Sindri Gretarsson 8. mars 2007 ***1/2 af ****
Fyrir hvern sem hefur lesið myndasöguna eftir Frank Miller og einnig fyrir hvern sem hefur ekki lesið hana, þá er þessi mynd örugglega ekkert nema æðisleg. Ég ætlast ekki til þess að móðga neina með að segja hið augljósa, en fyrir þá sem þekkja þetta ekki, þá er myndin byggð á samnefndri myndasögu eftir Frank Miller sem byggist lauslega á sannsögulegum heimildum sem áttu sér stað árið 480 fyrir Kristsburð þar sem nokkur hundruð Spartverjar undir stjórn Leonidusi, konung Spörtu meðal annarra Grikkja vörðust gegn mun stærri innrásaher undir stjórn Xerxes, konung Persíu. Þessi orrusta er nú kölluð Orrustan við Thermopylae og er núna orðin meiri goðsögn en hún var, sérstaklega eftir þess mynd. Það sem sker uppúr er það sem hver einasti trailer gaf í skyn, hún er flottari en allur andskoti sem við höfum séð hingað til, auðvitað er það smekksatriði en þrátt fyrir það þá er hún óneitanlega á topplistanum yfir flottustu myndum allra tíma. Bardagasenurnar eru svakalegar, þær eru það fallegar að þær dáleiddu mig, hvert einasta högg var sem fullnæging, hver einasta blóðgusa var hrein ánægja og hvert einasta öskur sem Gerard Butler argaði útúr sér var yndislegt (sá maður kann að öskra). En já, ég gæti verið að ýkja aðeins, ég vil aðeins gera það skýrt hve sáttur ég var með þennan hluta myndarinnar. Þrátt fyrir það þá er þetta engin fullkomin mynd, fyrir mig sem hefur lesið myndasöguna þá get ég sagt að ég er mjög sáttur með frammistöðu leikaranna, þá sérstaklega Gerard Butler sem Leonidus og einnig David Wenham sem Dilios. Myndasagan var mjög þétt og stutt, einföld og létt í lestri og eins og myndin þá var hún rosalega vel teiknuð, en í myndinni er söguþráðurinn lengdur. Það gætu verið margar ástæður bakvið það, hin helsta er líklega sú að myndasagan er stutt og það varð að lengja söguna til þess að skapa heilari kvikmynd. Því sem er bætt inn er heilum söguþræði tengt Gorgo konu Leonidusar sem reynir að hvetja stjónarráð Spörtu til þess að senda liðsauka til manns hennar meðan hann berst við Persana með sínu 300 manna hersliði. Í mínum augum ætti 300 að vera strákamynd, testosterón drifin í öfgar með bardögum, blóði og mikið af kjánalegu hugrekki en þessi nýji söguþráður sýndist mér vera til þess að skapa meiri áhuga fyrir kvenkynið (sem er ekkert slæmt), en mér fannst það ekki gera neitt betra fyrir myndina. Kannski er þetta hinsvegar kjaftæði hjá mér þar sem það eru 300 hálfnaktir karlmenn hoppandi um að berjast í myndinni, held að það dugi líklega til þess að draga að sér konur. Þessi söguþráður sleppur þó því hann bjargar sér í úrlausninni, en hefur samt þann galla eins og myndin í heild sinni að þurfa endurtaka sömu ræðurnar um frelsi, heiður og hugrekki aftur og aftur. Mér fannst sá söguþráður allavega ekki nógu vel vandaður, líkt og hann væri þar fyrir þann eina tilgang til þess að lengja myndina, semsagt það var ekki nógu vel vandað með að fela þá staðreynd, þessi söguþráður er án efa veikasti punkturinn en burtséð frá því þá heldur myndin sér í einfaldari kantinum, hún er ekki að reyna að vera flókin eða skapa alltof mikinn tilgang bakvið söguna og myndinni tekst við að skapa sitt eigið efni og vera trú myndasögunni á sama tíma. 300 er að mínu mati ein af skemmtilegri myndum sem ég hef séð, hún byggist aðallega á útliti sínu, handritið er mjög einfalt og kraftmikið en á endanum skiptir það ekki nærrum því eins miklu máli og myndin á skjánum. Ég er mjög sáttur, þetta verður án efa tískufyrirbæri í einhvern tíma líkt og Sin City, þó þetta séu tvær gjörsamlega ólíkar myndir. 300 er gölluð mynd en stendur uppúr þar sem kostir hennar koma í stað gallanna og ég held að meirihluti manna eiga eftir að hugsa vel um myndina eftir áhorf.
"Prepare for Glory!"
Sindri Gretarsson.
fimmtudagur, mars 08, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
it is interesting a website, I will go back there
Skrifa ummæli