miðvikudagur, janúar 23, 2008

Heath Ledger er dáinn! Það er virkilega fökked.


Heath Ledger (4.apríl 1979 - 22. janúar 2008)

Það virkilega sökkar að Heath Ledger er látinn, hann var of ungur og of góður leikari til þess að mega deyja svona ungur. Ég efa að nokkur maður hafi búist við þessu, fyrst var það Brad Renfro um daginn og núna Heath Ledger. Næsta myndin hans Heath verður sem Jókerinn The Dark Knight, sem mun vonandi verða hans besta hlutverk. Hann dó í miðjum tökum af nýju Terry Gilliam myndinni svo ég er ekki viss hvað mun gerast með hans hlutverk í þeirri mynd. Þetta er alger bömmer, ég var búinn að fylgjast með honum síðan 10 Things I hate About You árið 1999 og ég bjóst aldrei við því að þessu myndi enda svona og hvað þá svona snöggt.

Minnir mann á það að enginn er of ungur til þess að deyja.

Bömmer.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þetta er virkilega fucked up.
Dó allt of ungur.
Bjóst alls ekki við þessu.

May you rest in peace Heath.

S.G. Andersen sagði...

Þetta er FUBAR Þór, algert FUBAR.

Fucked Up Beyond All Recognition

Nafnlaus sagði...

Come on, strákar, big fökking díl, ég man ekki eftir að hafa séð þennan gaur í einni einustu góðu mynd.

Alveg ástæðulaust að draga einhverjar morbíd konklúsjónir af þessu. Gaurinn svaf ábyggilega hjá fleiri foxý gellum og snortaði meira kókaín heldur en við allir til samans munum kollektívt gera út ævi okkar. Vorkenni honum ekki neitt.

S.G. Andersen sagði...

Það er soldið öðruvísi fyrir okkur kvikmyndaböffana (mig, Þór og Tomma aðallega) þar sem við höfum fylgst með honum frá byrjun leikferli hans. Hvort sem myndirnar hans voru góðar eða ekki, en margar voru mjög góðar, þá var hann góður leikari sem var bara að skána með aldrinum og núna deyr hann skyndilega 28 ára. Næsta sumar kemur einmitt The Dark Knight, Batman framhaldið þar sem Ledger leikur Jókerinn og verður mjög líklega alger leiksigur fyrir hann. Bara nú er hann dáinn, ég þekkti hann ekki en þetta kemur á óvart.

Nafnlaus sagði...

Fólk deyr hvern einasta dag, og vafalaust eiga flestir það meira skilið að vera syrgðir heldur en þessi Heath Ledger...

Hvaða "mjög góðu" myndir eru þetta sem hann lék í? The Patriot? Ömurlegt. A Knight's Tale? Ömurleg. Ned Kelly? Slöpp. The Order? Ólýsanlega ömurlega ömurleg mynd. Brokeback Mountain? Gay.

Nei, veistu, ég held að kvikmyndaheimurinn hafi ekki orðið fyrir miklum missi þarna.

Nafnlaus sagði...

Ouch..... !

Þetta var fremur harkalegt reality check.

Nafnlaus sagði...

Hey, frændi, ég sá að þið jólasveinarnir minntust á Conan the Barbarian í kvikmyndaumfjölluninni ykkar á kvikmyndir.is. Way to go! KROM will be pleased.