Sindri Gretarsson 4. október 2006 **1/2 af ****
World Trade Center er önnur myndin þetta árið sem ég sé sem fjallar um árásirnar þann 11. september 2001, sú fyrri verandi hin magnþrungna United 93 og þrátt fyrir sína kosti þá fellur World Trade Center í skugga United 93. United 93 var grípandi og sleppti manni aldrei frá skjánum, hún hélt manni stífan við sætið að bíða eftir að sjá meira, World Trade Center hefur þetta ekki. Þeir Nicholas Cage og Michael Pena leika þá John McLoughlin og William Jimeno sem festust undir rústunum á tvíburaturnunum og voru meðal þeirra seinustu sem var bjargað, megnið af skjátíma þeirra gerist í þeim aðstæðum og gegnum það er fortíð þeirra kynnt í sambandi við fjölskyldur og eiginkonur þeirra. Það er janmikil klisja og það hljómar, en þar sem þetta er sönn saga frá sjónarhorni alvöru mannana þá verður að gefa myndinni plús fyrir það. Hinsvegar þá vantar allt aðdráttaraflið til þess að viðhalda væmninni, sem hún tapaði sér oft í, helmingurinn af myndinni fjallar um harmleika fjölskyldna og konur þeirra en myndin á sér hræðilega bágt með að heilla áhorfendann með persónunum og aðstæðunum sem þau lenda í. Þessi harmleikur sem átti sér stað 11. september var ekki til staðar, ég fann ekki fyrir honum. Nicholas Cage og Michael Pena léku þó mjög vel í hlutverkjum sínum, sama með alla leikarana, allir voru sannfærandi. World Trade Center er eins ólík Oliver Stone myndum og hægt er að vera, ég hefði aldrei getað trúað því að Stone væri leikstjórinn hefði ég ekki vitað það. Hvort það sé góður hlutur ekki, en ég fíla eldra Oliver Stone myndirnar og ég er byrjaður að sakna þeirra. Með allri virðingu fyrir fólkinu sem dó í árásunum eða lifðu af, þá var World Trade Center ekki að ná til mín eins og hún hefði getað, hún er ágætis kvikmynd en lítið meira en það.
Assalaamu Alaikum.
Sindri Gretarsson.
fimmtudagur, október 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli