Jæja ég tel það nokkuð öruggt að skapa einn þéttan lista um bestu myndir ársins 2006, topp 10 þ.e.a.s og eftir mínu áliti. Ég hef ekki séð allar myndir frá 2006 en þetta er besti listinn sem ég get komið með eins og er, hann mun pottþétt breytast eins og 2005 listinn minn...
---
1) The Departed
Það er hægt að rífast um hvort hún sé betri en Goodfellas eða ekki, það breytir engu en mér finnst The Departed vera toppurinn í ár og hún átti skilið óskarinn.
2) Children of Men
Í framtíðinni verður þessi mynd talin klassísk vísindaskáldsaga, hún var illa hunsuð að stórum verðlaunahátíðum en hún mun lifa gegnum söguna lengur en flestar myndir.
3) United 93
Endinn í þessari mynd er nóg til þess að koma henni á listann, ég hef aldrei verið í jafn miklu adrenalín stuði á ævi minni meðan ég horfi á kvikmynd.
4) The Fountain
Ég held að ætti að fara gefa þessa mynd út á Íslandi einhvern tíman, hún er ekki fyrir alla en þá sem geta metið sannar heimspekimyndir þá er The Fountain fyrir þig. Hún er einnig ein flottasta mynd sem ég hef séð á sjónrænu stigi.
5) Das Leben Der Anderen
Þýsk mynd, vann óskarinn og átti það skilið.
6) A Scanner Darkly
Ég er mikið fyrir mindökk, og Scanner Darkly er meira mindfökk en flestir taka eftir.
7) Thank You For Smoking
Ekki beint gamanmynd, mjög kaldhæðin en einnig alvarleg og summar reykingaveseninu upp nokkuð vel.
8) The Prestige
Mjög vel gerð og hröð, líkt og Batman Begins þá er ekki einn hægur punktur í henni.
9) Perfume: The Story of a Murderer
Óvenjuleg, sjúk, mindfökk...
10) Pan's Labyrinth
Mjög góð mynd, einstök.
---
2006 fannst mér vera ekkert meira en fínt kvikmyndaár, myndir eins og Last King of Scotland, Babel, Flags of our Fathers, Letters From Iwo Jima, The Queen, The Good Shepherd, Little Miss Sunshine, Blood Diamond og Borat, myndir sem lenda oft í toppsætum 2006, þetta eru allt fínar myndir (nema Blood Diamond sem mér fannst ömurleg) en ekkert merkilegar að neinu verulegu stigi. Mér fannst erfitt að fylla topplistann af nægilega góðum myndum, sem gerir 2006 að ekkert sérstöku kvikmyndaári.
(V For Vendetta er á 2005 listanum mínum, Kingdom of Heaven director's cut er þar einnig þar sem hún var gefin út í bíóhúsum í Los Angeles í desember 2005 en á DVD maí 2006)
Sindri Gretarsson.
þriðjudagur, mars 13, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hún heitir "Das Leben der Anderen".
Þú verður að læra þetta sindri.
Pan's Labyrinth fannst mér allt annað en ofmetin, og einnig fannst mér Children of Men betri en Departed. Annars er ég nokkuð sáttur við þennan lista, hef ekki séð allar á honum.
Skrifa ummæli