föstudagur, maí 18, 2007

Zodiac

Sindri Gretarsson 18. maí 2007 ****/****

Kvikmyndahúsin eru mjög dugleg við að gefa út myndir eins og Next eða Blades of Glory en þau eiga sér þann dásamlega eiginleika að fresta myndum eins og Zodiac ekki aðeins um einhverjar vikur heldur um nokkra mánuði. Líkurnar gætu bent til þess að Next og Blades of Glory munu græða meiri pening en hvað gerist þegar ég fæ loksins að sjá Zodiac, mynd sem ég hef beðið eftir lengi... hvert einasta sæti í salnum er upptekið. Ég var greinilega ekki sá eini sem vildi sjá Zodiac en biðin eftir henni var óþörf en ekki tilgangslaus því Zodiac er auðveldlega besta myndin sem ég hef séð á árinu hingað til. Myndin fjallar um Robert Graysmith (Jake Gyllenhaal) sem vinnur fyrir San Fransisco Chronicles á sjöunda áratugnum sem fer að rannsaka dularfull morð framin af Zodiac morðingjanum. Robert á þó ekki að vera að því þar sem starf hans er að teikna teiknimyndir fyrir dagblaðið en burtséð frá honum eru David Toschi (Mark Ruffalo) og Bill Armstrong (Anthony Edwards) lögreglumenn einnig að eyða öllum sínum tíma í Zodiac morðin og fréttamaðurinn Paul Avery (Robert Downey Jr.) sem vinnur fyrir sama fyrirtæki og Graysmith. Þetta er aðeins einföld lýsing á söguþræðinum, listinn af persónum í myndinni er mjög langur og hver einasta persóna hefur sitt mikilvæga hlutverki að gegna ekki aðeins í myndinni heldur einnig sögulega séð. Sögulega gildið í Zodiac er svakalegt, nánast hver einasta sena er merkt hvar hún gerist og hvenær, þetta gæti verið ein sögulega réttasta mynd sem gerð hefur verið. Ég hef heldur ekki séð svona mynd sem hefur jafn mikið af upplýsingum síðan JFK, Zodiac hefur í raun of mikið af upplýsingum, stanslaust þá er hver einasta sena að troða í manni nöfnum, stöðum, atvikum og tímasetningum sem þú þarft að muna eftir. Ég skil fólk sem segir að þetta sé of mikið og ég skil einnig gagnrýnina um að þessi mynd sé of löng því hún er mjög löng. Zodiac er upplýsingaflæði um upplýsingaflæði, alla myndina þá ertu að fylgjast með fólkinu sem er að rannsaka Zodiac morðin gegnum margra ára tímabil. Fyrir þá sem hafa engan áhuga á þessu tímabili né þessu efni eiga eftir að geispa en mér fannst einmitt Zodiac gera það svo vel að vekja áhugann minn því hraðinn á myndinni er býsna góður en ef þú missir af einhverjum mikilvægum punktum þá gæturu átt erfitt með að koma öllum upplýsingunum saman. Zodiac hefur stórt leikaralið, nöfn eins og Jake Gyllenhaal, Mark Ruffalo, Anthony Edwards, Robert Downey Jr, Brian Cox, Chloey Sevigny, Elias Koteas, Dermot Mulroney, Philip Baker Hall, James LeGros, Ione Skye og Adam Goldberg. Ekki endilega frægir leikarar sem allir þekkja en allt kunnugir leikarar en það sem er sérstakt er að hver einasti leikari, og þá sérstaklega aðalleikararnir leika hlutverkin sín alveg fullkomlega. Leikararnir einnig hjálpuðu mikið við að byggja upp ákveðinn fíling í myndinni, þessi sjöunda áratugs fílingur sem er skapaður gegnum leikarana, myndatökuna og tónlistina. Myndin er ekki þung í persónusköpun eða atburðarrás, hún er létt í anda og hefur mikinn húmor í sér en hefur alltaf stanslaust einhverskonar óhugnandi takt, þó yfirleitt undirliggjandi. Myndatakan er eins og í öllum David Fincher myndum framúrskarandi, stílseinkennin hans sjást gegnum myndina. Zodiac var öll tekin upp með Thompsons Viper stafrænum myndavélum og gæðin skáka hverja einustu kvikmynd sem ég hef séð tekna upp á filmu. Það sem mér finnst erfitt að dæma um er hvort það ætti að gefa Zodiac fullt hús eða ekki því það bendir til þess að Zodiac sé meistaraverk, aðeins tími getur sagt til um það en ég get allavega sagt það að Zodiac er einhver merkilegasta mynd sem ég hef séð í bíóhúsi. Ég ætla hinsvegar að gefa henni fjórar stjörnur, ég segi ekki að Zodiac sé meistaraverk en hún er allavega virkilega góð að mínu mati. Hún kemst upp með hluti sem flestar kvikmyndir komast ekki upp með og er gott dæmi um eðal kvikmyndagerð ekki aðeins tæknilega séð heldur frá öllum hliðum séð.


Sindri Gretarsson.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fuck Zodiac, tjekkaðu á El Laberinto Del Fauno -- sláandi dæmi um brilljant kvikmyndagerð.

Nafnlaus sagði...

LOL það er pans labrith bara á spænsku!! HAHA!

S.G. Andersen sagði...

Hef séð El Laberinto Del Fauno...

Nafnlaus sagði...

Skrímslið í þeirri mynd var það besta sem ég hef séð á ævinni, mig dreymir ennþá martraðir um það. Hverjum datt í hug að hafa augun í höndunum, það hlýtur að hafa verið snillingur :)
En afhverju skrifaðiru ekki um hana?

Nafnlaus sagði...

Já, senan með skrímslinu og veislunni er eitt af því flottara sem ég hef séð í kvikmynd -- brilljant.