föstudagur, janúar 11, 2008

The Adventures of Tommi & Sindri...

Það er nú þannig þessa dagana að ég og Tómas Aquinas Rizzo (a.k.a Tómas Valgeirsson) höfum verið að gera stutta gagnrýnendaþætti á kvikmyndir.is. Við báðir erum stjórnendur á síðunni og höfum verið að gagnrýna þar kvikmyndir árum saman eins og vitleysingar þar til okkur datt í hug að gera þessa þætti. Þættirnir eru í raun stutt summary frá okkur um nýju myndirnar sem koma hverja helgi, nýlegast var það um National Treasure Book of Secrets og I'm Not There. Framtíð þáttanna er óákveðin en við reynum okkar besta að gera þetta skemmtilegt og athyglisvert á sama tíma, t.d þá tökum við okkur nánast ekkert alvarlega og flippum eiginlega stanslaust við tökur. Nýjasti þáttur er nr. 4 og hann er á forsíðunni þessa stundina, það er einnig linkur á kvikmyndir.is hérna hægra megin á bloggsíðunni...


Búast má við að það mun koma út einn þáttur á viku og við fjöllum um yfirleitt tvær myndir á einum þætti, en það fer einnig eftir hve margar myndir eru frumsýndar þá viku sem við gerum þáttinn. Við ætlum að fikta okkur áfram í þessu aðeins, þetta er að fara breytast í gagnrýnendahjónaband hjá okkur Tomma. Meiraðsegja nafnið Tommi & Sindri hljómar mjög hýrt en ég meina, við erum varla að taka okkur neitt alvarlega :Þ

"Kvikmyndagagnrýnendur eru Satanískir" - Þorsteinn Vilhjálmsson (óbein tilvitnun)

2 ummæli:

Þorsteinn sagði...

Sin-dri þó! Orð sem hafa -sk- byrja ekki á stórum staf. Hence eru kvikmyndagagnrýnendur satanískir með litlum staf. Eins og sjá má.

Nafnlaus sagði...

Ég horfði á þætti með ykkur glaumgosunum, og þið eruð ekki alveg lausir við að vera sniðugir. Hvað með að hafa almennilega hlekki svo maður þurfi ekki að glápa á þetta embedded spilara?