þriðjudagur, desember 18, 2007

Útskrift & Bill Hicks...

Jæja, um daginn þá útskrifaðist ég úr Kvikmyndaskóla Íslands. Sem er býsna gott, það byrjaði klukkan 13:00 í bæjarbíói í Hafnarfirði þann 15.des og endaði um 15:00. Þá fór ég til frænku minnar þar sem móðir mín hélt boð fyrir ættingja og fjölskylduvini sem endaði kringum 19:00 leitið. Hér er ljósmynd af sjálfum mér í veislunni (til þess að ýta undir egóið mitt...)



Hinsvegar, útskrift er ekki mjög skemmtilegt efni til þess að skrifa um og ég bið endilega alla þá sem lesa þetta um að ekki skrifa til hamingju með útskriftina á comments. Ég er einfaldlega búinn að fá nóg af því og ég þarf ekki að heyra það frá öllum, ég veit þetta nú þegar :Þ

Annars þá vil ég tala aðeins um hann Bill Hicks, hann er að mínu mati mjög aðdáðunaverður maður. Hann er því miður látinn, lést árið 1994 aðeins 32 ára að aldri (December 16, 1961–February 26, 1994), en hann var án efa besti stand-up grínisti allra tíma. Það er spurning hvort það ætti að kalla hann grínista því nánast allt sem hann talaði um var mjög mikilvægt, hann var helvíti fyndinn gaur en einnig helvíti gáfaður. Ég get horft/hlustað á hann endalaust, 95% af því sem hann sagði er ég sammála, þessi maður var ekki hræddur við að segja hvað honum fannst og það gerði hann ódauðlegann. Það er aðeins nýlega sem ég hef virkilega hlustað og horft á allt efnið hans, þó ég vissi af honum þá hafði ég voða lítið af honum séð, en nýlega þá kom einn vinur minn með Bill Hicks á DVD og ég klikkaði við þennan gaur. Hérna eru dæmi um skemmtilegar Bill Hicks línur fyrir þá sem þekkja hann ekki mikið...



"They lie about marijuana. Tell you pot-smoking makes you unmotivated. Lie! When you're high, you can do everything you normally do just as well … you just realize that it's not worth the fucking effort. There is a difference."

"Not all drugs are good. Some … are great."

"I was just down in Dallas, Texas. You know, you can go down there and to Dealey Plaza where Kennedy was assassinated. And you can actually go to the sixth floor of the Schoolbook Depository. It's a museum called … "The Assassination Museum". I think they named it that after the assassination. I can't be too sure of the chronology here, but … anyway, they have the window set up to look exactly like it did on that day. And it's really accurate, you know, 'cause Oswald's not in it."

"Are there actually women in the world who do not like to give blow jobs? See a lot of guys on dates got their fingers crossed here tonight … "Answer him, honey, go ahead. Let's hear how you feel about this right now." A woman one night yelled out, "Yeah, you ever try it?" I said, "Yeah. Almost broke my back." It's that one vertebrae, I swear to God, it's that close. I think that vertebrae is going to be the thing to go in our next evolutionary step. Just a theory...and a fervent prayer! Yeah, now all the guys are going, "Honey, I have no idea what he's talking about. I think he's a devil-child." That may be true, but guys … yyyou know what I'm talking about. I can speak for every guy in this room here tonight. Guys, if you could blow yourselves, ladies, you'd be in this room alone right now … watching an empty stage. Boy, my folks are proud of me! "Bill, honey, you still doing that suck your own cock bit?" "Yeah, mom." "Good, baby, that's such a crowd-pleaser. How clever of you to come up with the suck your own cock bit, honey. You're so clever, it makes your mama's bosom swell with pride. Knowing her son is travelling the world, using his given surname, going up in front of rooms of total strangers and doing the suck your own cock piece!" "Thanks, mom." "No biggie."

"Here is my final point. About drugs, about alcohol, about pornography and smoking and everything else. What business is it of yours what I do, read, buy, see, say, think, who I fuck, what I take into my body - as long as I do not harm another human being on this planet?"

"I dunno how much AIDS scares y'all, but I got a theory: the day they come out with a cure for AIDS, a guaranteed one-shot cure, on that day there's gonna be fucking in the streets, man."

"I believe that God left certain drugs growing naturally upon our planet to help speed up and facilitate our evolution. OK, not the most popular idea ever expressed. Either that or you're all real high and agreeing with me in the only way you can right now. (Starts blinking)"

"No, I don't do drugs anymore, either. But I'll tell you something about drugs. I used to do drugs, but I'll tell you something honestly about drugs, honestly, and I know it's not a very popular idea, you don't hear it very often anymore, but it is the truth: I had a great time doing drugs. Sorry. Never murdered anyone, never robbed anyone, never raped anyone, never beat anyone, never lost a job, a car, a house, a wife or kids, laughed my ass off, and went about my day."

"Go back to bed, America, your government has figured out how it all transpired. Go back to bed America, your goverment is in control. Here, here's American Gladiators. Watch this, shut up, go back to bed America, here is American Gladiators, here is 56 channels of it! Watch these pituitary retards bang their fucking skulls together and congratulate you on the living in the land of freedom. Here you go America - you are free to do what well tell you! You are free to do what we tell you!"


"I love the Pope, I love seeing him in his Pope-Mobile, his three feet of bullet proof plexi-glass. That's faith in action folks! You know he's got God on his side."

"Today a young man on acid realized that all matter is merely energy condensed to a slow vibration, that we are all one consciousness experiencing itself subjectively, there is no such thing as death, life is only a dream, and we are the imagination of ourselves."

"I'm gonna share with you a vision that I had, cause I love you. And you feel it. You know all that money we spend on nuclear weapons and defense each year, trillions of dollars, correct? Instead -- just play with this -- if we spent that money feeding and clothing the poor of the world -- and it would pay for it many times over, not one human being excluded -- we can explore space together, both inner and outer, forever in peace. Thank you very much. You've been great, I hope you enjoyed it."


Jæja, ég gæti pastað helling af þessu, býst við að þetta dugi. Það er gaman að heyra einhvern annan segja það sem manni finnst sjálfur, bara versta er að maðurinn dó áður en ég var sjö ára gamall. Hinsvegar þá heldur hann áfram að tala og vonandi mun hann haldast í minningu manna eins lengi og hægt er. Það er sumt fólk sem er dáið og ég vil hitta, Bill Hicks er einn af þeim...

http://en.wikipedia.org/wiki/Bill_hicks

http://youtube.com/watch?v=Q95kX_EP2Nk





Sindri Gretarsson.

föstudagur, nóvember 23, 2007

Beowulf

Sindri Gretarsson 23. nóvember 2007 **1/2 af ****

Þrivídd er líklega fyrsta alvöru tilbreyting í bíóhús síðan litfilmunni var fyrst varpað á hvíta tjaldið fyrir löngu síðan, en þessi tækni er alls ekki ný. Beowulf er ekki að skapa nýja tækni heldur er hún að fullkomna hana og koma henni á hærra stig í kvikmyndaframleiðslu, þar sem ég er nokkuð viss um að fleiri svona kvikmyndir eiga eftir að koma út í náinni framtíð. Ég var ekki alveg viss með Beowulf þar sem ég hafði séð hina íslensk-framleiddu Beowulf & Grendel fyrir meira en ári síðan, báðar myndir hafa svipaða meðferð á Bjólfskviðu en Beowulf gerir hinsvegar mjög stórar breytingar á sögunni sérstaklega í seinni hluta myndarinnar. Það sem leikstjórinn Robert Zemeckis nær að gera er að viðhalda jafnvægi milli sögunnar og flottu brellanna, það munaði þó litlu að myndin hefði steypt sér í algert kjaftæði en það gerðist sem betur fer aldrei. Beowulf er mjög rómantískt ævintýri, það eru hetjur, drottningar, skrímsl, drekar og fullt af ofbeldi og húmor og það er þetta sem gerir Beowulf að skemmtilegri mynd. Þrívíddin er ekki eitthvað töfratæki sem lætur mann fíla myndina meira en ef hún væri ekki í þrívídd, þetta er önnur aðferð til þess að upplifa myndina sjálfa en hún gerir voða lítið til þess að bæta myndina nema að gera hana virkilega flotta. Persónurnar voru frekar einhliða, sem er mjög skondið miðað við að myndin er öll í þrívídd, þó að margar persónurnar voru skemmtilegar þá var mér nánast alveg sama um þær allar. Það er margt mjög fínt sem Beowulf skilur eftir sig en burtséð frá þrívíddinni þá er ekkert framúrskarandi við myndina sjálfa, bara skemmtileg mynd og á meðan þú hefur ekki einhverjar risavæntingar þá ætti hún ekki að valda neinum vonbrigðum.


Sindri Gretarsson.

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Örmagna...

...Það er ég núna. Seinasta fimmtudag, þann 15. nóv til 18. nóv 2007 fór ég út á land að taka upp stuttmynd sem ég og Þór leikstýrðum. Þetta voru líklega erfiðustu tökur sem ég hef upplifað, fjármagnið okkar var lítið sem ekkert, aðstæðurnar voru mjög slæmar og tæknivandamál hrjáðu okkur mun oftar en einu sinni. Við vorum níu alls, upprunalega áttum við að vera fleiri sem þýðir að við vorum ekki aðeins með allt ofangreinda vesen heldur einnig vantaði okkur fólk. Að vera í 40-50 fm sumarbústaði með átta öðrum út á landi með ekkert vatnsrennsli og frost sem kælir bústaðinn talsvert er ekkert nema algert helvíti í þrjá daga, ekki gleyma að eini maturinn var grill í pinkulitlu kolagrilli. Svo var svefn sjaldgæfur, ég vakti meira en tvo daga í tökur, ég mæli ekki með því. En útkoman var góð, ég er mjög sáttur með tökurnar og með leikarana sem voru mjög áhugasamir og hjálpsamir.







Hinsvegar þá er gallinn við svona rosalega sjálfstæða kvikmyndagerð að smáatriðin geta auðveldlega farið framhjá þér, í okkar tilfelli þá þurftum við meiraðsegja að seta sjálfan mig í lítið hlutverk sem mjög hnakkalegur hnakki í bleikum fötum og hann Pétur ljósakallinn okkar í annað lítið hnakkalegt hlutverk. Þegar þú þarft að hugsa um svona marga hluti í einu með svo margt sem truflar þig þá munu smáatriði pottþétt fara framhjá þér og það er aðeins seinna sem þú tekur eftir því og þá er líklegast of seint til þess að gera eitthvað í því. Annars gefur þetta þér algert frelsi til þess að gera hvað sem þú vilt í raun, sem er helsti kostur þess að vera sjálfstæður í kvikmyndagerð. Listinn af fólki var svona...

Sindri Gretarsson - Leikstjóri, framleiðandi og leikari
Þór Þorsteinsson - Leikstjóri, framleiðandi og myndatökumaður
Þorsteinn Vilhjálmsson - Handritshöfundur og hljóðmaður
Pétur Arnórsson - Ljósamaður og leikari

Og síðan leikararnir... Guðni, Bebba, Guðrún, Dóri & Gústi. Guðni reddaði einnig flestu fötin á leikarana og Guðrún sá um alla förðun. Leikararnir þurftu einnig oft að hjálpa við tæknilegu hliðarnar, þetta var eins mikil sjálfstæð kvikmyndagerð og hægt er að ímynda sér. Myndin var tekin á Sony HDV vél með frábær myndgæði fyrir svona sjálfstæða mynd, hún gerist öll í einum sumarbústaði og verður líklegast kringum 15 mínútur að lengd. Hún gengur undir nafninu "Ég veit af þér" sem hljómar mjög klisjukennt en ég tel það vera besti titillinn fyrir myndina. Söguþráðurinn er leyndur þar sem spoilerar myndu eyðileggja allt áhorfið, eina sem fólk má vita er að myndin hefur sjö manns og lítinn sumarbústað.



Ég hef einnig komist að því að leikarar eru stórfurðuleg fyrirbæri, þau ófyrirsjáanleg og gersamlega steikt að nánast öllu leiti. Þetta er ekki mannfólk, þetta eru einhverskonar fjórlima kjötstykki sem hrista kjaftinn upp og niður með dauðagöldrum Satans. En nei, ég er að ljúga, leikarar eru þó sérstakir. Dæmi hér að neðan...







Nú þar sem nokkrir dagar eru liðnir þá man maður frekar eftir þessum dögum sem draumi frekar en allt annað, mér persónulega líður ekki eins og þetta hafi í raun og veru gerst. En ég tók nógu margar ljósmyndir og nógu mikið á myndavél til þess að sanna annað. Það sést að ég er mjög ósáttur með tilverunna á næstu mynd, sem er tekin einmitt í bústaðnum. Ég mun aldrei gleyma þessum bleikum fötum sem hafa án efa eyðilagt mig að eilífu.



En gersamlega off-topic, þá er nýja kvikmyndir.is síðan að opnast í vikunni og í tilefni þess þá er haldin forsýning á Beowulf á fimmtudaginn... Það ætti að vera gaman :Þ

Sindri Gretarsson.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

SindraKjaftæði...

Það er kominn tími fyrir einn af þessum "Hvað er að gerast í mínu lífi" bloggpósti, nýlega hafa það aðeins verið kvikmyndir sem ég hef fjallað um þannig núna ætla ég að reyna segja eitthvað frá sjálfum mér. Það allra nýlegasta sem gerst hefur er að Þorsteinn talaði við mig á MSN rétt áðan eftir að hafa horft á American Gangster og sagði, sem kom mér mikið á óvart, að American gangster væri alger snilld. Ekki aðeins það heldur var hann að bera hana saman við aðrar glæpamyndir eins og Heat, Goodfellas, Godfather og Zodiac. Ég er persónulega búinn að horfa á American Gangster tvisvar, þetta er mjög góð mynd og hefur margt gott í sér, en að segja hún sé snilld og bera hana saman við myndir eins og Goodfellas og Zodiac er ekki beint málið í mínum augum. Ég er nú alger Ridley Scott gelgja svo ég hef ekkert vandamál með að segja að myndirnar hans séu snilld ef þær eru svo en mér fannst það ekki með American Gangster, en ef álit mitt breytist skyndilega þá læt ég heiminn vita.

En burtséð frá þessu, hvað er á seyði? Ég get nú fullyrt lesanda að ég hef líklega aldrei verið jafn upptekinn á ævi minni, í skóla og utan skóla. Það er eins og það hafi verið stífla í lífi mínu á tímabili og að nýlega þá losnaði hún og allt er núna að safnast saman í hrúgu hjá mér. Þetta er orðið það mikið að ég er við það að sleppa því að gera neitt af því og bara hangsa einhverstaðar í leti, en auðvitað geri ég það ekki, það býður uppá eftirsjá seinna í lífinu. Það sem er að gerast þó lofar allt góðu, eða mest allt allavega, ég er ekki upptekinn á slæman hátt heldur þvert á móti þá er ég líklega að gera nákvæmlega það sem ég vil gera. Þýðir það að ég sé hamingjusamur? Já, að einhverju leiti en hamingjan er aldrei fullkomin sama hve mikið maður reynir. Ef einhver kommentar um það hve gott það sé að ég sé hamingjusamur þá mun ég borða þá manneskju með skeið, ég sagði að einhverju leiti sem þýðir ekki að ég sé allt í einu orðinn að einhverjum kátum glaðbolta.

Það er skemmtilegt að komast að hlutum um sjálfan sig, eða frekar finna nafn yfir sjálfan sig, eins og t.d þá hef ég verið að kynna mér Stoicisma mikið nýlega og komist að því að hugsunarhátturinn minn hefur margt sameiginlegt með þeirri heimspeki. Bara svo allir eru hreinir á því þá er ég að tala um grísku heimspekina: http://en.wikipedia.org/wiki/Stoic. Ég fíla sérstaklega þessa setningu: "Stoicism teaches the development of self-control and fortitude as a means of overcoming destructive emotions; the philosophy holds that becoming a clear and unbiased thinker allows one to understand the universal reason." Það er gaman að finna flokk sem þú sjálfur gætir tilheyrt, ég er ekki að segja að ég sé orðinn einhver Stóískur mannfjandi, en ég hef komist að því að hugsunarhátturinn minn er mjög líkur þeim Stóíska og þá alls ekki viljandi. Grikkirnir höfðu þetta nokkuð vel á hreinu og voru laus við Kristnu áhrifin býsna lengi, það virðist vera að þegar Kristnin kom þá varð allt miklu leiðinlegra. Auðvitað er allt gott við það að kenna kærleik og jafnrétti en Kristnin hefur alltaf hljómað mun ómerkilegri og leiðinlegri en flest önnur trúarbrögð og heimspekistefnur, að mínu persónulegu mati.

Ég er ekki mikið fyrir að merkja sjálfan mig eða seta mig í flokka, sumt er þó auðvitað sjálfsagt, eins og ég er augljóslega karlkyns ( eða ég vona það :Þ) og mjög hrokafullur um mínar eigin skoðanir. Ég er svona "know-it-all" gaur eða hljóma þannig gegnum bloggsíður allavega, en ég er ekki flokksbundinn í pólitík, ég er ekki bundinn við neina skipulagða trústofnun og mínar skoðanir almennt eru býsna "frjálslegar" yfir höfuð. Nú er ég byrjaður að tala um annað mál, hvað er svona nauðsynlegt við að flokka allt og alla? Við gerum þetta á hverjum degi, það er eitthvað við mannshugann sem leitar eftir því að flokka allt í tvo hópa, já eða nei, svart eða hvítt, karl eða kona. En ég er ekki alveg að nenna því að grafa mig djúpt í einhverjar heimspekilegar skoðanir gagnvart þessu, ég held að þið fattið þetta alveg. Ég væri vel til í að heyra í einhverjum sem er gersamlega ósammála mér gagnvart þessu öllu, ég væri reyndar vel til í að heyra frá manneskju sem er gersamlega á hinum enda skalans. Það er eitthvað svo óendanlega merkilegt við það að heyra skoðanir frá fólki sem eru nákvæmlega ósammála þínum eigin skoðunum, það er allt frá lærdómsríkt til þess að vera helvíti fyndið.

Nú er ég kannski búinn að skella á vegg, hvernig í andskotanum á ég að halda áfram héðan? Og af hverju er ég að skrifa þetta á bloggið sjálft þar sem ég er að efa áframhaldið með þessum orðum. En til fjárans með það allt, svona gerist við mann þegar þú vekur of lengi og færð svefngalsa, þú takmarkar ekki sjálfan þig, þú bara heldur áfram. Það er kominn nóvember núna, ég skrifa þetta núna á annarri klukkustund þess mánaðar ársins 2007. Tíminn virðist ekki ætla að hægja á sér, það er núna liðnir tveir mánuðir síðan ég skrifaði seinast um hve tíminn væri að líða hratt. Mér finnst alls ekki eins og það séu tveir mánuðir síðan, ég þarf að finna einhverja leið til þess að gera manneskju úr tíma svo ég get lamið hana, og ég myndi taka minn tíma til þess. Man einhver eftir atriðinu í Casino þegar Joe Pesci setur höfuðið á gaurnum í viðarklemmuna þar sem hann kreysti höfuðið hans í algeran mauk? Ég er að tala um þannig ofbeldi, sóðugt og hugmyndaríkt en á sama tíma hræðilegt og mannskemmandi. Farðu til fjandans Tími, þú munt drepa mig á lokum svo ég hef ekkert að tapa í þessari orrustu. Ég hata þig, Tími. Ég hata þig virkilega mikið.

Að lokum þá sýni ég ykkur fáranlega ljósmynd af sjálfum mér sem er mjög hentug fyrir þennan bloggpóst...



Sindri Gretarsson.

miðvikudagur, október 31, 2007

American Gangster

Sindri Gretarsson 31. október 2007 ***/****

Ridley Scott er greinilega farinn í einhverskonar kast að gera eins margar kvikmyndir og hann getur þar sem maðurinn er sjötíu ára gamall og á ekki það mörg góð ár eftir. Seinast var það Kingdom of Heaven sem feilaði í kvikmyndahúsum en kom aftur sterkt inn sem director's cut á DVD, núna á næstunni má búast við þremur kvikmyndum í viðbót áður en þessum áratugi er lokið sem gerir heildartöluna ellefu leikstýrðar kvikmyndir á einum áratugi. Þá tel ég aðeins þau verkefni sem Ridley Scott er að leikstýra og ekki þau sem hann framleiðir einnig, áður fyrr voru það tvö til þrjú ár á milli myndanna hans en núna leikstýrir hann nánast eina kvikmynd á ári. American Gangster hinsvegar, er sú allra nýjasta þessa stundina og er kvikmynd sem mig hefur langað að sjá alveg síðan ég frétti frá henni fyrst. Ég hef mikla aðdáðun af Ridley Scott en maðurinn er auðvitað mistækur og nær ekki að gefa frá sér meistarastykki hvert einasta skipti, en ég var alls ekki fyrir neinum vonbrigðum með American Gangster. Myndin hefur skemmtilega sögu sem má líkja við Scorsese myndir eins og Goodfellas og Casino þar sem fjallað er um ólögleg atferli aðalsögupersónunnar. Denzel Washington leikur þá aðalpersónu sem heitir Frank Lucas sem var einu sinni heróin konungurinn í Harlem kringum 1970, en það sem American Gangster gerir öðruvísi en Scorsese myndirnar er að fjalla um lögguna sem er að reyna fella glæpasamtökin hans og heitir sá maður Richie Roberts og er leikinn af honum Russell Crowe. Kannski er best að minnast á að myndin er byggð á sönnum atburðum, hve sönn hún er í raun og veru veit ég ekki þar sem ég veit persónulega voða lítið um þessa atburði sem eru í myndinni. Eins og undantekningarlaust allar Ridley Scott myndir þá er American Gangster virkilega vel gerð og flott, myndatakan, klippingin, umhverfið, hljóðið og allt þannig tengt er ekki hægt að kvarta um. Ég er þó frekar spældur út í meðferðina á söguefninu því það hefur svo mikið uppá að bjóða og mér fannst það ekki vera nógu vel nýtt. Ég myndi segja að helsti gallinn við myndina sé skortur á spennu, þetta er löng mynd þar sem margt gerist á löngu tímabili með mörgum persónum sem skipta máli. Washington og Crowe voru í góðum málum yfir alla myndina en nánast hver einasta aukapersóna var innihaldslaus og/eða dæmigerð, mér var persónulega nánast alveg sama um allar persónur í myndinni sem er frekar slæmt fyrir svona gerð af kvikmynd. Þetta er galli sem hefði auðveldlega geta drepið myndina, en þetta er einnig persónubundið og þetta er aðeins mín persónulega skoðun gagnvart þessu. Svo af hverju er ég að gefa myndinni þrjár stjörnur? Því ég hafði vel gaman af myndinni, þó að hún sýndi ekkert nýtt þá fjallar um merkilegt tímabil og um merkilega atburði sem ég sjálfur vissi alls ekki nóg um. American Gangster þó hún sé svipuð þeim, er hún ekki nálægt því að geta keppt við meistarastykki eins og Goodfellas eða Casino, en hún er góð mynd þrátt fyrir það og stendur fyrir sínu.


Sindri Gretarsson.

miðvikudagur, október 24, 2007

Miller's Crossing

Sindri Gretarsson 24. október 2007 ****/****

Mér sýnist að Miller's Crossing vera gleymd mynd, ég efa það að margir á mínum aldri hafi séð þessa mynd eða hvað þá heyrt um að hún sé til. Sem er auðvitað alger skömm því Miller's Crossing er að mínu mati ein af fáum myndum sem ég myndi kalla meistaraverk af hæstu gæðum. Ég lít hátt upp til Coen bræðranna og fíla nánast allar myndirnar þeirra undantekningalaust, sumar meira en aðrar en Miller's Crossing er að mínu mati gimsteinninn á kórónu þeirra. Af hverju tel ég myndina vera meistaraverk? Ég skal reyna kryfja þá spurningu eins vel og ég get og ég skal svara henni eins vel og ég get í þessari umfjöllun. Miller's Crossing gerist á banntímabili áfengis einhverntíman milli áranna 1920 og 1930 í Norð-Austur Bandaríkjunum þar sem írski mafíuleiðtoginn Leo O' Bannon (Albert Finney) ræður völdum. Völdum hans eru þó ógnað af öðrum rísandi mafíuleiðtoga, Johnny Caspar (Jon Polito) og þrátt fyrir að ráðamaður O'Bannon hann Tom Reagan (Gabriel Byrne) ræðst sterklega gegn því þá ákveður O'Bannon að fara í stríð við rísandi mafíuleiðtogann Johnny Caspar.







Þetta er grunnsöguþráðurinn, eða reyndar öll byrjunarsena myndarinnar, eftir þetta þá heldur sagan áfram að breytast nokkuð reglulega en allt byggt á þessum grunni. Handritið er ekkert nema frábært, Coen bræðurnir eru einnig meistarar í handritum, hver einasta persóna er fullkomnuð og línurnar eru sniðugar og grípandi. Þeir ná að skapa persónur sem eru ekki aðeins virkilega svalar heldur einnig djúpar og skiljanlegar án þess að láta það líta kjánalega út. Tom Reagen aðalpersónan leikin af honum Gabriel Byrne er frekar köld persóna á yfirborði og hegðar sér mjög einhliða gegnum alla myndina en þeir ná samt að gera persónu hans ekki aðeins merkilega heldur mjög "likeable". Framleiðslugæðin eru hágæða og myndatakan frá honum Barry Sonnenfield er mjög lágstemmd en samt passar ótrúlega vel við myndina. Myndin er ágætlega gömul en eldist furðulega vel þrátt fyrir gamaldags stílinn sinn, það er einnig annað við myndina, hún er verulega stílhrein að nánast öllu leiti. Myndatakan, klippingin, tónlistin og jafnvel leikurinn gerir þessa mynd að heild sinni mjög hreina og hún flýtur mjög mjúklega gegnum lengdina sína.







En hvað gerir Miller's Crossing svona sérstaklega heillandi? Það er reyndar góð spurning sem ég velt fyrir mér, ég myndi segja að það sé samblandan af nánast öllu í myndinni. Það er ekki einn einasti hlutur við myndina sem angraði mig, ekki ein sena sem fékk mig til þess að efa tilgang hennar, ekki ein persóna sem átti ekki heima í myndinni. Þetta er mjög sjaldgæft því yfirleitt, sama hve góð myndin er þá eru einhver lítil smáatriði sem angra mann en í Miller's Crossing þá finn ég þau bara alls ekki. Ég er ekki að segja að Miller's Crossing sé Hin Fullkomna Kvikmynd, en ég er að segja það að hún virkaði alveg fullkomlega á mig. Ég hef ekkert bágt með að gefa myndinni fullt hús, hún á það auðveldlega skilið og ég hvet hvern sem hefur ekki séð myndina til þess að gera það sem allra fyrst. Ég tel Miller's Crossing vera ein af bestu myndum allra tíma og hún er í harðri baráttu við Goodfellas um bestu mynd ársins 1990 því ég get einfaldlega ekki valið hvor þeirra sé betri. Ef þessi umfjöllun mun fá eina manneskju til þess að sjá myndina í fyrsta skiptið þá hef ég gert mitt verk og þá er ég mjög sáttur.







"What's the rumpus?"

Sindri Gretarsson.

þriðjudagur, október 16, 2007

"Ha! Crom laughs at your Four Winds!"

Sumar kvikmyndir þurfa tíma til þess að sökkva inn í mann, þær bestu þarf maður að horfa á oftar en einu sinni til þess að kunna meta almennilega. Fyrir þá sem kannast ekki við Conan: The Barbarian þá er hún Schwarzenegger mynd sem var gefin út árið 1982 og var leikstýrð af honum John Milius sem hefur hingað til ekki gert neitt af viti síðan Conan nema að skapa Rome þættina. Ég sá Conan: The Barbarian fyrst þegar ég var korn ungur, ég var líklega fimm ára eða jafnvel yngri, enda er Conan ein fyrsta kvikmynda-minningin mín sem ég man eftir. Þessi mynd er nostalgía í öfgarnar, og einhvern veginn eftir að hafa ekki séð hana árum saman þá horfði ég á hana aftur en gat samt raulað hvert einasta stef meðan á myndinni stóð. Soundtrackið í Conan: The Barbarian er einnig eitt það svakalegasta sem til er í kvikmyndaheiminum og það festist í undantekningalaust, öllum sem sjá myndina.



Það er margt við Conan sem hægt er að gagnrýna, það er hægt að gagnrýna leikarana, það er hægt að gagnrýna mörg smáatriði sem eru miðað við nútímakvikmyndir soldið gruggug. En þrátt fyrir þessi smáatriði, þá sigrar heildin þau auðveldlega. Mér fannst Schwarzenegger passa fullkomlega sem Conan, hann ER Conan og enginn annar getur gert hann betur. Conan hefur mjög Wagnerískt "feel" yfir sig, fyrir þá sem vita ekki hver Richard Wagner var þá var hann tónlistasmiður á nítjándu öld sem samdi meðal annars Niflungahringinn. Myndin er mjög mikið eins og ópera, það er tónlistin eftir Basil Poledouris (R.I.P) sem gerir myndina líklega fimmfalt betri en hún hefði verið án hennar. Conan er nánast eina kvikmynd sem ég veit um sem lifir svo ótrúlega mikið á tónlistinni sinni, án hennar hefði myndin ekki verið eins góð. Það er einnig eitthvað svo nasistalegt við Conan, boðskapurinn og félagsgagnrýnin eru svo rosalega hægrisinnuð og harkaleg að maður verður að njóta þess. Conan er um styrk og stál og viljann til þess að nota það, sönn kvikmynd alveg inn í beinmerginn.



Myndatakan er einnig stórkostleg, sérstaklega miðað við mynd á þessum aldri. Þetta er að mínu mati fyrsta ævintýramyndin sem er ennþá glæsileg í útliti, jafnvel miðað við framleiðslugæði nútímakvikmynda. Það er einnig merkilegt hve vel öll myndin flýtur sem heilsteypt saga, handritið er ekki meistarastykki en það er virkilega einstakt og hvernig leikararnir höndla orðin sín er einnig mjög sérstakt. Enn og aftur þá er það tónlistinni að þakka hve vel myndin flýtur áfram, það eru helling af "iconic" senum í Conan og hvernig þessi Basil Poledouris gerði þetta mun ég aldrei vita. Þeir sem hafa áhuga á kvikmyndatónlist eða jafnvel ekki, reddið ykkur extended soundtrackinu og hlustið á það. Það er ekki hægt að neita því, það er ótrúlegt, mjög líklega besta kvikmyndatónlist sem hefur nokkurn tíman verið samin. Það sigrar Star Wars og Lord of the Rings auðveldlega að mínu mati.



Eftir fimmtán ár af reglulegi áhorfi af Conan: The Barbarian þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að hér á ferð er meistaraverk. Það er til framhald af henni sem kallast Conan: The Destroyer sem er ömurlegur skítur frá andskotanum, gerið ykkur sjálfum greiða og horfið aldrei á hana. Upprunalega átti Conan að vera þríleikur en stúdíóið slátraði framhaldinu, réð einhverja hálvita leikstjóra og tóku allt ofbeldið úr Conan, og nánast allt sem gerði fyrstu myndina góða. Ekki rugla saman Conan: The Barbarian við framhaldið, munurinn á þessum myndum er svakalega mikill. Ég hef þegar skrifað um Conan: The Barbarian, en ég gerði mér seinna grein fyrir því að ég var ekki að gefa henni nógu mikið kredit. Eftir endurtekin áhorf og meiri innsýn inn í þessa mynd nýlega þrátt fyrir þessi fimmtán ár af áhorfi, þá verð ég að gera mína skyldu sem kvikmyndafrík og hæpa þessa mynd fyrir alla þá sem ekki hafa séð hana...





Hérna er kemur fyrsta lína Schwarzeneggers í Conan, 22 mínútur inn í myndina...

Mongol General: Hao! Dai ye! We won again! This is good, but what is best in life?
Mongol: The open steppe, fleet horse, falcons at your wrist, and the wind in your hair.
Mongol General: Wrong! Conan! What is best in life?
CONAN: To crush your enemies, see them driven before you, and to hear the lamentation of the women.





Síðan er þetta bara geðveikt...

CONAN: Crom, I have never prayed to you before. I have no tongue for it. No one, not even you, will remember if we were good men or bad. Why we fought, or why we died. All that matters is that two stood against many. That's what's important! Valor pleases you, Crom... so grant me one request. Grant me revenge! And if you do not listen, then to HELL with you!





Sindri The Criticarian!

Vá, þetta nafn sökkar svo illilega mikið :)

sunnudagur, september 30, 2007

3:10 to Yuma

Sindri Gretarsson 30. september 2007 ***/****

Ég man ekki hvað það langt síðan ég sá vestra í bíó, hvað þá góðan vestra. 3:10 to Yuma er endugerð á samnefndri mynd frá árinu 1957 sem ég hef því miður ekki séð, en hinsvegar þá er þessi endurgerð býsna góð. Sterkt leikaraval er einn helsti kostur myndarinnar, Russell Crowe eignar sér myndina með töffarastælum og Ben Foster var nokkuð óhugnalegur. Christian Bale fannst mér þó vera frekar lágstemmdur og ekki vera með nógu merkilega persónu til þess að sýna sig. James Mangold sem leikstýrði Walk The Line á undan þessari mynd er mjög fínn leikstjóri, hinsvegar var Walk the Line dæmigerð ævisögukvikmynd frá A-Ö með fátt eða ekkert nýtt til þess að sýna þér. Mín áhyggja var að 3:10 myndi falla í sömu gryfju sem hún gerir það að vissu leiti en hún nær þó að viðhalda öllu vestræna-kúreka andrúmsloftinu þar sem allt getur gerst óvænt. Öll myndin fjallar um samskipti glæpamannsins Ben Wade (Crowe) og bóndans Dan Evans (Bale) sem ætlar sér að fylgja glæpamanninum Wade að lestinni sem fer klukkan 3:10 til Yuma fangelsis. Á eftir þeim er glæpagengið hans Wade að reyna frelsa leiðtogann sinn en Evans ætlar sér ekki að hætta. Dan Evans er frekar dæmigerð persóna og kemur fram sem frekar ómerkilegur í myndinni. Það er Ben Wade sem heldur manni horfandi, hann er vondur, fyndinn, heiðarlegur og eina persónan sem sýnir einhverja áhrifaríka breytingu gegnum alla myndina. Myndin er mjög vel tekin upp og lítur mjög vel út, en hún átti bágt með að gera þig hluta af sögunni og byggja upp spennu nema þegar það kom að sumum senum með Russell Crowe. Mér fannst það einnig mjög fyndið að kynningin á Ben Wade er nánast sú sama og kynningin á Maximus í Gladiator, kannski tekur einhver annar eftir því. Annars þá er mín niðurstaða að 3:10 to Yuma er góður vestri og ætti ekki að valda neinum vonbrigðum, hinsvegar þá miðað við alla þessa frábæru dóma sem hún er að fá þá finnst mér hún ekki eiga þá alla skilið.


Sindri Gretarsson.

sunnudagur, september 23, 2007

Shoot'Em Up

Sindri Gretarsson 23. september 2007 *1/2 af ****

Ég hafði engar væntingar gagnvart þessari mynd né vissi ég mikið um hana áður en hún kom út, meðal þess þá hafði ég nánast enga löngun til þess að sjá hana. En eftir að hafa lesið um hve heimsk og skemmtileg hún átti að vera þá ákvað ég að sjá hana. Þessi mynd er svo sannarlega mjög þunn og heimsk en það er það sem gerir myndina að því sem hún er. Hún er skemmtileg en mér fannst skemmtunin vera býsna takmörkuð, hasaratriðin virtust endurtaka sig aftur og aftur og sami húmorinn notaður og aftur og aftur sem verður mjög þreytt eftir smá tíma. Það er nákvæmlega enginn tilgangur með þessari mynd nema það að skemmta manni og þrátt fyrir að hún hafi verið sæmilega skemmtileg þá skilur hún ekkert minnugt eftir sig. Ég er kannski soldið harðgagnrýninn núna en ég sé enga ástæðu til þess að gefa henni meira en eina og hálfa stjörnu, þetta er ekki ömurleg mynd en hún er samt býsna slæm. Ef þú hefur gaman af heilalausum hasarmyndum þá skaltu sjá Shoot'em Up, og þrátt fyrir að ég hafi lúmskt gaman af þeim sjálfur þá vantaði eitthvað í þessa til þess að gera hana þess virði að sjá.


Sindri Gretarsson.

föstudagur, september 21, 2007

Nýtt útlit...

Jæja, ég ákvað að breyta aðeins til á blogginu og þar með er komið nýtt útlit á vefinn, það er nú kominn tími til þess. Auk þess hef ég bætt inn vikulegum skoðanarkönnum þar sem öllum er frjálst að kjósa, kemur í ljós hve vinsælt það mun vera.

Hinsvegar þá er klukkan seint og ég mjög þreyttur, mun standa mig betur í að blogga um helgina vonandi en þangað til...


"I am Glonth!" - Glonth


Sindri Gretarsson.

föstudagur, september 07, 2007

"Ef þú hefur vandamál, skjóttu það"





Þessi ljósmynd sýnir mjög vel hvernig mig hefur liðið núna í um það bil hálft ár. Á myndinni er ég út á landi (ljósmyndin var tekin 22.maí 2007) að nýbyrja í vinnunni sem sýnasafnari í Orkuveitunni. Ég hef þennan "Ertu ekki að fokking grínast!?" svip sem virðist hafa einkennað seinustu mánuði í mínu lífi á einn hátt eða annan. Ekki endilega á slæman hátt, en einnig á slæman hátt, eða einfaldlega á mjög blandaðan hátt. Ég get ekki alveg útskýrt af hverju mér hefur liðið svona, það hefur án efa eitthvað að gera með andlegan þroska í ungmennum sem eru að gangast gegnum breytingastig í lífinu eða eitthvað álíka existentialiskt.

Hinsvegar er leiðinlegt að hugsa um það svo ég ætti að hætta því. Ég vil einnig benda á það að seinasti bloggpóstur minn var ákaflega neikvæður þar sem sá dagur var einn af hápunktum "Ertu ekki að fokking grínast!?" kenningunni. Þetta er fökked tilfinningaferli sem fökkar allri rökhugsun og fær þig til þess að gera fökked hluti, forðist þetta án undantekninga.

Tíminn virðist einnig vera fjúkandi í burtu, í gær var árið 2004, á morgun verður árið 2010. Það margt hefur gerst og það margt hefur breyst að ég vil eiginlega ekki sætta mig við það, svo þegar þú áttar þig á hlutum og ferð að sætta þig við þá, þá breytist allt aftur. Einn daginn verð ég dauður og einnig allir þeir sem lesa þetta, ekki mjög jákvæður hugsunarháttur en hann er mjög kaldhæðinn og fyndinn á sinn eiginn neikvæða hátt.

Ef það er eitthvað í lífinu sem þú vilt breyta, reyndu þá að breyta því þar til þú drepst, ekki aðeins gefur það þér tilgang heldur ertu að fylgja þínum eigin vilja. Mjög fáir virðast gera það þessa dagana, flestir virðast sætta sig við hvernig hlutir eru út af mjög niðurdrepandi eða eigingjörnum ástæðum. Það er margt sem ég vil breyta, og þar til ég drepst þá ætla ég ekki að hætta að reyna, telst það sem eigingjarnt? Á meðan ég er ekki að meyða, drepa eða skemma fyrir frelsi annarra þá myndi ég halda að það sé ekki eigingjarnt. Svo ég ætla að halda áfram, þar til ég mun ekki geta haldið áfram.

Kallið mig Emo en ég á minn rétt til þess að vera það að minnsta kosti einu sinni...


Sindri Gretarsson.


miðvikudagur, ágúst 29, 2007

My School of Thought...

Það er margt sem ég vil segja, en frekar þá ætla ég að skrifa það á þessu bloggi. Ég er enginn ræðumaður og ætla mér engan veginn að drepa fólk úr leiðindum í einhverjum stórum og köldum sal. Þið sem lesið þetta blogg geta skemmt sér með því að hlæja að þessu eða vera sammála mér, hvernig sem þið hafið það.

Fyrst vil ég byrja á því að útskýra af hverju ég lýsti fíkniefnareynslu minni í Asmterdam svona sjálfsagt á fyrri bloggpósti. Ég hef verið gagnrýndur fyrir það af sumum nokkuð illa og ég gef alltaf sama svar. Þetta er LÖGLEGT í Amsterdam, sem þýðir að ég MÁ gera það ef ég VIL. Hinsvegar hefur mér verið bent á þetta gæti stungið mig í bakið seinna í lífinu, fólk heldur greinilega að ég sé alger hálviti að vita það ekki. Er ég of liberal hugsandi manneskja? Hverjum er drullusama þó ég hafi reykt andskotans jónu og þá útí Amsterdam? Ef einhver fasista mannfjandi ætlar sér að nota það gegn mér í framtíðinni þá er honum velkomið að gera það. Prufið að setjast niður og lesa um staðreyndirnar bakvið kannabis efni, sömu reglurnar gilda með áfengi, í hófi er það ásættanlegt. Að mati höfundar allavega.

Hvað meira vil ég segja? Alveg rétt, ég hata þessi fökking Pál Óskar lög sem eru alls staðar þessa dagana. Allt fyrir ástina og svo annað sem hét Inter-eitthvað, fökking ömurlegt rusl kjaftæði viðbjóður frá andskotans helvíti. Ég er augljóslega að exploita minn eiginn fasisma með þessu, greinilega er ég ekkert það liberal hugsandi sérstaklega þegar það kemur að þessari djöfullegri tónlist. Það þarf taka Nasista tónlistabrennu á þetta, meðal þessara laga má einnig taka nánast allt sem telst undir popp-tónlist geirann seinustu tíu árin og kveikja í því.

Vitið þið hvað var svalt? Fyrsta krossferðin, hún var fökking geðveik. Fólk að drepa hvort annað útaf trúarbrögðum og landvinningum, nákvæmlega engin miskunn. Maður vill ekki vera íbúi Jerúsalem árið 1099, Kristnu mennirnir slátruðu öllum sem bjuggu í þeirri heilugu borg. Ekki aðeins múslimum og gyðingum heldur meirað segja kristnum mönnum sem bjuggu þar fyrirfram og samkvæmt lýsingum eftirlifenda þá voru krossferðamennirnir sem eftir voru komnir hnédjúpt í blóð eftir mannslátrið. Ímyndunaraflið mitt vill taka því bókstaflega, ÞAÐ er virkilega fökking svalt.

Nóg í bili...

Sindri Gretarsson.

þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Astrópía

Sindri Gretarsson 28. ágúst 2007 **/****

Ég var að vonast til þess að loksins myndi koma út íslensk kvikmynd sem hægt væri að hylla, mynd sem væri verulega góð og hægt væri að minnast á sem ein af betri kvikmyndum frá þessu landi. Astrópía er því miður ekki sú mynd að mínu mati, hún er mjög mikil blanda og góðum og slæmum hlutum. Fyrsta lagi þá er húmorinn mjög mistækur, það eru um það bil jafn margir brandarar sem virkuðu og misheppnuðust. Leikararnir voru yfirleitt góðir, en flestar persónurnar voru einhliða og ómerkilegar. Ég get þó hrósað Ragnhildi Steinunni fyrir að vera mjög sannfærandi í aðalhlutverkinu og einnig fyrir að vera fáranlega myndarleg. Myndin er að leika sér mikið með klisjurnar sem eru til staðar í handritinu, ég fattaði grínið en mér fannst það yfirleitt ekki fyndið, mér leið eins möguleikarnir í handritinu væru ekki nógu vel nýttir þar sem handritið var býsna vel skrifað af honum Ottó Borg. Það gæti verið ósanngjarnt af mér að búa til einhverskonar gæðakröfur þegar það kemur að íslenskri kvikmynd sem miðað við Hollywood myndir kostar varla neitt í gerð, en mér fannst vanta soldið uppá myndatökuna og hljóð. Þetta er ein af fáum íslenskum myndum sem hefur einhverskonar bardagaatriði með sverðum og ófreskjum en það er mjög leiðinlegt að sjá svona slappa framkvæmd á þeim, viljandi gert eða ekki þá voru þau ekki að skila sér tæknilega séð og ef þau áttu að vera þannig fyrir húmorinn, þá var það ekki fyndið. Astrópía er ekki leiðinleg mynd, hún hefur góða spretti þá aðallega kringum miðja myndina, en endinn var mjög slappur og ófullnægjandi. Ég er líklega að verða einn mesti óvinur íslenskra kvikmynda á netinu, en það er alls ekki viljandi gert. Ég bíð þó enn eftir íslensku myndinni sem mun gera mig ánægðan, vonandi mun það gerast fyrr heldur en seinna.


Sindri Gretarsson.

mánudagur, ágúst 27, 2007

The Last Legion

Sindri Gretarsson 27. ágúst 2007 */****

The Last Legion hafði góða möguleika til þess að verða góð kvikmynd, sagan gerist þegar Rómaveldið er að falla sem verður að segjast er býsna gott umhverfi til þess staðsetja kvikmynd. En ekki aðeins er Last Legion óþægilega klisjukennd heldur illa skrifuð, leiðinleg og virtist vera copy/paste úr mörgum eldri myndum eins og t.d Lord of the Rings og King Arthur. Colin Firth var eini leikarinn sem stóð sig ásættanlega vel og mögulega Thomas Sangster en hinir leikararnir voru annaðhvort slæmir eða miscast, meiraðsegja Ben Kingsley var frekar slappur. Aishwarya Rai, Bollywood leikkonan var eitt af því betra sem myndin hafði uppá að bjóða því hún var nánast nakin nokkrum sinnum í myndinni. Síðan var einnig Kevin McKidd, aðalleikarinn úr Rome þáttunum, hefði bara handritið verið betur skrifað þá hefði hann getað sýnt sig almennilega þar sem hann er býsna góður leikari. Myndin kostaðu rúmlega 75 milljón dollara í vinnslu, þessi peningaupphæð sést ekki þar sem mér sýndist hún vera frekar ódýr. Ég held að fólkið bakvið myndina ætlaði sér að gera mun betri mynd en af einhverjum orsökum þá misheppnaðist framleiðslan frekar illa, enda var útgáfudegi myndarinnar frestað um meira en ár þar sem hún átti að koma út 2006. Ég get að engu leiti mælt með The Last Legion, sumt fólk mun án efa fíla þessa mynd meira en ég en þar sem ég er sjálfur mikill aðdáðandi kvikmynda af nákvæmlega þessari gerð þá varð ég fyrir miklum vonbrigðum.


Sindri Gretarsson.

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Ég keypti Freddy Got Fingered í Amsterdam...

Planið breyttist aðeins, ég fór ekki til kaliforníu eins og áður var minnst heldur kom ég beint heim frá Amsterdam í dag rétt eftir klukkan 15:00. Eftir þennan tíma í Amsterdam þá er ég alveg að leka niður, núna byrjar hreinlætis tímabil þar sem ég mun borða hollari mat, fara oftar í ræktina og ekki snerta kannabis né sveppi í ótakmarkaðan tíma. Ég vil ekki sjá neitt af því í marga mánuði, eftir átta daga af stanslausum kannabis reykingum og sveppaáti þá er ég sæmilega fökked eins og er...

Að borða sveppi er eins og að ganga inn í aðra vídd, og að borða sveppi og reykja kannabis með því er eins og ganga inn í aðra vídd verulega freðinn. Að vera á sveppum er eins og að festa víðlinsu á augun sín, ég sá umhverfið mitt í high-definition gæðum og hægar en venjulega. Sjóndeildahringurinn minn víkkaði töluvert og ég gat fullkomlega séð allt 180 gráðum fyrir framan mig. Að reykja kannabis með sveppum er mjög áhrifarík blanda, áhrifin verða kröftugari/þyngri. Það fer þó eftir hverskonar sveppi þú borðar hvernig víman verður, þú getur lesið allt um þá þar sem þú kaupir þá, yfirleitt í sérbúðum sem selja sveppi. Mushroom Galaxy hét ein búðin man ég, skemmtilegt nafn.

Margt gerðist í þessari ferð minni í Evrópu, en ég er ekki að fara að skrifa alla söguna, heldur rétt eins og ég gerði í fyrra þá mun ég sýna ljósmyndir í stað þess að skrifa sögu... Þór er svarthærði gaurinn, Andri er semi-ljóskan og ég er fallega manneskjan...

































"Fuck me sideways" - Cassidy


Sindri Gretarsson.