Þessi ljósmynd sýnir mjög vel hvernig mig hefur liðið núna í um það bil hálft ár. Á myndinni er ég út á landi (ljósmyndin var tekin 22.maí 2007) að nýbyrja í vinnunni sem sýnasafnari í Orkuveitunni. Ég hef þennan "Ertu ekki að fokking grínast!?" svip sem virðist hafa einkennað seinustu mánuði í mínu lífi á einn hátt eða annan. Ekki endilega á slæman hátt, en einnig á slæman hátt, eða einfaldlega á mjög blandaðan hátt. Ég get ekki alveg útskýrt af hverju mér hefur liðið svona, það hefur án efa eitthvað að gera með andlegan þroska í ungmennum sem eru að gangast gegnum breytingastig í lífinu eða eitthvað álíka existentialiskt.
Hinsvegar er leiðinlegt að hugsa um það svo ég ætti að hætta því. Ég vil einnig benda á það að seinasti bloggpóstur minn var ákaflega neikvæður þar sem sá dagur var einn af hápunktum "Ertu ekki að fokking grínast!?" kenningunni. Þetta er fökked tilfinningaferli sem fökkar allri rökhugsun og fær þig til þess að gera fökked hluti, forðist þetta án undantekninga.
Tíminn virðist einnig vera fjúkandi í burtu, í gær var árið 2004, á morgun verður árið 2010. Það margt hefur gerst og það margt hefur breyst að ég vil eiginlega ekki sætta mig við það, svo þegar þú áttar þig á hlutum og ferð að sætta þig við þá, þá breytist allt aftur. Einn daginn verð ég dauður og einnig allir þeir sem lesa þetta, ekki mjög jákvæður hugsunarháttur en hann er mjög kaldhæðinn og fyndinn á sinn eiginn neikvæða hátt.
Ef það er eitthvað í lífinu sem þú vilt breyta, reyndu þá að breyta því þar til þú drepst, ekki aðeins gefur það þér tilgang heldur ertu að fylgja þínum eigin vilja. Mjög fáir virðast gera það þessa dagana, flestir virðast sætta sig við hvernig hlutir eru út af mjög niðurdrepandi eða eigingjörnum ástæðum. Það er margt sem ég vil breyta, og þar til ég drepst þá ætla ég ekki að hætta að reyna, telst það sem eigingjarnt? Á meðan ég er ekki að meyða, drepa eða skemma fyrir frelsi annarra þá myndi ég halda að það sé ekki eigingjarnt. Svo ég ætla að halda áfram, þar til ég mun ekki geta haldið áfram.
Kallið mig Emo en ég á minn rétt til þess að vera það að minnsta kosti einu sinni...
Sindri Gretarsson.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli