sunnudagur, ágúst 05, 2007

First Knight

Sindri Gretarsson 5. ágúst 2007 ***/****

Til þess að fíla First Knight, þá þarftu að kunna að sleppa sjálfum þér í klisjunni eða vera alveg sama um hana. Ég gat séð fyrir hverju einasta atriði sem átti sér stað í myndinni því hún er eins mikil klisja og hægt er að ímynda sér, þá meina ég allt sem er til í klisjubókinni kemur líklega fram á ákveðnum tímapunkti í First Knight. Þetta ætti að vera uppskrift að slæmri kvikmynd en svo varð ekki, einhvern veginn þá er styrkur myndarinnar klisjan sem hún byggist á, allavega þá fannst mér það og þar sem ég hef leynilega aðdáðun þegar það kemur að sverðamyndum sem gerast í fortíðinni, þá er það mögulega auðveldara fyrir mig að fíla þessa mynd en fyrir aðra. Annar brandari er að enginn annar en Richard Gere er látinn leika Lancelot, hetjuna miklu sem verður ástfanginn af Guinevere. Hinsvegar þá ber hann hlutverkið betur en langflestir hefðu gert, sem kom mér alveg furðulega á óvart þar sem hann var fullkomið tækifæri fyrir eitt stórt miscast. Sean Connery er auðvitað góður Arthur og Julia Ormond leikur gamla góða hlutverkið sitt að sofa hjá öllum karlmönnum í myndunum sínum, á þessu tímabili var það First Knight, Sabrina og Legends of the Fall allt á einu ári. Ég hef þá kenningu að þessi mynd gæti verið stór brandari því leikstjórinn er enginn annar heldur en Jerry Zucker sem var einn af leikstjórum Airplane og Top Secret, ég er alveg pottþéttur á því að pælingin bakvið myndina er húmorinn við klisjurnar, það passar einnig vel við Jerry Zucker og kvikmyndirnar sem hann gerir. Það er þó mikilvægt fyrir hvern sem mun sjá þessa mynd að þetta er ein stór klisjuklessa sem er alls ekkert að reyna fela það, það er bæði það sem gerir myndina góða og slæma og það fer aðeins eftir fólki hvað það sér meira í myndinni, það góða, slæma eða hvað sem er þar á milli. Ég hafði lúmskt gaman að þessari mynd, ég vissi vel hvar myndin var slæm og hefði átt að vera slæm en eins og ég sagði, það fer eftir einstaklingi hvað þeir sjá í þessari mynd, eins og er með allar kvikmyndir býst ég við.


Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: