En hver í andskotanum getur leikið hann? Rorschach er lítill. Tom Cruise? Ekki fökking séns. Rorschach er rauðhærður, ég meina það er ekkert mál að lita hárið á leikara. Rorschach er mjög ófríður, auðvitað er hægt að nota make-up en það verður að vera leikari sem hefur andlitið hans Rorschach og eftir að ég fletti gegnum imdb messege boards og las mig um þá fann ég einn mjög merkilegan möguleika... Doug Hutchison.
Enginn þekkir nafnið, en flestir munu muna eftir honum sem Percy Wetmore í The Green Mile, leiðinlegi og vondi vörðurinn sem var alltaf að meiða fangana. Hutchison er ekki rauðhærður, en það er hægt að laga það, hann er þó lágvaxinn eins og Rorschach og hérna skal ég sýna ykkur ljósmyndir svo þið sjáið samanburðinn...



Reynið að blanda báðum myndunum af leikaranum saman, ég sé einhvern sem er mjög líkur Rorschach. Ég efa að þessi leikari verði nokkurn tíman tekinn til greina en hann ætti að vera það.
Meira seinna.
Sindri Gretarsson.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli