Sindri Gretarsson 15. maí 2007 ***/****
The Painted Veil fær gæðastimpilinn sinn frá leikurunum, Naomi Watts er mjög góð en Edward Norton eignaði sér myndina sem kaldrifjaði eiginmaður hennar. Sagan fjallar aðallega um uppgötvanirnar sem hjón komast að um hvort annað undir erfiðum kringumstæðum, Naomi Watts leikur Kitty, dekraða og eigingjarna breska konu sem hefur lifað af foreldrum sínum alla sína ævi. Edward Norton leikur Walter, lækni sem verður hrifinn af Kitty og mjög fljótlega þá giftast þau þar sem foreldrar Kitty gátu ekki beðið eftir að losa sig við hana. Kitty er þó ekkert sérstaklega trú Walter og heldur hún framhjá og Walter kemst að því, gefur hann henni valkostinn að annaðhvort koma með sér til hluta Kína þar sem kólera er að drepa hundruðir eða skilnaður. Edward Norton sem er einn af betri leikurum samtímans nær eins og alltaf að gera myndirnar sínar enn áhugaverðari en þær ættu að vera. The Painted Veil er ekki saga sem heillar mig neitt sérstaklega (myndin er byggð á samnefndri bók frá 1925) en það er hann og hans persóna sem hélt uppi áhuga mínum, en ég ætti ekki að gleyma Naomi Watts sem er í raun aðalpersónan og var hún alls ekkert verri en Norton. The Painted Veil er mjög vel heppnuð ástarsaga, mjög vel gerð og hefur sína bestu kosti í leikurunum.
KITTY: You can't be serious about taking me into the middle of a cholera epidemic!
WALTER: Do you think that I am not?
Sindri Gretarsson.
þriðjudagur, maí 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli