laugardagur, júlí 28, 2007

The Simpsons Movie

Sindri Gretarsson 28. júlí 2007 **/****

Ég er á þeirri skoðun að Simpsons þættirnir hafa verið á stöðugri niðurleið seinustu árin, ég var og er ennþá Simpsons aðdáðandi en ég hætti að fylgjast með eftir að það varð ljóst að þættirnir væru orðnir lélegir. Þrátt fyrir það að kvikmyndin sé skrifuð af flestum þeim sem skrifuðu gömlu góðu þættina þá eru áhrifin frá nýju þáttunum mun meira áberandi, einnig þá vantar Conan O'Brien sem var líklega besti handritshöfundur Simpsons þáttanna á sínum tíma. Myndin fjallar um Simpsons fjölskylduna í ótrúlegum aðstæðum mikið eins og nýju þættirnir gera sem er fyrsti ókosturinn að mínu mati því að gömlu þættirnir náðu nánast alltaf að viðhalda sterkum gæðum án þess að koma með 'larger than life' söguþræði. Í kvikmyndinni þá þarf Simpsons fjölskyldan að bjarga Springfield, þessum 'larger than life' söguþræði er teygt í allar mögulegar áttir og brandarar eru til staðar á nokkra sekúndna fresti til þess að fela þennan slappa söguþráð. Annar ókostur við myndina er að aðeins hluti af bröndurunum voru fyndnir og miðað við að kvikmyndin sé 80 mínútur þá finnst mér það mjög slappt að ég fékk ekki einu sinni hláturskast. Brandararnir eru mikið 'hit & miss' en meira af því síðarnefnda, ég veit um marga Simpsons þætti sem slá út myndina í húmorskalanum. Það eru þó góðir punktar við myndina, fyrri hlutinn á myndinni var sæmilegur því þar var reynt að byggja upp persónur, t.d þá finnst mér Bart Simpsons ennþá betri persóna eftir að hafa séð kvikmyndina því að fjallað er um hve gífurlega ruglaður hann er í lífinu. Mér fannst það vera mjög vel gert og það kom mér á óvart að grafið skildi vera svona djúpt inn í persónu sem hefur nánast alltaf verið eins. Mér fannst þessi mynd alls ekki leiðinleg, hún er frekar skemmtileg og hefur marga fína brandara en þetta er ekki beint kvikmyndin sem er þess virði að bíða eftir öll þessi ár þar sem það er allavega áratugur síðan fyrstu fréttirnar af Simpsons kvikmynd birtust. Hinsvegar þá er það líklegt að þessi mynd verður dýrkuð hérlendis af öllum þeim sem fíla Simpsons (sem eru nánast allir), þ.e.a.s ný tískumynd sem aðeins fáir fíla ekki. Ég, persónulega veit ekki alveg hvað ég á að segja, ég fílaði hana að vissu leiti en að miklu leiti þá fílaði ég hana ekki. Væntingar mínar höfðu ekki verið miklar en samt þá finnst mér eins og ég sé vonsvikinn, en miðað við hve lélegir nýju þættirnir eru orðnir þá er Simpsons Movie stórt skref upp. Simpsons aðdáðandinn í mér vill gefa myndinni tvær og hálfa stjörnu, gagnrýnandinn í mér vill gefa myndinni tvær stjörnur, ég held ég ætla frekar að fara eftir gagnrýnendanum þetta skiptið.


Sindri Gretarsson.

1 ummæli:

Unknown sagði...

sammala vel sagt tvaer stjornur i mesta lagi