Sindri Gretarsson 1. ágúst 2007 **1/2 af ****
Ég hef þegar skrifað um Death Proof kaflann á Grindhouse og skrifa hér aðeins um Planet Terror kaflann. Í Planet Terror er nóg af mannáti, blóði og líkamsvessum og einnig þá uppgötvar myndin nýja hluti í mannslíkamanum sem enginn vissi um áður þar sem grafið er eins djúpt í mennska líkamann og mögulegt er. Þetta er eðal splatter/exploitation kvikmynd sem fullnægir allar þær kröfur sem þannig gerð kvikmynda eiga sér en burtséð frá því, þá er ekkert annað þarna. Myndin er mjög fyndin og virkilega viðbjóðsleg, mjög vönduð og vel gerð með margar sniðugar og skemmtilegar hugmyndir. Hinsvegar eins og langflestar kvikmyndir líkar Planet Terror þá verða þær að svo miklu kjaftæði að það er ekki hægt að segja að kvikmyndin sé góð. Mér fannst myndin ekki spennandi, mér var drullusama um persónurnar, það eina sem virtist skipta máli var ofbeldið og húmorinn, sem er mjög fínt. Það kemur þó að þeim að þú óskar þess að eitthvað annað sé myndinni til þess að gefa kvikmyndinni einhverskonar kjarna. Allavega var leikaraliðið frábært, ekki endilega snilldar leikarar en margir sem léku vel í kvikmyndinni, Rose McGowan, Freddy Rodriguez, Tom Savini, Michael Parks, Josh Brolin og Nicky Katt og einnig gaman að sjá Michael Biehn aftur í bíóhúsi. Ég hef varla neitt meira að segja um Planet Terror, ég myndi þó segja að Death Proof kaflinn sé betri en Planet Terror, flestir gætu þó vel verið ósammála mér í því máli.
Sindri Gretarsson.
miðvikudagur, ágúst 01, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli