föstudagur, febrúar 15, 2008

Kvikmyndaárið 2007...

Það er rifrildismál milli kvikmyndaáhugamanna hér á landi hvernig eigi að flokka sumar kvikmyndir milli ára. T.d þá kom No Country for Old Men út í Bandaríkjunum í desember 2007 en kom ekki til Íslands fyrr en núna í febrúar 2008 og ef ég á að flokka á milli til þess að geta dæmt um bestu myndir ársins 2007, í hvaða dálki ætti hún að vera? Margir myndu segja að hún sé 2008 mynd, ég segi það ekki, No Country for Old Men er 2007 mynd og ætti að vera flokkuð samkvæmt því. Ef við færum alltaf eftir útgáfudegi kvikmynda eftir hvenær þær kæmu hérlendis á þá að flokka mynd sem kemur út árið 2001 í Bandaríkjunum sem 2008 mynd bara því hún kom þá hér í bíó? Það er sjaldgæft að myndir koma ekki til landsins eftir svona mörg ár en þetta hefur gerst og mun gerast aftur. Hvað gerðist við þolinmæðina okkar? Er það svo erfitt að bíða í nokkra mánuði til þess að dæma um bestu myndir ársins og gera það almennilega, ef öll lönd gerðu sama og íslendingar þá væri kerfið í algerri steik. Segjum ef Astrópía yrði gefin út í Bandaríkjunum næsta sumar, ættu Kanar þá að telja hana sem 2008 mynd?

Hinsvegar þá hefur mér hingað til hefur mér fundist 2007 vera frekar veikt ár fyrir kvikmyndir, þó svo að það ár sé nú þegar liðið þá eru nokkrar ef ekki margar myndir frá 2007 sem ég á eftir að sjá sem gætu vel verið frábærar myndir sem eiga jafnvel skilið sinn sess við bestu myndir 2007. Þangað til ég sé þær myndir þá get ég aðeins dæmt um það sem ég hef séð, þær sem ég á eftir að sjá eru t.d There Will Be Blood, Kite Runner, The Assassination of Jesse James, Into the Wild, Gone Baby Gone og Ratatouille...



Það var ein mynd sem kom út snemma árið 2007 í Bandaríkjunum en kom út hér í maí mánuði sem mér fannst þá og ennþá vera besta mynd 2007 og það er Zodiac. Sú mynd passar einmitt við minn smekk á kvikmyndum, hún fjallar um áhugaverða atburði, á áhugaverðu tímabili og er ótrúlega vel gerð og úthugsuð. Zodiac verður annaðhvort í fyrsta sæti eða fyrstu þremur yfir árið, kemur í ljós.




Önnur mynd sem kom til landsins fyrr en Zodiac var Sunshine, það er einhver eftirminnanlegasta kvikmynd ársins. Burtséð frá skiptum skoðunum gagnvart seinustu 30 mínutur myndarinnar þá var ég mjög sáttur með myndina í heild sinni, eðal vísindaskáldskapur með ótrúleg framleiðslugæði. Myndin einnig sýndi það að Chris Evans kann virkilega að leika alvarleg hlutverk og þá býsna vel.




Þessi mynd kom mér ágætlega á óvart, þó svo að ég fíli Frank Darabont í tætlur þá bjóst ég ekki við að The Mist myndi verða svona góð. Besta hrollvekjan í mörg ár, frábær blanda af b-mynd og sósíal/political drama sem var alltaf áhugaverð og býsna spennandi. Það er sjaldgæft að ég held mikið uppá svona kvikmyndir en The Mist er stór undantekning.





Ég er harður aðdáðandi Coen kvikmynda og þrátt fyrir að No Country For Old Men sé mjög góð mynd, þá bjóst ég örugglega við of miklu og fékk of lítið í hendurnar. Því ég varð fyrir smá vonbrigðum, fyrsta áhorfið mitt reyndist slæmt en seinna áhorfið breytti því mest öllu. Myndin er djúp, vel leikin, vel skrifuð en mér fannst hún samt ekki þessi snilld sem margir telja hana vera en hún er þrátt fyrir það, ein af bestu myndum ársins.



Þessi kom mér þó smá á óvart, ég hafði engar væntingar gagnvart Atonement, ég bjóst við þannig týpu af kvikmynd sem er gerð fyrir óskarinn en svo var hún ekki alveg. Þetta er mjög dramatísk kvikmynd sem fjallar um ást (korní, ég veit) og aðrar mjög skerandi mennskar tilfinningar kringum seinni heimstyrjöldina og gerir það bara ansi vel. Hún hefur einnig mjög ákveðna sýn yfir stríðið sem mér fannst henta myndinni ótrúlega vel.



Því miður þá var Knocked Up ein af þessum myndum sem ég ákvað eiginlega ómeðvitað að sjá ekki í bíó, sem er skömm þar sem ég sá hana loksins nýlega og var virkilega sáttur með útkomuna. Hún er skemmtileg, fyndin, vel skrifuð, vel leikin og mjög sérstök þar sem hún er spunin af leikurunum af mestu leiti og það virkar fáranlega vel.




Það voru margar aðrar myndir sem reyndust mjög góðar á árinu. 3:10 to Yuma, Michael Clayton, Sweeney Todd: Demon Barber of Fleet Street, 300, American Gangster, Charlie Wilson's War, Sicko og örugglega nokkrar sem ég er ekki að muna eftir nákvæmlega núna. Mér fannst þó myndir eins og Eastern Promises og Juno ofmetnar...

Þetta er ekki fullkominn listi en hann er nálægt því sem mun verða endanlega niðurstaðan gagnvart árinu 2007 (frá mínu sjónarhorni þá).

Ég mæli þó með "Blood on the Motorway" eftir DJ Shadow og "Midnight Runaway" eftir Three Dog Night.


Sindri Gretarsson, fuckin' off.

3 ummæli:

Þorsteinn sagði...

Ekki gleyma The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford. Góð.

Nafnlaus sagði...

Sjitt, þú ert alveg að gleyma tveimur eðalmyndum frá árinu: There Will Be Blood og Kite Runner.

Nafnlaus sagði...

Og já, þú getur alveg sleppt því að sjá Charlie Wilson's War....hún er alveg ömurleg.