föstudagur, maí 18, 2007

Zodiac

Sindri Gretarsson 18. maí 2007 ****/****

Kvikmyndahúsin eru mjög dugleg við að gefa út myndir eins og Next eða Blades of Glory en þau eiga sér þann dásamlega eiginleika að fresta myndum eins og Zodiac ekki aðeins um einhverjar vikur heldur um nokkra mánuði. Líkurnar gætu bent til þess að Next og Blades of Glory munu græða meiri pening en hvað gerist þegar ég fæ loksins að sjá Zodiac, mynd sem ég hef beðið eftir lengi... hvert einasta sæti í salnum er upptekið. Ég var greinilega ekki sá eini sem vildi sjá Zodiac en biðin eftir henni var óþörf en ekki tilgangslaus því Zodiac er auðveldlega besta myndin sem ég hef séð á árinu hingað til. Myndin fjallar um Robert Graysmith (Jake Gyllenhaal) sem vinnur fyrir San Fransisco Chronicles á sjöunda áratugnum sem fer að rannsaka dularfull morð framin af Zodiac morðingjanum. Robert á þó ekki að vera að því þar sem starf hans er að teikna teiknimyndir fyrir dagblaðið en burtséð frá honum eru David Toschi (Mark Ruffalo) og Bill Armstrong (Anthony Edwards) lögreglumenn einnig að eyða öllum sínum tíma í Zodiac morðin og fréttamaðurinn Paul Avery (Robert Downey Jr.) sem vinnur fyrir sama fyrirtæki og Graysmith. Þetta er aðeins einföld lýsing á söguþræðinum, listinn af persónum í myndinni er mjög langur og hver einasta persóna hefur sitt mikilvæga hlutverki að gegna ekki aðeins í myndinni heldur einnig sögulega séð. Sögulega gildið í Zodiac er svakalegt, nánast hver einasta sena er merkt hvar hún gerist og hvenær, þetta gæti verið ein sögulega réttasta mynd sem gerð hefur verið. Ég hef heldur ekki séð svona mynd sem hefur jafn mikið af upplýsingum síðan JFK, Zodiac hefur í raun of mikið af upplýsingum, stanslaust þá er hver einasta sena að troða í manni nöfnum, stöðum, atvikum og tímasetningum sem þú þarft að muna eftir. Ég skil fólk sem segir að þetta sé of mikið og ég skil einnig gagnrýnina um að þessi mynd sé of löng því hún er mjög löng. Zodiac er upplýsingaflæði um upplýsingaflæði, alla myndina þá ertu að fylgjast með fólkinu sem er að rannsaka Zodiac morðin gegnum margra ára tímabil. Fyrir þá sem hafa engan áhuga á þessu tímabili né þessu efni eiga eftir að geispa en mér fannst einmitt Zodiac gera það svo vel að vekja áhugann minn því hraðinn á myndinni er býsna góður en ef þú missir af einhverjum mikilvægum punktum þá gæturu átt erfitt með að koma öllum upplýsingunum saman. Zodiac hefur stórt leikaralið, nöfn eins og Jake Gyllenhaal, Mark Ruffalo, Anthony Edwards, Robert Downey Jr, Brian Cox, Chloey Sevigny, Elias Koteas, Dermot Mulroney, Philip Baker Hall, James LeGros, Ione Skye og Adam Goldberg. Ekki endilega frægir leikarar sem allir þekkja en allt kunnugir leikarar en það sem er sérstakt er að hver einasti leikari, og þá sérstaklega aðalleikararnir leika hlutverkin sín alveg fullkomlega. Leikararnir einnig hjálpuðu mikið við að byggja upp ákveðinn fíling í myndinni, þessi sjöunda áratugs fílingur sem er skapaður gegnum leikarana, myndatökuna og tónlistina. Myndin er ekki þung í persónusköpun eða atburðarrás, hún er létt í anda og hefur mikinn húmor í sér en hefur alltaf stanslaust einhverskonar óhugnandi takt, þó yfirleitt undirliggjandi. Myndatakan er eins og í öllum David Fincher myndum framúrskarandi, stílseinkennin hans sjást gegnum myndina. Zodiac var öll tekin upp með Thompsons Viper stafrænum myndavélum og gæðin skáka hverja einustu kvikmynd sem ég hef séð tekna upp á filmu. Það sem mér finnst erfitt að dæma um er hvort það ætti að gefa Zodiac fullt hús eða ekki því það bendir til þess að Zodiac sé meistaraverk, aðeins tími getur sagt til um það en ég get allavega sagt það að Zodiac er einhver merkilegasta mynd sem ég hef séð í bíóhúsi. Ég ætla hinsvegar að gefa henni fjórar stjörnur, ég segi ekki að Zodiac sé meistaraverk en hún er allavega virkilega góð að mínu mati. Hún kemst upp með hluti sem flestar kvikmyndir komast ekki upp með og er gott dæmi um eðal kvikmyndagerð ekki aðeins tæknilega séð heldur frá öllum hliðum séð.


Sindri Gretarsson.

þriðjudagur, maí 15, 2007

The Painted Veil

Sindri Gretarsson 15. maí 2007 ***/****

The Painted Veil fær gæðastimpilinn sinn frá leikurunum, Naomi Watts er mjög góð en Edward Norton eignaði sér myndina sem kaldrifjaði eiginmaður hennar. Sagan fjallar aðallega um uppgötvanirnar sem hjón komast að um hvort annað undir erfiðum kringumstæðum, Naomi Watts leikur Kitty, dekraða og eigingjarna breska konu sem hefur lifað af foreldrum sínum alla sína ævi. Edward Norton leikur Walter, lækni sem verður hrifinn af Kitty og mjög fljótlega þá giftast þau þar sem foreldrar Kitty gátu ekki beðið eftir að losa sig við hana. Kitty er þó ekkert sérstaklega trú Walter og heldur hún framhjá og Walter kemst að því, gefur hann henni valkostinn að annaðhvort koma með sér til hluta Kína þar sem kólera er að drepa hundruðir eða skilnaður. Edward Norton sem er einn af betri leikurum samtímans nær eins og alltaf að gera myndirnar sínar enn áhugaverðari en þær ættu að vera. The Painted Veil er ekki saga sem heillar mig neitt sérstaklega (myndin er byggð á samnefndri bók frá 1925) en það er hann og hans persóna sem hélt uppi áhuga mínum, en ég ætti ekki að gleyma Naomi Watts sem er í raun aðalpersónan og var hún alls ekkert verri en Norton. The Painted Veil er mjög vel heppnuð ástarsaga, mjög vel gerð og hefur sína bestu kosti í leikurunum.


KITTY: You can't be serious about taking me into the middle of a cholera epidemic!
WALTER: Do you think that I am not?


Sindri Gretarsson.

mánudagur, maí 14, 2007

Ef þú skrifar nógu margar ritgerðir á stuttu tímabili þá fer líkaminn að rotna...

... þú ælir reglulega, færð brjálæðisköst, missir andann og reynir að stunda sjálfsfróun oftar í sjálfsvorkunarköstum en það er ekki mögulegt útaf getuleysi. Ég hef komist að því að skrifa ritgerðir er eitt það mest mannskemmandi sem ég hef gert, það er þolanlegt að skrifa eina og jafnvel tvær en að skrifa tólf ritgerðir á minna en viku er eins og að gleypa ofurlím og skera augun þín með blaði þar til þú sérð aðeins rautt.

En þar sem að þessu tímabili er nánast lokið, þá ætla ég mér að lifa af, halda áfram og kenna öðrum um þessar reynslur mína svo að afkomendur okkar munu læra af mínum mistökum.

Þar af leiðandi, þá hef ég ekki meiri orku til þess að skrifa um neitt annað, ég verð að nota þá litlu orku sem ég hef eftir til þess að klára það sem ég hef eftir...


"Never get involved in a land war in Asia"


Sindri Gretarsson.

föstudagur, maí 11, 2007

Zappa!

Talandi um fökked up fyndna texta... Frank Zappa er meistari í þeim.

Bobby Brown goes down:

Hey there, people, I'm Bobby Brown
They say I'm the cutest boy in town
My car is fast, my teeth are shiney
I tell all the girls they can kiss my heinie
Here I am at a famous school
I'm dressin' sharp 'n I'm
Actin' cool
I got a cheerleader here wants to help with my paper
Let her do all the work 'n maybe later I'll rape her

Oh God I am the American dream
I do not think I'm too extreme
An' I'm a handsome sonofabitch
I'm gonna get a good job 'n be real rich
(Get a good, get a good, get a good, get a good job)

Women's Liberation
Came creepin' all across the nation
I tell you people, I was not ready
When I fucked this dyke by the name of Freddie
She made a little speech then,
Aw, she tried to make me say when
She had my balls in a vice, but she left the dick
I guess it's still hooked on, but now it shoots too quick

Oh God I am the American dream
But now I smell like Vaseline
An' I'm a miserable sonofabitch
Am I a boy or a lady . . . I don't know which
(I wonder wonder, wonder wonder)

So I went out 'n bought me a leisure suit
I jingle my change, but I'm still kinda cute
Got a job doin' radio promo
An' none of the jocks can even tell I'm a homo
Eventually me 'n a friend
Sorta of drifted along into S&M
I can take about an hour on the tower of power
'Long as I gets a little golden shower

Oh God I am the American dream
With a spindle up my butt till it makes me scream
An' I'll do anything to get ahead
I lay awake nights sayin', "Thank you, Fred!"
Oh God, Oh God, I'm so fantastic!
Thanks to Freddie, I'm a sexual spastic
And my name is Bobby Brown
Watch me now; I'm goin' down,
And my name is Bobby Brown
Watch me now; I'm goin' down,
And my name is Bobby Brown
Watch me now; I'm goin' down


Jewish Princess:

I want a nasty little Jewish Princess
With long phony nails and a hairdo that rinses
A horny little Jewish Princess
With a garlic aroma that could level Tacoma
Lonely inside
Well, she can swallow my pride

I need a hairy little Jewish Princess
With a brand new nose, who knows where it goes
I want a steamy little Jewish Princess
With over-worked gums, who squeaks when she cums
I don't want no troll
I just want a Yemenite hole

I want a darling little Jewish Princess
Who don't know shit about cooking and is arrogant looking
A vicious little Jewish Princess
To specifically happen with a pee-pee that's snapin'
All up inside I just want a princess to ride

Awright, back to the top... everybody twist!

I want a funky little Jewish Princess
A grinder; a bumper, with a pre-moistened dumper
A brazen little Jewish Princess
With titanic tits, and sand-blasted zits
She can even be poor
So long as she does it with four on the floor (Vapor-lock)

I want a dainty little Jewish Princess
With a couple of sisters who can raise a few blisters
A fragile little Jewish Princess
With Roumanian thighs, who weasels 'n' lies
For two or three nights
Won't someone send me a princess who bites
Won't someone send me a princess who bites
Won't someone send me a princess who bites
Won't someone send me a princess who bites





Fyndnasta er að bæði lögin innihalda bakraddir sem endurtaka og leggja áherslur á mest fökked upp hlutina í lögunum... en djöfulli er þetta fökking fyndið, fáið ykkur þessi lög ef þið eigið þau ekki.


Sindri Gretarsson.

sunnudagur, maí 06, 2007

Das Leben Der Anderen

Sindri Gretarsson 6. maí 2007 ***1/2 af ****

Margir sem ég þekki voru frekar ósáttir um að Pan's Labyrinth hafi ekki unnið óskarinn fyrir bestu útlensku kvikmynd á seinustu verðlaunahátíðinni en ég efa að þetta fólk hafi séð Das Leben Der Anderen þar sem hún er mjög sterkur keppinautur, enda vann hún óskarinn. Myndin gerist árið 1985 í austur Berlín þegar sósíalisminn réð ráðum og fjallar um Gerd Wiesler útsendara Stasi leyniþjónustunnar se sérhæfir sig í að fylgjast með þegnum ríkisstjórnarinnar og handtaka svikara. Án þess að grafa of djúpt í söguþráðinn og mögulega skemma fyrir öðrum þá segi ég aðeins að myndin nær að skapa sögu um mjög merkilegt tímabil á mjög mannlegan og raunverulegan hátt. Frammistöður leikaranna voru allar merkilegar, sá merkilegasti verandi Ulrich Mühe sem Wiesel, hann nær að vera ískaldur og yfirborðskenndur en á sama tíma mannlegasta persónan í allri myndinni. Það er ekkert framúrskarandi kvikmyndalega séð við myndina, tæknivinnslan er mjög dæmigerð allt frá myndatöku til klippingu, en myndin er eðaldæmi um venjulega sögusetningu á dramatísku stigi sem hún gerir alveg drulluvel. Ég nenni ekki að reyna útskýra betur af hverju þessi mynd er góð, en ég get allavega mælt með henni, Das Leben Der Anderen er líklega besta þýska mynd sem ég hef séð síðan Der Untergang. Það þarf fleiri þýskar myndir til landsins, við fáum aðeins að sjá nokkrar af þeim bestu en það þarf meira, en ég mæli með Das Leben Der Anderen.


"Beware, we Germans aren't all smiles and sunshine"


Sindri Gretarsson.

laugardagur, maí 05, 2007

Spider-Man 3

Sindri Gretarsson 5. maí 2007 **1/2 af ****


Það sem Spider Man 3 skortir fyrst og fremst eru takmörk, í fyrstu myndinni vorum við með Norman Osborn/Green Goblin sem illmennið. Í annari myndinni var það Otto Octavius/Doctor Octopus en í Spider Man 3 höfum við ekki aðeins Harry Osborn/New Goblin (son Green Goblins) heldur einnig Flint Marko/Sandman og Eddie Brock/Venom, þrjú einhver stærstu illmennin í Marvel myndasögunum. Fyrir utan illmennin þá eru öll plottin sambandi við Mary Jane, Aunt Mae og Harry Osborn ennþá fullgangandi og Parker er að gangast undir enn fleiri persónuvandamál gagnvart sitt tvöfalda líferni sem Parker/ Spiderman. Það er einfaldlega alltof mikið að gerast í þessari einu kvikmynd og myndinni blæðir mjög augljóslega útaf því, það eru þó illmennin sem blæða mest og þá sérstaklega Venom sem fær nánast engan skjátíma til þess að geta sýnt möguleika sína. Það sem angraði mig mest og mun angra marga er hve öll atburðarrásin hentaði myndinni svo gífurlega, ég sé vel fyrir mér handritshöfundinn hoppa af kæti um hve mikill snillingur hann sé fyrir að hafa þjappað saman allri myndinni niður í nokkra daga þar sem allur heimurinn fer til andskotans á eins ótrúverðugan hátt sem hægt er að ímynda sér. Ég veit ekki hvað fólk var að hugsa þegar það gerði þessa mynd en sama hvort að myndin sé byggð á myndasögu eða ekki þá er það nauðsynlegt að reyna halda í einhverskonar trúverðleika bakvið atburðarrásina jafnvel þó að menn séu að hoppa milli bygginga eða breyta sér í sandkorn. Ég efa ég hafi nokkurn tíman séð jafn margar Deus Ex Machinur og í Spider Man 3, í lokin var ég hlægjandi og þá meina ég ekki með myndinni heldur að henni. Endinn er einnig ein stór leðja af klisju, hún var það stór að hún gleypti mig gersamlega og saug útúr mér alla orkuna, það eina sem eftir var af mér var einn stór hneykslissvipur. Spider Man 3 fer svo illa með persónurnar sínar og möguleika (þá aðallega í lokin) að ég get ekki ímyndað hvernig það sé hægt að halda áfram með þessa kvikmyndaseríu. Það sem myndin hefur á móti öllu þessu er að hún er mjög skemmtileg (einnig var Sandman svalur), en hún hrapar svakalega í gæðum miðað við Spider Man 2 sem mér finnst vera besta af þríleiknum, eina sem Spider Man 3 gæti boðið uppá betur eru kannski aðeins betri tölvubrellur. Spider Man 3 hafði allt mögulegt til þess að gera stórkostlega kvikmynd og ekki gleyma sínu gígantísku fjármagni, en hún tekur öllu alltof sjálfsagt og að lokum missir sig alveg í algeru rugli. Ég held ég sé að gefa myndinni of háa stjörnugjöf, tvær og hálf stjarna er merki um mynd sem er sæmileg og Spider Man 3 er ekkert meira en það, því miður.


Sindri Gretarsson.

miðvikudagur, maí 02, 2007

MySpace

Talandi um ávinabindandi viðbjóð, þegar það kemur að netfíkn þá get ég sætt mig við MSN en MySpace er einfaldlega alltof mikið. Þetta er ávinabindandi og tímaeyðandi síða sem gerir varla neitt til þess að betrumbæta heiminn, af hverju getum við ekki bara tekið Gandhi á þetta og öll setist niður á teppi í eyðimörk einhverstaðar og sogið sand? Allavega er það bloody félagslegt, en frekar þá höngum við öll á vefsíðum og tölum um tilgangslaust kjaftæði.

Það er nú tilgangslausara að kvarta útaf þessu, ég hef nú þegar tapað svo ég gæti alveg eins farið einn í eyðimörkina að sjúga sand. Ef einhver á LSD þá væri ég til að taka einn Jim Morrison á þetta, einhver?

En eitt seinast varðandi MySpace, ég er að reyna hlusta á tónlist og er að gera margt í einu á tölvunni, en sumt fólk vill fylla MySpace síðurnar sínar af ömurlegri tónlist og mynböndum sem crasha andskotans browserana og skemma fyrir fökking nettengingunni. Gerið heiminum og sjálfum mér stórum greiða, slökkvið á tónlistinni og brennið myndböndin, ég hef engan áhuga að sjá ykkur í fríi með whoever á JabbaJabba landi nema það sé tiltörulega mikil nekt í því og þar sem MySpace bannar allt þannig tengt þá er það augljóslega ekki mögulegt.


"Follow the weird naked Indian"


Sindri Gretarsson.