sunnudagur, september 30, 2007

3:10 to Yuma

Sindri Gretarsson 30. september 2007 ***/****

Ég man ekki hvað það langt síðan ég sá vestra í bíó, hvað þá góðan vestra. 3:10 to Yuma er endugerð á samnefndri mynd frá árinu 1957 sem ég hef því miður ekki séð, en hinsvegar þá er þessi endurgerð býsna góð. Sterkt leikaraval er einn helsti kostur myndarinnar, Russell Crowe eignar sér myndina með töffarastælum og Ben Foster var nokkuð óhugnalegur. Christian Bale fannst mér þó vera frekar lágstemmdur og ekki vera með nógu merkilega persónu til þess að sýna sig. James Mangold sem leikstýrði Walk The Line á undan þessari mynd er mjög fínn leikstjóri, hinsvegar var Walk the Line dæmigerð ævisögukvikmynd frá A-Ö með fátt eða ekkert nýtt til þess að sýna þér. Mín áhyggja var að 3:10 myndi falla í sömu gryfju sem hún gerir það að vissu leiti en hún nær þó að viðhalda öllu vestræna-kúreka andrúmsloftinu þar sem allt getur gerst óvænt. Öll myndin fjallar um samskipti glæpamannsins Ben Wade (Crowe) og bóndans Dan Evans (Bale) sem ætlar sér að fylgja glæpamanninum Wade að lestinni sem fer klukkan 3:10 til Yuma fangelsis. Á eftir þeim er glæpagengið hans Wade að reyna frelsa leiðtogann sinn en Evans ætlar sér ekki að hætta. Dan Evans er frekar dæmigerð persóna og kemur fram sem frekar ómerkilegur í myndinni. Það er Ben Wade sem heldur manni horfandi, hann er vondur, fyndinn, heiðarlegur og eina persónan sem sýnir einhverja áhrifaríka breytingu gegnum alla myndina. Myndin er mjög vel tekin upp og lítur mjög vel út, en hún átti bágt með að gera þig hluta af sögunni og byggja upp spennu nema þegar það kom að sumum senum með Russell Crowe. Mér fannst það einnig mjög fyndið að kynningin á Ben Wade er nánast sú sama og kynningin á Maximus í Gladiator, kannski tekur einhver annar eftir því. Annars þá er mín niðurstaða að 3:10 to Yuma er góður vestri og ætti ekki að valda neinum vonbrigðum, hinsvegar þá miðað við alla þessa frábæru dóma sem hún er að fá þá finnst mér hún ekki eiga þá alla skilið.


Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: