miðvikudagur, maí 02, 2007

MySpace

Talandi um ávinabindandi viðbjóð, þegar það kemur að netfíkn þá get ég sætt mig við MSN en MySpace er einfaldlega alltof mikið. Þetta er ávinabindandi og tímaeyðandi síða sem gerir varla neitt til þess að betrumbæta heiminn, af hverju getum við ekki bara tekið Gandhi á þetta og öll setist niður á teppi í eyðimörk einhverstaðar og sogið sand? Allavega er það bloody félagslegt, en frekar þá höngum við öll á vefsíðum og tölum um tilgangslaust kjaftæði.

Það er nú tilgangslausara að kvarta útaf þessu, ég hef nú þegar tapað svo ég gæti alveg eins farið einn í eyðimörkina að sjúga sand. Ef einhver á LSD þá væri ég til að taka einn Jim Morrison á þetta, einhver?

En eitt seinast varðandi MySpace, ég er að reyna hlusta á tónlist og er að gera margt í einu á tölvunni, en sumt fólk vill fylla MySpace síðurnar sínar af ömurlegri tónlist og mynböndum sem crasha andskotans browserana og skemma fyrir fökking nettengingunni. Gerið heiminum og sjálfum mér stórum greiða, slökkvið á tónlistinni og brennið myndböndin, ég hef engan áhuga að sjá ykkur í fríi með whoever á JabbaJabba landi nema það sé tiltörulega mikil nekt í því og þar sem MySpace bannar allt þannig tengt þá er það augljóslega ekki mögulegt.


"Follow the weird naked Indian"


Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: