þriðjudagur, janúar 09, 2007

Köld Slóð

Sindri Gretarsson 9. janúar 2007 */****

Hér er komin enn önnur íslensk kvikmynd til þess að rakka niður, er ég kannski svona rosalega leiðinlegur við íslenskar myndir eða eru íslenskar myndir hingað til svona leiðinlegar? Ég hef ekki séð eina íslenska mynd frá árinu 2006 sem mér hefur fundist góð og 2006 er metár í íslensk-framleiddum kvikmyndum. Handritið fyrir Köld Slóð er einfaldlega mjög lélegt, mögulega þá handritið frábært í lestur en það virkar hræðilega á mynd. Samræðurnar eru stútfullar af óþægilega augljósum plotupplýsingum og söguflétturnar eru jafn augljósar langt áður en það kemur að þeim. Flestir karakterar eru tómir og/eða leiðinlegir og leikararnir standa sig afar misvel, sá langskásti verandi Helgi Björns sem heimski ruddinn. Myndin einkennist af hrárri myndatöku svokallaðri sem mér fannst persónulega ekki fullnýta möguleikana sína, einnig fannst mér eins og myndatökumennirnir væru oft að hrista myndavélarnar viljandi af engri mögulegri ástæðu. Klisjurnar í myndinni eru það margar og fáranlega gerðar að ég tel það nánast vera fyndið, en fyrir grafalvarlega sakamálamynd (sem átti alls ekki efni á því að vera grafalvarleg) þá datt hún mjög dauð, ég gat ekki einu sinni hlegið að henni. Ég held að stjörnugjöfin mín segir restina, því miður þá get ég varla gefið henni meira en eina stjörnu. Að dæma þessa mynd svona harkalega lætur mig líða eins og vonda kallinum, en ég var að vona að hún myndi koma mér á óvart en í staðinn þá er Köld Slóð mjög ómerkilegt og leiðinlegt áhorf sem borgar sig alls ekki undir lokin.


"BLÖÖÖÖ!" ("Blö" er stöfun af athöfninni að gubba)


Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: