þriðjudagur, febrúar 21, 2006

blogID=18033984

MH er hið sannasta helvíti á Jörð, stærsta klósettskál veraldar og upphafstaður heimsendis í bráðri framtíð. Ég sit hér á rúllustól eftir að hafa lesið þýskubók fyrir próf þar sem ég gerði þá hræðilega skissu að fara alltof snemma úr kvikmyndaskólanum til þess að lesa lítið 20 blaðsíðna hefti. Það hefði verið betra að vita af því heldur en að yfirgefa nafna minn í klippingastörfin við heimildarmynd okkar.

Alas þá hitti ég Kristján Ara í fyrsta skipti þetta árið og samkvæmt honum þá hef ég mjókkað töluvert, þá sérstaklega andlitið mitt (var ég blob eða?). Fyrir utan þetta atvik þá hefur tilveran mín verið á heppilegri uppleið, mér hefur allavega ekki verið kastað úr húsinu eins og "aðrir".

MH er óeðlilega fullur af 16-17 ára börnum sem eru í fyrsta skipti að uppgötva kynlíf og kynorkuna, og meðal þess haga sér eins og algerir asnar. Ég var ekkert frávik, en því miður þá breytast fæstir MHingar, þeir eru ennþá alveg eins eftir 5 ár. Ég hef persónulega afneitað stöðu minni sem MHing, vil ekkert með það nafn gera, ég tel mig æðri, fallegri og meira en allt annað... gáfaðari, en allt þetta MH pakk (fyrir utan nokkur frávik sem ég tel "fín").

Um helgina seinustu þá dró "snillingurinn" Guðni G. kanínu upp úr hattinum sínum, og úr kanínunni birtust þrjár 15 ára stelpur eða "mellur" eins og hann Guðni orðaði það. Alls voru það ég, Þór, Guðni og þessar þrjár, semsagt þrír einstaklingar af hvoru kyni og tilgangur stelpnanna var að kynferðislega þjóna okkur. Því miður báru stelpunar óbærilegt hatur gagnvart Guðna G. sem var sífellt að reyna að ríða þeim (hann var svona einu striki undir nauðgun) svo að þær yfirgáfu okkur frekar snemma. Sorglegur dagur það var, annaðhvort var það því mér var ekki þjónað eða því þetta voru stelpur sem eru ennþá í barnaskóla...

Annars það góða sem barst úr þessari helgi er að vér fengum loks góða hugmynd fyrir okkar næstu mynd, sú hugmynd er leynileg og ekkert ykkar er leyft til þess að heyra/lesa hana. Segjum bara, að hún sé um veðurfræðing sem verður ástfanginn af líffræðingi en að félagslegar reglur samstarfsmanna og yfirmanna þeirra sætta sig ekki við þesskonar blöndu á fræðimönnum. Tilvalin ástarsaga með frábærum leikurum og hindrunum sem söguhetjurnar þurfa að ráða fram úr... (hóst)

Gesundheit.

Sindri Gretarsson.

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Hvað er að gerast þessa dagana?

Kvikmyndaskólinn, kvöldskóli MH, bíó, fjölskyldumál, bankamál, vinamál, allt þetta sinnum 10.000 og margfaldaðu því með tölu svo stóra að Guð sjálfur myndi springa við hugsun hennar. Svona er líf mitt í dag, alls ekki slæmt þó, erfitt á góðan hátt frekar. Lífið er víst leitin af hamingjunni, lögmál hamingjunnar snýst um langar þjáningar og erfiði til þess að öðlast nokkur augnablik af hamingju, af einhverjum furðulegum ástæðum er hamingjan alltaf þess virði, sama hve stutt hún endist. En nóg um heimspeki og tilgang lífsins, og meira um sjálfan mig...

Ég er sífellt að blaðra við klofna persónuleika minn um framtíðarmyndir sem ég vil gera, og ég er að svitna yfir bók sem ég vil eignast, sú bók kallast "The age of Charles Martel" og er um líf Charles Martel. Þeir sem kunnast ekki við nafnið, sem eru langlíklegast allir (nema þeir sem heyrðu það frá mér) þá var Martel afi Charlemagne (Karlamagnúsar) og hann var að miklu leiti "bjargvættur" Evrópu frá Islam á sínum tíma. Orrustan við Tours árið 732 A.D voru tímamót í sögu Evrópu þegar Charles Martel safnaði saman liði af um það bil 50.000 hermönnum (mest allt fótgöngulið) og gjörsigraði her Múslima sem voru um það bil 300.000 að tali með eitt besta og stærsta hestalið í heiminum. Martel tapaði 1500 mönnum, tölur um töp múslimanna eru óþekktar, en af báðum hliðum voru töp múslimanna talin gríðarleg. Af þessari ástæðu var Charles kallaður Charles Martel, Martel þýðir "Hamarinn", og þetta nafn á vel við hann. Eins og ég hef lesið um hann þá hefur líf hans verið erfitt og fjölbreytt, að gera kvikmynd um hann og þessa orrustu væri draumur. En fyrst... þarf ég að skrifa handrit, ég er þegar byrjaður en ég þarf þessa bók, ég er hreinlega ekki nógu reyndur til þess að skapa mitt eigið efni á blaðformi.

Ég geri mig fullkomlega grein fyrir því að þetta verkefni er svona 20 ár í framtíðina ef ég fæ tækifærið til þess að gera það, en annars er ég að fikta við aðrar hugmyndir, en svona er lífið, togstreita til þess að öðlast hamingjuna og hamingjan er að gera það sem þú vilt...

Rétt áðan sá ég Underworld: Evolution, ég nenni varla að skrifa umfjöllun um þá mynd, ég var enginn aðdáðandi fyrri myndarinnar og þessi var þó nokkuð verri. Ímyndaðu þér samansafn af tölvuleikjahasar með tilgerðalegum og ómerkilegum söguþræði, þá hefuru séð Underworld: Evolution, sparaðu peninginn og gleymdu henni.

Svo sá ég íslensku myndina "Blóðbönd" fyrir viku síðan, leikstjórinn Árni Ó. Ásgeirsson er enginn annar en túdorinn minn í kvikmyndaskólanum, hvernig get ég dæmt myndina á hlutlausan hátt þar sem ég þekki leikstjórann persónulega? Í fullum heiðarleika þá kom myndina mér á óvart, hún var ekkert "milestone" í kvikmyndasögunni en hún var þó bati í íslenskri kvikmyndagerð. Svo sá ég "Síðasta bæinn í dalnum", íslensku stuttmyndina sem er tilnefnd til óskarsverðlauna, fyrir utan miklar líkingar við Börn Náttúrunnar þá var þetta fjári góð stuttmynd en eins og flest íslenskt, þunglynt.

Það er annað mál, nauðsyn Íslendinga til þess að skapa þunglyndar myndir, er Ísland að eðli sínu þunglyndislegt, ég er að bíða eftir íslenskri mynd sem er hamingjusöm eða fyndin að eðli sínu. Það er mun erfiðara að skapa kómískar myndir en dramatískar, leikstjóri sem getur gert bæði vel hefur sannað hæfileika sína, eða hver sem hafði stórt hlutverk við gerð myndanna.

Jæja, ég nenni þessu ekki lengur, ætla núna að horfa á Interview with the Vampire. Underworld: Evolution gerði eitt aðeins og það var að minna mig á hve virkilega góð Interview with the Vampire er, bless á meðan...

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Good Night and Good Luck

Sindri Gretarsson 8. febrúar 2006 **1/2 af ****

Þetta er nú ofmetin mynd og á hvergi heima í óskarsverðlaununum, það er þó mitt álit og það er ekkert endilega heilagt. Ed Murrow leikinn af David Strathairn er bandarískur fréttamaður á 6. áratugnum sem felur í sér það verkefni að koma þingmanninum Joseph McCarthy af þingi þar sem hann er fasisti og kommunistahatari af verstu gráðu. George Clooney er nú í leikstjórastólnum, ég er ekki viss hvort ég get sagt að þetta sé vel leikstýrð mynd, hún er tæknilega séð mjög vel gerð en efnið sem er fjallað um er alveg bláþunnt og útfærslan jafnvel þynnri. Tómar persónur, ómerkilegt handrit, það var mjög lítið við myndina sem kveikti neinn áhuga. Ég er ekki að sjá það sem öðrum finnst svo heillandi við myndina, hún er þó ekki alslæm, það var ágætt magn af sögulegum afskiptum sem lyftu myndina nokkuð upp, sérstaklega fyrir mig sem þekkir söguna um þingmanninn McCarthy vel. Ég er mjög svekktur með myndina þar sem ég hafði heyrt góða hluti um hana, í Good Night and Good Luck sé ég mjög lítið merkilegt, hún sleppur sem sæmileg pólitísk vella.

Sindri Gretarsson.

The New World

Sindri Gretarsson 8. febrúar 2006 ****/****

The New World er sannkallað sjónrænt meistaraverk og ein af mjög fáum myndum frá 2005 sem ég get gefið fullt hús. Rómantísk hugsjón Terrence Malick á Ameríku, í þetta skipti notar hann sögu John Smith og Pocahontas sem grunnin, Smith sem er á leið með breskum innflytjendum til Ameríku árið 1607 eða núverandi Virginíu fylkis frekar sagt hittir Pocahontas, unga frumbúa og þau tvö eins og allir vita, verða ástfangin. Smith sem er mjög mikill andspyrnumaður og óhlýðinn lendir sífellt í vandræðum með yfirmenn sína og Pocahontas er elskuleg og leikmikil stelpa og þeirra ástarsamband er ekki ásættanlegt af hvorri hlið. Eins og Malick hefur gert áður þá einbeitir hann sér sjaldan að einni manneskju heldur nánast öllum hópnum, og grafið er djúpt í náttúrulíf Ameríku og vonir innflytjendanna í nýja heiminum. The New World er fullkomin kvikmynda-mynd, drifin af tónlist (notuð var mikið af Wagner tónlist) og kvikmyndatöku frekar en orðum og handriti, það kæmi mér varla á óvart ef Malick hefði hent handritinu í burtu meðan tökum stóð, hann hefur gert það áður, t.d við tökum á Days of Heaven. Myndin fer þó nokkuð vel eftir sögulegum heimildum, ég efa að margir vita það að saga Pocahontas og John Smith sé sannsöguleg og New World er langbesta dæmi sem fylgir þeirri sögu annað en Disney teiknimyndirnar gerðar fyrir krakkana. Ef þú fílar myndir Malicks þá skaltu sjá New World, eitt besta dæmi um stórkostlega kvikmyndagerð og þá aðallega guðlega kvikmyndatöku sem á réttilega að grípa óskarinn þetta ár. The New World, að mínu mati er ein besta mynd frá árinu 2005, mjög óeðlileg og frábrugðin eins og flestar Malick myndir en hefur mjög heillandi ástarsögu og ímynd aldarskeiðinu sem sagan gerist.

Sindri Gretarsson.

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Syriana

Sindri Gretarsson 1. febrúar 2006 ***/****

Syriana er ein þeirra pólitíska kvikmynda sem eru nýlega byrjaðar að birtast á hvíta tjaldinu, í þessu tilfelli þá er það olíustríðið sem er fjallað um. Allt frá stjórnendum olíufyrirtækjanna í BNA til ungra múslima í togstreitu við skoðanir sínar um stjórnmál. George Clooney er Bob Baer, maður sem er ráðinn í starfin sem enginn vill taka að sér, myndin er byggð á bókinni eftir hinn raunverulega Bob Baer sem hét "See no Evil". Hann er ráðinn til þess að handtaka prinsinn Nasir (Alexander Siddig) í miðausturlöndunum sem er hugsanlegur arftaki krónunnar og hótar þar með olíuviðskiptasamböndum BNA þar sem hann hefur einstaklega frjálslegar skoðanir um land sitt. Matt Damon er Brian Woodman, viðskiptasérfræðingur í Sviss sem er ráðinn af prinsinum Nasir til þess að hjálpa sér við að endurskoða olíuauðlindirnar í landinu sínu og Jeffrey Wright leikur Bennett Holiday, annan viðskiptasérfræðing sem er ráðinn til þess að endurskoða auðugt bandarískt fyrirtæki í Washington. Eins og taglína myndarinnar segir "Everything is Connected" þá eru þessir þrír tengdir á sterkan hátt og sama með alla hina leikarana í myndinni, það sem skapaði vandamálið var að fyrstu 40 mínúturnar voru enmitt senur sem sýndu hverja einustu persónu fram og tilbaka án þess að ég gat skilið tengingu þeirra. Þegar það loksins kom að einhverjum mikilvægum útskýringapörtum þá var eins og það gleymdist að leggja einhverja áherslu á þau, líkt og myndin væri púsluspil og það gleymdust nokkrar holur. Ég bjóst við að Syriana væri mjög þung "dialouge" mynd, það fannst mér alls ekki, ég myndi frekar kalla hana þunga "comprehension" mynd. Vandinn var einfaldlega sá að þú hefur mynd stútfulla af persónum og senum sem er erfitt að koma öllu í samband, og það skorti oft einhverskonar afl í spennuna sem gerði sum mikilvægustu atriði myndarinnar frekar miðjumoðskennd. Í staðinn fyrir þennan vanda þá hefuru hörkugóða pólitíska mynd sem hefur mikið að segja fyrir nútímastjórnmál í heiminum, vel skrifað handrit, góðir leikarar og flottan stíl í líkingu við Traffic (fyrir utan þessa brengluðu liti í Traffic).

Sindri Gretarsson.

Munich

Sindri Gretarsson 27. janúar 2006 ***1/2 af ****

Munich er geðveik mynd, þarna var það skrifað, einföld útskýring sem allir fatta. Eric Bana er Ísraelskur Mossad útsendari sem er ráðinn með fjórum öðrum til þess að myrða ellefu Palestínska menn sem myrtu tólf gísla við ólýmpíuleikana í Munchen (Munich) árið 1972. Eftir War of the Worlds, sem var hrein blockbuster afþreying gerir Spielberg eitthvað áhugavert sem hefur eitthvað að segja við nútíma aðstæður. Ennþá er pirringur milli Ísraeala og Palestínumanna, 1972 var árið sem jók spennuna og pirringinn töluvert og Munich sker sig beint í miðjuna á þessu öllu. Myndin er ekki að taka afstöðu með neinni hlið, þetta er ekki gyðingavæla heldur mjög djúp sálfræðileg rannsókn á hug launmorðingjanna sem hefna landa sinna og ríkisstjórn. Það sem byrjar sem réttverðug hefnd verður að eyðileggingu mannana fimm, á hvaða hátt sem skerst inn í persónuleika þeirra. Sama hverja þeir drepa sem áttu orsök á Munich þá munu þrír koma í staðinn fyrir einn, svo eru svona aðferðir ekki beint meðfylgjandi trú gyðinga. Þungamiðja myndarinnar er Eric Bana, þráðurinn fjallar um hve ónýtur hann verður eftir reynslu sína í Evrópu sem launmorðingi, meðal þess á hann konu og ófætt barn sem hann fær aldrei að sjá. Annað sem Munich hefur að sýna eru einhver stórklikkuðustu atriði sem ég hef séð, sem var það seinasta sem ég bjóst við af Munich, ofbeldið er í algeru hámarki en það sem er jafnvel betra en allt þetta er að það er nánast ekki ein væmin sena í allri myndinni, í þetta skipti þá kom Spielberg með almennilegan endi á kvikmynd. Munich er einhver albesta mynd 2005, ekki gleyma að hún kom 2005 í Bandaríkjunum svo ég tel hana vera 2005 mynd.

Sindri Gretarsson.