þriðjudagur, janúar 09, 2007

Apocalypto

Sindri Gretarsson 9. janúar 2007 ***/****

Skemmtilegi klikkhausinn hann Mel Gibson sýnir okkur núna endalok Maya siðmenningunnar gegnum ferðalag eins manns frá venjulegu og friðsælu lífi í þorpi til þrælahalds og kúgun óvina. Apocalypto er í takt við fyrri Gibson myndir, mikið af hræðilegu ofbeldi, fossandi blóði og innyflum og ekki gleyma þá er tungumálið sem talað er í myndinni eldgamalt og nánast útdautt. Aðalpersónan Jaguar Paw þarf að bjarga óléttu konu sinni og unga syni sínum meðan hann er hundeltur af óvinahermönnum, myndin byggist eingöngu á adrenalínflæði, burtséð frá hægari byrjun þá stoppar eltingarleikurinn nánast aldrei. Annars þjónar myndin sem skoðunarferð gegnum siðmenningu sem hvíti maðurinn frá Evrópu á eftir að gjöreyða, það má kalla það hálfgerða prédikun, eins og margar svona myndir eru sem fjalla um frumbúa. Gibson á það til að pynda áhorfendur með því að láta aðalpersónurnar gangast undir hræðilegar aðstæður, hann veltir sér í því kannski einum of en það hjálpaði Apocalypto. Hvort sem það er sadismi í honum eða einfaldlega ´hugmyndaríki´ þá breytir það litlu, það má finna hvaða tilgang sem er með sögunni en myndin er að sýna frá eyðingu Maya siðmenningunnar innanfrá en ekki utanfrá. Apocalypto er einnig tekin upp með High Definition myndavélum og það sést mjög vel gegnum alla myndina, það tekur kannski smá tíma að venjast en í heild sinni þá virkaði myndatakan mjög vel. Það var nóg af ofbeldi og fossandi blóði til þess að halda mér vel vakandi, en sagan er líka heillandi og það skiptir aðeins meira máli örugglega. Apocalypto er með betri myndum ársins 2006 segi ég, hún er á mörkunum að taka með sér þrjár og hálfa stjörnu en en ég læt hana vera með þrjár mjög sterkar stjörnur.


Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: