Sindri Gretarsson 21. desember 2006 ***1/2 af ****
Ég hefði átti að taka inn LSD meðan á sýningu stóð, því guð minn góður, þetta var aldeilis magnað! Ég þarf enn að melta almennilega þetta efni, þetta er án efa einhver alsérstakasta mynd sem ég hef lengi séð. Ég veit ekki alveg hvernig á að ústkýra söguþráðinn en miðað við hvernig ég túlkaði söguna þá fjallar myndin um líf og dauða, endurfæðingu, um leitina af ódauðleika og hvernig dauði getur skapað nýtt líf o.s.f. Í fyrstu tímalínunni þá leikur Hugh Jackman Tommy, heilaskurðlækni sem er að leita af aðferðum til þess að lækna heilaæxli sem unga konan hans Izzi (Rachel Weisz) hefur. Hún er að skrifa bók, sem er þráður seinni tímalínunnar, sem fjallar um Tomas, spænskan hermann sem Isabella drottning sendir til nýja heimsins til þess að finna Tré Lífsins. Þriðja tímalínan fjallar um Tom Creo, mann sem ferðist með Tré Lífsins í lífrænni kúlu gegnum geiminn til deyjandi stjörnu sem kallast Xibalba. Það krefst ákveðis magn af hugmyndaríki til þess að skapa svona sögu, ég tel það að koma upp með þessa sögu vera sér afrek burtséð frá myndinni sjálfri. Það eru tengingar í allskonar mennskar goðsagnir, fyrst og fremst er mikið byggt á Tré Lífsins úr Biblíunni, mikið tekið úr Búdda og jafnvel úr Snorra-Eddu, söguna um Ask Yggdrasil og hvernig það fyrirbæri varð til. Ég tek það first og fremst fram að myndin er svakalega vel gerð, myndatakan er glæsileg og tæknibrellurnar, sem mér skilst eru yfirleitt ekki tölvugerðar, eru rosalegar. Brellurnar gera myndina ennþá sérstakari, með því að forðast tölvubrellur þá fann ég fyrir einhverju óvenjulegu, jafnvel ógnvekjandi. Samkvæmt Aronofsky þá er þessi aðferð sem kallast ´macro photography´ notuð fyrir brellur svo að brellurnar endast lengur en nokkur ár, án efa til þess að líkjast 2001: Space Odyssey enda tel ég The Fountain nánast vera 2001 nútímans. Mögulega mun þessi mynd með tímanum endurvekja sci-fi kvikmyndir, en þar sem The Fountain, líkt og 2001 er eins óhefðbundin og ómainstream og hægt er að vera, þá gerist það ekki auðveldlega. The Fountain hafði mjög ómeðvituð áhrif á mig, myndatakan, klippingin og tónlistin voru dáleiðandi og einhvern veginn gegnum ýmsar kvikmyndaaðferðir þá nær Aronofsky að tengja saman þessar þrjár sögur saman á þann hátt sem er skiljanlegur. Það er hægt að skilgreina sögurnar á meira en einn hátt, en í lokin þá held ég að það sé tilfinningin sem skiptir mestu máli í lokin meira en allt annað. En þetta er eins og ég sagði, ómainstream mynd, fólk í heild sinni mun ekki skilja né reyna að skilja þessa mynd yfir höfuð, en sem betur fer þá myndin á styttri kantinum, sem gerir áhorf einbeittara og auðveldara en það hefði líklega verið þar sem fyrsta klippið sem átti að gefa út var nokkuð lengra. Það er auðvelt að hunsa The Fountain sem listænt rugl, þó að myndin sé mjög listræn þá er nóg af heimspeki og hugmyndum til staðar til þess að réttlæta það, og þaðan er það persónubundið, sumir munu fíla sig og sumir ekki.
"GRAND INQUISITOR SILECIO: Our bodies are prisons for our souls. Our skin and blood, the iron bars of confinement. But fear nought. All flesh decays, death turns all to ash and thus, death frees every soul"
Þetta er eitthvað sem kallast svalt quote.
Sindri Gretarsson.
fimmtudagur, desember 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli