginn sem að Letters from Iwo Jima var frumsýnd þann 20. des og þar með náði rétt svo að sjá hana. Ég hef áhyggjur um að ég hafi séð þær í vitlausri röð því það komu fram mikið af upplýsingum í Flags sem voru nauðsynleg fyrir Letters. En það hjálpaði Flags að ég skuli hafa séð Letters á undan því ég fékk töluvert mikið efni til þess að bera saman við. Ég hafði þó gaman af Flags of our Fathers, ég hafði búist við svona tveggja klukktutíma væmnisdellu um hve frábær Bandaríkin séu fyrir að hafa losið heiminn við svona marga Asíubúa en í staðinn þá kom nokkuð njótanleg ádeila á bandaríska stríðskerfið. Hinsvegar eins og langflestar stríðsmyndir þá fellur Flags í væmniskreppu seinustu mínúturnar og ónauðsynlega dregur hvert einasta skot eins mikið og hægt er. Það sem báðar Flags of our Fathers og Letters from Iwo Jima nota er ´flashback´ uppbyggingu, sögunni er komið til skila í endursögnum, í Flags of our Fathers þá er aðalsagan um eftirmál stríðsins en stríðið sýnt í endursögnum en í Letters from Iwo Jima þá er stríðið aðalsagan en endursagnirnar um einkalíf aðalpersónanna. Flags nýtur sér þetta misvel, það virkar vel til þess að byrja með en skemmir fyrir svo með að ofnota sér það þegar nær dregur undir lokin, þá verður sagan frekar löt, eða óskipulögð frekar, því meira sem flashbökk voru notuð því oftar fannst mér þau ekki passa eins vel. Einnig eiga sér stað mjög furðulegar breytingar undir lokin eins og þeir vissu ekki nákvæmlega hvernig ætti að enda myndina, það voru einfaldlega alltof miklum upplýsingum kramið inn í endinn á mjög vafasamin hátt sem dróg endinn töluvert lengur en þurfti. Annars hefur Flags flestallt til þess að skapa skemmtilega mynd, gott handrit, fína leikara og persónur, ágætan húmor, og ekki gleyma flottum bardagasenum og ofbeldi og auðvitað til þess að viðhalda ´political correctness´, þá er ekki verið að halda meira upp á eina hlið en aðra í stríðinu. Myndin var engin vonbrigði en hún kom mér ekkert sérstaklega á óvart, ég hafði gaman af henni.


Sindri Gretarsson 27. desember 2006 ***/****

Letters from Iwo Jima er hliðstæða Flags of our Fathers, og fjallar um japönsku hlið árásarinnar á Iwo Jima. Áætlað var að eyjan yrði yfirtekin á innan við viku en japanir vörðu eyjuna í meira en mánuð undir stjórn hershöfðingjans Koribayashi, leikinn af Ken Watanabe, sem hafði búið í Bandaríkjunum í mörg ár fyrir stríðið. Fyrir utan Koribayashi þá er það ungur bakari, Saigo að nafni sem er aðapersóna myndarinnar, hann var sendur í herinn og varð að skilja eftir konu sína og ófætt barn eftir. Annað en Flags of our Fathers sem fjallar meira um mál eftirlifenda orrustunnar í Bandaríkjunum þá er Letters from Iwo Jima að sýna vonleysi og ömurleika sem ríkir á eyjunni þar sem innrásin er óumflýjanleg og annað en Bandaríkjamennirnir þá eru þeir gersamlega innilokaðir frá allri mögulegri hjálp. Inn á milli atriða á eyjunni þá eru baksögur mannana sýndar, aðallega þá hjá Koribayashi og Saigo, en það eru þessar baksögur sem gera söguna áhrifaríkari en hún hefði verið án þeirra, en skiptingin átti til að vera frekar dæmigerð og jafnvel óviljandi hlægileg, ég held að besta orðið sé ´cheesy´. Það sem kom mér á óvart er að Eastwood sýnir Bandaríkjamenn í ekkert sérstaklega björtu ljósi, jafnvel sem ófreskjur á tímum, en hann missir sig aldrei í því og heldur jafnvæginu og reynir að vera eins sanngjarn við báðar hliðarnar og hann getur. Myndin byrjar lengi, það er tekið sinn tíma að sýna við hverskonar aðstæður mennirnir lifa við á Iwo Jima og djúpt er grafið inn í persónulíf hins virðingafulla Koribayashi og efasemdir sem rísa gegn honum útaf lífi hans í landi óvinanna. Það sem Letters from Iwo Jima hefur yfir Flags of our Fathers er þann möguleika að gera áhorfið mun örvæntingameira og spennandi þar sem ekkert nema sársauki og dauði bíða aðalpersónanna, en það er nákvæmlega þessi hluti sem var ekki að virka. Þegar hlutir byrjuðu að gerast og spennan magnast þá datt hún strax niður, og það gerðist aftur og aftur og aftur. Það var ekki næg orka í framvindunni til þess að grípa mig inn í söguna, í hvert skipti sem hún var að fara gera það þá datt ég strax úr henni og leið eins og ég væri nýkominn inn í hana aftur. Letters from Iwo Jima er betri en Flags á sumum sviðum en verri á öðrum en endanlega þá falla þessar myndir í svipað gæðastig, Letters from Iwo Jima er mjög sönn gagnvart stríðinu og atburðunum sem áttu sér stað á Iwo Jima og á skilið sitt hrós fyrir það, en mér fannst hún ekki vera þessi hreina snilld sem gagnrýnendur eru að tala um.


Sindri Gretarsson.

fimmtudagur, desember 21, 2006

The Fountain

Sindri Gretarsson 21. desember 2006 ***1/2 af ****

Ég hefði átti að taka inn LSD meðan á sýningu stóð, því guð minn góður, þetta var aldeilis magnað! Ég þarf enn að melta almennilega þetta efni, þetta er án efa einhver alsérstakasta mynd sem ég hef lengi séð. Ég veit ekki alveg hvernig á að ústkýra söguþráðinn en miðað við hvernig ég túlkaði söguna þá fjallar myndin um líf og dauða, endurfæðingu, um leitina af ódauðleika og hvernig dauði getur skapað nýtt líf o.s.f. Í fyrstu tímalínunni þá leikur Hugh Jackman Tommy, heilaskurðlækni sem er að leita af aðferðum til þess að lækna heilaæxli sem unga konan hans Izzi (Rachel Weisz) hefur. Hún er að skrifa bók, sem er þráður seinni tímalínunnar, sem fjallar um Tomas, spænskan hermann sem Isabella drottning sendir til nýja heimsins til þess að finna Tré Lífsins. Þriðja tímalínan fjallar um Tom Creo, mann sem ferðist með Tré Lífsins í lífrænni kúlu gegnum geiminn til deyjandi stjörnu sem kallast Xibalba. Það krefst ákveðis magn af hugmyndaríki til þess að skapa svona sögu, ég tel það að koma upp með þessa sögu vera sér afrek burtséð frá myndinni sjálfri. Það eru tengingar í allskonar mennskar goðsagnir, fyrst og fremst er mikið byggt á Tré Lífsins úr Biblíunni, mikið tekið úr Búdda og jafnvel úr Snorra-Eddu, söguna um Ask Yggdrasil og hvernig það fyrirbæri varð til. Ég tek það first og fremst fram að myndin er svakalega vel gerð, myndatakan er glæsileg og tæknibrellurnar, sem mér skilst eru yfirleitt ekki tölvugerðar, eru rosalegar. Brellurnar gera myndina ennþá sérstakari, með því að forðast tölvubrellur þá fann ég fyrir einhverju óvenjulegu, jafnvel ógnvekjandi. Samkvæmt Aronofsky þá er þessi aðferð sem kallast ´macro photography´ notuð fyrir brellur svo að brellurnar endast lengur en nokkur ár, án efa til þess að líkjast 2001: Space Odyssey enda tel ég The Fountain nánast vera 2001 nútímans. Mögulega mun þessi mynd með tímanum endurvekja sci-fi kvikmyndir, en þar sem The Fountain, líkt og 2001 er eins óhefðbundin og ómainstream og hægt er að vera, þá gerist það ekki auðveldlega. The Fountain hafði mjög ómeðvituð áhrif á mig, myndatakan, klippingin og tónlistin voru dáleiðandi og einhvern veginn gegnum ýmsar kvikmyndaaðferðir þá nær Aronofsky að tengja saman þessar þrjár sögur saman á þann hátt sem er skiljanlegur. Það er hægt að skilgreina sögurnar á meira en einn hátt, en í lokin þá held ég að það sé tilfinningin sem skiptir mestu máli í lokin meira en allt annað. En þetta er eins og ég sagði, ómainstream mynd, fólk í heild sinni mun ekki skilja né reyna að skilja þessa mynd yfir höfuð, en sem betur fer þá myndin á styttri kantinum, sem gerir áhorf einbeittara og auðveldara en það hefði líklega verið þar sem fyrsta klippið sem átti að gefa út var nokkuð lengra. Það er auðvelt að hunsa The Fountain sem listænt rugl, þó að myndin sé mjög listræn þá er nóg af heimspeki og hugmyndum til staðar til þess að réttlæta það, og þaðan er það persónubundið, sumir munu fíla sig og sumir ekki.


"GRAND INQUISITOR SILECIO: Our bodies are prisons for our souls. Our skin and blood, the iron bars of confinement. But fear nought. All flesh decays, death turns all to ash and thus, death frees every soul"

Þetta er eitthvað sem kallast svalt quote.


Sindri Gretarsson.

þriðjudagur, desember 05, 2006

Last Action hero

Sindri Gretarsson 5. desember 2006 ***1/2 af ****

Last Action Hero er eitt stærsta landmerki grínmynda sem til er, þetta er mynd sem gekk ekkert sérlega vel í bíóhúsum (þá aðallega útaf Jurrasic Park sem var á sama tíma) og var kramin af gagnrýnendum. Fyrir þá sem þekkja ekki þessa mynd, þá er söguþráðurinn um Danny, strák sem dýrkar kvikmyndir sem fær í hendur sínar töframiða sem gerir honum kleift að fara inn í heim kvikmynda. Óviss með hvort að miðinn í raun virki þá fer hann að sjá Jack Slater IV, mynd sem Arnold Schwarzenegger leikur hasarhetjuna Jack Slater. Söguþráðurinn skiptir eiginlega minnstu máli í mínum augum þar sem svo lítill skjátími fór í að fjalla um hann. Last Action Hero er mynd sem liggur gersamlega á skemmtanagildinu, ef þú fílar ekki húmorinn þá muntu ekki fíla þessa mynd. Fyrir kvikmyndabuff þá ætti Last Action Hero að vera fjarsjóður af húmor, það skiptir engu máli hve margir gallar eru í plottinu, það skiptir engu máli hve margar byssukúlur eru í einu skothylki. Það sem skiptir máli, fyrst og fremst, er að Schwarzenegger fær að drepa vondu kallana og bjarga deginum. Handritið er eftir Shane Black, hann skrifaði The Last Boy Scout og skrifaði og leikstýrði Kiss Kiss, Bang Bang og það er eins og flest handrit hans Black, mjög sjálfsviturt og er ekki að reyna fela það að þetta sé kvikmynd, sem er einmitt uppsprettan af húmornum. Ég giska að gagnrýnendurnir hafi ekki fílað það neitt sérstaklega, ég fílaði það hinsvegar talsvert, enda hef ég séð þessa mynd alltof oft síðan ég var lítill krakki. Eini gallinn er að myndin dregur of lengi við seinni hlutann, mögulega var það gert viljandi en lengdin var nálægt því að draga úr gæðum. Last Action Hero er ein skemmtilegasta mynd sem ég hef séð, ein af þessum myndum sem kemur mér alltaf í gott skap, ég tel hana vera eina bestu grínmynd allra tíma.


"JACK SLATER: Look! Elephant!"


Sindri Gretarsson.

föstudagur, desember 01, 2006

Conan The Barbarian

Sindri Gretarsson 1. desember 2006 ***/****

Conan The Barbarian er ein mesta nostalgíukvikmynd sem ég hef nokkurn tímann séð, ég hlýt að hafa séð hana næstum hundrað sinnum þegar ég var krakki og að enduruppgötva hana var ekkert nema stórmerkilegt. Myndin er fyndin, hvort sem viljandi eða óviljandi, jafnvel hlægileg á köflum en Arnold er stórkostlegur Conan, fullkomið val fyrir hlutverkið. Söguþráðurinn og handritið (skrifað af John Milius með honum Oliver Stone) er svakalega furðulegt, leikurinn er tilgerðalegur, framleiðslugæðin alltaf að fara upp og niður en myndin missir aldrei ævintýratilfinninguna. Ofbeldið er til staðar, en miðað við nútímamyndir þá er hasarinn langt frá merkilegur, Conan er ekki dæmi um mynd sem eldist vel. Það er hérna sem nostalgían kemur við, ég hef alltof góðar minningar um þessa mynd til þess að gefa henni slæma dóma, og það verður að segjast að Conan The Barbarian er klassík. Hérna kemur Arnold Schwarzenegger, einhver frægasta manneskja fyrr og síðar fyrst í sviðsljósið í sínu alfyndnasta hlutverki. Það er hinsvegar einn hluti sem var án efa stórkostlega vel gert, og það var tónlistin eftir hinn nýlátna Basil Poledouris, líkt og kvikmyndin þá hefur tónlistin orðið að klassík í kvikmyndaheiminum. Í fullum sannleika þá er Conan mjög heimskuleg ævintýramynd, eina leiðin til þess að njóta myndarinnar er að slökkva á heilanum og ekki fylgjast með göllunum. En ég meina hver vill ekki sjá Arnold leika villimann drepandi alla í kringum sig og gefa frá sér furðuleg hljóð? Því það er Conan The Barbarian og ég fíla það í botn.


MONGOL GENERAL: What is best in life?
CONAN: To crush your enemies, to see them driven before you, and to hear the lamentations of their women!


Sindri Gretarsson.