David Lynch er núna hlægjandi einhverstaðar yfir hugsuninni að einhver sé virkilega að fara á þessa motherfökking mynd, Inland Empire. Þetta er þriggja klukkutíma steypa af random senum sem er klippt saman einhvern veginn, eftir sýningu það eina sem þú vilt gera að taka eina almennilega Magnum byssu og sprengja útúr þér heilahvelið. Þessi mynd nánast eyðilagði kvöldið mitt í gær, augun á mér voru rotnuð og ég var með dúndrandi andskotans höfuðverk en sem betur fer þá var ég með nóg af meðalli til þess að lækna ástandið mitt. Þá meina ég áfengi, og af því drakk ég sæmilega mikið, nóg til þess að gleyma þessari djöfullegri reynslu að sjá Inland Empire. Ég get ekki einu sinni skrifað um þessa mynd, það er ekkert að skrifa um, David Lynch getur verið mjög fínn en núna var hann bara að segja "fuck you" við allan heiminn. Ef þú ætlar á Inland Empire, taktu með þér Magnum byssu eða nóg af áfengi.
Jæja, allavega fékk ég að sjá myndina í boði græna ljóssins, sem betur andskotans fer...
En drykkjan eftirá var merkileg, þó mjög dæmigerð í uppbyggingu. Byrjaði allt á einum bjór, sem ég opnaði, stillti upp við munninn á mér og hellti honum niður kokið á mér og þar með fór áfengisefnið inn í blóðrásina mína og fökkaði upp dómgreindinni minni. Eftir fyrsta bjórinn fylgdi annar, svo annar, svo annar, svo annar, svo blandaði ég mér Diesel (50% bjór og 50% coca cola) og fékk nokkur þannig glös, síðan fékk ég mér tvö vodka glös og síðan gekk ég í miðbæinn með félögum.
Á Prikinu var síðan hvítvíns drykkja og eftir það láu leiðir okkar einhvern veginn á Q-Bar þar sem einn félagi minn er víst háður þeim stað, á heilbrigðum eða óheilbrigðum hátt það veit ég ekki. Q-Bar lofaði ekki góðu til þess að byrja með, við innganginn ákvað einhver stelpa að sparka í mig nokkrum sinnum, annar félagi minn útskýrði seinna fyrir mér að þetta væri reið lesbía, ég fattaði. Hver einasti gaur á Q-Bar virtist leita af minnstu ástæðunni til þess að þreifa á manni, ef einhver labbar framhjá þér þá mun sá maður líklega snerta allavega þrjá mismunandi staði á líkama þínum innan við sekúndu. Ég var búinn að frétta það að Q-Bar væri orðinn "gay-bar" á þann hátt að allir séu velkomnir en að fólk á samkynhneigða enda skalans sé í meirihluta svo þetta kom mér varla á óvart. Til þess að hegða sér í takt við þróun tuttugustu og fyrstu aldarinnar þá er málið að bara leyfa þessu gerast, lessur sparka í mann og hommar þreifa á manni, sama hver þú ert þá er mögulegt að finna jákvæða hlið við svona atburðarrás.
Það leið ekki lengi þar ég og félagi minn sem er ekki háður Q-Bar ákvöðum að yfirgefa svæðið, okkur var byrjað að líða svolítið skringilega, Q-Bar fíkillinn ákvað þó að vera áfram og dansa við stelpur sem langlíklegast fíla ekki kynið sem hann tilheyrir. Ekki myndi ég fokking nenna því. En þá kom að brottförinni, við gengum út, lentum í meira veseni og kjaftæði og að lokum þurfti ég að ganga heim frá miðbænum, nálægt klukkutíma ganga en sem betur fer var sæmilega heitt úti.
Þetta kvöld var einnig hálfgert tvítugsafmæli félaga míns, þar sem hann á afmæli nákvæmlega þennan dag.
Fín helgi, eitthvað að gerast allavega... Áður en að próf/verkefnin drepa mann.
Og já, Inland Empire... farðu til andskotans og éttu sjálfan þig.
Sindri Gretarsson.
sunnudagur, apríl 29, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Kicked by lesbians!
Skrifa ummæli