Sindri Gretarsson 27. desember 2006 ***/****
Því miður get ég ekki skrifað neinar reynslusögur um Flags of our Fathers, ef svo mætti búast við langri ritgerð sem væri líklegast ólesanleg fyrir alla nema sjálfan mig. Ég get þó sagt að það er allt annað að sjá hana á hvíta tjaldinu heldur en að slæpast sem extra á tökustað. Sama hvaða væntingar sem ég skapaði fyrir sjálfum mér þá er útkoman allt öðruvísi en ég sá fyrir mér. Til að byrja með þá var ég nógu heppinn að vera í New York daginn sem að Letters from Iwo Jima var frumsýnd þann 20. des og þar með náði rétt svo að sjá hana. Ég hef áhyggjur um að ég hafi séð þær í vitlausri röð því það komu fram mikið af upplýsingum í Flags sem voru nauðsynleg fyrir Letters. En það hjálpaði Flags að ég skuli hafa séð Letters á undan því ég fékk töluvert mikið efni til þess að bera saman við. Ég hafði þó gaman af Flags of our Fathers, ég hafði búist við svona tveggja klukktutíma væmnisdellu um hve frábær Bandaríkin séu fyrir að hafa losið heiminn við svona marga Asíubúa en í staðinn þá kom nokkuð njótanleg ádeila á bandaríska stríðskerfið. Hinsvegar eins og langflestar stríðsmyndir þá fellur Flags í væmniskreppu seinustu mínúturnar og ónauðsynlega dregur hvert einasta skot eins mikið og hægt er. Það sem báðar Flags of our Fathers og Letters from Iwo Jima nota er ´flashback´ uppbyggingu, sögunni er komið til skila í endursögnum, í Flags of our Fathers þá er aðalsagan um eftirmál stríðsins en stríðið sýnt í endursögnum en í Letters from Iwo Jima þá er stríðið aðalsagan en endursagnirnar um einkalíf aðalpersónanna. Flags nýtur sér þetta misvel, það virkar vel til þess að byrja með en skemmir fyrir svo með að ofnota sér það þegar nær dregur undir lokin, þá verður sagan frekar löt, eða óskipulögð frekar, því meira sem flashbökk voru notuð því oftar fannst mér þau ekki passa eins vel. Einnig eiga sér stað mjög furðulegar breytingar undir lokin eins og þeir vissu ekki nákvæmlega hvernig ætti að enda myndina, það voru einfaldlega alltof miklum upplýsingum kramið inn í endinn á mjög vafasamin hátt sem dróg endinn töluvert lengur en þurfti. Annars hefur Flags flestallt til þess að skapa skemmtilega mynd, gott handrit, fína leikara og persónur, ágætan húmor, og ekki gleyma flottum bardagasenum og ofbeldi og auðvitað til þess að viðhalda ´political correctness´, þá er ekki verið að halda meira upp á eina hlið en aðra í stríðinu. Myndin var engin vonbrigði en hún kom mér ekkert sérstaklega á óvart, ég hafði gaman af henni.
Sindri Gretarsson 27. desember 2006 ***/****
Letters from Iwo Jima er hliðstæða Flags of our Fathers, og fjallar um japönsku hlið árásarinnar á Iwo Jima. Áætlað var að eyjan yrði yfirtekin á innan við viku en japanir vörðu eyjuna í meira en mánuð undir stjórn hershöfðingjans Koribayashi, leikinn af Ken Watanabe, sem hafði búið í Bandaríkjunum í mörg ár fyrir stríðið. Fyrir utan Koribayashi þá er það ungur bakari, Saigo að nafni sem er aðapersóna myndarinnar, hann var sendur í herinn og varð að skilja eftir konu sína og ófætt barn eftir. Annað en Flags of our Fathers sem fjallar meira um mál eftirlifenda orrustunnar í Bandaríkjunum þá er Letters from Iwo Jima að sýna vonleysi og ömurleika sem ríkir á eyjunni þar sem innrásin er óumflýjanleg og annað en Bandaríkjamennirnir þá eru þeir gersamlega innilokaðir frá allri mögulegri hjálp. Inn á milli atriða á eyjunni þá eru baksögur mannana sýndar, aðallega þá hjá Koribayashi og Saigo, en það eru þessar baksögur sem gera söguna áhrifaríkari en hún hefði verið án þeirra, en skiptingin átti til að vera frekar dæmigerð og jafnvel óviljandi hlægileg, ég held að besta orðið sé ´cheesy´. Það sem kom mér á óvart er að Eastwood sýnir Bandaríkjamenn í ekkert sérstaklega björtu ljósi, jafnvel sem ófreskjur á tímum, en hann missir sig aldrei í því og heldur jafnvæginu og reynir að vera eins sanngjarn við báðar hliðarnar og hann getur. Myndin byrjar lengi, það er tekið sinn tíma að sýna við hverskonar aðstæður mennirnir lifa við á Iwo Jima og djúpt er grafið inn í persónulíf hins virðingafulla Koribayashi og efasemdir sem rísa gegn honum útaf lífi hans í landi óvinanna. Það sem Letters from Iwo Jima hefur yfir Flags of our Fathers er þann möguleika að gera áhorfið mun örvæntingameira og spennandi þar sem ekkert nema sársauki og dauði bíða aðalpersónanna, en það er nákvæmlega þessi hluti sem var ekki að virka. Þegar hlutir byrjuðu að gerast og spennan magnast þá datt hún strax niður, og það gerðist aftur og aftur og aftur. Það var ekki næg orka í framvindunni til þess að grípa mig inn í söguna, í hvert skipti sem hún var að fara gera það þá datt ég strax úr henni og leið eins og ég væri nýkominn inn í hana aftur. Letters from Iwo Jima er betri en Flags á sumum sviðum en verri á öðrum en endanlega þá falla þessar myndir í svipað gæðastig, Letters from Iwo Jima er mjög sönn gagnvart stríðinu og atburðunum sem áttu sér stað á Iwo Jima og á skilið sitt hrós fyrir það, en mér fannst hún ekki vera þessi hreina snilld sem gagnrýnendur eru að tala um.
Sindri Gretarsson.
miðvikudagur, desember 27, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þú minnir mig á þig !
ÞEGIÐU !
Skrifa ummæli