fimmtudagur, mars 22, 2007

Jebús!

Nú loksins veit ég hvernig er að vera í þrælahaldi... að vinna í auglýsingabransanum! Framleiðendur eru meiri harðstjórar heldur en verstu keisarar Rómaveldis og ef þú byrjar lægst í fæðukeðjunni eins og langflestir þá muntu skilja hvað ég er að reyna að segja. Það er engin miskun, þú mætir fyrst og ferð síðast og færð yfirleitt lítinn eða engan svefn. Allt það líf sem þú áttir þér, þú mátt gleyma því, auglýsingabransinn er sannkallaður dauði.

Hinsvegar er hann örugglega þess virði þegar þú byrjar að klifra upp stigann og sópa græða meiri pening...

Ég bíð aðeins spenntur eftir að losna úr þessari ánauð til þess að geta lifað aftur.


Sindri Gretarsson.

3 ummæli:

Þorsteinn sagði...

Þú hefir selt sál þína kapítalismanum, Sindri.

Þú getur keypt þér nýja á tilboðsverði í 10-11.

Nafnlaus sagði...

Já, það er ekkert djók að vinna í Pegasus. En 22 mars var bara djók miðað við hvað við fórum í gegn í dag, þú verður að viðurkenna það.

S.G. Andersen sagði...

Já, það viðurkenni ég...

Prump! Hahahahahahaha!!!

Ok, þetta var ekki fyndið :)