Mr. Brooks 31. júlí 2007 *1/2 af ****
Mr. Brooks inniheldur margar góðar og frumlegar hugmyndir sem hefðu getað lifað vel í góðri kvikmynd, hinsvegar þá var ekki farið vel með þessar hugmyndir að mínu mati, ég sá fyrir mér möguleikana sem myndin hafði blómstra en í staðinn þá var niðurstaðan á Mr. Brooks langt frá fullnægjandi. Ég var mjög sáttur með Kevin Costner, hann passaði nákvæmlega og var mjög góður í hlutverkinu og sama með William Hurt. Hugmyndin að Kevin Costner sé raðmorðingi sem hefur ímyndaðan vin sem talar við sig og hvetur sig að fremja morð er mjög merkileg hugmynd, en hún nær aldrei að komast á flug, mér fannst eins og það vantaði mun meira þegar myndin var búin. Það eru einnig býsna margir aukasöguþræðir sem gera voða lítið til þess að gera myndina neitt betri, aðallega þá komu þau í veg fyrir að aðalsöguþráðurinn kæmist á flug. Það er mögulega helsta vandamálið, allir þessir söguþræðir voru að skemma fyrir því sem skipti allra mestu máli, þar sem myndin heitir Mr. Brooks þá var ég vonast að myndin fjallaði meira um Mr. Brooks en hún gerði. Mér finnst einnig ótrúlegt hvernig tónlist getur haft svakaleg áhrif á kvikmynd, hvernig hún getur gert kvikmynd trúverðuga/ótrúverðuga, hvernig hún ræður yfir taktinum og bara hvernig tónlist getur gert kvikmynd betri. Tólistanotkunin í Mr. Brooks er ein sú allra versta sem ég hef séð í mörg ár, ekki aðeins var tónlistin frekar slæm nú þegar heldur var hún að engu leiti að passa við myndina og hún mun eldast verr en lyklaborðstónlist frá 1984. Það er skömm að svona slæm tónlist sé sköpuð fyrir kvikmynd því það var einn stór partur af ástæðunni að Mr. Brooks mistókst. Mr. Brooks er ekki ömurleg kvikmynd, möguleikarnir eru til staðar og ég fann fyrir þeim og margt var vel gert í myndinni en við lokin þá leið mér eins og ég hafi verið að horfa á fyrsta hlutann í sjónvarpsmynd (sem er skondið þar sem ég las að Mr. Brooks á að vera fyrsta myndin í þríleik). Þessi mynd er svo sannarlega mikil blanda af góðu og vondu en í heildinni þá get ég ekki gefið þessari mynd góða einkun, og miðað við nokkuð góða dóma sem myndin fær nú þegar þá verð ég að segja að hún eigi þá alls ekki skilið.
Sindri Gretarsson.
þriðjudagur, júlí 31, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli