þriðjudagur, desember 05, 2006

Last Action hero

Sindri Gretarsson 5. desember 2006 ***1/2 af ****

Last Action Hero er eitt stærsta landmerki grínmynda sem til er, þetta er mynd sem gekk ekkert sérlega vel í bíóhúsum (þá aðallega útaf Jurrasic Park sem var á sama tíma) og var kramin af gagnrýnendum. Fyrir þá sem þekkja ekki þessa mynd, þá er söguþráðurinn um Danny, strák sem dýrkar kvikmyndir sem fær í hendur sínar töframiða sem gerir honum kleift að fara inn í heim kvikmynda. Óviss með hvort að miðinn í raun virki þá fer hann að sjá Jack Slater IV, mynd sem Arnold Schwarzenegger leikur hasarhetjuna Jack Slater. Söguþráðurinn skiptir eiginlega minnstu máli í mínum augum þar sem svo lítill skjátími fór í að fjalla um hann. Last Action Hero er mynd sem liggur gersamlega á skemmtanagildinu, ef þú fílar ekki húmorinn þá muntu ekki fíla þessa mynd. Fyrir kvikmyndabuff þá ætti Last Action Hero að vera fjarsjóður af húmor, það skiptir engu máli hve margir gallar eru í plottinu, það skiptir engu máli hve margar byssukúlur eru í einu skothylki. Það sem skiptir máli, fyrst og fremst, er að Schwarzenegger fær að drepa vondu kallana og bjarga deginum. Handritið er eftir Shane Black, hann skrifaði The Last Boy Scout og skrifaði og leikstýrði Kiss Kiss, Bang Bang og það er eins og flest handrit hans Black, mjög sjálfsviturt og er ekki að reyna fela það að þetta sé kvikmynd, sem er einmitt uppsprettan af húmornum. Ég giska að gagnrýnendurnir hafi ekki fílað það neitt sérstaklega, ég fílaði það hinsvegar talsvert, enda hef ég séð þessa mynd alltof oft síðan ég var lítill krakki. Eini gallinn er að myndin dregur of lengi við seinni hlutann, mögulega var það gert viljandi en lengdin var nálægt því að draga úr gæðum. Last Action Hero er ein skemmtilegasta mynd sem ég hef séð, ein af þessum myndum sem kemur mér alltaf í gott skap, ég tel hana vera eina bestu grínmynd allra tíma.


"JACK SLATER: Look! Elephant!"


Sindri Gretarsson.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

kitty kitty bang bang :D

Þorsteinn sagði...

Ég sé að þú ert orðinn mjög samhuga Schwarzenegger nýlega. Þetta er ekki gott, það er þessi rækt sem er að gera þér þetta.

Nafnlaus sagði...

Þorsteinn þú ert heimskur. Last action hero er ömurleg sindri. shhhh !!!!!

Nafnlaus sagði...

Last Action Hero er frekar slöpp. Alveg ótrúlegt að gefa henni þrjár og hálfa...