... eða með öðrum orðum, menntaskólinn við Hamrahlíð. Reyndar er það frekar þetta tímabil, seinni hluti apríl og fyrri hluti maí mánaðar. Þetta er tímabil þar sem allt þarf að gerast í einu, allar skyldur og öll nauðsynlegu verk stinga þig í bakið. Einhvern veginn hefur íslenskt samfélag náð að stafla öllu mikilvæga saman til þess að eiga sér stað á einu stuttu tímabili, en það er þó líklega skásta tímabilið sem fylgir því og það er sumarið. Eða "The Breeding Grounds of less Insanity" eins og það ætti að kallast. Ég get varla kvartað þó, ég kalla þetta ekki kvörtun heldur ábendingu, þó svo ég hef of mikið að gera þá er ég fullviss um að ég komist glansandi gegnum það þar sem ég hef verið frekar skynsamur þetta árið.
Fyrir fólk á mínum aldri þýðir sumar yfirleitt vinna, ég mun vinna mest allt sumarið við rannsóknarvinnu í Orkuveitunni, skemmtilegt eða ekki það veit ég eigi en ég vonast eftir ágætum launum og það breytir öllu. Ef þú ætlar til Amsterdam í tvær vikur í ágúst þá þarftu að eiga nógan pening, það er einmitt það sem ég ætla að eiga mér, nógan pening. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég mun gera þar, en ég get ekki sagt ykkur það að ég sé mögulega ekki að ekki fara að ekki reykja kannabis efni og drekka drullumikið áfengi. Ég er alltof indæll strákur fyrir þess konar stundarbrjálæði og eitthvað sem samfélagið okkar hefur dæmt sem óæskilega hegðun. Enda sagði mamma mín mér það einu sinni að aðeins aumingjar og ruslakallar gerðu svoleiðis og síðan þá hef ég ávallt fylgt leiðbeiningum hennar og orðið að glæsilegu dæmi um uppvakning sem ber í sér engar sjálfstæðar hugsanir.
Ég dreg þetta til baka, það á aldrei að blanda mömmum í svona umræðuefni, það gengur alltaf of langt á endanum :Þ
En ég hlakka til þess að fara til Hollands, land sem hefur hávaxna, fallega og hreinræktaða Aría. Ég sætti mig við ekkert minna en það.
Sindri Gretarsson.
mánudagur, apríl 23, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Holland? Er það ekki einhverskonar nektarnýlenda?
Fólk í Hollandi er frjálslynt, umburðarlynt og best af öllu, nakið.
Af hverju væri ég annars að fara þangað?
Skrifa ummæli