föstudagur, júlí 27, 2007

Harry Potter & The Order of The Phoenix

Sindri Gretarsson 27. júlí 2007 ***/****

Jæja, þá ætla ég að reyna segja eitthvað sniðugt um Order of the Phoenix þrátt fyrir að vera enginn Harry Potter aðdáðandi, hafa aldrei lesið neina bók (nema fyrstu bókina fyrir áratugi síðan) að einhverju viti og án þess að hafa einu sinni séð fyrstu tvær kvikmyndirnar. Prisoner of Azkaban fannst mér mjög fín og Goblet of Fire var ekkert verri og núna eftir að hafa séð Order of the Phoenix þá sýnist mér að gæðin séu aðeins hækkandi þó ekkert sérstaklega mikið. Ég var mjög sáttur að barnaskapurinn fór minnkandi í Goblet of Fire og hann fer enn minnkandi í Order of the Phoenix, þetta er án efa myrkasti kaflinn í sögunni hingað til. Loksins hefjast atburðir sem eiga eftir að orsaka einhverkonar endi, það er mjög skýrt í lokin að eftir þessa mynd þá eiga aðeins eftir að koma erfiðari tímar og þá er ég að vonast að næstu tvær Harry Potter myndir verða aðeins betri. Order of the Phoenix er góð mynd og örugg þriggja stjarna mynd, en ég myndi aldrei kalla hana snilldarverk eins og sumir. Eins og ég sagði, þá er ég enginn Harry Potter aðdáðandi.


Sindri Gretarsson.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

fuss, þetta var varla umfjöllun... :P