mánudagur, mars 19, 2007

Watchmen

Reynslan mín á myndasögum er frekar takmörkuð, ég hef aðeins lesið það besta frá höfundum eins og Garth Ennis, Frank Miller og Alan Moore sem skrifaði einmitt Watchmen. Af öllu því sem ég hef lesið, þá er Watchmen besta ritverkið, það er ekki endilega skemmtilegast eða flottast heldur einfaldlega best skrifaða verkið. Ég las fyrst Watchmen fyrir nákvæmlega ári síðan, ég quota sjálfan mig frá þessari bloggsíðu þann 30. mars 2006: "Ég las Watchmen um daginn eftir Alan Moore, eftir lesturinn þá stóð ég upp og sagði: "Hvað í andskotanum var ég að lesa!?". Ekki á slæman hátt, ég er ennþá að reyna melta þessar sögur, kannski er Watchmen of gáfað fyrir mitt óæðra heilahvel?" Eftir heilt ár að melta þessa myndasögu þá ákvað ég að kaupa alla bókina í Nexus um daginn og lesa hana alla aftur. Annað en fyrir ári síðan þá veit ég hvað mér finnst um hana, Watchmen er meira en það sem við skilgreinum sem snilld, ég er ekki frá því að segja að Watchmen sé betri en hvaða bók sem hef lesið eða jafnvel allar kvikmyndir sem ég hef séð. Alan Moore tekur gömlu ofurhetju-myndasögu klisjuna og umbreytir henni í algert meistaraverk, ekki bara er hún djúp-sálfræðileg heldur einnig djúp-pólitísk og sker sig gegnum stjórnmál þess tíma sem hún var skrifuð (Watchmen er skrifuð kringum 1985 og er gefin út 1986-1987 og fjallar mikið um kalda stríðið). Persónurnar í Watchmen gera bókina merkilega, þær gætu auðveldlega verið hunsaðar sem hallærislegar eða dæmigerðar en þær eru svo vel skapaðar ekki aðeins í hegðun og tali heldur einnig í baksögum og þróunarferlum sínum gegnum myndasöguna sem gerir uppbyggingu sögunnar ennþá mikilvægari. Zack Snyder sem gerði Dawn of the Dead endurgerðina en einnig 300 er að þróa kvikmynd byggða á Watchmen bókinni sem á víst að koma út árið 2008. Til þess að gera þessa myndasögu að kvikmynd sem er ekki aðeins alger snilld heldur einnig trú myndasögunni þarf að gera að minnsta kosti þriggja klukkutíma og hraða kvikmynd með frábærum leikurum. Þegar ég meina hraða þá er ég ekki að tala um MTv stíl heldur Christopher Nolan stílinn eins og í t.d Batman Begins og Prestige, hröðklippt án þess að eyðileggja stílinn í myndasögunni og söguframvindan verður að vera í góðum takti. En það er aðeins ef það er gerð kvikmynd, hún ætti frekar að vera gerð sem mini-sería líkt og Rome þættirnir, tólf þættir fyrir hvern kafla og hver þáttur ætti að vera klukkutími á lengd. Það er í raun eina leiðin til þess að vera fullkomlega trúr myndasögunni en auðvitað takmarkar það peningaflæðið fyrir Hollywood blóðsugunum. Alan Moore er örugglega að skipuleggja morð á Zack Snyder eins og er þar sem hann er er gersamlega á móti því að gera kvikmynd úr Watchmen. Eftir að From Hell og League of Extrordinary Gentlemen fóru í vaskinn þá skil ég alveg af hverju. Watchmen er biblía myndasaga, eins og bíblían er fyrir bækur og Godfather fyrir kvikmyndir og ef þetta vekur áhuga hjá einhverjum sem les þessa grein þá hvet ég þig til þess að lesa þessa myndasögu en ég vara þig við að þetta er mjög flókin saga og ekki búast við að skilja/fíla hana eftir aðeins eitt rennsli. Það þarf mjög líklega tvö eða fleiri aðeins til þess að skilja söguna nógu vel til þess að meta hana.

10/10 *FULLT HÚS*




(frá efst til vinstri) Dr. Manhattan, The Comedian, The Second Silk Spectre, Ozymandias, Captain Metropolis, The Second Nite-Owl og Rorschach.


"Who watches The Watchmen?"


Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: