sunnudagur, september 23, 2007

Shoot'Em Up

Sindri Gretarsson 23. september 2007 *1/2 af ****

Ég hafði engar væntingar gagnvart þessari mynd né vissi ég mikið um hana áður en hún kom út, meðal þess þá hafði ég nánast enga löngun til þess að sjá hana. En eftir að hafa lesið um hve heimsk og skemmtileg hún átti að vera þá ákvað ég að sjá hana. Þessi mynd er svo sannarlega mjög þunn og heimsk en það er það sem gerir myndina að því sem hún er. Hún er skemmtileg en mér fannst skemmtunin vera býsna takmörkuð, hasaratriðin virtust endurtaka sig aftur og aftur og sami húmorinn notaður og aftur og aftur sem verður mjög þreytt eftir smá tíma. Það er nákvæmlega enginn tilgangur með þessari mynd nema það að skemmta manni og þrátt fyrir að hún hafi verið sæmilega skemmtileg þá skilur hún ekkert minnugt eftir sig. Ég er kannski soldið harðgagnrýninn núna en ég sé enga ástæðu til þess að gefa henni meira en eina og hálfa stjörnu, þetta er ekki ömurleg mynd en hún er samt býsna slæm. Ef þú hefur gaman af heilalausum hasarmyndum þá skaltu sjá Shoot'em Up, og þrátt fyrir að ég hafi lúmskt gaman af þeim sjálfur þá vantaði eitthvað í þessa til þess að gera hana þess virði að sjá.


Sindri Gretarsson.

1 ummæli:

S.G. Andersen sagði...

Því lengri tími sem líður eftir að hafa séð þessa mynd því meira hata ég hana, þessi mynd er horbjóður...