Það er kominn tími fyrir einn af þessum "Hvað er að gerast í mínu lífi" bloggpósti, nýlega hafa það aðeins verið kvikmyndir sem ég hef fjallað um þannig núna ætla ég að reyna segja eitthvað frá sjálfum mér. Það allra nýlegasta sem gerst hefur er að Þorsteinn talaði við mig á MSN rétt áðan eftir að hafa horft á American Gangster og sagði, sem kom mér mikið á óvart, að American gangster væri alger snilld. Ekki aðeins það heldur var hann að bera hana saman við aðrar glæpamyndir eins og Heat, Goodfellas, Godfather og Zodiac. Ég er persónulega búinn að horfa á American Gangster tvisvar, þetta er mjög góð mynd og hefur margt gott í sér, en að segja hún sé snilld og bera hana saman við myndir eins og Goodfellas og Zodiac er ekki beint málið í mínum augum. Ég er nú alger Ridley Scott gelgja svo ég hef ekkert vandamál með að segja að myndirnar hans séu snilld ef þær eru svo en mér fannst það ekki með American Gangster, en ef álit mitt breytist skyndilega þá læt ég heiminn vita.
En burtséð frá þessu, hvað er á seyði? Ég get nú fullyrt lesanda að ég hef líklega aldrei verið jafn upptekinn á ævi minni, í skóla og utan skóla. Það er eins og það hafi verið stífla í lífi mínu á tímabili og að nýlega þá losnaði hún og allt er núna að safnast saman í hrúgu hjá mér. Þetta er orðið það mikið að ég er við það að sleppa því að gera neitt af því og bara hangsa einhverstaðar í leti, en auðvitað geri ég það ekki, það býður uppá eftirsjá seinna í lífinu. Það sem er að gerast þó lofar allt góðu, eða mest allt allavega, ég er ekki upptekinn á slæman hátt heldur þvert á móti þá er ég líklega að gera nákvæmlega það sem ég vil gera. Þýðir það að ég sé hamingjusamur? Já, að einhverju leiti en hamingjan er aldrei fullkomin sama hve mikið maður reynir. Ef einhver kommentar um það hve gott það sé að ég sé hamingjusamur þá mun ég borða þá manneskju með skeið, ég sagði að einhverju leiti sem þýðir ekki að ég sé allt í einu orðinn að einhverjum kátum glaðbolta.
Það er skemmtilegt að komast að hlutum um sjálfan sig, eða frekar finna nafn yfir sjálfan sig, eins og t.d þá hef ég verið að kynna mér Stoicisma mikið nýlega og komist að því að hugsunarhátturinn minn hefur margt sameiginlegt með þeirri heimspeki. Bara svo allir eru hreinir á því þá er ég að tala um grísku heimspekina: http://en.wikipedia.org/wiki/Stoic. Ég fíla sérstaklega þessa setningu: "Stoicism teaches the development of self-control and fortitude as a means of overcoming destructive emotions; the philosophy holds that becoming a clear and unbiased thinker allows one to understand the universal reason." Það er gaman að finna flokk sem þú sjálfur gætir tilheyrt, ég er ekki að segja að ég sé orðinn einhver Stóískur mannfjandi, en ég hef komist að því að hugsunarhátturinn minn er mjög líkur þeim Stóíska og þá alls ekki viljandi. Grikkirnir höfðu þetta nokkuð vel á hreinu og voru laus við Kristnu áhrifin býsna lengi, það virðist vera að þegar Kristnin kom þá varð allt miklu leiðinlegra. Auðvitað er allt gott við það að kenna kærleik og jafnrétti en Kristnin hefur alltaf hljómað mun ómerkilegri og leiðinlegri en flest önnur trúarbrögð og heimspekistefnur, að mínu persónulegu mati.
Ég er ekki mikið fyrir að merkja sjálfan mig eða seta mig í flokka, sumt er þó auðvitað sjálfsagt, eins og ég er augljóslega karlkyns ( eða ég vona það :Þ) og mjög hrokafullur um mínar eigin skoðanir. Ég er svona "know-it-all" gaur eða hljóma þannig gegnum bloggsíður allavega, en ég er ekki flokksbundinn í pólitík, ég er ekki bundinn við neina skipulagða trústofnun og mínar skoðanir almennt eru býsna "frjálslegar" yfir höfuð. Nú er ég byrjaður að tala um annað mál, hvað er svona nauðsynlegt við að flokka allt og alla? Við gerum þetta á hverjum degi, það er eitthvað við mannshugann sem leitar eftir því að flokka allt í tvo hópa, já eða nei, svart eða hvítt, karl eða kona. En ég er ekki alveg að nenna því að grafa mig djúpt í einhverjar heimspekilegar skoðanir gagnvart þessu, ég held að þið fattið þetta alveg. Ég væri vel til í að heyra í einhverjum sem er gersamlega ósammála mér gagnvart þessu öllu, ég væri reyndar vel til í að heyra frá manneskju sem er gersamlega á hinum enda skalans. Það er eitthvað svo óendanlega merkilegt við það að heyra skoðanir frá fólki sem eru nákvæmlega ósammála þínum eigin skoðunum, það er allt frá lærdómsríkt til þess að vera helvíti fyndið.
Nú er ég kannski búinn að skella á vegg, hvernig í andskotanum á ég að halda áfram héðan? Og af hverju er ég að skrifa þetta á bloggið sjálft þar sem ég er að efa áframhaldið með þessum orðum. En til fjárans með það allt, svona gerist við mann þegar þú vekur of lengi og færð svefngalsa, þú takmarkar ekki sjálfan þig, þú bara heldur áfram. Það er kominn nóvember núna, ég skrifa þetta núna á annarri klukkustund þess mánaðar ársins 2007. Tíminn virðist ekki ætla að hægja á sér, það er núna liðnir tveir mánuðir síðan ég skrifaði seinast um hve tíminn væri að líða hratt. Mér finnst alls ekki eins og það séu tveir mánuðir síðan, ég þarf að finna einhverja leið til þess að gera manneskju úr tíma svo ég get lamið hana, og ég myndi taka minn tíma til þess. Man einhver eftir atriðinu í Casino þegar Joe Pesci setur höfuðið á gaurnum í viðarklemmuna þar sem hann kreysti höfuðið hans í algeran mauk? Ég er að tala um þannig ofbeldi, sóðugt og hugmyndaríkt en á sama tíma hræðilegt og mannskemmandi. Farðu til fjandans Tími, þú munt drepa mig á lokum svo ég hef ekkert að tapa í þessari orrustu. Ég hata þig, Tími. Ég hata þig virkilega mikið.
Að lokum þá sýni ég ykkur fáranlega ljósmynd af sjálfum mér sem er mjög hentug fyrir þennan bloggpóst...
Sindri Gretarsson.
fimmtudagur, nóvember 01, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Þessi ljósmynd er hroðaleg!
Þú ert eins og Ben Stiller á henni!
Oooojjjj!!!!
þú átt að vera svona klipptur takk.......
þú átt að vera svona klipptur takk.......
Þetta er agaleg mynd af þér, frændi. Þú lítur út eins og þú hafir tekið "an hour on the tower of power" ;)
Fökking Frank Zappa :Þ
Skrifa ummæli