fimmtudagur, júní 14, 2007

Fantastic Four 2: Rise of the Silver Surfer

Sindri Gretarsson 14. júní 2007 ***/****

Fyrri myndin einbeitti sér að persónusköpun og gaf sér mikinn tíma til þess þrátt fyrir að myndin hafi verið frekar stutt, stærsti gallin við fyrri myndina var hinsvegar að endinn var mjög fljótur og ómerkilegur. Rise of the Silver Surfer þarf varla neitt að einbeita sér á persónusköpun og getur þess vegna hoppað beint í atburðarrásina þar sem fyrri myndin endaði. Reed Richards og Susan Storm eru að fara að giftast þegar óþekkt vera kemur til Jarðar og hættir fyrir jarðarbúum, þessi vera þekkist seinna sem Silver Surfer en er hann aðeins í þjónustu hjá annari veru sem er mun öflugari og hættulegri en heldur en Silver Surfer. Rise of the Silver Surfer er eins og fyrri myndin frekar létt, mikið er af brandörum og það er ekki farið alvarlega með efnið en hún er ekki nógu heilalaus til þess að vera heilalaus. Þrátt fyrir allan fáranleikan þá nærst alltaf að haldast eitthvað sem gefur allri sögunni eitthvað vit, hvort það séu persónurnar, samskipti persónanna eða jafnvel sniðugt handrit. Myndin er aldrei leiðinleg, hún er styttri en forverinn og það er stanslaust eitthvað að gerast. Hasarinn og tölvubrellurnar eru allar góðar og Silver Surferinn er sérstaklega flottur þrátt fyrir afar einfalda hönnun. Fantastic Four var fín afþreying en Rise of the Silver Surfer er góð afþreying, hún er alls ekki gallalaus en hún er stórt skref upp eftir Spider-Man 3 sem misheppnaðist stórkostlega fyrr í sumar. Þar sem það var engin úrlausn á Fantastic Four sögunni þá tel ég það líklegt að Fantastic Four 3 sér á leiðinni eftir fáein ár og það er ágætt þar sem það er alveg nóg efni eftir sem hægt er að fjalla um.


Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: